Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 35 var oft gaman að spyrja hana, hvort við ættum kannski að leita uppi spilin. Færðist þá ljómi yfir andlit hennar og hún yngdist á einu augnabliki um 30 ár. Þrátt fyrir mjög slæma sjón og báglegt heilsufar síðustu árin, þá spilaði Margrét „brigde" inni á Hrafnistu hvenær sem heilsan leyfði, allt til síðustu stundar. Veikindasaga Margrétar varð býsna löng og ströng. Fyrir meir en tveim tugum ára hafði vinur hennar, prófessor Snorri Hallgrímsson, forystu um að koma henni til heimsfrægs hjartasér- fræðings í Svíþjóð. Hún var þá svo máttfarin, að það tók 3—4 mánuði að koma henni til þeirrar heilsu, að hægt væri að framkvæma skurðaðgerðina, sem mun hafa byggst á því að nema í burtu kalk og skel, sem myndast hafði við hjartað. Grein um þessa aðgerð birtist í vísindatímaritum, svo sérstæð þótti hún og afrek að hún skyldi heppnast. Margréti var gerð grein fyrir að hún gæti naumast lifað nema 7—10 ár, eftir þessa aðgerð. Hún seiglaðist nú samt á þriðja áratuginn. Upp frá þessu dvaldist Margrét þó býsna oft á sjúkrahúsum og háði þar marga tvísýna baráttu við dauðann. Var hún oft svo máttfarin að engin hugði henni líf. Þegar hún svo tók að hjara við, þrátt fyrir allt, kom þar að ég fór að segja við hana í spaugi að ég hefði aldrei vitað nokkra manneskju lifa af jafnmargar „banalegur". Og tók ég nú að tölusetja þær. Varð þetta til þess, að hún brosti stundum til mín, þegar ég kom í heimsókn og spurði: Númer hvað var þessi.? Margrét andaðist 6. apríl sl. og var jarðsett frá Dómkirkjunni 18. sama mánaðar. Börn Margrétar og Egils voru Árni Þ. loftskeyta- maður, varðstjóri við fjarskipta- þjónustuna í Gufunesi, kvæntur Finnborgu Örnólfsdóttur og eiga þau 3 börn. Ingi Valur, kunnur tannlæknir í Chicago, kvæntur Ólöfu Jónsdóttur. Þeirra börn eru 4. Dvaldist Margrét nokkrum sinn- um hjá þeim ytra sér til mikiilar ánægju. Örnólfur sonur Árna og Finnborgar dvaldist á námsárum sínum hjá afa og ömmu og varð það til gagnkvæmrar ánægju. Litu þau á hann sem fósturson. Hann er kvæntur Helgu Jónsdóttur, leikkonu. Af systkinum Margrétar kynnt- ist ég náið Gróu, eiginkonu Þorsteinns Jónssonar (Þóris Bergssonar) rithöfundar, og tengdamóðir minni, Sesselju, sem gift var Helga Eiríkssyni frá Karlsskála. Þessar þrjár systur voru býsna ólíkar en sérstæðar og eftirminnilegar, hver með sínum hætti. Þegar ég ræddi einslega við Margréti og spurði hana á hvaða tímabili ævinnar hún teldi sig hafa verið hamingjusamasta, þá kom hún skemmtilega á óvart. „Það get ég sagt þér. Það var þegar við bjuggum í Vatnsholti. Það var yndislegt að umgangast dýrin, eignast þau að vinum og finna, hve þakklát þau voru, þegar vel var til þeirra gert. Skepnurnar okkar komu langflestar til mín, þegar ég kallaði til þeirra.“ Þau hjónin hafa því verið mjög samhuga í ást sinni á sveitabúskap. Mér fannst Margrét alltaf stór í sniðum. Hún gat verið stór í sinni kröfugerð til annarra en gerði samtímis fyrst og síðast miklar kröfur til sjálfrar sín. Ósérhlífnari manneskja var naumast til, þegar annríki var mest. Hún gat verið gagnrýnin og býsna óvægin, ef hún taldi þess þörf. Jafnframt var hjartalag hennar af þeirri gerð, að hún mátti ekkert aumt sjá. Hún var bæði kjarkmikil og ótrúlega hörð við sjálfa sig. Margrét var og er í mínum hug býsna stórbrotin kona. Hún var stór í orðræðu sinni og ádeilu, stór í athöfnum, stór í gleði, stór í sorg, stór í höfðingsskap og stór í örlæti. Alltaf stór og aldrei smá. Eins og klippt út úr fornsög- unum. Blessuð sé hennar minning. Guðm. Guðmundarson. In memoriam: Þorbergur Kjartansson Fæddur 26. ágúst 1891. Dáinn 20. apríl 1979. Þorbergur var fæddur 26. ágúst 1891 að Skál á Síðu. Voru foreldrar hans hjónin Kjartan Ólafsson, alþingismanns á Höfðabrekku, Pálssonar og Oddný Runólfsdóttir hreppsstjóra og dbrm. að Holti á Síðu, Jónssonar. Reistu þau Kjart- an bú í Skál og bjuggu þar fyrstu árin. Fluttu þau sig það vestur í Rangárþing og bjuggu um tíma að Velli og þar voru þau jarðskjálfa- árið mikla, er fjöldi bæja hrundi. Eftir það fluttust þau hjónin austur í Mýrdal og andaðist Kjart- an þar aldamótaárið. Varð það til þess að heimilið leystist upp og fluttist ekkjan að Holti á Síðu til foreldra sinna og þar ólst Þorberg- ur upp hjá afa sínum. Þorbergur stundaði nám í Flens- borgarskólanum, en árið 1918 fór hann til Danmerkur þar sem hann gekk í Lýðháskólann í Akskov á Jótlandi um tveggja ára skeið. Þaðan fór Þorbergur svo til Skot- lands þar sem hann stundaði landbúnaðarnám um nokkurn tíma. Er heim kom, starfaði Þorberg- ur að ýmsum verzlunarstörfum, en árið 1922 stofnaði hann ásamt bróður sínum, Runólfi, verzlunina „Parísarbúðin". Sérhæfðu þeir sig í verzlun með kvenfatnað og kven- sokka og nutu þeir bræður vin- sælda viðskiptamanna sinna fyrir vandaðar vörur á þessu sviði. Á tímum hafta og gjaldeyrisskorts var verzlunarrekstur þessi eins og flestra annarra, er verzlun stund- uðu, mjög erfiður, en .Þorbergur var alla ævi sína nægjusamur maður og verzlun þeirra komst yfir alla erfiðleika. Ráku þeir bræður verzlun sína þar til Run- ólfur lést fyrir nokkrum árum, en skömmu eftir lát Runólfs seldi Þorbergur og ekkja Runólfs verzl- unina. Þrátt fyrir kaupmanns- starfið var Þorbergur jafnan mik- ill útilífsmaður og göngugarpur, en þó var það laxveiðin, sem átti hug hans allan. Var áhugi hans á þessari írótt svo mikill að strax þegar fór að líða að jólum fór hann venjulega að hyggja að og hand- fjatla laxveiðiáhöld sín til þess að hafa þau öll í lagi þegar laxveiðin hæfist. Þorbergur var vanafastur Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. MZ MYNDAMOTA Aóiilstra?ti 6 simi 25810 maður og laxveiði sína stundaði hann síðustu áratugina, ætíð í sömu ánni, Brúará í Grímsnesi að svo miklu leyti sem heilsa og þróttur leyfðu. Vegna þessa áhuga síns á laxveiðimálum var Þorberg- ur hinn 24. maí 1969 kjörinn heiðursfélagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fyrir „brautryðjenda- starf að stofnun félagsins og dyggilegt framlag í þágu stanga- veiðiíþróttarinnar". Enda þótt Þorbergur tæki ekki mjög virkan þátt í stjórnmálum, var hann mjög pólitískur maður og fylgdist hann alla tíð mjög vel með í stjórnmálum landsins. Varla hitti ég hann svo að máli, að fyrsta umræðuefni hans snerist ekki um pólitík. Var Þorbergur eindreginn Sjálfstæðismaður og fylgdi hann Sjálfstæðisflokknum að málum eins og bróðir hans Jón Kjartans- son, fyrrverandi sýslumaður í Skaftafellssýslu, alþingismaður og ritstjóri Morgunblaðsins á sinni tíð. Hinn 30. júli 1932 kvæntist Þorbergur systur minni, Guðríði Þórdísi. Bjó hún Þorbergi myndar- legt og gott heimili. Var hjóna- band þeirra mjög farsælt og til fyrirmyndar alla tíð. Eftir að Þorbergur hætti kaupskap studdi Guðríður heimili þeirra með vinnu utan heimilisins, jafnframt því sem hún stundaði mann sinn af mikilli umhyggju og þá sérstak- lega síðustu árin, sem.hann átti við vanheilsu að stríða. Þau Þorbergur og Guðríður eignuðust tvo mannvænlega syni. Annar er Jóhann Gunnar læknir á Grensárdeild Borgarspítalans, en hinn er Kjartan Oddur tannlæknir hér í borg. Þau hjónin létu sér mjög annt um þessa syni sína en reyndar var Þorbergur mjög ætt- rækinn maður, enda stóðu að honum traustar ættir bænda í Skaftafellssýslum. Minnist ég margra ánægjustunda með Þorbergi og hafði hann þá jafnan frá mörgu að segja úr átthögum sínum frá æskuárunum og frá þeim tíma er hann dvaldist sem ungur maður við nám og störf erlendis. Þá hef ég fáum mönnum kynnst á lífsleiðinni, sem mér hafa fundist bera eins af öðrum mönn- um í heiðarleik, snyrtimennsku og hógv’ærð í öllu fari sínu. Eins og áður segir var Þorberg- ur 87 ára að aldri þegar hann lézt. Eigi að síður veldur dauði náins venzlamanns ávallt sorg og trega. Þvi bið ég Guð að styrkja systur mína í sorg hennar. Sigurgeir Sigurjónsson. Píanó m/bekk model 331 Hnota, hæó 93 cm. Verö kr. 970.000- Píanó m/bekk model 913 Hæö 103 cm. Verö kr. 1.320.000- Píanó m/bekk model 115 Hnota, hæö 103 cm. Vprð kr. 873.000 - Píanó m/bekk módel 143 Hnota, hæö 110 cm Verö kr. 915.000- Orgel model 237 Verö kr. 495.000,- Orgel model 37/c Verö kr. 170.000- Orgel model 49-P Verö kr. 240.000- Orgel model 122 m/Skemmtara Verö kr. 857.000-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.