Morgunblaðið - 06.04.1979, Side 22

Morgunblaðið - 06.04.1979, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 Ragnhildur Helgadóttir: Mikilvæg utanrík- ismál rædd að ráð- herra fjarstöddum Fjarverur ráðherra tíðar, sagði Olafur Ragnar Ljósm.: Emilía Júgóslavneskur læknir, dr. Lojze Medved, er staddur hérlendis um þessar mundir. en hann er forstöðumaður heilsuræktarmiðstöðvar í Portoroz, þar sem dvalið hafa íslendingar á vegum Samvinnuferða. Medved leggur einkum áherzlu á aðferðir náttúrulækningastefnu í heilsurækt sinni, en fyrir 7 árum hóf hann að læra nálarstunguaðferð og beitir henni í vissum tilvikum. Hann er staddur hérlendis til að hafa samband við þá sjúklinga er dvalið hafa hjá honum ytra. „Aðeins sjómenn þurfa að búa við það að ráð- herra ákveoi einhliða tekjumöguleika þeirra” — segir í ályktun frá Sjómannafélagi Reykjavíkur, þar sem mótmælt er vinnubrögðum við gerð reglu- gerðar um takmörkun þorskveiða Á STJÓRNARFUNDI Sjó- NOKKRAR umræður urðu á fundi Sameinaðs Alþingis í gær um þing- sköp, er Ragnhildur Helgadóttir gerði athugasemdir við að rædd væru mikilvæg utanríkismál að fjarstöddum bæði utanríkisráð- herra og formanni utanríkismála- nefndar Alþingis. Mál það sem hér um ræddi var tillaga Svövu Jakobs- dóttur um bann við kjarnorkuvopn- um á íslensku yfirráðasvæði, og sagði Ragnhildur það hafa verið á dagskrá allra funda sameinaðs þings í mánuð, utan einu sinni, en þó aldrei komið til umræðu. Nú ætti hins vegar að ræða þetta mál ásamt TILLÖGUR um aö gera Hafnarstræti og Ráðhústorg að göngugötu, lagning hrað- brautar frá Glerárgötu yfir Torfunesbryggjurnar inn á Drottningarbraut og að gerðar verði afmarkaðar gönguleiðir í miðbæinn frá íbúðarhverfunum verða væntanlega lagðar fram til afgreiðslu í bæjarstjórn Akureyrar n.k. þriðjudag að því er Akureyrarblaðið ís- lendingur skýrir frá. Arkitektarnir Svanur Eiríksson og Haraldur Haraldsson ásamt Davíð Arnljótssyni verkfræðingi unnu að skipulagningunni og lögðu tillögur sínar fyrir skipulagsnefnd Akureyrarbæjar sem síðan vann úr þeim tillögu og hefur hún nú verið lögð fyrir bæjarstjórn. Klofningur var í skipulagsnefnd- inni um lagningu hraðbrautarinn- ar. Vildi minnihluti nefndarinnar að brautin sveigði fram hjá Torfu- nesbryggjunum. Samstaða náðist hins vegar um að gera Hafnar- — Við höfum ekkert heyrt um ofangreinda pöntun, sagði Bragi og um verðið er það að segja, að í samningi sem ísland gerði 1976 var verð á þorski 226 bandaríkjadalir hver pakki. Voru afgreiddir 60 þús- und pakkar frá íslandi árið 1977 og sama frá Noregi. Þegar kom til þess á árinu 1978 að framhald yrði á afgreiðslu skreiðar frá árinu 1977 fóru Nígeríumenn fram á það að íslendingar lækkuðu verð sitt í samræmi við norska verðið, sem þá hafði lækkað miðað við gengi naira vegna tveggja gengisfellinga norsku krónunnar á árinu 1977. íslendingar lækkuðu umsamið verð niður í 220 dali og í samræmi við fyrrnefnda frétt er verðlækkunin á þorski þann- einu öðru máli af tuttugu á dag- skrá, einmitt þegar þeir Benedikt Gröndal og Einar Ágústsson væru fjarverandi! Forseti, Gils Guðmundsson, sagð- ist mundu verða við beiðni Ragnhild- ar, og tæki hann málið út af dagskrá, en þess væri þó að gæta að þetta mál væri búið að vera lengst á dagskrá þeirra mála er þar væru, án þess að komast í nefnd. Ólafur Ragnar Grímsson bað einn- ig um orðið, og heimilaði forseti honum að taka til máls, en aðeins um þingsköp. Sagði hann að það væri undarlegt að Ragnhildur skyldi taka stræti og Ráðhústorg að göngu- svæði og kemur það til fram- kvæmda árið 1980 er hitaveitan verður lögð í miðbæinn. Verður hitaveitunni þá þannig komið fyrir að á yfirborð götunnar festi ekki snjó. ig og er verðið í dölum á hvern 45 kg pakka: Árið 1977 naira 147 US* 226 (gengi 1,54) Árið 1978 naira 130 US$ 200 (gengi 1,54) Árið 1979 naira 100 US$ 154 (gengi 1,54) (Ein naira jalngildir um 500 ísi. kr.). Skreiðarsamlaginu er kunnugt um að Norðmenn hafa undanfarnar vik- ur verið að semja um skreiðarsölu til Nígeríu. Nú hefur auk framan- greindrar blaðagreinar einnig borizt norska blaðið Fiskaren frá 26. marz sl. og er frá því skýrt, að gerður hafi verið samningur um sölu skreiðar til Nígeríu og einnig á hertum kol- munna í stórum stíl, en ekki er greint frá verði. Ekki er fullgengið frá þessum samningum. málið þessum tökum, og sagðist hann jafnvel álíta að það væri gert til að þagga niður umræður um þetta mál. Sagði Ólafur Ragnar að fjarver- ur utanríkisráðherra úr þingsölum væru það miklar og tíðar, að oft hefði verið erfitt að koma fram málum um utanríkismál af þeim sökum, og gæti þess orðið langt að bíða að þetta mál fengi afgreiðslu ef bíða ætti Benedikts. Síðan hóf Ólafur umræður um Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og um aðild Islands að Atlantshafs- bandalaginu, þar til forseti sló í bjölluna nokkrum sinnum til að gefa til kynna að það mál væri alls ekki til umræðu, heldur aðeins umræður um þingsköp. Sighvatur Björgvinsson tók einnig til máls, og sagði hann að utanríkis- ráðherra hefði tjáð sér áður en þingfundur hófst, að hann væri mjög önnum kafinn á skrifstofu sinni, en myndi þó koma í Alþingishúsið ef þingmenn óskuðu þess. Sagðist Sig- hvatur nú hafa hringt í Benedikt og væri hann á leiðinni. Þegar hér var komið sögu var sem fyrr segir búið að taka málið út af dagskrá, og ekki varð þess vart að Benedikt Gröndal utanríkisráðherra kæmi í Alþingishúsið. — Skreiðarsamlagið hefur haft samband við norska útflutningsráðið og beðið um upplýsingar um verð, magn og kjör. Þess er að vænta að Norðmenn veiti þessar upplýsingar. Þá sagði Bragi að gerðar hefðu verið tvær meiri háttar tilraunir af íslands hálfu til að kynna hertan kolmunna á markaði í Nígeríu. — Skreiðarsamlagið sendi í október 1976 tilraunasendingu sem líkaði mjög vel, sagði Bragi Eiríksson, og var þessi þurrkaði kolmunni kall- aður„ministockfish“. — Rannsóknastofnun sjávarút- vegsins sá um þurrkunina og var þeirri stofnun og sjávarútvegsráðu: neytinu gefin nákvæm skýrsla. I mannafélags Reykjavíkur, sem haldinn var 4. apríl 1979, var samþykkt að mót- mæla harðlega þeim aðferðum sem viðhafðar voru við gerð reglugerðar um takmarkanir á þorsk- veiðum, sem sjávarútvegs- ráðuneytið gaf út 26. marz s.l. í fréttatilkynningu frá félaginu segir svo: Engir úr röðum launþega hér á landi, nema fiski- menn, þurfa að búa við það að ráðherra ákveði einhliða stuttu máli má segja, að markaður- inn hafi verið mjög jákvæður og vorum við hvattir til þess að fram- leiða verulegt magn. — í júlí 1976 var sett innflutn- inssbann á skreið til Nígeríu og var ekki meira framleittt fyrr en á árinu 1978. Þá lét sjávarútvegsráðuneytið Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sjá um að þurrka kolmunna og var Islenzku umboðssölunni falið að senda þá framleiðslu til Nígeríu. Þessi framleiðsla var kölluð „Dried Blue Whiting" og líkaði hún einnig mjög vel. Segja má því með réttu, að Islendingar hafi kynnt þurrkaðan kolmunna á markaðnum í Nígeríu. I fréttinni í Fiskaren kemur fram að gert er ráð fyrir að kolmunni verði þurrkaður bæði undir beru lofti og í þurrkhúsum og mun kolmunninn hvorki verða slægður né hausaður. Því miður vitum við ekki enn um verð það sem Norðmenn hafa sett á kolmunna og skreið á árinu 1979, en væntanlega skýrist þetta mál innan tíðar, sagði Bragi Eiríksson að lok- um. tekjumöguleika þeirra með þeim hætti sem gert var með reglugerð þessari. Þetta er gert án nokkurs samráðs við samtök sjó- manna um leið og mismun- un er gerð milli þeirra sem veiðar stunda með ákveðn- um veiðarfærum og milli landsvæða. En ráðamenn virðast sammála um að bera megi fyrir borð hags- muni reykvískra sjómanna og útgerðar. Reykvískir sjómenn standa við hlið þeirra starfsbræðra sinna sem telja friðunaraðgerðir nauðsynlegar til viðhalds og aukningar hrygningarstofn- um þorsksins. En þeim þykja kaldar slíkar kuldakveðjur frá stjórnvöldum sem koma fram í einhliða ákvörðun þeirra og vara alvarlega við slíkum vinnubrögðum við frekari ákvörðun takmark- ana á loðnuveiðum, um leið og stjórn félagsins lýsir undrun sinni á því ósam- ræmi sem fram kemur í yfirlýsingum fiskifræðinga um veiðiþol loðnunnar. Þingmenn í páskaleyfi á morgun STEFNT er að því að ljúka störfum Alþingis fyrir páskaleyfi þingmanna í síðasta lagi á morg- un, laugardag, að því er forseti Sameinaðs Alþingis, Gils Guð- mundsson, tilkynnti í upphafi þingfundar í gær. Sagði hann þingmenn af þess- um sökum mega vera við því búna að þingfundir yrðu langir og strangir fram að leyfi. Hraðbraut lögð yfir Torfunesbryggj- umar á Akureyri? KIRKJUKÓR Vestmannaeyja Ieggur land undir fót um helgina og heldur tónleika í kvöld, föstudagskvöld, í Hveragerðiskirkju kl. 20.30 og á laugardag í Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík kl. 2. Guðmundur H. Guðjónsson organisti stjórnar kórnum sem mun syngja fjölbreytta innlenda og erlenda dagskrá. Einsöngvarar verða Þórhildur Óskarsdóttir, Geir Jón Þórisson og Reynir Guðsteinsson. Norðmenn semja um skreiðarsölu til Nígeríu SAMLAGI skreiðarframleiðenda hefur borist vitneskja um að Nigeria National Supply Company Ltd. hafi nýlega pantað 300 þúsund skreiðarpakka að verðmæti 30 milljónir naira og sagði Bragi Eiríksson hjá Samlagi skreiðarframleiðenda, er Mbl. hafði samband við hann, að sér hefði ekki borizt nein vitneskja um þessa pöntun önnur en frétt í frönsku blaði. í frétt franska blaðsins segir, að þessir 300 þúsund skreiðarpakkar komi frá 3 löndum, Noregi, Grænlandi og fslandi, og eigi Noregur einn að afgreiða 200 þúsund pakka. Verðmæti þessarar pöntunar er 10% lægra en 1978, en verðið það ár var 30% iægra en verðið árið 1977. „Þessi verðlækkun skýrist af hagstæðri aðstöðu Nígeríu, þeirri staðreynd að hún er hinn eini stóri innflytjandi þessarar framleiðslu. Hún flytur inn milli 50 — 60% af allri framleiðslu hinna þriggja ofangreindra landa, en fyrir borgarastyrjöldina flutti hún inn enn meira, milli 80 —90% segir í frétt hins franska blaðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.