Morgunblaðið - 25.04.1979, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1979
„STÆRSTA verkefni Rann-
sóknastofnunar landbúnað-
arins til þessa er land-
græðsluáætlunin sem fór í
gang árið 1974 en nú er
spurningin hvort hún eigi
að halda áfram. Flestir eru
sammála um að áætlunin
hafi tekist það vel, að stefna
eigi að því að koma í veg
fyrir sandfok og gróðureyð-
ingu, “ sagði dr. Björn Sigur-
björnsson forstjóri Rann-
sóknastofnunar landbúnað-
arins er blaðamönnum var
boðið að skoða stofnunina í
s.l. viku.
Markmið rannsókna í
þágu íslensks landbúnaðar
eru að lækka framleiðslu-
kostnað búvara, finna nýjar
leiðir í landbúnaði, bæta
nýtingu búvöruframleiðsl-
unnar, vernda náttúruna,
létta störf bóndans, auka
öryggi búrekstursins og
gera hann óháðari veðráttu
og draga úr notkun inn-
fluttra rekstrarvara.
freyðivín
og hvítvín
í kiölfarið
Björn sagði að ólíkt rannsóknum
í þágu iðnaðar væri mjög erfitt að
nýta erlendar niðurstöður því að
skilyrði til landbúnaðar á Islandi
væru svo ólík því sem gerðist í nær
öllum öðrum löndum. Þess vegna
væri tiltölulega meiri þörf á rann-
sóknum vegna landbúnaðar en
vegna þeirra atvinnuvega sem ekki
væru eins háðir sérkennum ís-
lenskrar náttúru.
Björn sagði að vandamálin færu
ekki eftir fjölda framleiðenda.
„Það er a.m.k. jafnmikil þörf fyrir
rannsóknir á vandamálum land-
búnaðar sem 4.000 bændur stunda
og þess sem 40.000 bændur stunda.
Þess vegna verða rannsóknir í
fámennu landi tiltölulega dýrar.
Staða íslensks landbúnaðar í
dag er sú, að við verðum að finna
leiðir til að lækka framleiðslu-
kostnaðinn, draga úr kostnaði við
byggingar, mannvirki, vélar, áhöld
og tæki með skynsamlegri aðferð-
um við ræktun, heyskap, fóðrun,
hirðingu og slátrun búfjár," sagði
Björn.
Helstu rannsóknaverkefni
stofnunarinnar eru, eins og áður
hefur komið fram, landgræðslu-
áætlunin sem fór í gang árið 1974.
0
*
Ingvi Þorsteinsson skýrir fyrir blaðamönnum gróðurrannsóknir á
úthögum. En auk þess að rannsaka beitarþol hér i landi hefur
stofnunin undanfarin tvö sumur gert sams konar rannsóknir í
kringum byggðina á Brattahlíð á Grœnlandi. Myndir Kristján.
Tryggvi Eiríksson með tilraunaglösin sem líkja eftir meltingu dýranna. Glösin eru höfð ískáp þar sem er
Ifkamshiti.
Stærsti liður þeirrar áætlunar eru
rannsóknir á nýtingu lands til
beitar fyrir sáuðfé, nautgripi og
hross, bæði á hálendi og láglendi.
Þetta eru með umfangsmestu til-
raunum sem gerðar hafa verið hér
á landi en þær hafa verið í gangi á
allt að níu stöðum víðs vegar um
land. Að þeim hafa unnið margir
starfshópar sérfræðinga í búfjár-
fóðrun, búfjársjúkdómum, beiti-
löndum, nytjaplöntum og jarðvegi,
ásamt ráðunautum og bændum.
Gróðurkortagerð hefur verið aukin
í sambandi við áætlunina og gerð-
ar víðtækar rannsóknir á vist-
fræðilegum áhrifum búskapar á
náttúru landsins, áhrifum fram-
ræslu, áburðar og beitar ásamt
athugunum á áhrifum álfta- og
gæsabeitar.
Þá hefur landgræðsluáætlunin
komið upp fyrsta vísi að innlendri
grasfrærækt. Byrjað var að rækta
íslenskt fræ á Sámsstöðum og
hafa 200 tonn af fræi verið notuð í ,
landgræðsluáætluninni, þar af eru
af íslenskum stofni 5 tonn af
Korpuvallarfoxgrasi og 40 tonn af
melgresisfræi. Alls eru notuð um
300 tonn af grasfræi hér á landi á
ári hverju.
120 ær í fóðrunar-
tilraun á Hvanneyri
Rannsóknir á heyverkun standa
yfir í því skyni að bæta gæði
heyja, bæði verkuðum í þurrhey og
vothey. Ymsar nýjar leiðir eru
reyndar svo sem notkun raforku
mð varmadælu, notkun hvera-
vatns, notkun ýmissa heyvinnu-
véla, mismunandi aðferða við vot-
heysverkun o.fl. Heyverkunartil-
raunirnar hafa farið fram í bú-
tæknideildinni á Hvanneyri og
hafa staðið yfir um langt árabil. A
s.l. sumri var hafin umfangsmikil
tilraun með samanburð á þurr-
heys- og vorheysverkun á Hvann-
eyri og nú í vetur eru alls 120 ær í
fóðurtilraun vegna þeirrar til-
raunar.
A Hvanneyri eru líka í gangi
rannsóknir á útihúsum með það
fyrir augum að draga úr
býggingarkostnaði fjárhúsa, helst
að losna við taðgeymslur sem eru
um 40% af byggingarkostnaði
fjárhúsa. Auk þess að finna inn-
réttingar sem draga úr vinnuþörf
við fjárhirðingu og fóðrun búfjár.
Skyrmysa með
ávaxtabragði
Rannsóknir eru nú í gangi hjá
Rala á kjötgæðum dilka sem beitt
er eða fóðraðir á mismunandi hátt
fyrir slátrun til að finna hlutfall
vöðva og fitu og mismun á bragð-
gæðum. Auk þess er unnið að
þróun nýrra fæðutegunda úr land-
búnaði, s.s. skyrmysu með ávaxta-
bragði. Er þessi mysudrykkur
samsettur úr mysu (90%), mango-
safa frá Indíum, sykri og bindi-
efni. Er reiknað með að þessi
drykkur komi á markaðinn í haust
en einnig er í bígerð að framleiða
hvítvín og freyðivín úr mysu.
Yfirumsjón með þessum tilraun-
Heimsókn
í Rannsókna-
stofnun land-
búnaðarins:
Ilannes Hafsteinsson matvælaverkfræðingur (til hægri) ásamt samstarfsmanni við vél sem efnagreinir um 40 sýni á klukkustund.
kyrmysa með ávaxtabragði