Morgunblaðið - 06.04.1979, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979
+
Útför sonar okkar og bróöur,
ÞORBERGS BÖÐVARS ASGRÍMSSONAR,
KMbargi 11,
fer fram frá Hjallakirkju, laugardaglnn 7. apríl kl. 2.
Jarðsett veröur í Þorlákshöfn.
Ingibjörg Guömundsdóttir, Ásgrímur Guömundsson,
Guðmundur Ásgrímsson,
Svsinbjörn Ásgrfmsson,
Bjarni Ásgrímsson.
t
Útför bróöur míns,
MAGNUSAR JÓNSSONAR,
Dsild, Stokksayri,
veröur gerö frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn 7. apríl kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Guömundur Jónsson.
+ ANDRES INGÓLFSSON,
hljóöfaralÞikari,
lézt miövikudaginn 4. apríl.
Vandamenn.
+
Eiginkona mín, móðir og tengdamóölr,
GUDBJÖRG EiNARSDÓTTIR,
(frá Vogi Fsllsströnd),
Rsykjanesvegi 54, Ytri-Njarövfk,
sem andaöist á Landakotsspítala 2. apríl, veröur jarösungin frá Innri-Njarö-
víkurkirkju, laugardaginn 7. apríl kl. 2.
Arnór Jóhannesson,
Geröur Hólm, Valgeir Rögnvaldsson.
+
Móöir mín, tengdamóöir og amma,
SIGURLAUG AUDUNSDÓTTIR,
Austurgötu 7, Hafnarfiröi,
lézt aö St. Jósepsspitala, miövikudaginn 4. apríl.
Agla Bjarnadóttir, örn Agnarsson,
Bjarni og Agnar Helgi.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
ÁRNI YNGVI EINARSSON,
fyrrv. framkvamdastjóri aö Reykjalundi,
lézt aö Borgarspítalanum aöfararnótt 5. apríl.
Fyrir mína hönd og barna okkar,
Hlín Ingólfsdóttir.
+
ÞORBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR,
frá Strandarhjáleigu,
andaöist aö Hrafnistu 4. aprfl s.l.
Vandamenn.
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
GUÐMUNDUR GRÍMSSON,
húsgagnasmföameistari,
Laugavegi100,
lézt 4. apríl.
Stefanía Runólfsdóttir,
Úlfar Guömundsson, Guórún Guömundsdóttir.
+
Innilegar þakkír færum viö öllum þeim, sem vottuöu okkur samúö og vinarhug
vegna fráfalls,
BIRGIS BERNÓDUSSONAR,
Áshamri 75, Vestmannaeyjum.
Theódóra Þórarinsdóttir,
Aöalbjörg Bergmundsdóttir,
börn hins látna og systkini hans.
Olafur B. Kristjánsson
verkstjóri
Fæddur 28. febrúar 1907
Dáinn 30. marz 1979
I dag, föstudaginn 6. apríl, fer
fram frá Fossvogskirkju útför
Ólafs B. Kristjánssonar, verk-
stjóra og netagerðarmeistara.
Fyrir nokkrum dögum áttum við
Ólafur tal saman, ekki datt mér þá
í hug að ég ætti ekki framar kost á
að ræða við hann þótt umræðuefn-
ið væri, að hann hygðist stytta
vinnutimann vegna lasleika, eins
og hann orðaði það. Daginn eftir
var hann kominn á sjúkrahús
vegna alvarlegs áfalls og hann
andaðist á Borgarspítalanum 30.
marz.
Ólafur er fæddur 28. feb. 1907,
að Sveinseyri í Dýrafirði. Foreldr-
ar hans voru Kristján Jóhannes-
son og Guðmunda Guðmundsdótt-
ir. Systkini Ólafs eru Una, Guð-
mundur og Kristján, sem öll eru á
lífi.
Þegar Ólafur var 6 ára drukkn-
aði faðir hans. Seinni maður Guð-
mundu, móður hans, var Benóný
Stefánsson og áttu þau fjögur
börn. Hálfsystkini Ólafs eru Sig-
ríður, Stefanía (látin), Guðbjörg
(látin) og Friðrikka.
Ólafur gekk í barnaskólann á
Þingeyri og síðan einn vetur í
skólann á Núpi. 12 ára gamall
byrjaði hann að róa á árabátum og
síðan stundaði hann sjómennsku á
skútum. Þegar hann fyrst fór að
heiman réð hann sig á Freyju, en
þar var þá skipstjóri hinn lands-
þekkti aflamaður Guðmundur frá
Tungu. Síðan lá leiðin á togarana.
Ólafur giftist 18. maí 1940 Ástu
Markúsdóttur frá Ystu-Görðum í
Kolbeinsstaðahreppi og byrjuðu
þau búskap í Reykjavík. Börn
þeirra eru: Ingibjörg, gift Poul
Busse véltæknifræðingi, þau búa í
Danmörku, og Benóný Markús
húsgagnasmiður, giftur Guðfinnu
Snorradóttur, þau búa á ísafirði.
Síðustu 14 árin áður en Ólafur
kom alfarið í land var hann lengst
Minning
af bátsmaður á togaranum Hilmi,
en þar var skipstjóri Jón Sigurðs-
son frá Eyrarbakka, einnig var
hann bátsmaður hjá öðrum þekkt-
um skipstjóra, Halldóri Gíslasyni.
11. febrúar 1947 réðst Ólafur
sem verkstjóri til Hampiðjunnar
og varð síðan yfirverkstjóri á
netaverkstæðinu. Starfsferill hans
hjá fyrirtækinu varð því rúm 32
ár. Vegna framúrskarandi dugnað-
ar hans og mannkosta er hann nú
kvaddur með söknuði. Störf sín öll
rækti Ólafur með sérstakri sam-
viskusemi, sparaði hann ekki spor-
in til að líta eftir að öll net væru
vandlega unnin og afgreidd eftir
settum reglum. Hann var vinsæll
og dáður af starfsfélögum sínum
fyrir hreinskiptið hugarfar og
einstaka góðvild og tillitssemi við
lausn vandamála. Þegar mikið var
um að vera og áríðandi að standa
við gefin loforð um afgreiðslu var
vinnugleði hans slík að loftið var
mettað af atorkuvilja og engin
lognmolla þoluð í næsta nágrenni,
en til þess kom heldur ekki, því
vinnugleði hans var smitandi og
þá var miklu komið í verk af
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Eg er vel giftur og á þrjú mannvænleg börn. En við eigum
lítið af þessa heims gæðum. Hins vegar er nágranni minn
ríkur og nýtur velgengni. Hann hefur verið giftur þrisvar
sinnum og er mjög upp á kvenhöndina. Hvers vegna hvílir
heill yfir sifkum mönnum, en ekki fólki eins og okkur?
Mér þykir leitt, að þér skulið spyrja þannig.
Samkvæmt bókinni minni njótið þér meiri hamingju
en nágranni yðar.
Einn ríkasti maður heims — hann hefur fimm
sinnum gengið í hjónaband — sagði nýlega: „Eg skyldi
gefa allar milljónirnar mínar, ef eg fyndi konu, sem
elskaði mig í raun og sannleika." Lítið á: Þér eigið það,
sem ekki verður keypt fyrir peninga, góða eiginkonu
og þrjú dásamleg börn.
Mesti hamingjumaður á þessari jörð var Jesús
Kristur. Þó átti hann ekkert, sem hann gat kallað eign
sína. „Refir eiga greni og fuglar himinsins hreiður, en
mannssonurinn á hvergi höfði sínu að halla." En hann
lét eftir sig arfleifð, sem auðgar líf manna allt fram á
þennan dag.
Granni yðar hefur fengið það, sem hann óskaði sér,
og hann hafði lítið upp úr því.
+
Þökkum Innilega fyrir auösýnda samúö viö andlát móöur minnar, systur okkar
og mágkonu,
ELÍNBORGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR,
Grundarstíg 2.
Jón Theodór Láruaaon,
Sigríöur Brynjólfadóttir,
Guólaug Brynjólfadóltir, Ingólfur Þorateinaaon,
Kriatin Sandholt, Katrín Brynjólfadóttir,
Gíali Brynjólfaaon, Áata Valdimaradóttir.
samhentum starfsmönnum. Brást
ekki að afgreiðslan færi fram
samkvæmt umtöluðu loforði.
Á alvörustundum lífsins, þegar
við stöndum frammi fyrir hinum
mikla leyndardómi, er ekkert
nema trúin, sem bjargar frá auðn
tilgangsleysisins, Ólafur B.
Kristjánsson hafði í ríkum mæli
þá eiginleika hugarfars og sálar-
lífs, sem gera verður ráð fyrir að
séu ekki eingöngu af þessum
heimi, heldur sé það eina, sem
maðurinn flytur með sér til heilla í
starfsama tilveru handan móð-
unnar miklu.
Við, samstarfsmenn Ólafs hjá
Hampiðjunni, sendum Ástu, börn-
um þeirra hjóna og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Hannes Pálsson.
Dáið er eitt af dýrfirsku og
tápmiklu börnunum mínum, úr
barnaskólanum mínum í Þing-
eyrarhreppi, hann Ólafur B.
Kristjánsson lést í Borgarsjúkra-
húsinu, föstudaginn 30. mars.
Hann Óli, eins og hann var
kallaður í vinahópi, var fæddur að
Arnarnúpi í Þingeyrarhreppi, 28.
febrúar og var fullra 72 ára.
Foreldrar hans voru Kristján
Jóhannesson, skipstjóri, og Guð-
munda Guðmundsdóttir. Föður
sinn missti hann er hann var
þriggja ára. Einn af „Árna
pungum", sem kallaðir voru og
hann skipstjóri á, fórst með manni
og mús í mynni Dýrafjarðar.
Síldin, en svo hét skipið, var með
minnstu einmöstrungum Árna
Jónssonar á Isafirði og gert út
þaðan. Blessuð sé minning þeirra
allra.
Móðir Óla dvaldi næstu ár að
Arnarnúpi, enda var móðir hennar
þar og systir er réð þar búi.
Tengdamóðir og stjúpi voru líka á
næsta leiti.
Þegar Síldin fórst, hafði Óli
eignast systur, er Una heitir, og
bróður, Guðmund, og var móðir
hans þunguð að þriðja barninu, er
Kristján heitir. Þau búa öll í
Reykjavík og sakna nú góðs bróð-
ur.
Þannig var nú líf margrar sjó-
mannskonunnar á Vestfjörðum í
þá daga og víðar, því miður. Eftir
þetta flutti móðirin, Guðmunda,
inn að Sveinseyri í sama hreppi
með börnin sín þrjú. Guðmundur
var tekinn í fóstur af Halldóru
Gestsdóttur, sem einnig varð
ekkja í sama sinn. Guðmundur
Matthíasson var nefnilega stýri-
maður á „Síldinni", en barnlaus
þá. Móðir Öla réð til sín ráðsmann,
er Benóní Stefánsson hét, sem
varð síðari maður hennar og barn-
anna mesta gæfa. Undir hans og
mömmu sinnar handleiðslu ólust
þau upp og eignuðust fjórar hálf-
systur. Þessi börn áttu skólagöngu
í forskólann í Haukadal, þar sem
ég, sem þessar línur rita, átti að
heita kennarinn. Hann Óli var
ekki hár í loftinu, varð þó að ganga
í snjó og yfir hættulega læki að
fara, en fósturfaðir Óla var vak-
andi yfir velferð hans, jafnt og
sinna eigin dætra eftir að þær
fæddust. Sennilega hefur Óli verið
frekar seinþroska, enda meira
gefinn fyrir líkamlegu störfin en
þau andlegu. Þetta breyttist, hann
hafði orðið gaman af lestri góðra
bóka. Eins og vani var unglinga á
þessum árum, tók Óli heitinn fljótt
þátt í störfum sveitamennsk-
unnar, en snemma hneigðist hug-
urinn að sjónum, enda ekki að
öðru að hverfa hjá drengjum í
Dýrafirði. Máltækið segir „Margur
er knár þó hann sé smár“. Það var
sannleikur um Óla. Hann var ekki
í vandræðum með að fá skipsrúm
og ungur að árum komst hann t.d.
til Guðmundar í Tungu, dugnaðar-
og afkastamannsins mikla og af
honum dáður. Eftir að Óli hætti
sjómennsku hefur hann unnið að
netagerð hjá Hampiðju Reykjavík-
ur og þar mikils metinn.
Ég flyt eiginkonu, börnum og
systrum dýpstu samúðarkveðjur
frá mér og fjölskyldu minni. Ég
veit að þau eiga öll miklar og
hugljúfar minningar að geyma.
Blessuð sé minning Óla. Ég veit
að hann á góða heimvon til æðri
heima.
Þ.J.E.