Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22400. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Afsal samnings- réttarins Eins og Geir Hallgrímsson vakti athygli á við efnahags- umræðurnar á Alþingi, er nú komið annað hljóð í strokkinn hjá þeim forystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar, sem fylgja Alþýðuflokki eða Alþýðubandalagi. Fyrir ári töluðu þeir um, að samningsréttur verkalýðsfé- laganna væri heilagur og að ekki mætti skerða gildandi ákvæði kjarasamninga að einu eða neinu leyti. Samningar flestra verkalýðsfélaga rann út 1. desember sl. Báðir aðilar vinnumarkaðarins hafa viðurkennt, að núgildandi verðbótaákvæði kjarasamninga eru óraunhæf og til þess eins fallin að torvelda raunhæfar aðgerðir til viðnáms gegn verðbólgu. Miðað við fyrri orð og gerðir var þess að vænta, að verkalýðsforystan yrði einhuga um, að leysa þessi mál við samningaborðið og freista þess, hvort ekki næðist samkomulag við vinnuveitendur um raunhæft fyrirkomulag verðbóta. Með því eina móti að reyna slíkt, hefði verkalýðsforystan sýnt, að henni var alvara á sl. ári, þegar hún talaði um heilagan samningsrétt sinn um kaup og kjör. Ef slíkar samningaviðræður hefðu farið út um þúfur, hlaut að koma til kasta löggjafans að höggva á hnútinn. En slíkt er alltaf neyðarúrræði. En eins og Geir Hallgrímsson benti á, hvarflaði aldrei að þeim forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, sem fylgja Alþýðuflokki eða Alþýðubandalagi, að reyna samningaleiðina fyrst. Þvert á móti hafa þeir látið sér lynda að kaup og kjör séu ákveðin einhliða af stjórnvöld- um, en í því felst í raun afsal samningsréttarins til ríkisvaldsins, svo sem tíðkast austan járntjaldsins, þar sem verkalýðsfélögin eru eins og peð á taflborði valdhaf- anna. Undirlægjuháttur ýmissa verkalýðsleiðtoga gagnvart valdhöfunum er auðsær. Þeir reyna að vísu að manna sig upp annað slagið og tala þá gjarna um, að stjórnvöld hafi „krukkað" í gildandi kjarasamninga, en allt er það með hálfum huga gert, enda fylgir gjarna ástarjátning til ríkisstjórnarinnar slíkri umkvörtun og raunar beiðni um, að hún sitji áfram. Jafnaðarlega er síðan klifað á, að rétt sé að styðja ríkisstjórnina til góðra verka, en minna fer fyrir hinu, að tíunduð séu verk hennar. Það mun líka vera svo, að góðu verkin eru flest óunnin, þótt ríkisstjórnin hafi komið mörgu til leiðar. Skuldasöfnun ríkissjóðs Menn minnast þess, að meðan síðasta ríkisstjórn sat að völdum, sætti hún harðri gagnrýni af hálfu þáverandi stjórnarandstöðu fyrir skuldir ríkissjóðs við Seðlabank- ann. Þess var því að vænta, að reynt yrði að standa við hin stóru orðin og minnka þessa skuldabyrði, sem sérstaklega hefði átt að vera unnt, þegar tekið er tillit til þess að skattheimta hefur verið stóraukin, en dregið úr opinberum framkvæmdum. Eins og fram kom í ræðu Matthíasar Á. Mathiesen á Alþingi í vikunni er fjarri því að svo sé. I lok marz voru skuldir ríkissjóðs við Seðlabankann 50% hærri en sl. ár eða hækkuðu úr 24,7 milljörðum í 36,7 milljarða. nallgrímur Sigurðsson forstjóri Samvinnutrygginga (t.h.) afhcndir Stefáni Jasonarsyni „silfurbflinn“ í gærkvöldi á fulltrúafundi Landasamtakanna öruggur akstur. Ljósm. Kristján. Stefán Jasonarson hlaut „silfurbílinn” LANDSSAMTÖKIN Öruggur akstur halda um þessar mundir fulltrúa- fund sinn í Reykjavík og er hann sá sjöundi. Hófst fundurinn á hádegi í gær og fluttu þá ræður og ávörp Hallgrímur Sigurðsson forstjóri Samvinnutrygginga, hr. Sigurbjörn Einarsson biskup, Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra, óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umíerðarráðs, Jóhannes Bergsveinsson og flutt var ársskýrsla stjórnar LKL. Við kvöldverð í gærkvöldi fór fram veiting „silfurbíls" Samvinnu- trygginga og afhenti hann Hall- grímur Sigurðsson. Viðtakandi silfurbílsins að þessu sinni var Stefán Jasonarson í Vorsabæ, en hann er nú afhentur í 7. sinn. I ávarpi sínu við hádegisverðinn gerði Hallgrímur Sigurðsson m.a. að um- talsefni ábyrgðartryggingar bíla og sagði hann að útlit væri fyrir að tryggingarfélögin hefðu tapað á þeim þætti trygginga sl. ár um 400 milljónum króna. Væri ljóst að tap það yrði að færa yfir á aðrar tryggingagreinar og því mætti segja að t.d. þeir er tryggðu t.d. hús tækju á sig nokkurn hluta bílatrygginga. Kvað Hallgrímur því nauðsynlegt að þjónusta tryggingarfélaganna varð- andi ábyrgðartryggingar yrði á hverjum tíma seld á kostnaðarverði, en jafnan væri erfitt að halda í við þróunina þar sem verðið væri ákveð- ið löngu áður en þjónustan sjálf væri innt af hendi. í dag fara fram nefndastörf á fulltrúafundinum. Skila nefndir áliti og síðan verða umræður um tillögur. í lok fundarins fer fram stjórnarkjör. Aframhaldandi norðanátt næstu daga en hægari Is lokar enn höfnum — VIÐ reiknum með áframhald- andi norðanátt næstu daga, þ.e. föstudag og laugardag og jafnvel út alla helgina, sagði Markús Á. Einarsson veðurfræðingur í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi. Kvað hann norðanáttina vera allhvassa þá, en reiknaði með að heldur myndi draga úr vindhraða næstu daga. Hafísinn lokar enn höfnum á Raufarhöfn, Siglufirði, Nes- kaupstað að mestu og í Grímsey og ís hefur einnig rekið inn á Vopnafjörð. Hér fara á eftir fréttir frá nokkrum stöðum norð- an- og austanlands: Vopnafirði 5. aprfl ÍS BYRJAÐI að reka inn Vopna- fjörð í gær og er fjörðurinn nú þakinn ís nema höfnin, sem girt var af með vír.. Er því heldur kuldalegt um að litast, hvítt til lands og sjávar. Grásleppukarlar voru eitthvað byrjaðir að leggja net sín og náðist megnið af þeim áður en ís rak inn fjörðinn en lítið sem ekkert virtist vera af grásleppu. Tveir bátar, sem voru á þorskanetum fóru suður á land vegna íssins og gera út þaðan. Togarinn Brettingur hefur aflað nokkuð vel að undanförnu. Hann landaði 85 tonnum sl. föstudag en þar áður um 150 tonnum en alls hefur hann fengið tæp 740 tonn síðan um áramót. Nýtt frystihús tók til starfa um mánaðamótin febrúar / marz og hefur næg vinna verið undanfarið. Bræðslu lauk um mánaðamótin og gekk hún vel. Brædd voru rúm 26 þúsund tonn. Slæmt ástand mun skapast í atvinnumálum staðarins ef ís verður lengi, því atvinna byggist mikið á sjósókn og fiskverk- un. Olía mun vera næg í mánaðar- tíma en fóðurbætir af skornum skammti. — Fréttaritari. Raufarhöfn, 5. aprfl. ÍSINN hér hefur aðeins gliðnað, en hann hefur legið alveg fyrir höfn- inni. I gær og í dag hefur hann legið á vírnum, sem strengdur er fyrir hafnarmynnið og óttuðust menn um tíma um bátana í höfninni. Þegar ísinn lagðist að voru strax 4 bátar drifnir upp á bryggjuna, en síðdegis í dag gliðnaði ísinn og færðist nokkuð frá höfninni aftur. Menn eru þó að óttast að hann kunni að leggjast á ný af fullum þunga á vírinn með flóðinu í kvöld og nótt, en vírinn var lagfærður nokkuð í dag þegar hægt var að komat til þess. Rauðinúpur hefur verið að veið- um suðaustur af landinu og býr hann sig undir að sigla með aflann ef ekki verður hægt að landa honum í Vopnafirði, eins og menn höfðu vonast til. Ef það verður ekki stefnir allt í atvinnuleysi hér og menn eru nú farnir að bíða eftir því að þessi vágestur hverfi héðan. Helgi. Grímsey, 5.4. HÉR hefur verið hríðarmugga í dag og því fremur lítið sést til hafíss. Hann er þó hér í grennd, hrafl á víð og dreif, en greiðfært er við eyna. Bátarnir hafa þó ekki farið á veiðar, þar eð ísinn hrekst mjög hratt fyrir vindum ef hann herðir og hafa því sjómenn ekki talið ráðlegt að hreyfa báta sína. AllreA. Neskaupstað, 5.4. BÖRKUR komst út úr höfninni í dag, en hann á að fara til Noregs til vélaviðgerðar á næstunni. Búizt er við norðanátt og því þótti rétt að færa skipið yfir til Eskifjarðar, þar sem síður er hætta á að hann lokist inni. Heldur losnaði um ísinn í dag en hann nær ekki nema út í miðjan flóann. Ásgelr. Skagaströnd, 5.4. LÍTIÐ hefur sést til hafíss í dag vegna stórhríðar, en stakir jakar voru hér úti á flóanum, sagði Adolf Berndsen í samtali við Mbl. Haf- ísinn er ekki kominn neitt að ráði hingað inn að Skagaströnd, en hann hefur truflað veiðar rækjubátanna sem eru vestar í flóanum og við Strandir. Hins vegar er hér hánorðanátt þessa stundina og við reiknum því alveg eins með að ísinn fari að þrengja að og flóinn að fyllast. Hálfgert miðaldamyrkur í ástandi íslenzkra flugvalla — SEGJA MÁ að yfirvöld og þeir sem fjalla um flugmál séu allir af vilja gerðir til að sinna þcim málaflokki eins og bezt verður á kosið, en einhverra hluta vegna hefur þó flugið ekki náð neinum vinsældum hjá stjórnmálamönnum. Það er ausið fé í vegi og hafnir, en fjárveitingar til flugöryggismála eru í lágmarki og samt ætlar allt af göflunum að ganga ef ekki er flogið dag og nótt. Þannig mælti Björn Guðmundsson flugstjóri og formaður Félags ísl. atvinnuflugmanna í samtali við Mbl. í gær. Björn er nýlega kominn heim frá ráðstefnu alþjóðasamtaka flugmanna, sem haldin var í Amsterdam, en ásamt honum sat ráðstefnuna frá íslandi Kristján Egilsson. Björn sagði, að þessi ráðstefna væri haldin á vegum undirdeildar alþjóðasamtakanna, Evrópudeild- ar, og mæUi segja að sú deild fjallaði frekar um kjara- og at- vinnumál, en alþjóðasamtökin meira um öryggis- og tæknimál- efni. — Við erum í nánu sambandi við báðar þessar hreyfingar og á fundinum var rætt um hvernig hægt er að standa saman t.d. í vinnudeilum og nú er t.d. ljóst að komi til verkfalls hjá okkur og leitað verður til útlanda eftir leiguvélum, þá munu flugmenn þessara samtaka ekki fljúga hing- að á meðan. Við teljum okkur hafa ótvírætt gagn af að vera í þessum samtökum, ekki aðeins varðandi kjaramál heldur öryggismál, því þarna er samankomin öll sú tækniþekking í flugmálum sem völ er á. Snertir hún flugvélar, flug- velli og öryggisbúnað þeirra t.d. lendingartæki og margt fleira. Þessi alþjóðasamtök verða að leggja sínar hugmyndir um úrbæt- ur fyrir ICAO sem er alþjóðasam- band flugmálastjórna til að þær hljóti viðurkenningu og það hefur oft komið fyrir að flugmenn hafa þannig getað náð fram með sínar ábendingar í öryggismálum. Sem dæmi má t.d. nefna að þegar rætt var um það árið 1968 að minnka aðskilnað, eða millibil milli flug- véla á Atlantshafi, andmæltu flug- mannafélögin og tók ICAO tillit til þess og hætt var við að minnka þetta bil. Síðan hefur samstarf þessara aðila verið með ágætum, en oft hefur það kostað mikla baráttu og hörku af hálfu flug- mannasamtakanna að ná fram sínum öryggismálum. í framhaldi af þessu var Björn spurður um öryggismál á íslensk- um flugvöllum. Taldi hann Kefla- víkurflugvöll vera í nokkuð þokka- legu ástandi, tekizt hefði að fá fram ýmsar lagfæringar og endur- bætur t.d. lengingu brauta á sínum tíma, en jafnan væri erfitt að knýja fram endurbætur vegna fjárskorts svo og lítils skilnings stjórnmálamanna: — Mér finnst t.d. ríkja hálfgert miðaldamyrkur varðandi. ástand íslenzkra flugvalla og það er furðulegt að ekki skuli vera nema einn flugvöllur með varanlegu slitlagi fyrir utan Reykjavík og Keflavík, en það er Akureyri. Malarvellirnir verða til þess að hækka mjög allan viðhaldskostnað flugvéla þar sem þær eru stöðugt í grjótkasti. Björn sagði að nokkuð hefði verið rætt um áhafnaskipan flug- véla, og væri það einkum vegna tilkomu svonefnds „Airbus", sem er um þessar mundir að koma í notkun hjá mörgum flugfélögum. — Á fundinum var ákveðið að flugmenn skyldu ekki fljúga þess- um „Airbus“-vélum nema það fengist fram að þeir yrðu þrír í stjórnklefa. Voru sendir fulltrúar frá fundinum til framleiðenda vélanna í Lyon til að gera þeim þetta ljóst, en talið er mun örugg- ara að í stjórnklefa flugvéla séu allt flugmenn, en ekki tveir flug- menn og einn flugvirki eða véla- maður eins og nú er sums staðar. Sú skipan er mjög á undanhaldi og íslendingar eru meðal fárra þjóða sem hafa hana enn. Vélamaður er ekki talinn gera neitt sem flug- menn geta ekki, en séu flugmenn þrír getur komið upp sú staða að sá þriðji hreinlega bjargi málum og eru þess reyndar dæmi. Þróunin er sú að vélamenn hverfi smám saman úr stjórnklefanum og flug- menn komi í staðinn og án efa verður hún einnig þannig hérlend- segir Björn Guðmunds- son flugstjóri is. Þetta hefur ekki komið til ennþá vegna þess að fyrrverandi samgönguráðherra batt það í reglugerð að flugmenn skyldu vera tveir og vélamaður einn, en því mótmæltum við flugmenn á sínum tíma. En hvort þessi þróun kemur til hér á næstu 2 eða 10 árum skal ég ósagt látið, en geri ráð fyrir að þegar svo verður þá komi flug- menn smátt og smátt inn þegar vélamenn hætta. Þá sagði Björn að rætt hefði verið á þinginu hvernig bregðast skyldi við þegar flugumferðar- stjórar færu í verkfall og flug- öryggi væri stefnt í hættu af svipuðum orsökum. Kvað hann t.d. vera búið að boða verkfall meðal franskra flugumferðarstjóra frá 15. maí n.k. sem myndi hafa áhrif á allt flugumferðarstjórnarsvæði Frakka og yrði t.d. til þess að Spánarferðir frá íslandi tækju mun meiri tíma þar sem krækja þyrfti fyrir þeirra svæði. Kvað Björn þá geta myndast flöskuhálsa í nálægum flugstjórnarsvæðum sem hefðu síðan áhrif á flug langt út fyrir franska svæðið og hefði verið rætt á þinginu að ekki þætti ráðlegt að fljúga þegar slíkt ástand kæmi upp. Að lokum var vikið að fram- tíðarhorfum íslenzkra flugmanna: — Svo virðist sem Atlantshafs- leiðin sé sú eina þar sem verðsam- keppnin er komin út í miklar öfgar og vissulega ógnar hún tilveru allra minni flugfélaga. Ekki er enn ljóst hvort hún heldur það lengi áfram að aðeins stærstu flugfélög- in í Bandaríkjunum og kannski ríkisrekin flugfélög í Evrópu hafi efni á að ausa fjármunum í sam- keppnina, en þó að erfiðlega horfi kannski nú um stund vona ég að við getum verið bjartsýnir og haldið okkar hlut. Um framtíðar- horfur flugmanna er kannski erfitt að segja, en fjölgun verður áreiðanlega mjög hæg hjá Flug- leiðum næstu árin. Erlend flug- félög vantar hins vegar mjög menn og kemur það til af því að nú eru að hætta þeir árgangar sem fóru í áætlunarflug að loknu stríðinu og lítil endurnýjun kemur frá her- flugmönnum nú á dögum. Má t.d. nefna, að SAS vantar um 200 menn á næstu 2. árum og British Airways allt að 800 á næstu 4—5 árum. Stúdents- efni bregða á leik MINNSTI stúdentsár- gangur úr Menntaskólan- um í Reykjavík í um tvo áratugi hélt í „upplestrar- frí“ í gær — samtals 131 nemandi. Þeir kvöddu kennara sína að hefð- bundnum sið með kossum og blómum og síðasta tækifærið til að bregða á leik áður en alvaran tekur við var notuð til hins ýtrasta. Bekkjardeildirnar klæddust hinum ólíkustu búningum og farið var vítt og breitt um bæinn á þessum viðurkennda há- tíðisdegi stúdentsefna. Stúdentsefnin hafa „upplestrarfrí“ fram yfir páska, en eiga strax að þeim loknum að mæta til prófs og verður byrjað á íslenzkunni. LjÓ8m. Eœll(a.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.