Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAI1979 19 Gunnar Helgason, borgarstarfsmaður: Spennuna í húsnæðis- málum þarf að leysa Eitt erfiðasta vandamál í sam- bandi við dýrtíðarmálin hér á landi hefur um árabil verið sá mikli húsnæðiskostnaður, sem fólk hefur þurft að taka á sig, til þess að fá þak yfir höfuðið. Á þetta bæði við um byggingu eigins íbúðar húsnæðis og hárrar leigu, sem flestir hafa þurft að greiða fyrir það leiguhúsnæði, sem í boði hefur verið, en leiguhúsnæði hefur verið af skornum skammti, eins og kunnugt er, sem stafar af mörgum ástæðum m.a. af því, a byggingarkostnaður er orðinn svo mikill, að fáir munu telja það arðvænlegt í dag að byggja hús og leigja, þrátt fyrir háa húsaleigu og flest sveitarfélögin hafa yfirleitt ekki haft fjárhagslegt bolmagn til byggingu leiguíbúða í þeim mæli, sem þurft hefur, sem best kemur fram í því, að flestar íbúðir þær, sem hafa verið byggðar af sveitarfé- lögunum samkvæmt lögunum um byggingu leigu og söluíbúða sveitar- félaganna, hafa verið seldar ein- staklingum. Þessa spennu í húsnæðismálum þarf að leysa, ef auðið er, en það er hægar sagt en gert. Þarna þurfa að koma til samstillt átak ríkis og sveitarfélaga í nánu samstarfi við aðila byggingariðnaðarins, sem búa yfir mestri þekkingu og reynslu á þessu sviði. Ég hefi alltaf haft þá Skoðun, að farsælast fyrir hverja fjölskyldu væri að búa í sínu eigin húsnæði og fólk með lægri tekjur væri skapaðir möguleikar til þess, með lánafyrir- greiðslu, sem það gæti staðið undir. Þetta hefur tekist í sambandi við byggingu verkamannabústaða, að nokkru allt frá byrjun, en 50 ár eru nú liðin í þessum mánuði frá setn- ingu fyrstu laganna um verka- mannabústaði, en með nýrri laga- setningu 1970, var Byggingarsjóður verkamanna stór efldur og frá þeim tíma hafa samtals 568 íbúðir verið fullbyggðar í samtals 21 sveitarfé- lagi. Nú eru samtals 274 íbúðir í verkamannabústöðum í smíðum þar af 216 í Reykjavík, en afgangurinn er í 6 öðrum sveitarfélögum. Smíði verkamannabústaða hefur því stór dregist saman eftir tilkomu laganna um byggingu leigu- og söluíbúða sveitarfélaga, sem stafar að einhverju leyti af erfiðari fjár- hagsstöðu þeirra, en með sölu þeirra íbúða losna sveitarfélögin undan framlagi til þeirra framkvæmda. Samkvæmt núgildandi lögum um byggingu verkamannabústaða, er lánað til bygginga þeirra 80% af byggingarkostnaði, en kaupandi leggur fram 20%. Lánakjör eru þau, að kaupandi fær Byggingarsjóðslán, sem og aðrir húsbyggjendur með lánakjörum þess sjóðs, sem er 9,% vextir og 60% verðtrygging, en afganginn til að ná 80% fær hann lánaðan úr Byggingarsjóði ríkisins til 42. ára með aðeins 2'/i % vöxtum og engri verðtryggingu, þessi hluti er oftast um og yfir helmingi láns- ins, en fer eftir verði íbúðarinnar. Fjár til Byggingarsjóðs verka- manna er aflað á þann hátt, að ríkið leggur fram helming fjárins á móti þeim sveitarfélögum, sem byggja verkamannabústaði. Lánakjör Byggingarsjóðs verka- manna, eru þau lang bestu sem nú þekkjast á lánamarkaðinum til íbúðabygginga og kjörin flestum láglaunamanninum viðráðanleg og mjög létt eftir nokkurn tíma. Ég tel því, að þetta byggingakerfi eigi að efla og auka enda reynst launþegum bezt. Um það var sú nefnd, er Gunnar Thoroddsen fyrr- verandi félagsmálaráðherra skipaði í sept. 1977 sammála, en nefnd þessi fjallaði um byggingu íbúða á félags- legum grundvelli. Nefndin skilaði síðan áliti sínu um þetta efni til núverandi félagsmálaráðherra í nóv. sl. þessara tillagna nefndarinnar, ástæða gefst, ef til vill til þess síðar, en megin sjónarmið nefndarinnar var efling verkamannabústaðakerf- isins og að lánakjör væri þannig að það fólk, sem rétt á til kaupa á þessum íbúðum miðað við tekjur og eignir, ætti auðvelt með að standa undir vöxtum og afborgunum af lánunum. Jafnframt lagði þessi nefnd til, að sveitarfélögunum gæfist kostur á sömu lánakjörum til byggingu leigu- íbúða, en augljóst er, að alltaf er í þjóðfélaginu einhver hópur einstakl- inga, sem vegna sjúkdóma o.fl. ræður ekki við að eignast eigin íbúð, þó með vildarkjörum séu og verða því sveitarfélögin ætíð að byggja og eiga eitthvað af leiguíbúðum fyrir þetta fólk. Skoðun mín er sú, að nauðsyn beri til að minnka spennuna í húsnæðis- málum og tryggja, að allir geti búið í mannsæmandi húsnæði með kjör- um, sem hver einstaklingur og fjölskylda ræður við fjárhagslega, án þess að ofbjóða heilsu sinni með of miklu vinnuálagi og fjárhags- áhyggjum. Að þessu ber að vinna á markvissan hátt m.a. á sviði bygg- inga verkamannabústaða. Góður árangur í þessu efni og öðrum þáttum húsnæðismála, er vissulega eitt stærsta hagsmunamál launþega í dag og þjóðarinnar allrar. Ég ætla ekki hér að rekja efni Skattastefna hefur kjara- og verðbólguáhrif Einstaklingur. t.d. sjómaður, sem hafði 6 m.kr. brúttótekjur tekjuárið 1978, verður fyrir skattskerðingu ráðstöfunartekna 1979. sem hér segir: BEINIR SKATTAR: T-skattur........1.598.000,- Otsvar............. 636.000- Sjúkratr.g........ 102.700,- Kirkjugjarðsgjald 14.600,- Kirkjugj............ 3.000,- Samt. kr. ... 2.354,300.- 40% 9 I ■ eð >-* +■* eð CO 2 Ráðstöfunar- tekjur cru: 60% aflatekna. fljótt á litið. En þá eru óbeinir skattar eftir. sem enn skerða ráðstöfunarfé skattborgarans. s.s. skattar í vöruverði (tollar, vörugjald, skattar í benzínverði, tóbaki og áfengi, og fl. verðþyngjandi skattar, verðjöfnunartjald á raforku o.fl., sem nema af ráðstöfunartekjum, þ.e. 35% af því fé, sem er eftir af aflatekjum, þegar beinir skattar hafa verið dregnir frá þeim. 35% Ath.: í framangreindu dæmi eru ekki fasteignaskattar til sveitarfélaga. sem að sjálfsögðu sýna enn frekar frjálsar ráðstöfunartekjur heimila ílandinu. Bjarni Þórðarson, tryggingafræðingur: Örðugasti hjalliim útvegun fjármagns Eitt mesta keppikefli ungs fólks á Islandi er að eignast þak yfir höfuðið. Það leggur mikið á sig til þess að ná þessu marki og verður að yfirstíga margvíslega örðugleika. Fyrir flesta er einn örðugasti hjallinn á þessari braut útvegun nægjanlegs fjármagns og stöndum við mun lakar að vígi en t.d. frændur okkar á hinum Norður- löndunum. Ástæðan fyrir hinu takmarkaða framboði lánsfjár til íbúðaröflunar er tvímælalaust sú verðbólguþróun, sem hér hefur ríkt nær óslitið undanfarna fjóra áratugi. Almenn vaxtakjör hafa yfirleitt verið til muna lægri en nemur verðrýrnun gjaldmiðilsins, þannig að sparend- ur hafa horft upp á sparifé sitt brenna á báli verðbólgunnar á sama tíma og skuldabaggi lántak- enda léttist. Af þessum sökum hefur mjög dregið úr sparnaðarvilja almenn- ings og eftirspurn eftir lánsfé hefur aukizt að sama skapi. Þetta jafn- vægisleysi á lánsfjármarkaðnum hefur því dregið mjög úr framboði lánsfjár og leitt til fjárfestingar, sem virðist skynsamleg við þessar aðstæður, en er í raun oft óæskileg fyrir samfélagið. Þetta ástand hefur mjög mótað viðhorf fólks og sérstaklega í sam- bandi við öflun húsnæðis. Það lítur gjarnan svo á, að björninn sé unninn, þegar lán hafa fengist, þar sem verðbólgan sjái um að eyða skuldunum fljótlega og greiðslu- byrðin vegna lánanna verði óveru- leg innan skamms. En hver ber kostnaðinn af því? Ef einhver hagnast á verðbólgunni, hlýtur einhver að tapa og í þessu tilfelli eru það einhverjir þegnar eða stofnanir þjóðfélagsins. Ég er smeykur um, að væri það dæmi gert upp varðandi hinn almenna launþega, þá beri þeir sem hópur þennan kostnað í öðru formi og á öðrum tíma, þ.e.a.s. í formi skatta, rýrnunar sparifjár og lækkaðs lif- eyris. Þótt greiðslubyrðin verði íbúðar- eigendum léttbær eftir nokkur ár, er hún mjög þungbær fyrstu árin vegna hárra nafnvaxta og verða þeir að leggja mikið á sig til þess að brúa það bil. Vandamálið, sem væntanlegur íbúðareigandi horfist í augu við er því tvíþætt, annars vegar of litlir lánamöguleikar og hins vegar þung greiðslubyrði fyrstu árin. Æskileg stefnumið í sambandi við fjármögnun íbúðaröflunar eru því að bæta verulega lánamöguleik- ana og létta greiðslubyrðina fyrstu árin. Við óbreytt lánafyrirkomulag verður öðru stefnumiðinu ekki náð nema á kostnað hins. Hækkun lánanna leiðir til meiri greiðslu- byrði og öfugt. Er einhver leið fær til að ná þessum stefnumiðum? Ég ætla mér ekki þá dul að benda á einhverja auðvelda leið, því mér er til efs að hún sé til, a.m.k. ekki fljótvirk. Ég hygg að grundvallarskilyrði í þessu sambandi sé að taka upp fulla verðtryggingu á öllum lánum, sem veitt eru til íbúðaröflunar, auk lágra raunvaxta, t.d. 2—3% og lengingu lánstíma. Slík ráðstöðun mundi létta mjög greiðslubyrði fyrstu áranna, en jafna hana hins vegar mjög, þannig að menn end- urgreiddu raunvirði þess láns, sem þeir hafa fengið og að auki lága vexti. Hins vegar mundi það til að byrja með leiða til minnkandi útlánsgetu þeirra stofnana, sem lán veita í þessu skyni, þ.e. Húsnæð- ismálastofnunar ríkisins, lífeyris- sjóða, banka og sparisjóða. Verði jafnhliða tekin upp almenn verðtrygging inn- og útlána eða almenn raunvaxtastefna eins og nú er stefnt að með lögum um efna- hagsmál o.fl. sem nýlega hafa öðlast gildi, má ætla að lánsfjár- markaðurinn muni fljótlega kom- ast í jafnvægi og fjármagn beinast í ríkara mæli að skynsamlegum og arðbærum fjárfestingum og íbúð- arbyggingar teljast að sjálfsögðu þar í flokki. Því má ætla að útlánamöguleikarnir aukist fljót- lega, en hugsanlega yrði að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana fyrstu árin. Sé litið til lengri tíma er hins vegar ljóst, að útlánagetan mun fara mjög vaxandi, án tillits til ástands lánsfjármarkaðsins að öðru leyti, þar sem eigið fjármagn lánastofnananna mun halda verð- gildi sínu. Bjarni Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.