Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 44
AUíifcYSINíiASIMINN EK: 22480 AUÍíLY'SINíiASÍMINN EK: 22480 2H«t0imMeíúí> ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 Sigldu í strand TVEGGJA klukkustunda sáttafund- ur var í gær haldinn milli deiluaðila í farmannadeilunni. Samkvæmt upp- lýsingum Þorsteins Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bands íslands, varð niðurstaða fund- arins, að ekki væri grundvöllur frekari viðræðna og hefur nýr sátta- fundur ekki verið boðaður. Virðast því samningaviðræður aðilanna hafa siglt í strand. POKINN flýtur uppi og í þessu hali voru nokkur tonn af karfa. Fuglinn er þegar mættur í veizluna, en strákarnir bíða klárir í skutrennunni. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari í Vestmannaeyjum brá sér á miðin með skuttogaranum Vestmannaey á dögunum og á blaðsíðu 30 og 31 greinir hann frá ferðinni í máli og myndum. Ljósmynd Sigurgeir. Fornt anker með netunum ÝMSAR skringilegar skepnur koma oft upp með netum báta og torkennilegir hlutir. Á dögunum fengu skipverjar á vélbátnum Páli Helga frá Bolungarvík óvenjuleg- an hlut með netunum þegar þeir voru að draga þau um 5 mílur úti af Deild. Fornt anker kom upp á einum netadrekanum og er sýni- legt að það hefur lengi legið í sjó. Gamlir sjómenn á Bolungarvík minnast þess ekki að hafa áður séð anker með þessari lögun. Uppi voru getgátur um að það kunni ef til vill að vera frá svokallaðri skútuöld. Fýsir menn á Bolungar- vík á fá gripinn aldurgreindan. Fjöldi himbrima drapst í olíubrák Einn skipverjannn á Páli Helgn styftur vift ankerið. sem er um 3 metrar á hæft. (Ljósmynd Gunnar Hallsson). 20% hækkun á póst- og símagjöldum RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sfnum í gærmorgun að heim- iia nokkrum opinberum stofnunum að hækka gjaldskrár sínar. Pósti og síma var heimilað að hækka gjaldskrár sínar um 20%, hitaveitu Reykjavíkur var heimiluð 15% hækkun og Rafmagnsveitu Reykjavíkur var heimilað að hækka heimilistaxta um 9%: Þessar hækkanir eru til viðbótar hækkunum, sem ríkisstjórnin sam- þykkti fyrir nokkrum dögum en þá heimilaði hún 30% hækkun á raf- magni í heildsölu, 10—30% hækkun hjá ýmsum hitaveitum. 25% hækkun á strætisvagnagjöldum, 23% hækk- un á sementi, 52% hækkun á áburði, 7,7% hækkun á taxta dagheimila og 14,3% hækkun á taxta leikskóla. Hækkun á síma tekur gildi 1. maí en hækkun á póstgjöldum tekur gildi 1. júní. Keldusvíni hætt við Helmingur íslenzka himhrimastoínins virðist hafa farist við strendur Bretlands um síðustu áramót er hann lenti í olíubrák. Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofnun (slands upplýsti þetta f samtali við Mbl. sl. laugardag og var hann f gær inntur nánar eftir fréttum af þessum atburði: — Við fengum frétt frá brezka náttúruverndarfélaginu um að fundizt hefðu þá 146 dauðir himbrimar við strendur Shetlands, og munu þeir haf farizt í olíu eftir að tankskipið Bernacia rakst þar á bryggju 30.12. sl. Um 2900 fuglar af um 46 tegundum hafa fundizt og við áætlum að himbrimarnir hljóti að vera héðan þar. sem þeir verpa ekki í Evrópu nema á íslandi. Við höfum af þessu miklar áhyggjur og vildum biðja útrýmingu „Öruggt má telja að keldu- svín er sú fuglategund á Islandi sem stendur næst því að verða útrýmt, sagði Ævar Petersen í samtali við Mbl. Á síðari árum hefur verið ræst fram gífurlega mikið mýr- lendi, sem eru aðalheimkynni keldusvínsins. Ævar sagði að keldusvínið væri það „sérhæfður" fugl að hann lifði helzt ekki í öðrum stöðum en mýrlendi og lautum og væri hann t.d. algengur í Meðallandi. Kvað hann erfitt að segja með vissu um hvernig stofninn stæði, fuglinn færi mjög huldu höfði, en ljóst væri að honum stafaði veruleg hætta af framræslu lands. Himbrimar á sundi á íslenzku f jallavatni. Líósm. Grétar Eiríksson. fólk að hafa í huga í vor hvort það verður vart við að himbrima vanti á varpstaði þeirra nú. Það er erfitt fyrir okkur að fylgjast náið með þessu, en allar líkur benda til þessir fuglar séu komnir héðan. Ævar Petersen kvað Árnþór Garðarsson prófessor hafa annast talningu á himbrima- stofninum og hefði hann áætlað að milli 100 og 300 varppör væru hérlendis og væri því stórt skarð höggvið í stofninn ef 150 fuglar væru nú dauðir, en ekki eru það þó allt varpfuglar. Samkvæmt upplýsingum Guð- jóns B. Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Icelandic Seafood Corporat- ion í Harrisburg í Bandaríkjunum, er söluaukning fyrirtækis hans fyrstu 4 mánuði þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra hátt í 30%. Söluaukning Coldwater fyrstu 3 mánuði þessa árs er 24% eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Guðjón B. Ölafsson sagði í gær, að þetta væri bezta byrjun á ári sem um gæti frá því er Sambandið hóf sölu á frystum fiski í Bandaríkjunum. Hækkunin nemur um 3,7 milljörðum króna miðað við framleiðsluna í fyrra COLDWATER Seafood Corpor- ation, sölufyrirtæki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna f Bandarfkjunum tilkynnti í gær nýtt verð á fisktegundum, sem það hcfur á boðstólum og er hækkun þorskflaka í 5 punda pakkningu 131/2 cent hvert pund eða 10,6%. Hækka flökin úr 145 centum f um 160 cent. Hækkanir eru mismunandi eftir tegundum, en mest munar um þorskflaka- hækkunina. Hækkun á 5 punda pakkningu af steinbítsflökum er þó enn meiri eða 221/2 cent hvert pund eða 14,7%. Aðrar flaka- pakkningar hækka um 6 til 7%. Miðað við framleiðslu síðastliðins árs nemur þessi hækkun hjá Coldwater um 3 þúsund milljón- um króna. Ef hins vegar sölu- verðmæti Icelandic Seafood Corp- oration, dótturfyrirtækis SÍS, er talið með, nemur hækkunin 3,7 milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum Eyjólfs ísfeld Eyjólfssonar, forstjóra Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna, er hækkun á fiskblokkum mun minni og vegur, einnig miklu minna en hækkunin á neytenda- pakkningum, þar sem engin breyt- ing er á verði þorskblokka. Mesta breytingin er á verði steinbíts- blokka, en þær hækka um 15%. Aðrar tegundir fiskblokka hækka yfirleitt um 5 til 7%. Síðast hækkuðu frystar fiskaf- urðir á Bandaríkjamarkaði rétt fyrir jól, nánar tiltekið 19. des- ember. Þá varð hækkun þorskfl- aka um 111/2% þannig að þorskfl- ök hafa frá því í desember hækkað á Bandaríkjamarkaði um 22,3%. Á árinu 1977 seldi Coldwater 45% af öllum þorskflökum, sem seld voru á Bandaríkjamarkaði. 10,6% hækkun á verði þorsk- flaka á Bandaríkjamarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.