Morgunblaðið - 28.04.1979, Page 18

Morgunblaðið - 28.04.1979, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL T 1979 Athyglisverð bátasýning Hér gefur að líta athyglisverða botnlögun á plastbáti, eftirlík- ingu á gömlum súðbyrðingi, sem gefur bátnum aukna mýkt f sjó, aukna sjóhæfni og aukinn styrk. Þetta er 22 feta bátur framleiddur hjá Flugfiski í Vogum. Þessi glæsilegi bátur er- íslensk framleiðsla, mun hann bera nafnið Signý, hann verður á bátasýningu Snarfara. Honum er ætlað stærra og meira hlutverk en standa mönnum til augnayndis, þvf ákveðið er að eigandi hans sjórallkappinn Gunnar Gunnarsson stýri honum í næstu keppni umhverfis iandið, sem ákveðin er fyrsta dag júlimánaðar næstkomandi. Þetta er 23 feta plasthátur framleiddur hjá Mótun h/f í Hafnarfirði. Athyglisverð bátasýning Margt athyglisvert er að sjá á bátasýningu Snarfara, sem opn- uð verður í dag kl. 14 í Sýningar- höllinni í Artúnshöfða. Skemmtilegt er að íslensk sport- bátaframleiðsla skuli vera þar á meðal, sem hlýtur að vekja athygli, í fyrsta lagi fyrir hvað stutt er síðan framleiðsla á plastskemmtibátum hófst hér á landi nokkuð að ráði. I öðru lagi, hvað tekist hefur að framleiða sterka og um leið áferðargóða báta sem sýnt hafa sjóhæfni og sannað styrk sinn (samanber tveir fyrstu bátar í keppninni umhverfis landið síðastliðið sumar voru íslenskir). Margt fleira mun gleðja augað á þess- ari sýningu, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, yrði of langt mál upp að telja alla þá hluti sem á sýningunni verða (sjón er sögu ríkari). Þó vil ég nefna seglbáta, loftpúða- bát, trillur, vatnabáta, fiskibáta, dýptarmæla, hraðamæla, átta- vita svo og mjög athyglisvert lóran-staðsetningartæki. Tísku- sýningar verða. Hver aðgöngu- miði gildir sem happdrættis- miði, þátur í aðalvinning sem dreginn verður út í lok sýningar. Sýningartími er frá kl. 14 til kl. 22 sýningardagana. Bátar Umsjón: HAFSTEINN SVEINSSON Snarfari með sérstakan bás Snarfari, félag sportbátaeig- enda, mun verða með sérstakan bás, þar sem öllum bátaunnend- um gefst kostur á að innrita sig í félagið. Eg vil taka skýrt fram að þetta félag er ekki aðeins miðað við sportbátaeigendur þó að félagið beri þetta nafn, held- ur er það hugsað sem félag allra bátaáhugamanna og skiptir ekki máli í því sambandi hvort menn eru bátseigendur eða ekki. Lög- un og ganghraði bátanna skipta heldur ekki máli, hér skiptir mestu að menn standi saman og stefni einhuga að því marki sem við höfum sett okkur, það er að höfn sú sem samþykkt hefur verið, verði byggð. Margar gerðir og stærðir af utanborðsvélum verða til sýnis á sýningu Snarfara. Hér er mynd af glæsilegri 235 hestafla utanborðsvél V-6 frá Evinrude (hún hlýtur að gefa sæmilegt spark). ChevroletCitation—ný- stárlegur bíll frá GM Jóhann P. Jónsson rallökumaður kvað fara vel um sig þarna í aftursætinu. VÉLADEILD Sambandsins er um þessar mundir að hefja innflutn- ing á nýrri gerð bandariskra bíla frá General Motors verksmiðjun- um svo sem frá hefur verið skýrt í Mbl. Er þessi bíli um margt nokkuð frábrugðinn öðrum bandariskum bílum og ber helzt að nefna framdrif, sem nú er þó að ná æ meiri vinsældum meðal bandariskra framleiðenda. Bíllinn sem Veladeildin hefur kynnt er Chevrolet Citation og er talið að hér sé um að ræða eitt mesta átak GM verksmiðjanna, til hönnunar hafi verið varið gífur- legum upphæðum og vandað til undirbúnings framleiðslunnar. í útliti minni þessi bíll nokkuð á evrópska bíla t.d. Simcuna og ekki er hægt að segja að hann minni á bandarískan uppruna sinn, en telja má hann snotran útlits. Vélin liggur þversum og er hún fáanleg 97—117 Din hestöfl fjögurra eða sex strokka. Hægt er að fá bílinn með ýmis konar tilbrigðum ef svo má að orði komast, sjálfskiptan eða beinskiptan, með bekk eða tveimur aðskildum stólum frammí, vökvastýri eða ekki, tveggja, þriggja eða dyra og er verðið allt frá 5,2 m.kr. uppí 6,5 m.kr. Heildarþyngd bílsins er um 1100 kg, hann er 4!/2 m langur, 1,73 m á breidd og hæðin 1,32 m. Lengd milli hjóla er 2,66 og má segja að ekki sé hægt að leggja nógu mikið á hann, en stýrið svonefnt er tannstangarstýri. í akstri er bíll- inn fremur lipur og viðbragð ið Chevrolet Citation er hægt að opna vel að aftan og leggja niður aftursætið til að fá aukið farangursrými. Má segja að þetta lag minni nokkuð á evrópska bfla. Ljósmyndir: Rax

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.