Morgunblaðið - 06.04.1979, Page 38

Morgunblaðið - 06.04.1979, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 Meðfyljíjandi mynd er af meistaraflokksliði KR, sem vann það afrek í vetur að vinna 2. deildar keppnina í handknattleik og leikur því í þeirri fyrstu næsta keppnistímabil. Vesturbæjarliðið hefur verið mikið í sviðsljósinu í vetur á 80 ára afmælinu. Einkum hefur það verið körfuboltadeildin sem hefur safnað að sér bikurum, karlaliðið bæði íslandsmeistaratitli og Bikartitli og kvennaliðið varð nýlega íslandsmeistari. Nú bíða menn spenntir eftir sumrinu og hvað knattspyrnuliðið býður upp á, en það vann sigur í 2. deild á síðasta keppnistímabili. Ljósm.: Kristján. Hlauparar á hringveginum FRÍ, í samvinnu við öll ungmenna- sambönd og um ailt land, gengst f sumar fyrir Landshlaupi FRI, en það er boðhlaup eitt mikið og er hlaupið hvorki meira né minna en í kringum landið. Það er engin smáræðis hlaupasveit sem væntan- iega mun taka þátt f hlaupi þessu, fjöldi hlaupara gæti orðið allt að 2500. FRÍ sendi öllum samböndum landsins bréf, þar sem áhugi þeirra var kannaður og reyndist hann mikill og hafa öll sambönd landsins sent jákvæð svör tii FRÍ-manna. Hvert samband mun leggja til hlaupara á sfnu yfirráða- svæði. Sprettirnir sem hvert sam- band fær til umráða eru mislangir. t.d. hlaupa reykvfskir hiauparar aðeins samanlagt 10 kflómetra og hlauparar UMSK enn minna eða 5 kflómetra, á sama tíma og hlaupar- ar ÚÍA á Austfjörðum þurfa að afgreiða 371 kflómetra. Hlaupið hefst í Fossvogi klukkan 14.50 þann 17. júní og er ætlunin hjá FRI að hafa einhvers konar viðhöfn þar í samráði við þjóðhátíðarnefnd. Áætlað er síðan að hlaupinu ljúki kl. 8.20 á Laugardalsvelli 26. júní. Telja FRI-menn að hér sé um að ræða lengstu íþróttakeppni sem fram hefur farið hérlendis. Þessar hugmyndir og fleiri voru kynntar fyrir fréttamönnum á fundi hjá FRÍ fyrir skömmu. FRI-menn voru þar spurðir hver tilgangurinn með slíku hlaupi væri. Þeir svöruðu því til, að í fyrstu hefði einungis verið rætt um þetta til að auglýsa íþróttir og ánægjuna af að taka þátt í slíkum óvenjulegum atburði. Þegar þeir hjá FRÍ hafi hins vegar farið að athuga málin kom í ljós að þetta gæti orðið bláfátæku sambandinu hin ágæt- asta fjáröflun og ætlaði FRÍ með ýmsum leiðum að nýta hlaup þetta til þess að „lækka skuldasúpuna" eins og einn fundarmanna komst að orði. Efst á baugi er að hvert samband selji sína áheitamiða og fái sjálft þann hagnað sem inn kemur af slíku. Þá eru hugmyndir um að selja auglýsingar, gefa út auglýsingablað o.fl., en þetta mun allt vera á hugmyndastiginu. Það má því segja, að ef af þessu öllu verður, að með hlaupi þessu nái hámarki maraþon- fárið sem geisað hefur í vetur. Skuldir FRÍ nema nú að sögn FRI-manna um 10 milljónum króna og þeir áætluðu lauslega að hægt væri að ná inn svipuðum hagnaði ef vel væri á spilunum haldið. — gg. Sigurður og Jóhann unnu tvfliðaleikinn Um síðustu helgi fór fram fjórði hluti Meistaramóts TBR. Keppt var í tvfliða- og tvenndarleik karia og kvenna og voru þátttakendur um 80 frá 8 félögum víðs vegar að. Úrslit í mótinu urðu sem hér segir: B-flokkur: Tvíliðaieikur karla: Viktor Magnússon og Einar Sverrisson TBR, sigruðu Svavar Jóhannsson og Hilmar Jónsson Gerplu 15/10, 15/10. Tvfliðaleikur kvenna: Edda Jónasdóttir Gerplu og Dröfn • Sigurður Haraldsson ásamt Jóhanni Kjartanssyni vann tví- liðaieikinn í meistaraflokki karia. Guðmundsdóttir Gerplu sigruðu Önnu Úlfarsdóttur og Elínu Guðjónsdóttur TBR, 15/2 og 15/3. Tvenndarleikur: Edda Jónas- dóttir og Hilmar Jónsson Gerplu sigruðu Svavar Jóhannesson og Dröfn Guðmundsdóttur Gerplu, 15/4 og 15/12. A-flokkur: Tvíliðaleikur karla: Ágúst Jóns- son og Óskar Bragason KR sigruðu Walter Lentz og Árna Haraldsson TBR, 15/4 og 15/8. Tvíliðaleikur kvenna: Bryndís Hilmarsdóttir og Jórunn Skúla- dóttur TBR sigruðu Hlaðgerði Laxdal KR og Þyri Laxdal TBR, 15/11 og 15/5. Tvenndarleikur: Þorgeir Jóhannsson TBR og Jórunn Skúladóttir TBR sigruðu Skarphéðinn Garðarsson og Bryndísi Hilmarsdóttur TBR, 15/8, 11/15 og 15/1. Meistaraflokkur: Tvíliðaleikur karla: Sigurður Haraldsson og Jóhann Kjartansson TBR sigruðu Sigfús Ægi Árnason og Sigurð Kolbeins- son TBR, 15/2 og 15/2. Tvíliðaleikur kvenna: Kristi'n Magnúsdóttir og Kristín Berglind TBR sigruðu Lovísu Sigurðardóttur og Hönnu Láru Pálsdóttur TBR, 15/8 og 15/6. Tvenndarieikur: Jóhann Kjartansson og Kristín Berglind TBR sigruðu Brodda Kristjánsson og Kristínu Magnúsdóttur TBR, 16/18,15/10 og 15/5. Þetta var síðasti hluti Meistara- móts TBR, 1979. Keppt hefur verið í öllum greinum og öllum flokkum í badminton, jafnt ungra sem gamalla, og hafa keppendur verið alls yfir 200. Innanhússmótið á Suö- urnesjum tókst mjög vel Knattspyrnufélagið Víðir í Garði sigraði í tveimur elztu aldurs- flokkunum sem spiluðu í innan- hússknattspyrnumótinu sem fram fór á vegum íþróttabandalags Suðurnesja um si'ðustu helgi. Tókst mótið mjög vel í alla staði og var mikil stemmning og þá sérstaklega á sunnudeginum, en þá spiluðu yngri flokkarnir. Eins og áður sagði sigraði Víðir í meistara- og fyrsta flokki. Grindvíkingar urðu í öðru sæti í meistaraflokki, Njarðvík í þriðja sæti og Reynir í Sandgerði í fjórða sæti. Njarðvíkingar unnu 3. og 5. flokk en Grindvíkingar 4. og 6. flokk. Um helgina hefst svo utanhússmótið. Sandgerðingar spila gegn Njarðvík og Grindvíkingar mæta Víði. AR/ÞR. Knattspyrnupunktar WBA-LEIKMAOURINN og lyfja- hneyksliskappinn Willy Johnstone hefur pekkst girnilegt tilboð frá kanadíska stórliöinu Vancouver Whitecaps og gengur hann til liös viö félagið í vor. Honum eru boðin rosalaun og segir hann sjálfur að hann vseri bjálfi ef hann skrifaði ekki undir. Johnstone hefur geng- ið illa á pessu keppnistímabili, hann hefur ekki komíst í lið hjá WBA eftir niðurlæginguna í Argentínu síðastliðiö sumar, peg- ar hann var rekinn heim með skömm eftir að hafa kolfallið á lyfjaprófi fyrir landsleik Skota gegn Perú. o o o o Komið hefur fram, að leikmenn með spænskum liöum eru peír hæstlaunuðustu í Evrópu. Kom petta fram í könnun hjá spænsku fótboltariti. Leikmenn meö topp- liðum fá að meðaltaii 200 dali á klukkustund eða allt í allt 85.000 dali á ári. Bærilegt paö. Leikmenn ítölsku toppliðanna eiga einnig fyrir mjólk handa börnum sínum, peir eru að meðal- tali með 144 dali á tímann og um 60.000 dali í árslaun. Ekkert fólag borgar pó betur en belgíska storliöið Anderlecht, sem borgar leikmönnum sínum 108.000 dali á ári. Eigi allfjarri peim eru Kölnarar sem borga 98.000 á ári. o o o o Olíujöfrarnir i Kuwait eru á höttunum eftir hæfilega fégráðug- um Þjálfara sem væri um leið fær um að gera Kuwait að stórveidi í knattspyrnu. Er næsta víst aö peir eru að reyna að lokka til sín gamla manninn Sir Alf Ramsey, sem gerði Englendinga að heims- meisturum í knattspyrnu áríð 1966. o o o o Sagt var frá pví hér í Mbl. fyrir skömmu, að gríska knattspyrnu- sambandið hefði ákveðið að leika fyrstu deildar leik nokkurn á nýjan leik eftir gróf dómaramistök. Á sínum tíma var ekki frá pví greint í hverju mistökin voru fólgin, en skal nú úr pví bætt. Paok og Ethnikos voru að leika mikilvæg- an leik, staðan var 1—1 og Paok skoraði pá, 2—1. 6 leikmenn Paok voru síöan enn að fagna markinu á vallarhelmingi Ethnikos pegar leíkmenn síðarnefnda liðsins hófu leikinn á vallarmiðju, óðu upp og skoruöu jöfnunarmarkið. Og til allrar furðu lét dómarinn markið standa. o o o o Norður-amerísku félögin í knattspyrnu hafa fengið til sín allmarga breska knattspyrnu- menn að undanförnu og má t.d. nefna, að Vancouver Whitecaps, sem keypt hefur Willy Johnstone eins og sagt er frá hór aö ofan, hefur einnig fengið til liðs viö sig Trevor Whymark frá Ipswich, Ray Lewington frá Chelsea og Roger Kenyon frá Everton. Seattle Spunders hefur keypt til sín Alan Hudson frá Arsenal, John Ryan og Jimmy Neighbour frá Norwich og priðja Norwich-leikmanninn, markvörðinn Kevin Keelan, hefur félagið fengið loforð um að fá lánaðan í sumar. Þá hefur líö Tulsa Roughnecks keypt Þá David Nish frá Derby, Terry Darracott frá Everton og Wayne Hughes frá West Bromwich. Bóka má, að fleiri sölur fylgi í kjölfariö. o o o o Þá má að lokum geta pess, að pjálfari nokkur sem er vel kunnur hér á landi, Tékkinn Jan Fabera, hefur verið ráðinn pjálfari hjá alsírska liðinu Constantine, liði sem stendur í harðri fallbaráttu. Skyldi Fabera hafa fengið meö- mæli frá Breiðabliki?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.