Morgunblaðið - 06.04.1979, Side 10

Morgunblaðið - 06.04.1979, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 m m ísrastirnar voru af öll- um gerðum og formum. Þessi minnir óneitanlega á yzta hluta Langaness. fyrir landinu. Afrit af þessum kortum má oft sjá í sjónvarpi eða blöðum. Ekki var klukkustund liðin frá því að rætt var um að ljósmyndari og blaðamaður færu í ískönnun- arflug að við vorum komnir í loftið og stefndum á punkt um 140 kílómetra réttvísandi vestur af Bjargtöngum, 'en á þeim slóðum bjóst áhöfnin við að sjá syðri mörk íssins úti af Vestfjörðum. Það stóð heima og eftir um klukkustundar lágflug yfir sjónum frá Reykjavík flugum við inn yfir ísbreiðuna. Næstu sex og hálfa klukkustundina sveimuðum við yfir ís og aftur ís og enn meiri ís. I ljós kom að aðalísinn var að jafnaði í 30—50 sjómílna fjarlægð frá landinu. A siglingaleiðinni allri og allt upp í fjöru á svæðinu frá Straumnesi að Glettinganesi voru stakar ísrastir og jakahröngl á sveimi. Allan þann tíma sem flugvélin var á lofti var aldrei flogið hærra yfir sjávarmáli en 500 fet, eða 150 metra. Að öllu jöfnu leyfa reglur Flugmálastjórnar flugvélum ekki að fljúga undir 1.000 fetum yfir sjó, en af skiljanlegum ástæðum hefur Landhelgisgæzlan leyfi til að fljúga undir þessum hæðar- mörkum. Og til að fljúga ofar þurfa vélar Landhelgisgæzlunnar sérstaka heimild hverju sinni. Það var fróðlegt að fylgjast með starfi áhafnarinnar. Skipherra í ferðinni var Gunnar H. Ólafsson. Mest allan tímann sat hann á voldugum stól sem er á sérstakri rennibraut rétt fyrir aftan flug- stjórnarklefann. Hægt var að renna stólnum hálfvegis inn í klefann og sat skipherra þá í nokkurs konar hásæti á milli flugmannanna og hafði gott útsýni yfir hafflötinn. Þegar ískönnunin var í algleymingi gaf skipherra fyrirskipanir til áhafnarinnar um hvaða stefna skyldi tekin og hve- nær, hvaða upplýsingar um ísinn skyldu sendar til stjórnstöðvar gæzlunnar í Reykjavík o.s.frv. Flugstjóri í ferðinni var Guðjón Jónsson og honum til aðstoðar Tómas Helgason. Ekki ætti að þurfa að fjölyrða um hvaða hlut- verkl þeir höfðu að gegna um borð. Siglingafræðingur ferðarinnar var Hálfdán Henrýsson. Hlutverk hans var að fylgjast með og segj a til um, þegar skipherra óskaði eftir ákveðinni staðsetningu flug- vélarinnar. En auk þess færði hann upplýsingar um þéttleika íssins, sem skipherra gaf upp í sífellu, inn á kort sem haft yrði til hliðsjónar þegar endanlegt ískort fyrir könnunarflugið yrði gert er til Reykjavíkur kæmi. Það var með ólíkindum hvað hægt var að segja til um staðsetn- ingu vélarinnar með mikilli ná- kvæmni. Notast var við Lóran- miðunartæki sem byggja á þrí- hyrningsmælingum út frá tveimur föstum punktum í landi. Til að- stoðar var sérstakt landakort með lóran-línum og þannig fljótlegt að finna nákvæma staðsetningu. Eitt sinn gáfu mælingar til kynna að Kolbeinsey væri sex míkrósekúnd- ur, sem er landfræðileg mæliein- ing, framundan og örlítið til vinstri. Um leið og þessi tilkynn- ing barst frá tækjum siglinga- fræðings varð blm. litið út um glugga á vinstri hlið vélarinnar og blasti Kolbeinsey þá við næstum því beint niður undan vélinni. Kolbeinsey var ekki tilkomu- mikil að sjá úr 150 metra hæð. Eyjan er aðeins lítill klapparkollur sem gægist upp úr sjónum og áreiðanlega skolast fugladritið í burtu þegar úthafsaldan brotnar á klettunum. Loftskeytamaður í ferðinni var Reynir Björnsson. Ekki notaði hann venjulega talstöð í ferðinni, meðLandhelg- isgœzhmni gfír landsins forna fjanda Morgunblaðsmenn áttu þess kost fyrir skemmstu að fara í ískönnunarflug með flugvél Landhelgisgæzlunnar, TF-SÝN, fyrir Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi. ískönnunarflug af þessu tagi fer fram nokkuð reglulega þegar heimskautavindarnir blása ísþekjunni inn á land- grunnið, en fyrstu merki þess að ísinn nálgist eru ísrastir og jakahröngl á siglingaleið. í Iok hvers könnunarflugs er gert kort sem sýnir afstöðu hafíssins og þéttleika hans úti Gunnar H. Ólafsson. skipherra Guðjón Jónsson, flugstjóri Ilálfdán Henrýsson, siglingafræðingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.