Morgunblaðið - 28.04.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979
27
Frumvarp um aðstoð við þroskahefta:
Miðar að jafnrétti þeirra
við aðra þjóðfélagsþegna
Magnús H. Magnússon,
heilbrigðisráðherra, mælti
í gær fyrir frv. til laga um
aðstoð við þroskahefta.
Frumvarpið er samið af
nefnd, sem fv. heillHgðis-
ráðherra, Matthías Bjarna-
son, skipaði í marzmánuði
1978. Nefndina skipuðu:
Ingimar Sigurðsson, deild-
arstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu, Jón S. Olafsson,
skrifstofustjóri í félags-
málaráðuneytinu, Agúst
Fjeldsted, hrl., og Jón S.
Adolfsson skrifstofustjóri.
Frumvarpið er í 6 köflum: 1)
Markmið og stjórn, 2) Tilkynning-
arskylda, 3) Greiningarstöð ríkis-
ins, 4) Þjónusta og stofnanir, 5)
Rekstur og kostnaður og 6) Ymis
ákvæði. Frumvarpinu fylgir ítar-
leg og vel unnin greinargerð og
fjölmörg fylgigögn. Helztu nýmæli
í frumvarpinu eru þessi.
• 1. Ákvæði, 1. greinar, þar sem
kveðið er á um að þroska-
heftum skuli tryggt jafn-
rétti við aðra þjóðfélags-
þegna er í sjálfu sér ekki
nýmæli, þar sem líta verður
svo á að mannréttindi, þar
með talið jafnrétti, séu einn
af hornsteinum stjórnar-
skrárinnar. Hvað snertir
þroskahefta sérstaklega er
um nýmæli að ræða.
• 2. Með ákvæðum 2. greinar er
lagt til orðið „þroskaheftur"
Tvenn lög:
Laun í veik-
indaforföll-
um—lán til
dagvistun-
arstofnana
Tvenn lög vóru samþykkt á
Alþingi í gær:
• 1) Frumvarp til laga flutt af
Jóhönnu Sigurðardóttur (A) og
fl. þess efnis, að Húsnæðismála-
stjórn megi veita lán til bygg-
ingar dagvistunarstofnana í
eigu sveitarfélaga, launþcga-
samtaka og annarra félags-
legra aðila, sbr. 3. gr. laga nr.
112/1976. Ráðherra setur
reglugerð um framkvæmd.
• 2) Frumvarp til laga um rétt
verkafólks til uppsagnarfrests
frá stöfum og til launa vegna
sjúkdóms- og slysaforfalla. Hin
nýju lög fela í sér ákvæði um
rétt verkafólks til mánaðar
uppsagnarfrests, eins og var í
eldri lögum, en nú nægir cins
árs starf f sömu atvinnugrein
til að tryggja þennan rétt, sem
áður var bundinn við eins árs
starf hjá sama vinnuveitanda.
Þá er í lögunum ákvæði um rétt
tii greiðslu dagvinnulauna f
allt að 3 mánuði, ef veikinda-
forföll stafa af atvinnu-
sjúkdóm, sem rekja má
ótvírætt til þeirrar vinnu, sem
viðkomandi stundar, eða til
vinnuslyss. Ilér er um verulega
lengingu að ræða frá fyrri
'lögum (4 vikur).
sé skilgreint, en slíkt hefur
ekki verið gert í lögum áður.
• 3. í 3. grein frumvarpsins er
kveðið á um yfirstjórn mál-
efna þroskaheftra og um
skýra verkaskiptingi milli
þeirra þriggja ráðuneyta,
sem með þessi málefni fara
og samvinnu þeirra innan
sérstakrar stjórnarnefndar.
• 4. í 4. gr. frumvarpsins er
landinu skipt niður í átta
starfssvæði, að því er mál-
efni þroskaheftra varðar.
Þar er gert ráð fyrir sér-
stökum svæðisstjórnum,
sem er ætlað það hlutverk
að fara með þessi málefni í
héraði og sr þannig ætlunin
að færa frumkvæði þessara
mála sem mest yfir í héruð-
in og jafnframt að þar fari
fram sem fjölþættust þjón-
usta.
• 5. Með 2. kafla þessa frum-
varps sem fjallar um til-
kynningarskyldu, er lagt til
að iögfest verði viss tilkynn-
ingarskylda, þannig að þeim
aðilum, sem annast mæðra-
skoðanir, heilsufarsskoðan-
ir og því um líkt, sé gert
skylt að fylgjast vel með
andlegu og líkamlegu at-
gervi þeirra, sem þeir skoða
og tilkynna foreldrum og
svæðisstjórnum eftir því um
hvaða skoðun er að ræða,
um grun um þroskaheftingu
o.s.frv.
• 6. 1 3. kafla þessa frumvarps
er lagt til að sett verði á fót
sérstök aðalgreiningarstöð,
greiningarstöð ríkisins, og
er henni fyrst og fremst
ætlað að annast rannsóknir
á greiningu á þroskaheftum
ásamt öðrum störfum. Gert
er ráð fyrir að við þessa stöð
starfi sérmenntað starfsfólk
og að sérstakur forstöðu-
maður starfi þar sérmennt-
aður í uppeldi og umönnun
þroskaheftra.
• 7. í 11. gr. eru ákvæði þess
efnis að búa skuli þannig að
almennum stofnunum, að
þeim sé kleift að annast
þjónustu við þroskahefta.
• 8. í 12. gr. er kveðið á um þær
stofnanir, sem skuli vera
fyrir þroskahefta í landinu.
Reynt er að aðgreina slíkar
stofnanir með hliðsjón af
hlutverki þeirra.
• 9. I 13. gr. eru ákvæði um
umsóknir, um þjónustu og
vistun á stofnunum. Þar er
kveðið á um aðra skipan
mála heldur en í dag og
Kjartan Ólafsson:
Leiðrétting
Kjartan Ólafsson (Abl.) hefur
beðið fyrir leiðréttingu á þingfrétt
Mbl. þess efnis, að hann hafi getið
um fjarveru formanns og varafor-
manns fjárhagsnefndar neðri
deildar Alþingis til skýringar á
því, hvers vegna hann kæmi fram
sem talsmaður nefndarinnar. Hins
vegar hafi hann í engu látið að því
liggja, að fjarvera þeirra væri
orsök að því, hver dráttur væri
orðinn á afgreiðslu lánsfjár-
áætlunarinnar, sem til meðferðar
er hjá nefndinni eins og hafi mátt
skilja af fréttafrásögn blaðsins.
Þessari leiðréttingu er hér með
komið á framfæri.
Stjórnarfrumvarp med
hertum eftirlitsreglum
Vorblær í þingsölum
Fáar vikur lifa eftir þingtím-
ans, þótt mörg mál og stór séu
óafgreidd, þar á meðal lánsfjár-
áætlun 1979 og vegaáætlun.
Samt er vor í lofti í þingsölum
ekki sfður en utan dyra. Hér
sjást fjórir þingmenn Sjálf-
stæðisflokks léttir á brún þrátt
fyrir annríkið: Matthías
Bjarnason, fv. sjávarútvegsráð-
herra. Þorv. Garðar Kristjáns-
son forseti efri deildar, Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins og Eggert
Haukdal. 1. þ.m. Sunnlendinga.
Skipan gjaldeyris- og viðskiptamála:
vísast um það nánar til
athugasemda við 13. gr.
• 10. í 14. gr. frumvarpsins eru
sérstök ákvæði, sem tryggja
eiga það, að þeir aðilar, sem
ekki njóta kennslu eða
þjálfunar utan heimilis, fái
slíka ókeypis kennslu og
þjálfun, sem metin yrði við
þeirra hæfi. Hér er um að
ræða ákveði til þess að
tryggja það, að þroskaheft-
ir, sem einhverra hluta
vegna njóta ekki þeirrar
almennu þjónustu, sem fyr-
ir hendi er samkvæmt lög-
um, verði ekki útundan.
• 11. í 15. gr. eru ákvæði um að
framfærendur þroskahefts
einstaklings, sem eingöngu
dvelur í heimahúsum og
þarfnast umönnunar eða
gæslu, að dómi svæðis-
stjórnar, að höfðu samráði
við greiningarstöð ríkisins,
eigi rétt á aðstoð. Gert er
ráð fyrir að viðkomandi
Matthías Bjarnason
sveitarfélög sjái um að þessi
aðstoð verði veitt, en kostn-
aður við aðstoðina verði
greiddur úr ríkissjóði, sbr.
17. gr. 4. málsgr. Ennfremur
Magnús H. Magnússon
er gert ráð fyrir því að kjósi
framfærendur það sjálfir og
séu þeir taldir til þess hæf-
ir, sé heimilt að veita aðstoð
með peningagreiðslu.
Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra, mælti í gær fyrir stjórn-
málafrumvarpi um skipan gjald-
eyris- og viðskiptamála.
Aðalefnisþættir frumvarpsins
eru þessir.
1) I 1., 2. og 3. gr. er fjallað um
stefnumótun, verkaskiptingu,
vöru- og tollameðferð o.fl.
2) I 4. gr. er fjallað um skila-
skyldu gjaldeyris, innlenda gjald-
eyrisreikninga og fl. í því
sambandi.
3) í 5. gr. er fjallað um þátt
gjaldeyrisviðskiptabanka og
skyldur þeirra, m.a. við
gj aldeyrisef tirlitið.
4) í 6. til 11. gr. er fjallað um
ýmis störf, sem gjaldeyriseftirlitið
hefur með höndum, svo og ýmis
verkefni og heimildir Seðlabanka
við skipan þessara mála.
5) I 12. gr. er fjallað almennt
um erlendar lántökur.
6) í 13. gr. er fjallað um
útflutningsleyfi.
7) I 14. — 19. gr. er fjallað um
önnur ákvæði og viðurlög, þ.á m.
leyfisgjöld, heimild gjaldeyris-
eftirlits til að stöðva tímabundið
gjaldeyrissölu o.fl.
Aðalstefnulýsing frumvarpsins,
í 1. gr., er, að vöruinnflutningur sé
ekki háður leyfum, nema í undan-
tekningartilfellum skv. reglum,
sem ráðuneytið kann að setja, eins
og það er orðað í greinargerð. Gert
er ráð fyrir því í 2. mgr. að aðrar
yfirfærslur en vegna vara, þ.e.
vegna fjármagnsflutninga og
þjónustugreiðslna, verði háðar
reglum, sem ráðuneytið setur.
I 2. gr. eru ákv. um breytingu á
gildandi fyrirkomulagi um
framkv. laganna. Þar er gert ráð
fyrir því að viðskiptaráðuneytið
fari með úthlutun leyfa að svo
miklu leyti, sem vöruinnflutningur
er háður þeim. Sama gildir um
útgáfu annarra gjaldeyrisleyfa,
s.s. vegna þjónustugreiðslna eða
fjármagnsflutninga. Seðlabanki
skal verða til ráðuneytis um fram-
kvæmd og heimildarákvæði er um
að fela megi gjaldeyrisbönkum
framkvæmd úthlutunar.
Ekki er gert ráð fyrir verulegum
breytingum á reglum, er varða
tollaafgreiðslu.
Mikilvæg ákvæði eru hins vegar
um skilagreiðslu gjaldeyris, sem
fela í sér breytingar frá gildandi
lögum, m.a. með því að gera
greinarmun á sölu- og skilaskyldu
gjaldeyris. Ennfremur eru ákvæði
sem lögfesta reglugerðarheimildir
um tilvist innlendra gjaldeyris-
reikninga. Ekki er gert ráð fyrir
fjölgun gjaldeyrisbanka (sem nú
eru 2). Fastar er að orði kveðið í 5.
gr. um upplýsingaskyldu gjald-
eyrisviðskiptabanka, svo og skyld-
ur þeirra við gjaldeyriseftirlitið,
sem fær allvíðtækar heimildir í
starfi sínu, sbr. 6. gr. Vakin er
sérstök athygli á 4, mgr. hennar
um gagnkvæma upplýsingaskyldu
opinberra aðila, þ.á m. skatt-,
verðlags-, tollyfirvalda og gjald-
eyriseftirlitsins. Ýmis önnur
aðhaldsákvæði er að finna í frum-
varpinu.