Morgunblaðið - 23.03.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 23.03.1979, Síða 32
FÖSTUDAGUR, 23. MARZ 1979 \K.LYSINGASIMINN ER: 22480 Tvö banaslys við Eyjafjörð TVÖ SVIPLEG banaslys urðu í Eyjafirði í gær, annað í Ilrísey þegar 13 ára drengur varð undir fiskkassastæðu er hrundi yfir hann og 19 ára piltur frá Dalvík féll í höfnina þar og var látinn er að var komið. Slysið í Hrísey varð í Piskvinnslu- stöð KEA um kl. 14.30 og var 13 ára drengur þar við fiskvinnu eftir skólatíma, en mikill afli hefur borist þangað að undanförnu. Stóð hann við vinnu sína nálægt stæðu af Hugmynd- ir komn- ar á blað GUÐMUNDUR J. Guðmunds- son, formaður Verkamanna- sambands íslands og Karl Steinar Guðnason, varafor- maður VMSÍ hafa að undan- förnu setið og lagt saman á ráð um að bjarga rikisstjórn- inni og finna upp úrræði til þess að milda verðbótakafla frumvarps ólafs Jóhannes- sonar, forsætisráðherra, svo að Alþýðubandalagsmenn geti sætt sig við hann. Þeir munu nú hafa komið hug- myndum sfnum á blað, en hafa ekki gert kunnugt, hvað á því sé. Á laugardag hefur verið boðaður sambandsstjórnar- fundur Verkamannasam- bandsins og er búizt við því að fyrir þann fund verði þessar hugmyndir lagðar, sem eru um félagslegar umbætur m.a. Karl Steinar Guðnason, vara- formaður VMSI og alþingis- maður vildi ekkert tjá sig um þessar hugmyndir í gær, er Morgunblaðið spurði hann um þær. Hann vildi og ekkert segja um hvern hljómgrunn hann teldi að þær myndu fá. kössum fullum af fiski og hrundu þeir yfir hann. Maður sem var við vinnu rétt við heyrði er stæðan hrundi og náðist drengurinn undan henni eftir 2 mínútur. Var hlúð að honum og reynt að ná í lækni frá Dalvík, en símasamband var erfitt og þar sem læknirinn var í vitjun náðist ekki til hans strax. Einnig komu læknar frá Akureyri, en drengurinn var látinn og komst aldrei til meðvitundar. Er talið að hann hafi látizt nær samstundis. Þá fannst 19 ára píltur í Dalvíkur- höfn snemma í gærmorgun. Togara- sjómenn voru að koma að bryggjunni um morguninn er þeir sáu piltinn og var hann látinn. Er talið að hann hafi fallið niður milli skips og bryggju, en nokkrir áverkar fundust á honum. Ekki munu vera sjónar- vottar að slysinu, en það er nú í rannsókn. Ljósm. Kmilía. 5 MILLJARÐA VERK — Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Álversins í Straumsvík. Skáli tvö verður lengdur og komið þar fyrir 40 nýjum kerum. Á framkvæmdum að ljúka í maí 1980. Áætlað er að verkið kosti um 5200 milljónir króna. Myndin var tekin á byggingarstað í vikunni og eins og sjá má er byrjað að steypa undirstöður skálans. Samkomulag BSRB og ríkisstjórnarinnar: Fallið frá 3% kauphækkun 1. apríl Adildarfélög BSRB fá verkfallsrétt vegna sérkjarasamninga SAMKOMULAG tókst síðdegis í gær milli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisstjórnarinnar um að BSRB félli frá 3% grunnkaupshækkun sem átti að taka gildi 1. apríl n.k. en bandalagið fengi í staðinn aukinn samningsrétt á vissum sviðum. Samkomulagið verður undirritað fyrir hádegi í dag með þeim fyrirvara að það verði samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna BSRB. Talsmenn BSRB og ríkisstjórnarinnar hafa lýst yfir ánægju með samkomulagið. Helstu atriði samkomulagsins eru þau, að þar sem BSRB hefur fallið frá 3% launahækkun 1. apríl mun ríkisstjórnin beita sér fyrir eftirfar- andi breytingum á lögum um kjara- samninga BSRB: Fellt verði niður í lögum ákvæði um tveggja ára lágmarks samnings- 20% hækkun á flugfar- gjöldum innanlands RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest samþykkt verðlagsnefndar frá 28. febrúar s.l. um 20% hækkun á far- og farmgjöldum í innanlandsflugi. Tekur hið nýja verð gildi frá og með deginum í dag. Samkvæmt þessu hækkar fargjald aðra leiðina Reykjavík- Isafjörður úr 8.970 krónum í 10.750 krónur, fargjald aðra leiðina Reykjavík-Akureyri hækkar úr 9.650 í 11.600 krónur, fargjald aðra leiðina Reykjavík-Egilsstaðir hækkar úr 13.030 í 15.650 krónur og fargjald aðra leiðina Reykjavík- Vestmanna- eyjar hækkar úr 6.360 í 7.650 krónur. tímabil, en lengd samningstímabils verði framvegis samningsatriði. • BSRB fer með gerð aðalkjara- samnings fyrir ríkisstarfsmenn en félög bæjarstarfsmanna fara með gerð aðalkjarasamninga við hlutað- eigandi sveitarstjórnir. • Hvert aðildarfélag BSRB fer með gerð sérsamninga, þ.e. skipan starfs- heita og manna í launaflokka. Þeir samningar gildi í þrjú ár í stað tveggja áður. Ef sérkjarasamningar takast ekki, skulu aðildarfélögin hafa verkfallsrétt, enda verði verk- fall þá boðað samtímis og frá sama tíma hjá öllum aðildarfélögum BSRB, sem verkfall ætla að boða. • Nefndarmönnum í kjaradeilu- nefnd verði fækkað úr 9 í 5. Gildandi ákvæði í lögum um það, hverjir ekki megi fara í verkföll, verði gerð skýrari. • Lögin nái til hálfopinberra stofn- ana, m.a. þeirra, sem fá fé til greiðslu launa frá ríki eða sveitar- félögum að meginhluta. Níu mál enn óafgreidd í Finansbanken-málinu: Viðbótarskattur 25 milljónir í 39 málum AFGREIÐSLA Finans- bankemálsins svokallaða er vel á veg komin, samkvæmt þeim upplýsingum sem Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknastjóri veitti Mbl. í gær. Það kom fram á sínum tíma að Islendingar áttu 81 reikning í Finansbanken í Danmörku, sem yfirvöldum hér heima hafði ekki verið tilkynnt um. Samtals voru á þessum reikningum um 4 milljónir danskra króna eða um 250 milljón- ir íslenzkra króna á núverandi gengi. í kjölfar rannsóknar á þessu máli fékk ríkisskattstjóri 55 skattamál reikningshafa til úr- skurðar. Viðbótarskattur hefur verið úrskurðaður í 39 málum, og er upphæðin samtals um 25 millj- ónir að sögn Garðars. 4 mál bíða úrskurðar, 5 rpál eru ennþá í rannsókn en 7 mál hafa verið felld niður. Að samningunum unnu 6 manna nefnd BSRB, sem samninganefnd bandalagsins fól sitt umboð og nefnd skipuð þremur ráðherrum ásamt aðstoðarmönnum fyrir hönd ríkisins. Tveir samningafundir voru haldnir á miðvikudaginn og klukkan 13.30 í gær hittust aðiiar að nýju. Lauk fundinum klukkan 15 með samkomu- lagi. Klukkan 16 í gær hófst sam- eiginlegur fundur stjórnar og samn- inganefndar BSRB og var samkomu- lagið samþykkt þar með 48 átkvæð- um gegn tveimur en 5 greiddu ekki atkvæði. Á fundinum var samþykkt með sömu atkvæðatölu að 3% grunn- kaupshækkunin, sem koma átti til útborgunar 1. apríl frestist fram yfir allsherjaratkvæðagreiðslu um sam- komulagið og falli niður ef það hlýtur samþykki. BSRB hefur sagt upp samningum sínum við ríkið. Gerðu fulltrúar ríkisins kröfu um það að samning- arnir yrðu framlengdir óbreyttir til 1. desember n.k. en á það vildu fulltrúar BSRB ekki fallast. Sjá samkomulagið í heild á bls. 16 og viöbrögð talsmanna ríkis- stjórnarinnar og BSRB á bls. 2. V er zlunarmenn og vinnuveitendur: Samningar að tak- ast um flokkaskipan? NÆR daglegir samningafundir hafa verið að undanförnu í kjara- deilu verzlunarmanna og vinnuveit- enda þeirra. Unnið heíur verið að gerð nýrrar flokkaskipunar og í gærkvöldi voru taldar allgóðar líkur á því að samkomulag væri í sjónmáli. Fundur hófst hjá Torfa Hjartarsyni sáttasemjara eftir há- degi í gær og hann stóð enn seint í gærkvöldi. Magnús L. Sveinsson varafor- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sagði í samtali við Mbl. í gær að það yrði mikill áfangi ef samkomulag tækist um nýja flokka- skipan verzlunarmanna. Sú röðun, sem nú væri unnið að, væri allmikið frábrugðin því, sem nú gilti og væri höfð hliðsjón af samningum opin- berra starfsmanna. Kvað Magnús það mikinn áfanga fyrir verzlunar- menn ef samkomulag næðist um flokkaskipunina og það gæti orðið grunnur að viðræðum um laun, en verzlunarmenn hafa krafist sömu launa og opinberir starfsmenn fyrir sömu vinnu. Fyrir verzlunarmenn taka samn- inganefndir Landssambands verzl- unarmanna, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Félag verzlunar- og skrifstofufólks á Akureyri þátt í viðræðunum, en Vinnuveitendasam- band Islands og Vinnumálasamband samvinnufélaga fyrir atvinnurek- endur. ____ _________ Umferðarslys í Mosfellssveit TVÖ umferðarslys urðu í ná- grenni Reykjavíkur á tíunda tím- anum í gærkvöldi. Harður árekst- ur varð á Vesturlandsvegi á móts við Skálatún og var tvennt flutt nokkuð slasað á slysadeild. Þá fór bíll út af veginum í Bláfjöll og fór einn á slysadeild úr honum, en meiðsli ekki talin alvarleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.