Morgunblaðið - 28.04.1979, Page 22

Morgunblaðið - 28.04.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 Birgir ísleifur Gunnarsson; Tvö mál rtfiud upp Þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1979 var til meðferðar í borgarstjórn í febrúar s.l., komu til afgreiðslu ýmsar tillögur vinstri meiri- hlutans, sem voru hroðvirknis- lega gerðar og illa undirbúnar. Margar þessara tillagna sættu mikilli andspyrnu starfsfólks viðkomandi stofnana svo og ýmissa ráða og nefnda, sem málin heyrðu undir, og voru það ekki síður vinstri fulltrúarnir í nefndunum, sem mótmæltu. Af þessu öllu varð mikið fjaðrafok, sem ítarlega var gert að umtals- efni þá. Vafalaust minnast menn umræðna um útideild ungiinga, mæðraheimilið við Sólvallagötu, meðferðarheimilið við Kleifarveg o.fl. Niðurstöður í nokkrum málum Við afgreiðslu fjarhagsáætl- unar gerðum við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athuga- semdir við ýmsar af þessum niðurskurðartillögum vinstri manna og töldum þær illa und- irbúnar og óraunhæfar. Það er því fróðlegt að kanna nú, hverj- ar hafa orðið lyktir þeirra mála, sem um var deilt fyrr í vetur. Hér verða tvö þeirra gerð að umtalsefni. Útideild unglinga Við afgreiðslu fjarhagsáætl- unarinnar fluttu vinstri menn í borgarráði tillögu um að leggja útideild unglinga niður. Við sjálfstæðismenn lögðumst gegn því, en vinstri meirihlutinn í borgarstjórn greiddi allur at- kvæði með þeirri tillögu og það jafnvel borgarfulltrúar, sem í félagsmálaráði og æskulýðsráði höfðu mótmælt þessari ráða- gerð. Þessu var mjög ákaft mót- mælt af ýmsum, sem til þekkja, þ. á m. starfsfólki útideildar. Eftir að fjárhagsáæltun hafði verið samþykkt hopaði vinstri meirihlutinn í borgarráði í það vígi að skipa nefnd, sem skyldi gera tillögu um, hvað koma skyldi í stað útideildar. í því sambandi beindi félagsmálaráð því til borgarráðs að útideild Birgir ísleifur Gunnarsson skyldi áfram starfa, þar til nefndin hefði lokið störfum. Því hafnaði vinstri meirihlutinn. Starfar enn aö hluta Nokkrum dögum síðar kom fram tillaga frá nefndinni um að útideild skyidi starfa áfram að hluta, þ.e. vinna með þeim unglingahópum, sem þegar hafði verið tekið upp samstarf við. Þá brá svo við að meirihlut- inn samþykkti þá tillögu, þótt engin sérstök fjárveiting væri fyrir hendi. I borgarstjórn fluttum við sjálfstæðismenn tillögu um að farið yrði eftir tillögu félags- málaráðs, en sú tilaga var felld og þ. á m. af borgarfulltrúum, sem höfðu flutt tillöguna í félagsmálaráði. Þannig er staða þessa máls í dag. Útideildin starfar enn að hluta án fjárveitingar og sér- stök nefnd er að fj^lla um framtíð hennar. Var nokkur að tala um ráðleysi í stjórnun? Mæðraheimilið við Sólvalla- götu Eins og kunnugt er hefur borgin nú um langt árabil rekið heimili fyrir einstæðar mæður við Sólvallagötu. Þar hafa mæð- urnar átt athvarf fyrir og eftir barnsburð. Við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar fluttu vinstri menn tillögu um að leggja mæðraheimilið niður og setja þar upp dagvistunarheimili fyr- ir ungbörn. Var fjárveiting við það miðuð. Mun starfa áfram Við sjálfstæðismenn í borgar- stjórn vöruðum við þessu, enda var þessari ráðagerð mjög mót- mælt af félagsmálaráði og starfsfólki Félagsmálastofnun- ar. Fluttum við tillögu í borgar- stjórn um það að teknar yrðu upp viðræður við Félag ein- stæðra foreldra um rekstur heimilisins, en félagið hafði sent borgarráði tilboð um það efni. Niðurstaða er nú fengin í þessu máli. Mæðraheimilið mun starfa áfram og er það sam- kvæmt eindreginni tillögu fé- lagsmálaráðs. Ekki var laust við að menn hefðu lúmskt gaman af að sjá fréttir Þjóðviljans af þessu máli. Látið var eins og stórsigur hefði unnizt í málinu og í viðtali við Guðrúnu Helga- dóttur mátti sjá, að hún var stórhrifin af því, hversu Alþýðu- bandalagið stæði sig vel í að hætta við að leggja niður þarfar stofnanir. Þessi tvö dæmi sýna, að það hefur reynst rétt, sem við sjálf- stæðismenn héldum fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í vetur, að ýmsar svokallaðar sparnaðartillögur vinstri flokk- anna voru óraunhæfar, enda illa undirbúnar. Þær voru gott dæmi um það, hvernig ekki á að standa að málum. Fjármálaráðuneytið falsar neyzlutölur — segir Guttormur Einarsson, stærsti innflytjandi slíkra efna „GERSTOPPIÐ í fyrra, þegar kvitturinn kom upp um að ríkið ætlaði að stöðva allan innflutning á ölgerðarefnum, olli gífur- legri veltuaukningu hjá mér og mínu fyrirtæki, því að fólk hamstraði þessi efni,“ sagði Guttormur Einarsson, framkvæmda- stjóri Ilagplasts, sem er stærsti innflytjandi slíkra efna. „Þá pantaði ég og flutti inn ölgerðarhráefni fyrir allt árið 1979 og leysti það út árið 1978. Þetta þýðir að útreikning- ar f jármálaráðuneytisins í greinargerð frumvarpsins um hvað mátt hefði fram- leiða mikið áfengi úr þessu efni fá ekki staðizt. Það er fölsun, að láta að því liggja að hér sé um neyzlu að ræða, því að enn ligg ég með mikið magn af þessu í vörugeymslu verksmiðjunnar.* „Þetta er fyrsta meiriháttar fölsunin, sem gerð er í greinargerð með þessu frumvarpi," sagði Gutt- ormur, „og það hlýtur að vera sett þar fram til þess að kaupa alþing- ismennina til fylgilags við frum- varpið. Það er ljóst að Sölvi Helgason fjármálaráðuneytisins hefur bersýnilega hagnýtt sér þetta með því að taka innflutning ársins 1978 og setur hann fram við alþingismenn sem neyzlu ársins 1978. Því er allt tal um 250 þúsund flöskur af brennivíni eða jafngildi þeirra helbert rugl. Reiknikúnst- irnar hafa ekki verið lagðar fram sem slíkar og það getur hver sem er — hvaða Sölvi Helgason sem er reiknað þessa Wluti fram og aftur. Hins vegar getur hver maður séð, sem vill kynna sér málin að við erum hér með helminginn af þess- um birgðum hér inni á gólfi í vörugeymslunni." Síðan sagði Guttormur: „Þéssi breyting mun valda feikilegum átroðningi á bakara af fólki, sem sækist eftir geri. Þetta mun færa sölu á ýmsum ölgerðarefnum til baka yfir í hendur apótekara, sem hafa heimild fyrir lyfjamalti, þetta mun færa hvers konar djús- drykkjarframleiðendum i landinu aukna sölu og stóraukinn markað. Slíkur drykkjardjús verður notað- ur í stórauknum mæli til öl- og víngerðar í heimahúsum og ölgerð- in mun fá mjög aukna sölu í hvítöli. Síðast en ekki sízt mun þetta færa mjólkurvöruframleið- endum stóraukna sölu á mysu. Þeir geta litið bjartari augum til framtíðarinnar með nýtingu á þeim drykk og kannski þeir leysi vandamál landbúnaðarins með því. Ég er kominn hér með inn í landið dýrar vélar til þess að framleiða ölgerðarefni og setja í dósir. Þessi tæki eru sum komin í gagnið, önnur komin til landsins og bíða eftir því að verða tekin í notkun. Ég hef hér í góðri trú stefnt að því að setja upp verk- smiðju til þess að pakka ölgerðar- efnum í dósir og plastbrúsa. Þetta mun ríkið væntanlega ekki bæta,“ sagði Guttormur Einarsson að lokum. Leiðrétting Sú prentvilla slæddist inn í frétt um breskan prédikara sem taka mun þátt í samkomum hjá Fíla- delfíu, að þær voru sagðar hefjast kl. 21.30. Rétt er hins vegar að samkomurnar hefjast kl. 20.30. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. A AÐEINS um einum mánuði var grindin reist að nýju 1600 fermetra vélaverkstæði J. Hinrikssonar að Súðavogi 4. Efnið var flutt inn frá Beigíu og kom það til iandsins fyrir röskum mánuði, en áður höfðu stöplarnir verið steyptir. Á næstunni verður síðan byrjað að klæða húsið og stcypa plötuna, en áætlað er að verkstæðið taki til starfa í hinu nýja húsnæði sfðari hluta sumars. Myndin var tekin sfðastliðinn föstudag er starfsmenn fyrirtækisins flögguðu í tilefni góðs starfs á skömmum tfma. Kynning og ráðstefna um þök Byggingarþjónustan Grensásvegi 11 gengst fyrir kynningu og ráðstefnu um þök dagana 2. til 5. maí n.k. í húsi þjónustunnar. Dagskrá ráðstefnunnar hefst mið- vikudaginn 2. maí kl. 17.15 með ávarpi Gunnlaugs Hall- dórssonar arkitekts. Kl. 17.30 ræðir Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt um þakgerðir og kl. 18.00 talar Guðmundur Pálmi Kristins- son verkfræðingur um kostnað mismunandi þak- gerða. Kl. 18.30 verða umræður og fyrirsurnum verður svarað; Fimmtudag- inn 3. maí kl. 17.15 ræðir Leifur Blummenstein byggingarverkfræðingur um flöt þök. Gunnar S. Björnsson byggingarmeist- ari talar um þakefni kl. 17.45 en frjálsar umræður og fyrirspurnir verða kl. 18.15. Síðasta dag kynningarinnar og ráðstefnunnar flytur Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra ávarp kl. 13.15 en kl. 13.30 ræður Guðmundur Halldórsson verkfræðingur um einangrun, rakavörn og loft- ræstingu. Kl. 14 ræðir Leifur Benediktsson verkfræðingur um orsakir þakleka og úr- bætur á þeim og kl. 14.30 verða umræður og fyrir- spurnir. Öllum er heimil ókeypis þátttaka í ráðstefnunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.