Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 5

Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 5 Andóf ’79 Skorar á opinbera starfs- menn að fella samningana í kosningum 3. og 4. maí Nokkrir af talsmönnum Andófs '79: Talið f.v. Eiríkur Brynjólfsson kennari. Helga Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi. Pétur Pétursson þulur og Albert Einarsson kennari. HREYFINGIN Andóf '79 var stofnuð nú nýverið af nokkrum opinberum starfsmönnum. Að stofuninni standa opinberir starfsmenn, sem andvígir eru nýgerðu samkomulagi stjórnar BSRB og ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu þriggja prósenta kauphækkunar, sem umsamin var. Hreyfingin stendu. fyrir barattufundi í dag kl. 14.00 í Félagsstofnun stúdenta. Á blaðamannafundi, er forvígs- menn hreyfingarinnar héldu nú nýverið kom fram, að Andóf ’79 hefur gefið út ritling til kynningar á starfsemi sinni. Kemur fram í ritlingnum, að ástæðurnar fyrir andstöðunni eru margar. Fyrst má nefna andstöðu gegn samkomulag- inu sjálfu og einnig mótmæla þeir vinnubrögðum forystumanna BSRB, sem þeir segja nýta sér samtökin i þágu ákveðinna stjórn- málaflokka. Andóf '79 skorar á opinbera starfsmenn að fella samningana i komandi kosningum 3. og 4. maí n. k. og bendir í ritlingnum á atriði í samkomulaginu, sem ekki stand- ast yfirlýsingar forystumannanna. Andófsmenn sögðu, að með stofnun hreyfingarinnar væri far- in sú eina leið sem virtist fær til þess að koma fram andmælum við samninginn. Málflutningsmaður forystumannanna væri mjög ein- litur og sem dæmi mætti nefna, að mörg aðildarfélög BSRB hefðu á fundum sínum samþykkt ályktanir til að mótmæla gjörðum foryst- unnar og sent þær til stjórnar- innar, sem þó hefur ekki séð ástæðu til að birta þær í Ásgarði, málgagni BSRB. „Bera þeir við, að ekki hafi verið farið formlega fram á birtingu, en annað eins hefur nú verið birt, s.s. fréttir af allskyns félagsmálanámskeiðum o. fl.“ sagði Helga Gunnarsdóttir félagsmáaráðgjafi. Aðrir tals- menn Andóf ’79 á fundinum voru Pétur Pétursson þulur, Þorsteinn Gunnarsson kennari, Albert Einarsson kennari og Eiríkur Brynjólfsson kennari. Þau sögðu Andóf ‘79 leggja mikla áherzlu á vinnustaðastarf og væru þau nú þegar búin að heimsækja marga vinnustaði, bæði í Reykjavík og úti á landi. Undirtektir væru góðar. Allt starf þeirra er unnið í sjálfboðavinnu og sögðust þau ekki hafa fengið fjár- hagslegan stuðning frá BSRB. „Á meðan forystumennirnir þeysast um landið á kostnað hins almenna félagsmanns til að mæla sam- komulaginu bót.“ Til að fjármagna kostnaðarsamt útgáfustarf hafa samtökin gefið út límmiða, sem þau sögðust vonast til að sjá í barmi sem flestra samherja sinna í 1. maí-göngum verkalýðsins. Það kom fram, að í Andófi ‘79 JC-dagur á Self ossi HINN árlegi JC-dagur verður á Selfossi í dag, laugardag 28. apríl, og er hann sá þriðji sem JC Selfoss stendur fyrir. Dagskráin verður helguð ári barnsins. Fyrir yngstu börnin verður bíósýning um miðjan daginn en fyrir þau eldri verður borgarafundur þar sem unglingar, foreldrar og forráða- menn bæjarins munu ræða vanda- mál unglinganna. Um kvöldið verður síðan diskótek fyrir ungl- ingana. starfar fólk úr öllum stjórnmála- flokkum og fylgir hreyfingin engum pólitískum línum annarri en þeirri að sjá til þess að viðun- andi mannréttindi séu haldin í heiðri. Pétur Pétursson sagðist vilja benda á að við lifðum ekki lengur í fornöld, þar sem hægt hefði verið að verzla með frelsi manna. „Forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar, Kristján Thorla- cius o.fl., sögðu fyrir kosningar: „Samningana í gildi“ — þeir sögðu aldrei „Samningana í gildi mínus 3%“. Þetta kallast svikin loforð," og Þorsteinn bætti við: „Fyrir kosningar sögðu þessir sömu herr- ar: „Verkfallsrétturinn kostar bar- áttu,“ en nú segja þeir: „Verkfalls- rétturinn kostar baráttu og fórnir.“ Andóf ‘79 gengst fyrir baráttu- fundi í dag kl. 14.00 í Félagsstofn- un stúdenta við Hringbraut. Þar verða flutt stutt ávörp, söngsveitin Kjarabót kemur fram, einnig verður kvæðalestur o.fl. Andófs- menn sögðu að lokum, að þeir vildu hvetja opinbera starfsmenn til að kynna sér samningana og hvað raunverulega fælist í þeim, fjölmenna á fundinn í dag og í kosningarnar 3. og 4. maí n.k. Sparivelta m sfSíJtó.fcrr.r. Jafngreiðslulánakerfí Samvinnuban'kinn kynnir nýja þjónustu, SPARIVELTU, sem byggist á mislöngum en kerfisbundnum sparnaði tengdum margvíslegum lána möguleikum. Hið nýja spariveltukerfi er í 2 flokkum A og B, sem bjóða upp á fjöldamismunandi lántökuleiða, með lánstíma allt frá 3 mánuðum til 5 ára. Auk þess er þátttak- endum heimilt að vera með fleiri en einn reikning í Spariveltu-B. Fyrirhyggja í fjármálum Lengri sparnaður leiðir til hagstæðara lánshlutfalls og lengri lánstíma. Ekki þarf að ákveða tímalengd sparnaðar umfram 3 mánuði í A-flokki og 12 mánuði í B-flokki. Allir þátttakendur eiga kost á láni með hagstæðum vaxta- og greiðslukjörum. Þátttaka í SPARI- VELTUNNI auðveldar þér að láta drauminn rætast. Markviss sparnaður = öruggt lán »«k*» LÁNAMÖGULEIKAR MEÐ HAMARKSSPARNAÐI SPARIVELTA-A Sparnaðarflokkar: 25, 50 og 75 þús.kr. á mánuði. Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaðuri lok tímabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. tími 3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir 75.000 75.000 75.000 75.000 225.000 300.000 375.000 450.000 100% 100% 100% 100% 225.000 300.000 375.000 450.000 454.875 608.875 764.062 920.437 78.108 78.897 79.692 80.492 3 mánuðir 4 mánuðir 5 mánuðir 6 mánuðir SPARIVELTA-B Sparnaðarflokkar: 15, 25 og 35 þús.kr. á mánuði. Sparnaðar- timabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaðuri lok timabils Láns- hlutfall Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgr. Endurgr. tími 12 mánuðir 18 mánuðir 24 mánuðir 30 mánuðir 36 mánuðir 35.000 35.000 35.000 35.000 35.000 420.000 630.000 840.000 1.050.000 1.260.000 125% 150% 200% 200% 200% 525.000 945.000 1.680.000 2.100.000 2.520.000 982.975 1.664.420 2.677.662 3.411.474 4.165.234 49.819 45.964 55.416 64.777 73.516 12 mánuðir 27 mánuðir 48 mánuðir 54 mánuðir 60 mánuðir Gert er ráðfyrir 19.0%innlánsvöxtum og 24.69% útlánsvöxtum svoog lántöku'gjaldi. Vaxtakjöreru háð ákvörðun Seðlabankans. Upplýsingabæklingur er fyrir hendi í öllum afgreiðslum bankans. Samvinnubankinn REYKJAVlK, AKRANESI, GRUNDARFIRÐI, KRÓKSFJARÐARNESI, PATREKSFIRÐI.SAUÐARKRÓKI, HÚSAVlK, KÓPASKERI. VOPNAFIROI, EGILSSTÖÐUM, STÖÐVARFIROI, VlK I MÝRDAL. KEFLAVlK, HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.