Morgunblaðið - 28.04.1979, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
IIORNAFLOKKUR KÓPAVOGS ætlar að skemmta bæjarbúum á sunnudaginn klukkan 3, við
Kópavogshælið. — Hornaflokkurinn var stofnaður af stjórnandanum, Birni Guðjónssyni, fyrir þremur
árum. Gengu þá í hornaflokkinn gamlir nemendur Björns úr Skólahljómsveit Kópavogs. Hafa sumir
þessara músikanta leikið á hljóðfæri sín allt frá 10 ára aldri. Þetta efnilega hljómsveitarfólk er á aldrinum
15—25 ára og eins sjá má er jafnvægi á milli kynjanna í Hornaflokknum hjá Birni. Þessi mynd var tekin á
æfingu fyrir nokkrum kvöldum og er fremstur á myndinni stjórnandinn, Björn Guðjónsson.
Frá lögreglunni:
Auglýst eftir vitn-
um að ákeyrslum
RANNSÓKNADEILD
lögreglunnar hefur beðið Mbl. að
auglýsa eftir vitnum að eftir-
töldum ákeyrslum. Þeir, sem geta
veitt upplýsingar um það hverjir
valdið hafa þessum tjónum, eru
beðnir að snúa sér til
lögreglunnar hið fyrsta:
Laugardagurinn 14. apríl
Ekið á bifreiðarnar R-33258 og
R-49654 á Njálsgötu móts við
Barónsstíg. Tjónvaldur var
amerísk bifreið og eru þrír stafir í
skráningarnúmerinu R-395. . ..
Skemmd á bifreiðinni R-49654 er
að öll vinstri hlið er skemmd, en
fyrrgreinda bifreiðin mun vera
óskemmd. Bifreiðin R-395 . . . er
bláleit Chevrolet-bifreið.
Þriðjudaginn 24. apríl.
Ekið á bifreiðina R-9840, þar
sem bifreiðin var við Barónsstíg 13
á móts við innkeyrslu að Lands-
bankanum á Laugavegi 77. Vinstri
hurð skemmd. Kom á bifreiðina
frá kl. 22.45 til 00.30.
Fimmtudaginn 36. apríl
Ekið á bifreiðina R-59453 á
Bjargarstíg, báðar hurðir á hægri
hlið skemmdar og einnig framaur-
bretti. Fólk varð vart við hávaða í
götunni um kl. 04.00 til 05.00 um
nóttina.
Föstudaginn 27. apríl.
Ekið á bifreiðina G-11449 þar
sem bifreiðin var við hús nr. 45 við
Sólheima eða við Glaðheima 14.
Varð á tímabilinu frá kl. 21.10 til
23.00. Skemmt vélarlok, vinstra
framaurbretti, grill og stefnuljós-
ker. Greina mátti gula málningu á
lista sem er á vélarloki.
Síðustu forvöð fyrir
stjórnvöld að rétta
hlut ríkisútvarpsins
Símamenn hvetja til
þess að samkomulag-
ið verði
ÚTVARPSRÁÐ samþykkti eftir-
farandi ályktun á fundi í gær:
„Á þessu ári eru 50 ár liðin síðan
útvarpsráð hélt sinn fyrsta fund.
Á þeim tímamótum blasir við
ráðinu einhver mesta fjárhags-
kreppa sem það hefur átt við að
stríða. Orsakir fjárhagskreppu
stofnunarinnar eru einkum tvær:
A: Ríkið hefur, haldið eftir 836
milljónum króna af tollatekjum af
innfluttum sjónvarpstækjum 1978.
í hlut Ríkisútvarpsins koma að-
eins 340 m.kr. af 1176 m.kr.
tollatekjum síðasta árs. Þessi
tekjuskerðing hindrar nauðsynleg-
ar endurbætur á tækjakosti og
stöðvar uppbyggingu dreifikerfis á
viðkvæmu stigi, þegar m.a. herzlu-
mun vatnar á að sjónvarp nái til
allra landsmanna.
B. Skerðing tekna af afnotagjöld-
um bitnar verst á dagskrárfé.
Stjórnvöld leyfðu aðeins 15—17%
hækkun afnotagjalds á fyrri hluta
þessa árs. Á sama tíma hækkaði
nær öll opinber þjónusta í landinu
margfalt meira eða í samræmi við
almennar verðlagshækkanir.
Áskriftarverð dagblaða, sem oft
hefur verið haft til viðmiðunar,
hefur siðan í sept. hækkað um
50%. Á s.l. tíu árum hefur hlutfall-
ið milli ríkisfjölmiðlanna og
dagblaðanna gjörbreyst:
Ársáskrift af dagblaði 1969 1.845
kr. 1979 36.000 kr.
Ársafnotagjald af útv. og sjónv.
1969 3.300 kr. 1979 36.200 kr.
Ef sama hlutfall ætti að haldast
þá hefði afnotagjald af ríkisfjöl-
miðlunum báðum átt að vera
64.000 kr., eða lítið eitt ódýrara en
tvö dagblöð.
Ljóst er að Ríkisútvarpið hefur
átt í vök að verjast meðan dag-
blöðin nær ótakmarkað fá heimild
til að hækka þjónustu sína.
Enn má benda á, að á sama tíma
og fjárhagur Ríkisútvarpsins er
þrengdur svo, að horfast verður í
augu við stórfelldan niðurskurð
dagskrár óg m.a. er talað um að
stöðva leikritagerð Sjónvarps, hef-
ur beinn styrkur úr ríkissjóði til
rekstrar Þjóðleikhúss hækkað úr
359.1 millj. kr. 1978 í 584.3 millj.
kr. 1979, eða um 62,7%. Mun
Þjóðleikhúsið þó síst of vel haldið.
Það dagskrárfé sem útvarpsráð
hefur nú til ráðstöfunar er tæp-
lega sama krónutala og á sl. ári og
í 35—40% verðbólgu hefur hið
takmarkaða afnotagjald í för með
sér stórfelldan niðurskurð dag-
skrár. Ríkisútvarpið er að sjálf-
sögðu reiðubúið að auka sparnað
og aðhald í rekstri. Útvarpsráð er
fyrir sitt leyti á sínu takmarkaða
— segir i
ályktun
útvarpsráðs
valdsviði tilbúið til að axla slikar
byrðar. En útvarpsráð minnir á
þær miklu kröfur sem gerðar eru
til Ríkisútvarps á tímum örra
framfara á sviði fjölmiðlunar.
Þær kröfur eru gerðar til Ríkis-
útvarpsins, að það stuðli að al-
mennri menningarþróun, flytji
fjölbreytt efni og veiti öllum
landsmönnum alhliða þjónustu, og
auk þess má minna á mikilvægt
hlutverk Ríkisútvarps í almanna-
vörnum. Stofnuninni ber að
standa við fjölþjóðlegar skuld-
bindingar um skipti á dagskrár-
efni. Það þarf að mæta kröfum
almennings um fjölbreytni og
gæði á tímum þegar öll fjölmiðlun
tekur miklum stakkaskiptum og
samkeppni harðnar. Öll dagskrár-
gerð krefst nú orðið mikillar
vinnu, einkum tæknilega og gæða-
kröfur við dagskrárgerð hafa á
síðustu tveim árum leitt til mikilla
fjárútláta. Ógjörningur er að
hverfa aftur til dagskrárvinnu-
bragða síðasta áratugs. Sú fjár-
hagskreppa s^jn nú ríkir býður
heim stöðnun við stofnunina er
sviptir Ríkisútvarpið því að það
gegni sínu menningarhlutverki og
stofnunin verður ósamkepþnisfær
á tímum æ fullkomnari fjarskipta.
Nú er svo komið, að útvarpsráð
verður að gríþa til stórfellds
niðurskurðar. Útvarpsráð lýsir
stjórnvöld ábyrg fyrir þessari
stöðu og bendir á, að nú eru
síðustu forvöð fyrir stjórnvöld, að
leiðrétta hlut Ríkisútvarpsins svo
komist verði hjá niðurskurði.
Óbreytt ástand leiðir til þess að á
næstu vikum koma til fram-
kvæmda eftirtaldar niðurskurðar-
aðgerðir:
1. Sjónvarpsdagskrá hverrar viku
verði stytt verulega. Niðurskurðin-
um verði jafnað á erlent og innlent
efni, skemmtiþætti, fræðsluefni,
íþróttaefni og fréttatengda þætti.
Leitast verður við að draga ekki úr
flutningi barnaefnis.
2. Sumarlokun sjónvarpsins verð-
ur lengd úr 4 vikum í 5 vikur til
samræmis við orlofstíma flestra
starfsmanna.
3. Takmörkuö verði gerð íslenskra
leikrita í sjónvarpi á þessu ári
miðað við fyrri viljayfirlýsingu
útvarpsráðs, enda þótt sú ráðstöf-
un brjóti í bága við vilyrði, sem
stofnunin hefur gefið leikurum og
leikritahöfundum og hindri stofn-
unina í að standa við skuldbind-
ingar gagnvart öðrum þjóðum.
4. Stórlega verður aukinn hlutur
endurtekins efnis hjá hljóðvarpi.
5. Þættir í hljóðvarpi, sem verið
hafa mjög dýrir í vinnslu, verði
felldir niður og dregið verulega úr
leikritaflutningi.
6. í innlendri dagskrárgerð sitji í
fyrirrúmi gerð ódýrs efnis en
öllum dýrari verkefnum frestað.
7. Frestað verði öllum áformum
um að hefja næturútvarp eða
áætlunum um að senda út aðra
dagskrá. Fjölbreyttar hugmyndir
um nýjungar í dagskrárgerð, sem
ræddar hafa verið í útvarpsráði,
koma ekki til framkvæmda að
sinni.
Útvarpsráð mun beita sér fyrir
því, að gerð verði úttekt á kostnað-
arhlið dagskrárgerðar stofnunar-
innar og mun á þeim grundvelli
marka nýja dagskrárstefnu, sem
óhjákvæmilega mun leiða til
sparnaðar, en jafnframt draga úr
fjölbreytni dagskrár ríkisfjölmiðl-
anna. Núverandi útvarpsráð
harmar að það skuli hindrað í að
uppfylla þær kröfur sem lands-
menn gera til stofnunarinnar, en
vísar öllum kvörtunum til þeirra
ráðamanna er ekki hafa skilning á
menningarhlutverki ríkisfjölmiðl-
anna.“
MBL. hefur borizt eftirfarandi:
„Félag íslenzkra símamanna
hélt almennan fund 26. apríl 1979
um samkomulag BSRB og fjár-
málaráðherra frá 23. mars s.l.
Fundinn sóttu rúmlega 80 fé-
lagsmenn og í fundarlok var eftir-
frandi ályktun samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum gegn
tveimur.
„Almennur fundur í Félagi ís-
lenzkra símamanna, haldinn 26.
apríl 1979, hvetur til samstöðu um
að hafna samkomulagi BSRB og
fjármálaráðherra um niðurfell-
ingu 3% kauphækkunar gegn
„Ég er mjög undrandi á þessum
ummælum útvarpsráðs, því það
er eins og menn vilji ekki vita af
því, sem þeir þó eiga að vita, að
það á að koma hækkun á alla
taxta ríkisútvarpsins síðar á
árinu. Allir þessir útreikningar
útvarpsráðs byggjast hins vegar
á óbreyttum tekjum. Ég skil ekki
vinnubrögð af þessu tagi,“ sagði
Ragnar Arnalds menntamálaráð-
herra, er Mbl. sneri sér til hans í
gær í tilefni af ályktun útvarps-
ráðs.
„Sjónvarpið fær 17% hækkun á
afnotagjöldin og hefur verið til-
fellt
breytingu á lögum um kjarasamn-
inga opinberra starfsmanna.
Fundurinn ítrekar jafnframt
fyrri kröfur F.Í.S. um fullan samn-
ingsrétt félaginu til handa."
Tónleikar í
Stykkishólmi
Stykkishólmi, 27. april.
ENSKI píanóleikarinn Richard
Deering leikur í félagsheimilinu í
Stykkishólmi á mánudagskvöld.
Fréttaritari.
kynnt um 20% hækkun á síðari
hluta ársins," sagði Ragnar. „Og
þótt ekki fáist þá nema önnur
17%, þá er samanlögð hækkun
afnotagjalda sjónvarps á árinu þar
með rúmlega 36%, sem er rúmlega
það, sem verðbólgan er talin verða
á árinu.
Útvarpið fær 15% hækkun af-
notagjalda og rætt hefur verið um
15—20% hækkun síðar á árinu. En
fáist ekki nema önnur 15% þá,
hækka afnotagjöld útvarpsins
samt um 32% á árinu, sem er rétt
við verðbólgustigið.
Auglýsingataxti útvarpsins
hækkaði nýlega um 35% og það er
gert ráð fyrir enn frekari hækkun
síðar á árinu. Hjá sjónvarpinu
hækkaði auglýsingataxtinn 1. nóv-
ember sl. um 35% og við höfum
boðið þeim upp á frekari hækkun í
vetur, en þeir hafa kosið að bíða
með hana. Væntanlega hækka
auglýsingar í sjónvarpi þá í haust.
Þegar þetta er haft í huga og svo
það að útvarpið kom út á árinu
1978 með hagnað, þótt ekki væri
hann mikill, þá get ég ekki séð að
það geti verið rétt að tala um
fjársvelti. Skýringin á þessu hlýt-
ur að vera sú, að það er rangt
reiknað.
Hitt er svo aftur annað mál að
ríkisútvarpið hefur fengið minni
hlut af tolltekjum af innflutningi
sjónvarpstækja til sinna fram-
kvæmda. Og ég tel framlag ríkis-
sjóðs til framkvæmda útvarpsins
of lítið. En væntanlega verða
gerðar ráðstafanir til að ríkisút-
varpið geti staðið við sína fram-
kvæmdaáætlun og hef ég í því
sambandi kannað með útvegun
láns til þess," sagði Ragnar Arn-
alds.
EBE sendir
Noregi hótun
Ósló, 27. apríl. Reuter.
EMBÆTTISMENN í Ósló
vörðu í dag þá ákvörðun
norsku ríkisstjórnarinnar að
takmarka fiskveiðar við
Norður-Noreg og sögðu að
þetta væri bráðnauðsynieg
bráðabirgðaráðstöfun tii þess
ætluð að vernda ókynþroska
þorsk.
Áður hafði fjárlagafulltrúi
Efnahagsbandalagsins,
Christopher Tugendhat, sagt á
Evrópuþinginu í Strassborg að
bandalagið mundi taka til at-
hugunar þann möguleika að
grípa til refsiaðgerða ef tak-
mörkunum yrði ekki aflétt eða
ef fullnægjandi skýring fengist
ekki.
Norðmennirnir neituðu því að
bannið næði til þriggja fjórðu
lögsögu þeirra norðan 62.
breiddargráðu og sögðu að það
tæki aðeins til lítils svæðis við
Nord Kap.
Ráðstafanirnar eru gerðar
þar sem sjórinn er mjög kaldur.
Hefur ókynþroska þorskur
neyðzt til þess í fyrsta skipti
síðan 1958 að yfirgefa Aust-
ur-Barentshaf þar sem hann
hefur venjulega haldið sig.
Rússar hafa einnig mótmælt og
farið fram á að þessum tak-
mörkunum verði aflétt.
Skil ekki svona
vinnubrögð
— segir Ragnar Amalds menntamálaráðherra