Morgunblaðið - 06.04.1979, Side 40

Morgunblaðið - 06.04.1979, Side 40
<x AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JKgptttMðfrlfr ALURA' FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979 ÞAð var sannkallað stjörnustríð er Marzbúarnir í 6-Z Verzlunarskóla Islands kvöddu skóla sinn og kennara að viðeigandi hætti í gærmorgun. Framundan hjá þessum Marzbúum eru langar og strangar setur yfir bókunum, en uppskeran verður væntanlega virði erfiðisins á útskriftardegi í júnímánuði, með prófskírteinin upp á vasann og hvítan koll á höfði. (Ljósmynd Edward Westlund). Síðasta tilboð Flugleiða til FÍA: Þaklyfting, sem þýðir allt að 270 þús. kr. hækkun á mánuði Ragnar Arnalds neitadi ad leggja fram frestunarfrumvarp Hverfisgötumálið: Varðhalds- úrskurð- ur konunn- ar kærður YFIRHEYRSLUR fóru fram í gær yfir Þráni Kristjánssyni, sem viður- kennt hefur að hafa hanað Svavari Sigurðssyni 1 húsinu að Hverfisgötu 34 s.l. sunnudag. Yfirheyrslunum verður fram haldið 1 dag, að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknar- lögreglustjóra. Sambýliskona Svavars heitins, sem situr einnig í gæzluvarðhaldi vegna sama máls, hefur sömuleiðis verið yfirheyrð. Þórir Oddsson sagði að margt benti til þess að konan ætti ekki aðild að þessu voðaverki. Konan hefur kært gæzluvarðhaldsúrskurð- inn til Hæstaréttar og er úrskurðar hans að vænta mjög fljótlega. Drangur kom ekki rjómanum til skila Siglufirði, 5. aprfl. DRANGUR var væntanlegur hingað í dag með ýmsan varn- ing, þar á meðal mjólk og rjóma, en skortur er orðinn á þeirri nauðsynjavöru hér í Siglufirði. Drangur komst langleiðina inn í höfnina, en þegar hann átti eftir 100 metra að hafnargarðin- um varð hann stopp og komst ekki lengra. Varð skipið að snúa við aftur mörgum húsmæðrum hér til sárra vonbrigða, því að fermingar verða hér um helgina og sýnt er að rjómatertur verða með fæsta móti í fermingarveizl- unum að þessu sinni. Fólk í vanda FIMMTÁN bílar voru um miðnætti tepptir á Sandskeiði rétt neðan við Litlu kaffistofuna. Bflar frá Slysa- varnafélaginu voru þá á leiðinni fólkinu til aðstoðar. Allgóð færð var austur fyrir Fjall í gærdag, en undir kvöld byrjaði að skafa. Um klukkan 22 var færð orðin mjög þung og var Suðurlandsvegi fljótlega lokað vegna ófærðar. Þá höfðu 15 bílar teppst í ófærðinni, en aðstoð var á næsta leiti eins og áður sagði. FLUGLEIÐIR hafa gert félögum í Félagi íslenzkra atvinnu- flugmanna tilboð um þaklyftingu frá 1. aprfl að telja, sem þýðir launahækkanir fyrir flugmenn á bilinu frá 15 og upp í 24%. Eru dæmi þess að þessi þaklyfting veiti þeim flugmönnum, er hæst hafa laun, allt að 270 þúsund króna launahækkun á mánuði. Flugmenn höfnuðu þessu tilboði í fyrradag, en Flugleiðir sendu það aftur skriflegt og fjölluðu flugmenn m.a. um þetta á félagsfundi í gærkveldi. Staða málsins er þannig að í raun er málið margþætt. Flugmenn hafa krafizt jafnlaunastefnu og hefur orðið samkomulag um að setja hana í gerðardóm. Þar inni í myndinni er að launaþakinu verði lyft eins og hjá öðrum þjóðfélagsþegnum, enda hafa þeir fengið minni hlutfallsleg- ar hækkanir á liðnu ári en aðrir. Þá hafa blandazt inn í þetta krafa um störf á nýrri Boeingþotu, verði hún keypt, og störf hjá Arnarflugi. Upp úr samningafundinum slitnaði í fyrradag, er rætt var um nýju Boeingþotuna. I dag mun Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra leggja fram á Alþingi frumvarp um að frestað skuli öllum verkfallsaðgerðum FÍA fram til 1. október. í gær var farið fram á það við Ragnar Arnalds samgönguráðherra, að hann legði frumvarpið fram, en hann neitaði, þar sem ráðherrar Alþýubandalags- ins töldu óeðlilegt að hann gerði það, slíkt ætti að vera hlutskipti félagsmálaráðherra, sem einn hefði haft afskipti af deilunni af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Björn Guðmundsson, formaður FÍA, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að sér fyndist fyrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar fáran- ÁLAGNINGARRLGLUR í smá- sölu breytast í dag, þar sem ríkisstjórn hefur heimilað hækkun álagningar. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar E. Finnssonar, framkvæmdastjóra Kaupmannasamtaka íslands, mun þessi hækkun valda 3 til 4% hækkun á útseldri vöru eftir því hver varan er. Hann kvað þessa hækkun vera metna innan við eitt vísitölustig. Hækkun þessi mun ná til allrar almennrar matvöru, en Magnús kvað aðalbreytinguna verða að því er varðar skófatnað, en þar hafa verið sameinaðir flokkar og er erfitt að meta bein áhrif þeirrar hækkunar. Á þeim hámarksverðs- vörum, sem verðlagsstjóri ákveður verð á, er hækkunin 14% ofan á álagninguna, en þær vörur voru fyrir með mjög lágri álagningu og veldur 1 til 4 prósentustiga hækk- legar og hefðu þær engin áhrif haft á fundinum í gærkveldi. Þeir hefðu hins vegar rætt tilboð Flugleiða og ætluðu sér að greiða um það atkvæði á fundinum, sem stóð enn klukkan 00.30, þegar Morgunblaðið fór í prentun. un álagningar. Endanlegt vöru- verð hækkar þá um 3 til 4%. Þá kvað Magnús vexti á vöruút- reikningi hækka um 1,5 prósentu- stig, frá 1,5 í 3%, þá hækkar grunnurinn. Er sú hækkun með- talin í þeim tölum, sem nefndar voru í sambandi við vöruverðs- hækkunina gagnvart neytendum. r Isinn braut 3 staura í lönd- unarbryggju Siglufirði, 5. apríl. ÍSINN hefur í kvöld fært sig upp á skaftið hér í firðinum og er nú byrjaður að brjóta niður aðallönd- unarbryggjuna hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins. Þrír burðar- staurar höfðu gefið sig í átökunum við ísinn og ef þrýstingurinn eykst enn, kann verr að fara. - mj Ingólfur Ingólfsson, forseti FFSI: Kröfum okkar verður fylgt eftir af hörku „VIÐ viljum til þrautar reyna að þoka málinu lengra, áður en grip- ið verður til aðgerða,“ sagði Ing- ólfur Ingólfsson, forseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands í samtali við Morgunblað- ið eftir að fulltrúar sjómanna höfðu komið af fundi með vinnu- veitendum um kaup og kjör sjó- mannastéttarinnar. „Kröfum okk- ar verður fylgt eftir af hörku, en ég vona að viðræður verði góðar og árangursríkar, svo að ekki komi til aðgerða,“ sagði Ingólfur. Ingólfur kvað það hafa komið fram í upphafi fundarins, að Vinnuveitendasambandið hefði samþykkt ályktun um að það gæti ekki léð máls á neinum kauphækk- unum. Hins vegar lýstu fulltrúar Vinnumálasambands samvinnufé- laganna því að engin slík samþykkt hefði verið gerð hjá þeim og þeir neituðu ekki að ræða kröfur sjó- manna, en þeir töldu hins vegar mikla annmarka á kauphækkunum í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinn- ar. Vildu þeir halda áfram viðræð- um um breytt launakerfi, en Ingólf- ur kvað þá breytingu óhjákvæmi- lega fela í sér hækkanir. Næsti samningafundur hefur verið boðaður á mánudag. Álagning í smásölu hækkar í dag: Hækkun útseldrar vöru verður 3—4%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.