Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 29 Aðalfundur Skáksambands íslands Fundurinn hafnaði framboðskaflanum í skýrslu stjórnar í lok aðalfundar Skáksam- sem sat upphaf fundarins í boði bands íslands var samþykkt stjórnar S.I., hafði gert þennan tillaga frá Jóni Böðvarssyni og kafla skýrslunnar að umtalsefni fleirum þess efnis að fundurinn^ og sagt, að hann gæfi alls ekki hafnaði þeim kafla í skýrslu rétta mynd af gangi mála. stjórnarinnar, sem fjallaði um Einar S. Einarsson, forseti framboð og kosningu forseta S.I., sagði, að efni kaflans væri Fide. hlutlaus samantekt úr fundar- gerða- og bréfabókum stjórnar Friðrik Ólafsson, forseti Fide, Skáksambandsins. „Efni kaflans í veiga- miklum atriðum villandi" „ÉG mótmælti því að þessi kafli í skýrslu stjórnarinnar yrði látinn standa sem einhver opin- ber vitnisburður um þá atburði, sem áttu sér stað. Efni kaflans er í veigamiklum atrið- um villandi og í honum er enn reynt að upphefja ákveðna einstaklinga og gera minn hlut sem minnstan. Eg fór svo af fundi og það má líta á það sem mótmæli mín gegn þessum kafla,“ sagði Friðrik Ólafsson forseti Fide er Mbl. spurði um viðbrögð hans við skýrslu stjórnar S.í. „Það er í litlu samræmi við það tal, sem haft var uppi fyrir fundinn og á fundinum um sáttfýsi og samstarfsvilja að fara í ársskýrslu Skáksam- bandsins að rifja upp þá atburði, sem deilum hafa valdið, og rangfæra atburðarásina. Ég þáði boðið á aðalfundinn vegna þess að sem forseti Fide vil ég hafa gott samstarf við öll skaksambönd. Ég varpaði svo fram þeirri spurningu á fundin- um, hvort sú samvinna og sátt- fýsi, sem menn höfðu talað um, ætti að grundvallast á þessari skýrslu." „Sé engin sérstök ljón í veginum fyrir samstarfi,, „Ég var mjög hress með að fá mótherja á aðalfundinum," sagði Einar S. Einarsson forseti S.í. er Mbl. ræddi við hann eftir aðal- fundinn. Mbl. spurði Einar álits á þvi að mótframboðið hefði komið til vegna ágreinings milli forystu S.í. og Fide. „Ég á nú svolítið bágt með að skilja þær forsendur,“ sagði Einar. „Það hefur verið ágætt samstarf milli skáksambandsins og Fide. Hins vegar kom upp ágrein- ingur við forseta Fide vegna fram- boðsmála í Buenos Aires. Þetta framboðsmál var afgreitt af fyrr- verandi stjórn. Því er lokið. Ég vil geta þess að Friðrik Ólafsson heiðraði aðalfund okkar með komu sinni og var sérstaklega hylltur af hverjum og einum fundarmanna. Og í ávarpi Friðriks kom fram góður vilji til samstarfs. Ég lét einnig orð falla í þá veru í minni tölu, þannig að ég sé engin sérstök ljón í vegi góðs samstarfs okkar í milli.“ Einar hlaut 45 at- kvæði og EINAR S. Einarsson var endur- kjörinn forseti Skáksambands ís- lands á aðalfundi sambandsins á laugardag. Hlaut Einar 45 at- kvæði en Bragi Halldórsson fékk 31 atkvæði, tveir seðlar voru auðir. í aðalstjórn voru kjörnir: Þorsteinn Þorsteinsson, Þráinn Guðmundsson, dr. Ingimar Jóns- son, Stefán Þormar Guðmunds- son, Guðbjartur Guðmundsson og Þorsteinn Marelsson, en þrír aðal- stjórnarmenn, Guðfinnur Kjart- ansson, Árni Björn Jónasson og Gísli Árnason, gáfu ekki kost á sér Bragi 31 til endurkjörs. í varastjórn voru kjörnir: Högni Torfason. Helgi Samúelsson, Ólafur H. Ólafsson og Birna Norðdal. Guðmundur Ágústsson var gerður að heiðursfélaga S.í. á aðalfundinum og Friðrik Ólafsson, forseti Fide, afhenti þremur skák- mönnum staðfestingarbréf, þeim Helga Ólafssyni og Margeiri Pét- urssyni á alþjóðlegum meistara- titli og Jóni L. Árnasyni á titlin- um Fide-meistari, sem Jón hlaut fyrstur manna. „Vona að menn beri gæfu til að sættast” „Þetta framboð mitt var fyrst og fremst hugsað sem tilraun til að koma á betra sambandi milli forystu Skák- sambands íslands og Fide. Það fór sem fór, en sá stuðningur, sem ég fékk sýnir þó að stór hópur er ekki ánægður með ástandið og vonandi skilja menn það,“ sagði Bragi Halldórsson, er Mbl. ræddi við hann eftir aðalfund Skáksam- bands íslands. Bragi sagði, að hann óskaði forseta Skáksambandsins og stjórn þess farsældar í starfi og kvaðst vona, að menn bæru gæfu til að sættast og jafna þann ágreining, sem sett hefði svip sinn á íslenzkan skákheim undanfarið. Útvarp í kvöld kL 19.35: „Maður borgar bara félagsgjald í útvarpi í kvöld kl. 19.35 er dagskrá gerð í samráði við Al- þýðusamband íslands og Menn- ingar- og fræðslusamband al- þýðu. Kristín Mantyla skrifstofu- stjóri ASÍ og Haukur Már Har- aldsson blaðafulltrúi hafa umsjón með höndum. Kristín sagði, að í þættinum yrði fjallað um þá miklu félags- legu deyfð sem ríkti meðal verka- fólks. Fólk gæfi sér ekki tíma til að fylgjast með og því væri mörgu ekki kunnugt um rétt sinn. Talið er að mikil yfirvinna eigi oft sök á þessu. „í þættinum verða viðtöl við verkafólk. Einnig verður lesið upp úr bók Ólafs Hauks „Vatn á milli kölska“. Berum við niðurstöður hans saman við raunveruleikann. Ung verkakona úr Vestmannaeyj- Útvarp kl. 15.30: Norræn kveðja á verka- lýðsdegi í útvarpi í dag kl. 15.30 verður samnorræn dagskrá verkalýðs- félaga á Norðurlöndum í saman- um, Stella Hauksdóttir, syngur og spilar lög og ljóð eftir sjálfa sig,“ sagði Kristín að lokum. tekt sænska sjónvarpsins. Sjónvarp í kvöld kl. 20.50: Of mikil yfírvinna? Á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 20.50 er viðtals- og umræðuþáttur í umsjón Sigrúnar Stefánsdóttur. Ber þátturinn nafnið „Yfirvinna og f jölskyldulíf“. Sigrún hafði eftirfarandi að segja um þáttinn: „Þátturinn skiptist annars vegar í viðtöl tekin við vinnandi fólk og hins vegar um umræðuþátt i sjónvarpssal. Það virðist vera að yfirvinna hér á landi sé talsvert meiri en í nágr- annalöndunum. Tala ég við fólk um vinnutíma þeirra og hvaða áhrif það hefur á þeirra líf að vinna mikið. Einnig tala ég við mann úr kjararannsóknanefnd til að fá hugmynd um hve stórt hlutfall yfirvinnu er af unninni vinnu í landinu. Eins ræði ég við lækni, sem útskýrir hvaða áhrif of mikil vinna getur haft á heilsu og líf fólks. í lokin ræði ég við Hákon Hákonarson hjá Sveinafélagi járn- iðnaðarmanna á Akureyri, en þeir eru að gera tilraun með að setja ákveðið þak á yfirvinnu. Síðan verða umræður í sjón- varpssal. Þar koma fram Víglund- ur Þorsteinsson, Hallgrímur Pét- ursson og Þór Einarsson. I tilefni af 1. maí, alþjóðlegum verkalýðsdegi 1979, og Alþjóðaári barnsins, hafa Landsamband sjálf- stæðiskvenna og Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, ályktað eftirfarandi: Barnið er vaxtarbroddur þjóð- félagsins og ef þjóðfélagið hlúir ekki að eigin vaxtarbroddi eyðir það sjálfu sér. Barnið á rétt á að njóta samvista við foreldra sína og þroska einstakl- ingsbundna hæfileika sína í þágu sjálfs sín og samfélagsins. Til þess að svo megi verða verður að sam- ræma þarfir barnsins, fjölskyldunn- ar og athafnalífsins meðal annars með því: Að — taka tillit ti ungra foreldra á vinnumarkaðinum og veita hagkvæm húsnæðislán. Að — draga úr yfirvinnu og auka afrakstur dagvinnu svo fólk Kom þar fram kórar og lúðra- sveitir, sem skipaðar eru verka- fólki frá hinum ýmsu borgum Norðurlöndum. Fyrir íslands hönd koma fram í þættinum Kór Trésmíðafélags Reykjavíkur og Lúðrasveit verkalýðsins. megi njóta tómstunda og menningarlífs. Að — gefa fólki kost á að laga vinnutíma sinn að breytilegum einkahögum og fjölskyldulífi. Leiðir að þessum markmiðum eru maðal annars: Að — taka upp sveigjanlegan vinnu- tíma þar sem því verður við- komið. Að —- koma á fæðingarorlofi fyrir allar konur. Að — auka dagvistarrými fyrir börn. Að — bæta nýtingu vinnuaflsins og skipulagningu vinnunnar. Foreldrar bera megin ábyrgð á uppeldi barna sinna og heimilið er griðarstaður fjölskyldunnar — þess vegna hlýtur vernd fjölskyldu og heimilis samhliða nauðsynlegum framgangi atvinnulífsins að vera höfuðmarkmið á Alþjóðaári barns- ins 1979. Sjálfstæðiskonur álykta um verkalýðsdag og ár Tbamsins LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.