Morgunblaðið - 29.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. APRÍL 1979
3
Uppbót á Ofurmennið Fræði fyrir almenning
Ofurmennið í lit
og vísindi fyrir
alla aldursfiokka
TVÆR nýjungar eru í blaðinu í dag: á bls. 30 fer Ofurmennið
(Superman) á kostum í litum og leggur alla síðuna undir sig, og á
bls. 55 hefja Alþýðuvísindi göngu sfna f máli og myndum. Sá
þáttur fjallar á einfaldan og skýran hátt um nátturuleg
fyrirbæri ýmiskonar og vfsindi og tækni og hefur tekist svo
ágætlega að erlendis hafa skólar jafnvel notað hann sem
kennslugagn. Þetta er efni fyrir þá fróðleiksfúsu, unga sem
gamla. — Ofurmennið, Superman, er á hinn bóginn óþarfi að
kynna. Þessi heimsfræga myndasaga hefur nú um hríð verið
daglegur gestur á myndasíðu Morgunblaðsins, og hin nýja
litasfða um afrek hans og ævintýri er því einskonar helgar-
uppbót.
Bæði Ofurmennið og Alþýðuvfsindi er frambúðarefni á
sunnudagssfðum Morgunblaðsins.
Víkingar í baráttu við Valamawn i áralttatalk lalandamótains á dttgunum. Þá
Þurftu beir att ajá á aftir ialandameiataratitlinum. Tekat Þeim att verja
bikarmeistaratitil ainn í leiknum í kvttld?
Úrslitaleikir bikarkeppni HSÍ í kvöld:
Tekst ÍR að sigra
í fyrsta skipti?
í KVÖLD fara fram úrslita-
leikirnir í bikarkeppni Hand-
knattleikssambands íslands.
Klukkan 19 leika Fram og KR
til úrslita f bikarkeppni kvenna
og strax á eftir eða klukkan
20.30 leika Vfkingur og ÍR til
úrslita f bikarkeppni karla.
Leikirnir fara fram í Laugar-
dalshöllinni.
Telja verður Fram líklegri
sigurvegara í kvennaflokki, því
stúlkurnar í Fram eru íslands-
meistarar í handknattleik. I
karlaflokki gæti orðið um hörku
viðureign að ræða. Víkingar eru
núverandi bikarmeistarar og þeir
urðu númer 2 í íslandsmótinu,
sem er nýlokið. Hins vegar eru
ÍR-ingar þekktir baráttumenn, en
þeir leika nú í fyrsta skipti til
úrslita í þessari keppni. Það lið
sem sigrar í leiknum öðlast þátt-
tökurétt í Evrópukeppni bikar-
hafa.
HREINN SIGRAÐI
HREINN Halldórsson KR sigraði í kúluvarpi á háskólamóti í
frjálsum íþróttum, sem fram fram í Des Moines í Iowa í
Bandaríkjunum á föstudaginn. Hreinn varpaði kúlunni 19,89 metra,
sem er allnokkuð frá hans bezta. Hreinn hefur undanfarið dvalið í
Texas við æfingar.
Áherzla nú lögð á kol-
munna, rækju og karfa
SÉRSTÖK fjárveiting, að upphæð 150 milljónir króna, er til
ráðstöfunar í sjávarútvegsráðuneytinu til fiskleitar og tilrauna
með veiðarfæri, vinnslu og veiðar almennt. Þessi fjárveiting er
utan beinna fjárveitinga til Hafrannsóknastofnunar og er þessa
dagana unnið að því að skipuleggja hvernig þessu fé verður varið.
Þegar er þó ljóst að mestum
hluta fjárins verður varið í þrjár
fisktegundir, kolmunna, rækju og
karfa, að því er Morgunblaðið fékk
upplýst í sjávarútvegsráðuneytinu.
Líklegt er að skip verði leigt til
aðstoðar þeim skipum, sem í sum-
ar ætla að gera út.á djúprækju.
Ekki er vitað hvort eingöngu
verður um rækjuleit að ræða fyrir
þessi skip eða leit að nýjum
rækjumiðum.
í sambandi við kolmunna er
áætlað í sumar að gera ýmsar
tilraunir á miðunum úti af Aust-
fjörðum, má þar nefna tilraunir í
sambandi við veiðarfæri, vinnslu
og geymslu. Áætlað er að skuttog-
arinn Hafþór, áður Baldur, verði
mikið við karfaleit og rannsóknir í
sumar, en reiknað er með að skipið
verði ferðbúið á næstu dögum.
Einkum eru uppi hugmyndir um
mjög aukna karfaleit, en það er
stefna stjórnvalda að beina togur-
unum í auknum mæli á karfaveið-
ar.
Costa Del Sol 11. maí — Uppselt
Grikkland 17. maí — 20 dagar
Júgóslavía 3. júní — 3 vikur
Costa Del Sol 1. og 8. júní — 3 vikur
Tryggið ykkur réttu ferðina
áður en allt selst upp.
250 sætaDC 8 -þota
DAGFLUG.
Muniö
Útsýnar-
kvöldið
Hótel Sögu
í kvöld. '
Austurstræti 17,
Símar 26611 — 20100.
Sumarið byrjar
fyrr hjá þeim sem nota
sér hinar hagstœðu
vorferðir Útsýnar, þvi
nú er sumarið komið við
Miðjarðarhafið.