Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 t GYÐA SVEINSDÓTTIR KENNETT lést aö kvöldi 26. apríl í Bormouth, Englandi. Ragnheióur, Unnur og Nanna Sveinadœtur. t Dóttír mín, SIGRÚN HUGHES, fsedd Ólafsdóttir, varö bráökvödd aö heimili sínu í St. Petersburg, Florida 25. apríl 1979. Þóra Sigurjónsdóttir. Móöir okkar, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, frá Stykkishólmi, andaðist á Landspítalanum 26. apríl. Útförin auglýst síöar. Hilmar Gestsson, Ólafur Gestsson, Gyóa Gestsdóttir, Vióar Geatsson, Erla Gestsdóttir. Faöir okkar, ÓLAFUR JÓN ÓLAFSSON, Dvalarheimilinu Ásbyrgi, Hveragerói, er látinn. Fyrir hönd vandamanna. Kjartan Ólafsson, Sigurjón N. Ólafsson, Sigmar Ólafsson. t Móöursystir mín, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, lézt 15. þ.m. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey eftir ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö. Fanný Asgeirsdóttir. + Útför frænku okkar, STEINUNNAR P. SIGURÐARDÓTTUR, Mévahlíó 34, veröur gerð frá Dómkirkjunni mánudag 30. apríl kl. 1.30. Fyrir hönd systrabarna og fjölskyldna þeirra. Valgeróur Helgadóttír, Magnús G. Jónsson. Alúöar þakkir sendi ég öllum sem vottuöu mér samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför GUÐMUNDAR OTTA ÓLAFSSONAR, Skagabraut 36, Akranesi, Sérstakar þakkir færi ég læknum og hjúkrunarliöi á deild B á Sjúkrahúsi Akraness. Guö blessi ykkur öll. . « Mana Gubjónsdóttir. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar okkar og bróöur, ÞORBERGS BÖDVARS ÁSGRÍMSSONAR, Klébergi 11. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á A—7 Borgarspítalanum sem annaöist hann í hans erfiöu veikindum, starfsfólki Meitilsins h.f., Þorlákshöfn þökkum viö vinsemd og stórmyndarlega minningargjör. Ingibjörg Guómundadóttir, Ásgrímur Guómundsson. Guðmundur Ásgrímsson, Sveínbjörn Ásgrímsson, Bjarni Ásgrímsson. + Hugheilar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, fósturfööur, tengdafööur og afa, SÉRA GARDARS ÞORSTEINSSONAR, Sveinbjörg Helgadóttir, Bergur Hjartaraon Aðalbjörg Garöarsdóttir, Áslaug Siguröardóttir, Þorsteinn Garöarsson, Ásthildur Flygenring, Friörík Garðarsson, Hjörvar Sævaldsson, Hrafnhildur Kristinsdóttir, og barnabörn. Minning: Óskar Þórðarson hreppstjóri, Firði Fæddur: 10. mars 1910. Dáinn: 19. aprfl 1979. Mfnir rinir fara fjiild. Feicðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir kannske f kvöld, með klofinn hjalm og rofinn skjöld. Brynju slitna. Sundrað sverð og synda- líjöld. H.J. „En að vinirnir skuli vera dán- ir,“ spurði einn af frægustu kon- ungum heims í undrun og harmi fyrir 3000 árum. Það er langt á milli mín og hans. En samt er spurnin sú sama, sorgin eins og æskuminningarnar jafn bjartar. Við munum hann öll, einkason- inn á Firði. Hann, sem við horfð- um upp til eins og kóngssonarins í ævintýrinu. Hans, sem okkur fannst geta fengið allar óskir uppfylltar, um leið og þær fæddust. En hann átti bara ekki svo margar óskir aðrar en að njóta hvers dags, með sem rólegustum hætti. En samt þann- ig, að kraftur hans og kraftar hefði valdið yfir umhverfinu. Ekki sízt á sjónum, við vél eða segl. Sérstaklega vélina, sem hann virt- ist geta látið leika við sig að vild, hvort sem sundin glitruðu í sól, eins og skuggsjá himinsins eða „Flóinn" ólmaðist í glímu við æsta storma. Og vissulega gat hann látið fleira leika við sig en vélina, bátinn, storminn og öldurnar. Hann hafði eitthvert sérstakt vald án orða, sem allir virtust vilja lúta alveg sjálfkrafa. Einhver innri ró, sem birtist bezt í fyndni og brosum að öllu skoplegu og hann sá alltaf broslegu hliðina á öllu og í öllu — þessi ró var svo algjör og sjálfstraust hans, að honum varð allt auðvelt, sem hann annars ætlaði. En það var ekki margt. Hann var hvorki marglátur né framagjarn. Fannst margt einskisvirði sem aðrir töldu gull og heillir. Og honum fyrirgafst allt, eins þótt hann væri ekki alltaf tillits- samur við okkur, sem töldumst vinnulýðurinn í eyjunum við að slá, raka, binda og bera sátur um hleinar og fjörur hátt ofan af ey. Hann Óskar var engum líkur. En það vissu ekki margir. Hann var sannur sonur, og einn síðustu sona sveitarinnar okkar, sem er nú í eyði. Og ég veit að síðasta óskin sem hann átti var, að sumarið bæri hann heim. Og sumarið unga, sem allir höfðu svo lengi þráð opnaði augun og sendi nokkra geisla til að signa þennan son, sem var fluttur suður og „hugurinn deyjandi sólina sá og sumar á hlíðarnar runnið". Hvort mun ekki sú hönd, sem hingað leiddi, hafa leitt hann um draumalönd dýrðar, kannske enn þá fegri en eru hér á jörð. Þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. Foreldrar og systir gætu fagn- andi sagt: Hann er kominn. Hann Óskar er líka kominn — heim. Óskar Þórðarson, hreppsstjóri frá Firði í Múlasveit í Barða- strandarsýslu var fæddur 10. mars árið 1910 á Skálmarnesmúla í Múlasveit. Foreldrar hans voru hjónin Bergljót Einarsdóttir frá Firði og Þórður Jónsson frá Vattarnesi, síðar bóndi og hreppstjóri á Firði um marga áratugi. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Firði ásamt systrum sínum fjórum. Og er ein þeirra Ingibjörg dáin á undan. Hinar kveðja hann nú. Hann var snemma bráðger og myndarlegur, mikill vexti og sterkur og dugmikill til þeirra verka, sem hann vildi vinna. En hann virtist vart fæddur bóndi, alls ekki fjármaður mikill. En allt til sjóar lék honum við hendur. Og þar þurfti líka mikils með. Jörðin gjöful, margþætt hlunnindi, en stór, erfið og óteljandi verkefni á degi hverjum. Hann réði samt sínum verkefn- um að mestu og var það oftast bezt. Þarna var eitt stærsta eða stærsta heimili sveitarinnar og heillaríkt heimili sem gat verið svo auðugt á allan hátt þótt ekki væru gullsjóðir geymdir í neinum hand- raða. Gestrisni og rausn var slík, að oft voru miklu fleiri dvalargestir á sumrum en heimilisfólk og samt daggestir, stundum heilar skips- áhafnir í senn, auk starfandi manna einkum á haustin, sem vann að slátrun fyrir flesta bæi í sveitinni. Alltaf var rúm við borð eða í sæng á Firði. Það var líkt og öllum fyndist það sjálfsagt. Og allir velkomnir, hvernig sem á stóð. Vissulega var það húsfreyjan, Bergljót móðir Óskars, sem þar átti stærst hjarta og rausnarhug. En húsbóndinn var líka hógvær, ljúfur og ræðinn við alla. Þessa kosti og hefðir tók Óskar í arf og einnig hans kona, hún Kristín Þorsteinsdóttir frá Litlu-Hlíð á Barðaströnd, sem hefur staðið ótrauð við hlið hans, frá þeirra fyrstu kynnum. Fram til síðustu ára var húsið á Firði áratugum saman bæði gisti- hús, kirkja og danssalur, jöfnum höndum og þótti engum nema sjálfsagt. Og samt var þar alltaf nóg pláss líka til að hlynna að öldruðum og vangefnum og ekki talað um borg- un. Þetta var heimur Óskars mágs míns, heimur okkar glöðu æsku- vona, ástar og framtíðaróska. Og þegar litið er til baka, hefur þá ekki allt gengið vel? Gamla húsið okkar, sem var í allri sinni smæð heil veröld rík af sögum, sælu og sorgum, brosum, tárum, vonum og vonbrigðum, er reyndar aðeins rúst, gamall kjallaragrunnur. Ungu hjónin Óskar og Stína byggðu stórt nýtízkulegt steinhús. Þau eignuðust sex sonu og eina dóttur. Allt efnisfólk. Dóttirin, Bergljót, húsfrú á Patreksfirði. Jens, Einar, Þorsteinn og Kristinn eru búsettir í Grindavík, Þórður í Kópavogi og Brynjólfur í foreldra- húsum. Vissulega hefur allt blómgast vel frá Firði hvert sem börnin berast, blessuð af drottins náð. Síðustu árin átti Óskar og fjöl- skylda hans heima í Grindavík. En samt var haldið heim að Firði er snjóa leysti hvert vor og Stigakinn og Kleifar skörtuðu lambagrasi og blágresi og vogurinn brosti að löngu gleymdu ævintýrum. Æðurin beið kyrrlát á hreiðri í Haney og Geldingsey, ung hönd bóndans og húsfreyjunnar bjó um hreiðrið. Hún Stína hafði lært það svo vel, að hann, húsbóndinn móður og þreyttur gat meira að segja fengið sér blund um hádegið í gróandi grænlaut milli klappanna. í slíkum draumi veit ég og vil ég vita hann hafi sofnað inn í sumarið á Sumardaginn fyrsta við ljóð hreiðurgesta og lag öldunnar við flúð og sker. Við trúðum öll á lífið, upprisu- fögnuð og sigurhrós ljóssins ofar öllum kreddum og játningum. Og nú skulum við enn láta heimana tengjast í söng í suðurstofunni þar sem mamma hans Óskars söng allra mest og bezt, þótt ég reyndi að halda í við hana, Inga sat við orgelið og úti var vor-vor-vor. „Lífið hefur dauðann deytt döpru manna geði. Aftur nú er indæl veitt Edens horfna gleði. Kristur galt hið kraföa verð. Kerúb hefur slfðrað sver“. „Sjáið sigur lífsins”. Vertu sæll, vinur og bróðir. Guð láti engla sína, engla vors og sælu leiða þig heim til horfinna vina. Hann gefi Stínu og öllum þínum gleðina aftur. Kaupmannahöfn, 22. apríl 1979. Árelíus Níelsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Við kærastan mín ráðgerum að gifta okkur á næstunni. En í seinni tíð hefur hún valdið mér áhyggjum með framkomu sinni. í hvert skipti, sem við förum út, daðrar hún við aðra karlmenn, jafnvel bláókunnuga menn. Hvert er yðar álit? Ef efasemdir eru farnar að vakna í hjarta þér, jafnvel á þeim tíma, þegar sagt er, að ástin sé blind, þá ráðlegg eg þér að fara þér hægt og hugsa þig vel um. Það gæti verið að unnusta þín sé aðeins að glettast og að þú takir hlutina of alvarlega. En sé hún að sýna af sér tilhneigingu, sem kynni að vara við og færast í aukana, eftir að þið eruð gift, væri heill ykkar beggja betur borgið, ef þið binduð enda á samband ykkar nú þegar. Við göngum þess ekki dulin, að margur hjónaharm- ur stafaði af því, að efnt var til brúðkaups með kappi, en ekki forsjá. Mörg atriði, sem hyggja þurfti að áður, voru látin eiga sig. Hjónaband á að vera varanlegt samband. Aldrei skyldu menn gifta sig ef vafi leikur á um þætti, sem geta valdið óhamingju eða sálarkvöl síðar meir. Talaðu um þetta í hreinskilni við unnustu þína. Rannsakaðu hjarta þitt og gættu að, hvort þú eigir sök á þessu. Mestu máli skiptir, að þú biðjir Guð að leiða ykkur bæði. Mörg vandamál leysast strax, þegar við snúum okkur með þau til Guðs. Miklu betra er, að þú farir gætilega núna en að þú þurfir að iðrast síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.