Morgunblaðið - 28.04.1979, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
i hlaövarpanum
ÍSLENZKA
Árveig skal
árla bergja,
sbr. morgunbitter
Árið 1926 tók Orðanefnd Verkfræðifélagsins
saman orðasafn „með ráðum og atbeina verzlun-
armanna í Rcykjavík" eins og segir í Lesbók
Morgunblaðsins frá þessum tíma. „Hefir ekkert
orð verið tekið í safnið án þess að sérfræðingur í
þeirri grein hafi goldið því samþykki" segir í
Lesbók. Er fyrir því ástæða að gripa niður í safn
þetta að það hefur að geyma mörg hin ágætustu
heiti, sem einhverra hluta vegna virðast ekki
hafa náð útbreiddri rótfestu. „Mun ekki saka þótt
mint sjc á góð orð og gömul, meðan þau eru ekki
höfð í hvers manns tali".
Orð úr viðskiítamáli
eftir
Orftanefnd Verkfræðingafjelagsins
Sjerprentun úr Les-
bók Morgunblaðs-
ins 3. október 1926.
Reykjavik
ísatotdarprentsmtðja h.f. — 1927
Nokkur sýnishorn:
ananas: granaldin
apríkósa: eiraldin
ávaxtapressa: kremja
bitter: árveig, (árveig skal árla
bergja, sbr. morgunbitter)
bleja: sveipa (kvk)
blýantur: ritblý
boltaklippur: fleinbítur
brillantine: hárgljái
brjóstahaldari: brjóstalindi
cognak: kúníak
cornflakes: mæstur (kvk flt. sbr.
maís)
demantur: glitsteinn
extrakt: veigur
fruitsalad, aldinbland
fægiskúffa: sóptrygill
(trogmyndaður).
gaffall: matkvísl
genever: ginfari
gúllas: bitlingur (í bitum).
gúanó: dritlíki (gúanóverksmiðja:
dritlíkisverksmiðja).
hakkavél: saxa
kandís: steinsykur
konfekt: munngæti (sbr. munngát,
sælgæti).
kökusprauta: deiglyppa
lakkrís: svertingi
marmelaði: glómauk
motta: strábreiða
pappírsgatari: gathögg
píanó: yman (af ymur)
prímus: brími
rúllupylsa: slagvefja
slaufa: slyngja (sbr. (saman)
slunginn)
spekúlation: djarfsýsla
súkkulaði: milska (fornyrði og
þýðir sætur drykkur).
svampur: njarðarvöttur
tartelette: brauðkæna
tommustokkur: vasakvarði
trekt: gina (hún gín við hverju sem
í hana er hellt).
tyggegummi: munngúm
vermouth: vermóður
whisky: bretaveig
SÖNGLEIKAR f GAMLA BÍÓI - PÉTUR KVEÐUR OG
GUÐRÚN HEILSAR.
Pétur Á. Jónsson óperusöngvari varð sextíu og fimm ára árið 1949 og hélt þá sína síðustu opinberu söngleika.
Um líkt leyti tróð einnig upp Guðrún Á. Símonar í Gamla bíói en ekki til að kveðja heldur var nú þvert á móti
kominn ný söngstjarna fram á sjónarsviðið. Þegar myndin var tekin mun Guðrún hafa verið ný komin frá
söngnámi erlendis. — Samkvæmt frásögn Guðmundar Jónssonar óperusöngvara var siður á þessum árum að
ungir söngvarar, sem komu frá námi erlendis héldu söngleika í Gamla bíói. Sjálfur sagðist Guðmundur hafa
kcmið fram sextán sinnum á miðnætursöngleik árið eftir að hann kom heim frá námi. Ljósmyndari
Morgunblaðsins þá og nú, Ólafur K. Magnússon tók báðar myndirnar. Píanóleikarinn er Fritz Weissappel.
Stœlt og stoliö
Með hreggi og hríð
í nýlegri grein í Morgunblaðinu tekur Jónas Pétursson fyrrver-
andi alþingismaður undir með Bjarti í Sumarhúsum að sjálfstæði sé
betra en kjöt. Síðan fer höfundur nokkrum orðum um hlutverk
búskapar í þjóðaruppeldinu. Það er í landbúnað sem við sækjum
fyrirmyndina:
Fólk, sem fær þjóðareinkennin inn í sig með mat og drykk, með
sólskini og regni, hreggi og hríð við umgengni við skepnur, við vöxt
gróðurs á túni og úthaga — við undafífil, vallhumal og holtasóley,
að ógleymdum smáranum, sem fyllir vitin angan í hlýjum sumrum.
Þetta hefir alla tíð verið mikilvægt hlutverk búskapar að ala upp
fólk.
Voru menn og vissu það
Neisti, 9. apríl, 1979:
„Menningardagar her-
stöðvaandstæðinga sem
hófust á Kjarvalsstöðum
16. mars náðu hámarki
sínu í glæsilegum fundi í
Háskólabíói 31. mars. Þar
sannaðist enn sem áður að
allir þeir listamenn sem
eitthvert mannsmót er á
Að sitja við A-borðið
Hækka iðgjöld af A-bílum? spyr Dagur á Akureyri þann 18. apríl.
Það mun eflaust koma við pyngju margra ef A-bílar flytjast í sama
flokk og t.d. R-bílar segir blaðið, en gífurlegur munur mun vera á
iðgjaldi áhættuflokka. Kemur fram að áhættuflokkur er reiknaður
eftir fjölda tjóna, þ.e. trassaskap ökumanna. Bendir Dagur á að það
hljóti „að vera Akureyringum og Eyfirðingum mikið kappsmál að
vera ekki settir til borðs með Reykvíkingum".
Huglœkningar
Hestaritið Eiðfaxi segir að kona nokk-
ur austanfjalls hafi nýlega ætlað á
námskeið hjá Reyni Aðalsteinssyni með
góðhryssu. En rétt í þann mund sem
námskeiðið átti að hefjast vildi svo illa til
að hryssan heltist. Hringdi þá konan í
dýralækninn en hann kom ekki fyrr en
löngu síðar og var þá hryssan orðin góð af
heltinni. Konan atyrti lækninn fyrir
seinlæti en hann svaraði: „Já, en kona góð, hefur þú aldrei heyrt
um huglækningar?"
Kórþraut í Búðardal
I tilefni fimmtugsafmælis Karlakórs Akureyrar á næsta ári átti
norðanblaðið Islendingur fyrir skömmu viðtal við formann kórsins,
Ara Friðfinnsson. Það kom fram í viðtalinu að kórinn, fjörutíu og
einn maður, hefði meðal annars spreytt sig á óperum. Hitt má þó
athyglisverðara heita að kórinn tókst á hendur för til Búðardals í
sumar sem leið og söng fyrir heimamenn „Er ég kem heim í
Búðardal". Gaman hefði verið að heyra t.a.m. Don Kósakkakórinn
fást við sama verkefni.
Vörulán
I leikskrá Þjóðleikhússins við sýningu leikritsins Stundarfriður er
að finna síðu í skránni miðri þar sem segir: EFTIRTALIN
FYRIRTÆKI HAFA LÁNAÐ VÖRUR OG HÚSBÚNAÐ í SÝNING-
UNA: Talningin innifelur m.a. Hitachi-sjónvarpstæki frá Vilbergi
og Þorsteini, Philips-ryksugu frá Heimilistækjum s.f. en síðan segir
í lok upptalningar: Leikararnir eru frá Þjóðleikhúsinu.
Tilþrif
Svofellt niðurlag fylgdi grein Eyjaskeggjans á.j. í Morgunblaðinu
sl. þriðjudag.
Állt um það hefur landið ennþá miklar nytjar af lífi Eyjaskeggja
og annarra sjávarplássa. Svo miklar að öll tilþrif til framtaks í
þessu landi byggjast á þeim. Samt hefur það furðulega skeð að
þessir staðir eiga ekki samleið með skólakerfi landsins sem elur
fyrst og fremst upp fólk til starfa í skrifstofubyggingum landsins og
burðast við að miða efnahag landsins við iðnað í stað fullvinnslu
sjávarafurða.
Margur kgssir
þá hönd er hann
vildi að af vœri
Á meðfylgjandi mynd sjáum við her-
stöðvaandstæðinginn Ragnar Arnalds
sýna varaforseta Bandaríkjanna
handrit á Árnastofnun. I sama mund
stóðu skarar herstöðvaandstæðinga
fyrir utan og veifuðu mótmælaspjöld-
um. Undrar menn vart lengur rökvís-
legt samhengi í athöfnum þessara
samtaka enda komið í ljós að þau eru
fyrst og fremst auglýsingamiðstöð
pólitískra skemmtikrafta.
Lénskar erfðir
Ólafur R. Einarsson í viðtali við Helgarpóstinn:
„í Framsóknarflokknum tíðkast lénskar erfðir, en 1 Alþýðubanda-
laginu er ákjósanlegast að hafa verið í Framsóknarflokknum."
eru herstöðvaandstæðingar."