Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 3

Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 3 Hækkanir opin- berra stof nana og fyrirtækja UM mánaðamótin hækka ýmis opinber þjónusta og gjaldskrár opinberra fyrirtækja, eins og fram kom í Mbl. í gær. Blaðið hefur kannað hver hækkunin verður á einstökum liðum. Fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur hækka frá og með deginum í dag að telja að meðaltali um 25%. Finstök fargjöld fullorðinna hækka úr 120 í 150 krónur en fargjöld barna verða óbreytt, 35 krónur. Stór farmiðaspjöld hækka úr 3000 í 4000 krónur og verða miðar 34 í stað 32 áður. Lítil farmiðasjöld munu kosta 1000 krónur eins og áður en miðum fækkar úr 9 í 7. Farmiðaspjöld aldraðra hækka úr 1500 í 2000 krónur, 34 miðar. Farmiðaspjöld barna með 30 miðum kosta 500 krónur. Gjöld dagheimila hækka um 7,7%, úr 26 þúsund krónum í 28 þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn. Gjöld leikskóla hækka um 14,3%, úr 14 í 16 þúsund krónur á mánuði fyrir hvert barn og er þá miðað við fjögurra tíma dvöl á dag en fimm tíma dvöl kostar 20 þúsund krónur. Algengasta tegund sements, Portlandssement, hækkar úr 32.300 í 39.700 krónur tonnið og hver 50 kg poki hækkar úr 1615 í 1985 krónur. Meðalhækkun á sementi er 23%. Áburður hækkar um 52% miðað við það verð sem gilti í fyrra- sumar. Algengustu tegundir blandaðs áburðar eru Græðir 2 og Græðir 4. Tonnið af Græði 2 hækkar úr 56.600 í 86.100 krónur en tonnið af Græði 4 hækkar úr 59.100 í 89.900 krónur, 50 kg poki af Græði 2 kostar nú 4305 krónur, kostaði í fyrra 2830 krónur, en poki af Græði 4 kostar nú 4495 krónur en kostaði í fyrra 2955 krónur. Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi greinargerð frá Eiríki Ás- geirssyni forstjóra SVR vegna fargjaldahækkunar fyrirtækisins: Framlag borgarsjóðs til reksturs SVR hefði að óbreyttu orðið 864 milljónir króna á þessu ári, en verður um 700 milljónir króna miðað við verðlag í dag og 25% meðalhækkun fargjaldanna. í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1979 var gert ráð fyrir því, að framlag borgarsjóðs til reksturs SVR yrði 483.3 milljónir króna. Áætlaður reksturshalli eykst því um nálega 220 milljónir króna í ár þrátt fyrir 25% meðaltalshækkun fargjaldanna frá 28. apríl. Frá þeim tíma hefði þurft að hækka fargjöld SVR um 60% að meðaltali til þess að áætlað framlag borgar- sjóðs héldist óbreytt á þessu ári, og var það sú hækkun sem sótt var um til verðlagsyfirvalda. Heildarframlag borgarsjóðs til reksturs og eignabreytinga SVR í ár var upphaflega áætlað 750 milljónir króna, en yrði sam- kvæmt framansögðu um 970 milljónir króna, ef verðlag héldist óbreytt til áramóta. Listsýning MARÍA Jónsdóttir, Kirkjulæk, opnar sýningu á verkum sínum í Eden í Hveragerði í dag, laugar- dag kl. 9 f.h. Þetta er 4. listsýning Maríu. Fjölmenn útför FJÖLMENNI var við útför Sveins Sæmundssonar fyrrum yfirlög- regluþjóns rannsóknarlög- reglunnar, er fram fór í gær frá Dómkirkjunni. Séra Þórir Stephensen Dómkirkjuprestur flutti minningarræðuna og ungir lög- reglumenn stóðu heiðursvörð við kistu hins látna í kirkjunni. Söng- menn úr Lögreglukórnum sungu sálmana við undirleik dómorgan- istans, Marteins H. Friðrikssonar. Gamlir samstarfsmenn Sveins hjá rannsóknarlögreglunni, báru kistu hans úr kirkju. Listahátíð barn- anna hefst í dag LISTAHÁTÍÐ barnanna á Kjarvalsstöðum hefst í dag með opnunarhátíð kl. 2. Verða þá opnaðar margs konar sýningar í báðum sölum hússins, á öllum göngum. Ávörp flytja Sindri Skúlason nemandi í Hvassa- eleitisskóla, Edda Óskars- dóttir, formaður Félags íslenzkra myndlistarkennara, og Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri. Sérstakar dagskrár verða fluttar tvisvar sinnum í dag. Kl. 4 verður dagskrá flutt af nemendum Fossvogsskóla, sem nefnist „Við umhverfið og framandi þjóðir". Og klukkan 20.30 í kvöld flytur Réttarholts- skóli leikri'tið „Sandkassinn" eftir Kent Anderson, undir leik- stjórn Guðmundar Þórhalls- sonar. Þá leikur skólahljómsveit Valhúsaskóla „Gaulverjar". Þá verða sýndar kl. 17 kvikmyndir gerðar af nemendum Álfta- mýrarskóla undir leiðsögn Marteins Sigurgeirssonar. Listahátíð barnanna, „Svona gerum við“, er öllum opin og aðgangur ókeypis. •VOR- NAÐUR franskt/ítalskt Útsýnarkvöld Hótel Sögu sunnudagskv. 29. apríl Kl. 19.00 Húsiö opnaö — afhending ókeypis happdrættismiöa. Vinningur: Útsýnarferð. Hressandi drykkir á barnum. Upplýsingar um hiö glæsilega feröaúrval Útsýnar meö Loftbrúnni. Kl. 19.30 Boröhald hefst stundvíslega. Frönsk matarveizla — Gidot d‘ agneau Beaumaníére. Verð aðeins kr. 3.500.- Dans til kl. 01.00 Hin hressilega og bráöskemmtilega hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttir leika fjölbreytta tónlist viö allra hæfi. Ókeypis happdrætti: Allir gestir fá ókeypis happdrættismiöa. Dregið veröur tvisvar. Kl. 20 og kl. 23.30. Vinningar: Sólarlandaferðir með Útsýn. Matargestir fá ókeypis sýnis- horn af frönskum ilmvötnum frá „Nina Ricci“ og „Gains Borough“. Missið ekki af glæsilegri skemmtun og möguleik- um á ókeypis Útsýnar ferð. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir, aðeins rúllugjald en tryggið borö tímanlega hjá yfirþjóni í síma 20221 frá kl. 15.00 á fimmtudag. Ferðaskrifstofan JÍTSÝNL Módel ’79 sýna nýjstu vor og sumartízkuna. „Tónar italíu“ Hreinn Líndal óperu- söngvari syngur vinsæl ítölsk lög viö undirleik Ólafs Vignis Alberts sonar. Myndasýning Sumar í sólarlöndum. Danssýning: íslenzki dansflokkur- inn sýnir fjöruga dansa. Fegurðar- samkeppni Úrslit í Ijósmyndafyrir- sætukeppni Útsýnar. Kynntur verður hópur glæsilegra stúlkna, eft- ir vali dómnefndar. Bingó Spilaö um þrjár glæsi- legar Útsýnarferöir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.