Morgunblaðið - 08.04.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1979
45
Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjartsson
Séra Karl Siyurbjörnsson
Pálmasunnudagur
Kvöldmáltíðin. — Altaristaflan í Ólafsvallakirkju á Skeiðum. Máluð af Baltazar.
Pistill
Fil. 2,5-11: (Jesús Kristur)
kom fram að ytra hætti sem
maður. lítillækkaði sjálfan sig.
og varð hlýðinn allt fram í
dauða. já. fram í dauða á
krossi.
Guðspjall:
Matt. 21,1—9: .. .allur þorri
manníjöldans breiddi yfirhafn-
ir sínar á veginn en aðrir
hjuggu lim af trjánum og
stráðu á veginn en
mannf jöldinn ... hrópaði og
sagði: Hósanna. Davíðs syni!
Blessaður sé sá sem kemur í
nafni Drottins! Hósanna í hæst-
um hæðum!
Kvöldmáltíðin
Þetta gerðist að kvöldi
fimmtudags, daginn áður en
Jesús frá Nazaret lét líf sitt á
krossi. Jesús var nýstiginn upp
frá borðum ásamt ellefu af
nánustu lærisveinum sínum,
postulunum. Þeir gengu í
myrkri næturinnar út fyrir
borgina, yfir Kedron dalinn og
út í garðinn Getsemane. Einn
postulanna, Júdas Ískaríot,
hafði farið í skyndi úr boðinu
fyrr um kvöldið og var í þann
veginn að leiða herlið út í
garðinn til að handtaka Jesú þar
sem hann baðst fyrir.
I kvöldboði því, sem Jesús
efndi hér til, átti hann sína
síðustu máltíð og samverustund
með lærisveinum sínum. Jesús
var staddur í Jerúsalem til þess
að halda þar upp á páska-
hátíðina.
Gyðingar héldu páska til þess
að minnast eins mikilvægasta
atburðar sögu þeirra, flóttans
frá Egyptalandi. Þar var þjóðin
lítil og þrælkuð af Faraó, en
tókst þó á undursamlegan hátt
að komast undan, undir forystu
Móse.
Mikil undur gerðust, er þessi
atburður átti sér stað. Plága
herjaði á Egypta, en Gyðingar
fórnuðu lambi, ruðu blóði á
dyrastafi húsa sinna og lokuðu
sig inni, og plágan fór fram hjá.
Guð hafði gripið inn í líf
Gyðinga, og upp frá því minnt-
ust þeir þessa atburðar árlega
um páskana, líkt og við höldum
jólahátíð til að minnast þess
hvernig Guð greip inn í líf okkar
í Jesú Kristi.
Páskamáltíðarinnar var neytt
á aðfangadag páska. Páskadag-
ur var ætíð á laugardegi, svo
páskamáltíðin var etin á föstu-
dagskvöldi.
Mikill asi var í Jerúsalem
dagana fyrir páska, eins og í
jólaösinni hjá okkur. Fjöldi
karlmanna var á götunum og
ýmist leiddu þeir eða báru
lifandi lömb, er þeir voru á leið
með til musterisins. Þar var
þeim slátrað og mörnum brennt,
sem fórn, en blóðinu stökkt á
fórnaraltarið. Síðan tók
eigandinn kjötið og fór með það
heim, en við páskamáltíðina
kom svo fjölskyldan saman og át
lambakjöt, rétt eins og
Gyðingar gerðu forðum í ánauð
sinni i Egyptalandi.
Til þess að betur skiljist, hvað
hér var um að vera, verður að
hafa það hugfast, að lambið,
sem slátrað var, dó í stað
barnsins, þ.e.a.s. þegar pestin
drap börn Egypta, felldu
Gyðingar lamb. Lambið dó í
stað eigandans. Eigandinn átti
skilið að deyja vegna synda
sinna, en Guð tók lambið gilt í
stað eigandans.
Áður en máltíðin hófst, dýfðu
allir höndunum í vatn, en það
var til hreinsunar, ekki vegna
óhreininda, heldur trúarlegs
eðlis. Síðan var sezt til borðs hjá
þeim, sem höfðu efni á að vera
við borð. húsbondinn sat við
mitt borðið og stjórnaði máltíð-
inni. Fyrst var sunginn lofsöng-
ur og húsbóndinn flutti borð-
bæn. Voru þetta reyndar hvers-
dagslegir siðir Gyðinga, en nú
hafðar sérstakar hátíðabænir.
Venja var að bera steikt
lambakjöt á borð á páskum, vín
í fjórum krúsum, ósýrt eða
óhefað brauð, einna líkast
hrökkbrauði, því svo var mikill
asinn á ísraelsmönnum forðum,
að ekki var unnt að sýra brauðin
og láta þau lyfta sér áður en þau
voru bökuð. Skál stóð á borðinu
með söltu vatni, til að minna á
tíð þjóðarinnar, er hún grét
hlutskipti sitt í þrældómi.
Einnig var skál með sérlega
beizkum jurtum sem tákn er
minnti á erfiðleikana, sem þjóð-
in hafði orðið að þola.
Húsbóndinn hafði svo yfir
Pálminn er tákn sig-
urs og gleði. Sigur-
sælum konungum var
fagnað með því að
veifa pálmagreinum.
formála, eins konar inn-
setningarorð, þar sem hann
minnti á handleiðslu Guðs,
hvernig hann hafði leitt þjóðina
út úr þrældómi og síðan útdeildi
hann eða skammtaði öllum
viðstöddum matinn.
Síðasta kvöldmáltíð Jesú var
páskamáltíð, en þó með mikil-
vægum afbrigðum. Hún var
fyrst og fremst degi of snemma,
eða á fimmtudegi, og guðspjöll-
in minnast ekki á, að þar hafi
verið neytt lambakjöts, og er
helzt að sjá, að svo hafi ekki
verið. Heldur útdeilir Jesús
aðeins víninu og brauðinu og
breytir auk þess út af hinum
venjulega formála, sem allir
karlmenn í ísrael, komnir til
vits og ára, kunnú utan að, en
fer þess í stað að tala um sinn
eigin dauða og að upp frá þessu
muni þeir eta minningarmáltíð
um hann.
Þetta hefur óneitanlega allt
komið mjög flatt upp á læri-
sveinana og komið þeim mjög
einkennilega fyrir sjónir. A.m.k.
einum þeirra, Júdasi, var alveg
nóg boðið og fór út í miðju kafi.
Um margt hafa þeir hlotið að
hugsa daginn eftir, er Jesús
hékk deyjandi á krossinum og
síðbúnir Jerúsalembúar hröð-
uðu sér til musterisins til þess
að fá páskalambi sínu slátrað.
Rétt eftir að Jesús var lagður í
gröfina hófst helgin, og fólk í
hverju hreysi söng um páska-
lambið, sem hafði verið slátrað,
um lambið, sem bar synd þeirra.
Eftir upprisu Jesú Krists frá
dauðum, varð hin síðasta kvöld-
máltíð postulanna með Jesú
þeim dýrmæt reynsla, og þeir
skildu þá, hvað Jesús hafði átt
við. Kvöldmáltíðin var þeim hin
nýja páskamáltíð. Nú var ekki
lambi slátrað lengur til að
friðþægja fyrir syndir manna.
Jesús var lamb Guðs. Jesús
hafði fært þeim fyrirgefningu
Guðs. Kvöldmáltíðarinnar
skyldi neytt með lotningu fyrir
Kristi, með bæn um fyrirgefn-
ingu syndanna og með gleði
vegna kærleika Guðs.
Þannig neytum við hinnar
helgu máltíðar enn þann dag í
dag, vegna Krists, sem helgaði
og gaf allt sitt líf okkur, til þess
að leiða okkur til Guðs.
BibUulestur
vikuna 8. —14. apríl
Sunntidnxiir £!. apríl Jóh. 12:
1-lfí
Múnuditfíur 9. apríl Jóh. 1$:
28—10
briöjudayur 10. apríl Lúk.
23:13-25
MidvikudaKur 11. a príl
Matt. 27: 27-31
Fimmtudaffur 12. apríl
Mark. 15:21 -32
Föstudagur 13. apríl Mark.
15:33-11
Lauftardattur 11. apríl Matt:
27:57-66
Siyuröur Pdlsson
AUDROTTINSDEGI