Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 Hátíðahöld á hátíðisdegi verkamanna; Þrír útifund- ir í Reykjavík 1. maí IIÁTÍÐAHÖLD 1. maí-nefndar- innar í Reykjavík verða með hefðbundnu sniði í dag. Safnast verður saman á Hlemmtorgi klukkan 13.30 og gengið þaðan undir kröfum dagsins á Lækjar- torg þar sem útifundur hefst klukkan 14.00. Að göngu og útifundi 1. maí standa Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna í Reykja- vík, stjórn BSRB og Iðnnemasam- band Islands, en í fréttatilkynn- ingu fra nefndinni segir að fram- kvæmdastjórn Farmanna og fiskimannasamhands fslands hafi hafnað þátttöku f hátfðahöldun- um. Ræðumenn á Lækjartorgi verða Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélagsins, Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB, Jón Helgason formaður Einingar á Akureyri og Hafsteinn Eggertsson formaður Iðnnema- sambands Islands. Fundarstjóri verður Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir. Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leika fyrir kröfugöng- unni og á útifundinum þar sem leikararnir Baldvin Halldórsson og Karl Guðmundsson munu einnig lesa kafla úr bókinni Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. „Rauð verkalýðseining" efnir til 1NNLENT göngu frá Hlemmtorgi, þar sem safnast verður saman klukkan 13. Þaðan verður gengið að Miðbæjar- skólanum, þar sem hefst útifundur í lok göngunnar. Ræðumenn verða Valur Valsson sjómaður, Pétur Pétursson þulur, Sólrún Gísla- dóttir námsmaður og Rúnar Sveinbjörnsson rafvirki. Fundar- stjóri verður Vernharður Linnet kennari. Söngvarar úr „Rauðsokkakórnum" skemmta á fundinum. Um klukkan 13 safnast þeir einnig saman á Hlemmi, sem ætla að gang undir merkjum „Samein- ing 1. maí“. Gengið verður að Hótel Vík og efnt til útifundar á Hallærisplaninu, þar sem þeir Pétur Pétursson og Sigurður Jón Ólafsson flytja ræður. Klukkan 16 hefst útifundur „Sameiningar“ í Sigtúni. Þar flytur Edda Atla- dóttir iðnverkamaður ræðu, Elías Davíðsson kerfisfræðingur flytur ávarp, söngsveitin Kjarabót skemmtir og fleira er á dagskrá. Klukkan 20 hefst loks kvöld- skemmtun í Hreyfilshúsinu. í Hafnarfirði hefjast hátíðahöld hátíðisdags verkamanna klukkan 13.30 er safnast verður saman við Fiskiðjuver Bæjarútgerðarinnar. Gengið verður að húsi Bjarna riddara, þar sem verður útifundur. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur fyrir göngunni og á útifundinum, stjórnandi Hans Ploder. Hermann Guðmundsson formaður fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna setur fundinn, ræðumenn verða Björg- vin Sigurðsson frá Stokkseyri, Hallgrímur Kristinsson formaður Hlífar og Albert Kristinsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfj arðarkaupstaðar. Sex ejvézkar herflutninga- vélar á Reykja- víkurflugvelli SEX sovézkar herflutningaflug- vélar lentu á Reykjavíkurflug- velli á sunnudag, en hér hafa þær viðdvöl á leið til Kúbu. Þetta er þriðji hópur slíkra véla, sem millilendir í Reykjavík, en áætlað er að þessar vélar haldi áfram á morgun. Myndina af flugvélunum tók Ól.k.M. í gær. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á fimmtudag: Tæplega 900 fulltrúar hafa rétt tíl fundarsetu LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- ílokksins, sem er æðsta vald í málefnum hans, verður haldinn dagana 3. til 6. mai. Fundurinn verður settur á hátíðarfundi í Háskólabíói fimmtudaginn 3. mai' með ræðu formanns flokks- ins, Geirs Haligrímsonar. Þar syngja einsöng og tvísöng Sigurð- ur Björnsson og Sieglinde Kahman og Matthías Johannes- sen rithöfundur les kafla úr óbirtu ritverki sínu um Ólaf Thors. Þá flytur Gísli Jónsson menntaskólakennari ávarp. Rétt til setu á iandsfundi Sjálfstæðis- fiokksins eiga tæplega 900 manns. verða kjördæmafundir og síðdegis verða nefndafundir til klukkan 16, en þá koma skipulagsmál aftur á dagskrá og verða afgreidd. Meðal tillagnanna i skipulagsmálum eru tillögur um framkvæmdastjórn, fræðslunefnd og útbreiðslunefnd. Þá eru ákveðnar tillögur um breýt- ingar á skipan flokksráðs, tillögur um breytingu á skipan miðstjórn- ar og tillögur um að kjördæmis- samtök verði viðurkennd sem flokkssamtök. Á föstudagskvöld verða nefndafundir. Á laugardag frá klukkan 09 til 12 verða teknar fyrir og ræddar hugmyndir um framtíðarstefnu eða framtíðarsýn Sjálfstæðis- flokksins, „ísland til aldamóta", en eftir hádegi fara fram kosningar til formanns, varaformanns og annarra miðstjórnarmanna. A sama tíma og þær fara fram, verða afgreidd álit starfshópa, en í heild munu starfa 18 starfsnefndir. Á sunnudag verður fundarstörfum haldið áfram og er stefnt að því að fundinum ljúki síðdegis. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins er haldinn annað hvert ár. Seðlabankinn: Kaupmannahöfn: íslendingur særist í átökum ÍSLENZKUR maður liggur mikið slasaður á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn eftir að hafa verið stunginn með hnífi í kviðinn í átökum s.l. föstudagskvöld. Hámarksinnstæðu- binding hækkar í 27% Maðurinn, sem er hálfþrítugur að aldri var ásamt þremur öðr- um íslendingum, tveimur mönn- um og konu á skemmtistað umrætt kvöld. Lenti hópurinn í útistöðum við meðlimi rokk- hljómsveitar og munu hljóm- sveitarmeðlimirnir hafa átt upp- tökin. íslendingarnir yfirgáfu skemmtistaðinn fljótlega eftir atburðinn en rokkhljómsveitin og fylgismenn hennar gerðu þeim fyrirsát fyrir utan skemmtistaðinn, sem er við Nörrevoldgade og réðust að þeim. í átökunum var einn Islendinganna stunginn í kvið- inn með hnífi. Hann var fluttur á sjúkrahús og þar voru gerðar á honum tvær aðgerðir og mun hann vera úr lífshættu að því er læknar telja. Fundinum verður fram haldið klukkan 10 á föstudagsmorgun í Sigtúni við Suðurlandsbraut. Verður þá skipað í starfsnefndir fundarins og Sigurður Hafstein, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðis- flokksins, flytur greinargerð um starfsemi flokksins og skipulags- mál verða tekin fyrir og fylgir Ragnar Kjartansson, formaður skipulagsnefndar, þeim umræðum úr hlaði. I hádeginu á föstudag Snðureyri 30. 4.1979 AÐFARARNÓTT 30. aprfl var flogið hingað fyrsta sjúkraflug að næturlági og í myrkri. Var það um tvöleytið að nokkrir bíleigendur voru beðnir að koma upp á flugvöll og lýsa völlinn upp EFTIRFARANDI tilkynning hef- ur borizt frá Seðlabankanum: I lögum um stjórn efnahagsmála o.fl., sem samþykkt voru á Alþingi snemma í þesum mánuði, var vegna sjúkraflugs í neyðartilfelli. Var það flugvél frá Flugfélaginu Örnum h/f. á ísafirði, flugmaður Hörður Guðmundsson, er kom á Islander-flugvél sinni og gekk lend- ing og flugtak vel. Sjúklingurinn, er læknirinn taldi að þyrfti að komast tafarlaust á sjúkrahús, var þriggja ára drengur er reyndist vera með bráða heilahimnubólgu. Lent var með sjúklinginn á ísa- firði en eftir stutta dvöl þar var flogið til Reykjavíkur og lent þar um fjögur-leytið. Flugvöllurinn á Suðureyri er mikil samgönguæð fyrir Súgfirð- inga og fljúga Vængir h/f. áætlun- arflug hingað þrisvar í viku og flugf. Ernir h/f. koma hingað með póst og farþega frá ísafirði fimm daga vikunnar, þannig að lending- ar á vellinum eru margar. Aðspurður sagði Hörður Guð- mundsson mjög brýnt að bæta skilyrði til lendingar í myrkri til þess að hægt væri að sinna sjúkraflugi hingað að næturlagi. Sagði hann að fyrst þyrfti að fá einhverja lýsíngu á völlinn og einnig væri nauðsynlegt að fá halla-lendingarljós. ákveðið, að innstæðubinding í Seðlabankanum mætti vera hæst 28% af innstæðufé hverrar inn- lánsstofnunar í stað 25%, sem áður var í gildi. í samræmi við þetta hefur Seðlabankinn nú með samþykki ríkisstjórnarinnar, ákveðið að hækka hámarksinn- stæðubindingu úr 25% í 27%, en unz því marki er náð, verður að greiða 30% af innstæðuaukningu á bundinn reikning. Ákvörðun þessi er tekin með hliðsjón af batnandi lausafjár- stöðu innlánsstofnana undanfarna mánuði og meiri aukningu útlána og peningamagns en gert var ráð fyrir í lánsfjáráætlun.#Einnig mun þessi ákvörðun stuðla að því að bæta hlutfallið á milli bundins fjár í Seðlabankanum og endur- keyptra afurðalána, en afurðalán hafa aukizt mun hraðar undanfar- in ár en það fé, sem Seðlabankinn hefur til ráðstöfunar til útlána. Hákarlaveiðar í Vopnafirði Vopnafirði, 30. 4. NOKKRIR Þjóðverjar munu dvelj- ast hér næstu daga við hákarla- veiðar. Er einn þeirra þegar kom- inn hingað, en hinir 4 komu í dag Hafa þeir leigt 11 tonna bát með tveggja manna áhöfn í 12 daga og hyggjast reyna fyrir sér á veiðun- um þegar veður batnar en hingað til hefur ekki gefið á sjóinn. Hér úti fyrir hefur oft verið góð hákarlaveiði, en ekki er víst að svo veðri strax þar sem ísinn er nýfarinn.— Fréttaritari. Davíð Oddsson, borgarfulltrúi: Gef kost á mér í varaformannssætið DAVÍÐ Oddsson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, tjáði Morgunblaðinu í gær, að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í varaformannssæti í Sjáifstæð- isfiokknum, er forysta flokks- ins verður kjörin á landsfund- inum, sem hefst á fimmtudag. Davíð kvaðst líta svo á að framboð sitt styrkti formann flokksins, og jafnframt myndi það yngja forystulið flokksins, sem ekki veitti af. Morgunblaðið bar þessa frétt undir þá Gunnar Thoroddsen og Matthías Bjarnason, en Gunnar hafði þegar ákveðið framboð sitt til varaformanns, en Matthías var óákveðinn, síðast þegar Mbl. ræddi við hann. Gunnar kvað þetta ekki breyta í neinu fyrir- ætlunum sínum. Matthías sagði, að hann hefði enn ekki’ tekið ákvörðun í málinu, en framboð Davíðs breytti engu um fyrir- ætlanir sínar. Sjúkraflug við frum- stæðar aðstæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.