Morgunblaðið - 28.04.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 28.04.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 23 Peter Snyman heitir pilturinn á þessari mynd. Hann reynir nú að setja heimsmet sem felst í því að vera sem lengst í herbergi á meðal 24 hættulega eitraðra snáka. Heimsmetstilraunin fer fram í bænum Hartbeesport Dam í grennd Pretoríu í Suður-Afríku. Peter hóf tilraun sína 20. apríl og er heimsmetið sem hann ætlar sér að slá 36 dagar. Krefjast fundar af Öryggisráðinu Sameinuðu þjóðunum, 27. apríl. Reuter — AP. ÞJÓÐIR svörtu Afríku kröfðust í dag skyndifundar af Öryggisráðinu og að það léti til sín taka nýafstaðar kosningar í Rhódesíu. Þykir þessi krafa koma nokkuð á óvart, þar sem talið var að ríkin myndu bíða með aðgerðir þar til þing kemur saman í Rhódesíu og ný stjórn undir forystu Abels Muzorevas biskups tekur við völdum í lok maí. Talið er að ástæðan fyrir þessum kröfum Afríkuríkj- anna sé sú að þær kröfur magnast í Bandaríkjunum og Bretlandi að hætta beri öllum viðskiptaþvingunum og bönnum á Rhódesíu. Þótt Mengun af olíu frá radarstöð Kaupmannahöfn, 27. aprfl. MINNI mengun virðist hafa orðið af svartolíu þeirri sem lak frá bandarisku radarstöðinni DYE- four í grennd Kulusuk en í fyrstu var talið. Talið var að um 30.000 lítrar af olíu hefðu lekið frá stöðinni en öllu líklegra er að það hafi aðeins orðið 8.500 lítrar. Ibúar í Kulusuk og Kap Dan voru varaðir við að neyta drykkjarvatns þar sem talið var að olían hefði mengað vatnsból staðanna. Við nánari athugun reyndist svo ekki vera, en sýni voru þó send til Danm'erkur til frekari athugunar. Vegna þess mikla þíðviðris sem verið hefur á svæðinu að undan- förnu rann mest öli olían í sjóinn. Hans Lassen landshöfðingi á Grænlandi fyrirskipaði í dag nákvæma rannsókn á tildrögum slyssins, en talið er að snjómokst- urstæki hafi skemmt krana og leiðslur við birgðatanka stöðvar- innar.___________________ Saxast á fylgi íhaldsflokks London, 27. apríl. AP. SKOÐANAKÖNNUN sem blaðið The Sun birtir í dag bendir til þess að vinsældir íhaldsflokksins fari minnkandi með hverjum deginum sem líður, en nú eru aðeins sex dagar til þingkosninga í Bret- landi. Forskot íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn er, skv. könnuninni. þó ennþá „þægilegt*. í skoðanakönnun The Sun í dag er forskot íhaldsflokksins á Verka- mannaflokkinn 7 af hundraði, en í sams konar könnun blaðsins sl. mánudag var forskotið 10 af hundr- aði. Nýtur Ihaldsflokkurinn fylgis 43 af hundraði kjósenda, Verka- mannaflokkurinn 36 af hundraði. leiðtogi ríkjanna, Francois Sangaret frá Fílabeins- ströndinni, hafi aðeins sagt að ríkin vildu að öryggis- ráðið léti þróun mála í Rhódesíu síðustu dægur til sín taka, er talið að það sé krafa þeirra að efnahags- þvingunum og viðskipta- banni Rhódesíu verði haldið áfram. Veður víða um heim Akureyri 0 skýjaö Amsterdam 12 skýjað Apena 24 heióskírt Barcelona 15 skýjaö BerKn 13 skýjaó BrUssel 10 skýjaö Chicago 12 skýjaó Frankfurt 12 skýjað Genf 10 rigning Helsinki 9 skýjaö Jerúsalem 32 heiöskfrt Jóhannesarborg 21 láttskýjaö Kaupmannahöfn 11 skýjað Lissabon 19 láttskýjaö London 11 skýjaö Los Angeles 25 heiðskírt Madríd 15 heiöskfrt Malaga 20 heiöskírt Mallorca 16 hálfskírt Miami 31 skýjað Moskva 18 skýjaö New York 17 rigning Ósló 8 léttskýjaó París 11 skýjaö Reykjavík 4 skýjaö Rio De Jeneiro 26 léttskýjaö Rómaborg 11 rigning Stokkhólmur 9 skýjaó Tel Aviv 29 heiöskírt Tókýó 15 skýjaö Vancouver 17 léttskýjaó Vinarborg 13 skýjaö Þaðer Hess Vestur-BerHn, 27. aprfl. Reuter. Wolf-Rúdiger Hess, sonur Rudolfs Hess, sagði í dag við fréttamenn að enginn vafi léki á því í fjölskyldu sinni að það væri nasistaleiðtoginn fyrrver- andi sem sæti inni í Spandau-fangelsinu. Vísaði hann á bug þeim fullyrðingum bresks læknis að það væri staðgengill Hess sem sæti inni í Spandau. Wolf-Rúdiger lét þessi orð falla eftir heimsókn í fangelsið í gær á 85. ára afmæli föður hans. Ilse Hess heimsótti eigin- mann sinn í fangelsið í fyrra- dag. Karpov held- ur sínu striki Montreal, 27. apríl. AP. KARPOV heimsmeistari í skák er enn elstur á hinu mikla skákmóti sem nú stendur yfir í Montreal. Gerði Karpov jafntefli við Húbn- er í biðskák þeirra sem tefld var í gærkvöldi. Aðrar biðskákir úr fyrri um- ferðum voru tefldar í gær. Banda- ríski skákmeistarinn Kavalek, sem verið hefur í neðsta sæti á mótinu, sigraði Hollendinginn Timman, en þáði svo jafntefli í biðskák sem hann átti óteflda við Spassky. Portisch og Hort gerðu jafntefli í sinni biðskák og heldur Portisch því enn þriðja sæti í mótinu. Hort háði mikið einvígi í bið- skák sem hann átti gegn Tal og tókst Tékkanum að merja jafntefli eftir erfiða vörn. Staðan á mótinu er nú sú að Karpov er efstur með 8 vinninga, Tal í öðru sæti með 7% vinning og þriðji er Portisch með 7 vinninga. Þá koma Ljubojevic með 6'/z, Húbner með 6, Hort með 5, Timman með 4'/z, Spassky með 4, Larsen með 3% og neðstur er KavaLek með 3 vinninga. í næstu umferð sem leikin verður í kvöld leiða saman hesta sína m.a. þeir Karpov og Larsen, Spassky og Timman. Þetta gerdist 1978 — Herbylting í Afganistan: Daoud forseti og ráðherrar myrtir. 1973 — Ferð Salyut 2 hætt: sovézkt áfall í geimnum. 1969 — De Gaulle segir af sér sem forseti Frakka. 1965 — Bandarísk landganga í Dóminikanska lýðveldinu fyrirskipuð. 1%0 — Stúdentaóeirðir hefjast í Tyrklandi. 1952 — Eisenhower lætur af starfi yfirmanns herja Bandamanna og Ridgeway tekur við = Japan full- valda ríki og stríði lýkur opinberlega. 1951 — Mossadeq skipaður for- sætisráðherra Irans. < 1945 — Mussolini og hjákona hans tekin af lífi. 1936 — Farúk verður konungur Egyptalands. 1919 — Þjóðabandalagið stofnað. Flóðið í Winnipeg: Orðið meira en flóðið 1950 var MIKIL flóð eru nú í Winni- peg-fylki í Kanada, en að undanförnu hafa orðið mikil flóð í héruðum við Missi- sippi-ána í Bandaríkjunum. Af þessum sökum sló Mbl. í gær á þráðinn til Jóns Ásgeirssonar ritstjóra Lögbergs-Heims- kringlu í Winnipeg. Jón hafði eftirfarandi að segja: „Rauðá byrjaði að flæða yfir bakka sína fyrir skömmu og er allur Rauðárdalurinn nú nánast á bólakafi og vatnsyfirborðið sums staðar orðið 20 metrum hærra en það er við venjulegar aðstæður. Ekkert vatn er í Winni- peg-borg sjálfri, þar sem skurður mikill var grafinn í hálfhring um borgina eftir flóðin miklu 1950 og tekur hann við þegar vatnavextir fara yfir ákveðin mörk. Hið opinbera hefur nú gefið tilskipun um að allir íbúar Rauðárdalsins skuli yfirgefa svæðið, en fyrir skömmu var til þess mælst að fólk kæmi sér á brott af svæðinu. Á flóðasvæð- inu búa um 12—15 þúsund manns og þar er einnig mikið um skepnur, einkum nautgripi. Aðeins um 5—6 kílómetra þaðan sem ég bý er allt á bólakafi. Fólk hefur gripið til þess ráðs að raða sandpokum umhverfis hús sín og er ég skrapp inn á svæðið mátti víða sjá sandpoka upp á miðja veggi. Flugvélar komu til Winnipeg á fjögurra klukkustunda fresti í allan gærdag með sandpoka frá Kaliforníu og Chicago. Þó að flóðin séu víða orðin meiri en 1950 hafa þau ekki náð hámarki sínu. Hækkar vatnið stöðugt og rigningar halda áfram. Búist er við að flóðin verði í hámarki 6. maí. Þá Mikil flóó eru nú i Winnip*g-fylki í Bandaríkjunum, an á Þaim slóðum búa margir sam aru af íslenzku bargi brotnir. Einnig hafa mikil flóö variö í Bandaríkj- unum, á vatnasvasði Missisippi- árinnar, og var pessi mynd tekin fyrir skömmu í borginni Jackson. verður á svæðinu eitt allsherjar- stöðuvatn sem verður um 100 kílómetrar á lengd og 30—40 km á breidd. Samgöngur eru lamaðar á flóðasvæðinu. Allir þjóðvegir og járnbrautir niður að landa- mærum Bandaríkjanna eru undir vatni. Hqrinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna ástandsins og borist hefur tilboð um aðstoð frá nágrannafylkjum. Trudeau forsætisráðherra flaug yfir svæðið í gær til að kynna sér ástandið. Ástandið í Nýja íslandi er öllu betra en fyrir sunnan borgina. Þar er engin hætta á ferðum, en akrar og engi eru þó öll blaut.“ 28. apríl 1876 — Viktoría Bretadrottning verður keisaradrottning af Indlandi 1789 — Uppreisnin á „Bounty": Bligh kapteinn og 18 sjóliðar settir um borð í bát á Suður-Kyrrahafi. 1655 — Enskur floti eyðir sjóræn- ingja flota beysins í Túnis og leysir fanga úr haldi í Algeirsborg = Fjöldamorð á mótmælendum í Vaudiois í Savoy. 1521 — Karl keisari V afhenti Ferdinand erkihertoga bróður sín- um eignir Habsborgara í Austur- ríki til eignar. 1503 — Spánverjar eyða frönskum flota við Cerignola, Sikiley. Afmæli. Otto, rómverskur keisari (32—69) = James Monroe, banda- rískur forseti (1758—1831) = Antonio de Oliveira Salazar, portúgalskur einræðisherra (1889 — 1971) = Kenneth Kaunda. forseti Zambíu (1924 — ). Andlát. Mikhail Kutuzov, her- maður, 1813 = Fuad I, konungur Egypta, 1936. Innlent. Bæjarbardagi (fyrsta stórorusta Sturlungaaldar) 1237 = Tugthúsið gert að embættisstað stiftamtmanns 1817 = d. Snorri digri 1301 = Sveinn Danakonungur Úlfsson 1076 = Ormur Bjarnason 1250 = Struense líflátinn 1772 = Grein Jóns Ólafssonar um „lands-- höfðingjahneykslið" 1873 „Heimdal" kemur til gæslustarfa 1895 = Stofnuð „Breiðfylking" 1937 = Sex vikna verkfalli lýkur 1955 = Bretar tilkynna að herskip verði send aftur á íslandsmið 1960. Orð dagsins. Heimskingi hlýtur öðru hverju að hafa rétt fyrir sér — William Cowper, enskt skáld (1731 - 1800).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.