Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 5 ægivaldi auðhringa.og fjölþjóða- fyrirtækja, um leið og unnið er gegn áhrifum erjends auðmagns á íslenskt atvinnulíf. Islensk alþýða fordæmir þá sóun á verðmætum, mannviti og tíma, sem felst í vitfirrtu vopnakapp- hlaupi. Verkalýðshreyfingin telur að aldrei megi til þess koma, að ísland taki þátt í slíkri vitfirringu, til dæmis sem geymslustaður kjarnorkuvopna. Þvert á móti hvetur hún til allsherjar afvopn- unar, afnáms hernaðarbandalaga og þar með afnáms herstöðva hér á landi. IV. 1. máí 1979 fylkir íslensk alþýða liði minnug ' ugsjói frumherj- anna, alþjoðahyggju kalýðsins og skyldu sinnar pjóðina í nútíð og framtíð. -gja þarf með árvekni og starfi ao jóknin til aukinna áhrifa og valda rkalý' hreyfingarinnar haldi áfram skili árangri í áþreífanle^ jHi þjóðfélagsumbótum. Enn sem fyrr er tekist á um, hvor ráða eigi ferðinni, auðstéttin eða verka- lýðsstéttin. íslensk alþýða heitir á pólitíska bandamenn sína að bregðast ekki í þeim átökum. Fram til faglegrar og pólitískrar sóknar fyrir baráttumálum verka- lýðsstéttarinnar. ÍSLENSK ALÞÝÐA FRAM FYRIR HUGSJÓNIR VERKA- LÝÐS ALLRA LANDA. FRELSI, JAFNRÉTTI BRÆÐRALAG. 1. maí nefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Þorbjörn Guðmundsson, Ragna Bergmann, Skjöldur borgrímsson, Kristvin Kristinsson, Guðm. R. Bjarnleifsson. F.h. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Jónas Jónasson, Örlygur Geirsson. F.h. Iðnnemasambands íslands. Hafsteinn Eggertsson. Allíil.YSINfiASIMINN ER: 22480 JW*rflunbIot>ib Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík: V erkalýðshreyfinguna hefur skort pólitisl :an þrótt unni reynist unnt að styðja stjórnvöld til félagslegrar sóknar. Sameiginlegum markmiðum ríkisstjórnar og launafólks verður best náð með bættri stjórnun fjárfestingar og atvinnutækja ásamt breyttri tekju- og eigna- skiptingu í þjóðfélaginu, launa- jöfnun og réttlátri skattheimtu, samfara aukinni samneyslu til jöfnunar lífskjara. Atvinnutækin þarf að byggja þannig upp að þau standi undir bættum lífskjörum, auki framleiðni og komið verði á betra skipulagi á veiðar og vinnslu sjávarafla og á landbúnaðarfram- leiðslu. Allar ákvarðanir á þessum sviðum verður þó að taka þannig að þær mismuni ekki byggðarlög- um eða leiði til kjaraskerðingar og atvinnuleysis hjá stórum hópi sjómanna, landverkafólks og bænda. íslensk alþýða krefst þess 1. maí 1979 að ríkisstjórnin setji í verki hagsmuni verkalýðsstéttarinnar í öndvegi. II 1. maí 1979, á ári barnsins, fylkir launafólk liði til baráttu fyrir þeim mikla fjölda nýrra og gamalla hugsjónamála verka- lýðsstéttarinnar er koma munu til góða þeim sem erfa landið. í nafni barna framtíðarinnar krefst ís- lensk alþýða raunverulegs jafn- réttis karla og kvenna,1 sömu laun fyrir sömu vinnu, afnám langs vinnutíma og stórbættra uppeld- isskilyrða á öllum sviðum. Þeir sem þoka vilja þjóðfélaginu í átt til jafnaðar og jafnréttis þurfa nú að sameinast um að taka stór og ákveðin skref fram á veginn. 1. maí 1979 leggur íslensk alþýða þunga áherslu á þessar kröfur: ★ Fulla atvinnu fyrir allar vinnu- færar hendur. ★ Mannsæmandi lífskjör fyrir átta stunda vinnudag. ★ Jafnrétti í lífeyrismálum, verð- tryggðan lífeyri fyrir alla. ★ Næg og góð dagvistarheimili fyrir öll börn. ★ Þriggja mánaða barnsburðar- leyfi fyrir foreldra. ★ Fæðingarorlof inn í tryggingar. ★ Aukinn félagslegan atvinnu- rekstur og lýðræði í atvinnulíf- inu. ★ Auknar félagslegar íbúðarbygg- ingar og lánakjör í samræmi við fjárhag launafólks. ★ Stóraukna fullorðinsfræðslu og verkmenntun. ★ Jafnrétti til náms. ★ Menningar- og fræðslustarf- semi fyrir vinnandi alþýðu á vegum verkalýðshreyfingarinn- ar. ★ Tekjujöfnun í þjóðfélaginu, samræmda og réttláta launa- stefnu. ★ Heimild til vinnustöðvunar, skorti á öryggi og aðbúnað á vinnustað. ★ Samnings- og verkfallsrétt til félaga í INSÍ. íslensk alþýða minnir á að óskertur samnings- og verkfalls- réttur er forsenda lýðræðis og er hverjum launþega helg mannrétt- indi. Því er skorað á opinbera starfsmenn að fylkja liði til þess að stórbæta samningsréttinn. III 1. maí er baráttudagur verka- fólks um allan heim. Islensk al- þýða minnir á nauðsyn alþjóðlegr- ar samstöðu verkafólks og lýsir stuðningi við alla þá, sem berjast gegn arðráni, kúgun, nýlendu- stefnu, hungr , ólæsi og fáfræði. Milljónir undirokiðra fátækra kalla á virka a? >ð íslenskrar verkalýðshreyfing; % öfluga baráttu gegn hversK. ' "rðingu á frelsi og mannrétti íslensk alþýða styðui baraitu þjóða fyrir efnahagslegu og póli- tísku sjálfstæði. Framlag sitt til hennar mun verkalýðshreyfingin, nú sem fyrr, fyrst og fremst inna af hendi með öflugri varðstöðu um efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Taka þarf virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi verkalýðsfélaga gegn I 1. maí 1979 fylkir íslensk alþýða liði til varnar þeim kaupmætti launa, sem um var samið í samn- ingunum 1977. Launafólki í land- inu eru það mikil vonbrigði að knúin skuli hafa verið fram lög á Alþingi, sem ganga á gerða samn- inga um vísitölukerfið og fela í sér skerðingu almennra vinnulauna, á sama tíma og tekjuhæstu einstak- lingar þjóðfélagsins fá meira en mánaðarlaun verkamanns í kaup- hækkun. Gegn þessu þarf verka- lýðshreyfingin að snúast af fullum þunga og knýja fram leiðréttingu í samræmi við kröfuna um friðhelgi samningsréttarins. íslensk alþýða minnist þess, að á síðasta ári knúði launafólk fram þáttaskil í baráttu sinni fyrir auknum pólitískum styrk verka- lýðsstéttarinnar. Verkalýðshreyf- ingin hefur margsinnis sannað að hún hefur faglegt afl til að knýja fram kjarabætur, svo sem í samn- ingunum 1977, en hana hefur til þessa skort pólitískan þrótt til að fylgja hinni faglegu baráttu eftir. Hinar nýju aðstæður þarf að nýta til hins ýtrasta. Launafólk þarf því að veita þeim sem berjast vilja fyrir hagsmunum þess á löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar aðhald og stuðning með virku starfi og skel- eggri málssókn fyrir réttinda- og hugsjónamálum verkalýðsstéttar- innar. Ríkisstjórn sú, sem nú situr að völdum, hefur það að yfirlýstu markmiði, að stjórna landinu í samráði og samstarfi við verka- lýðshreyfinguna. Frá upphafi hafa verið bundnar miklar vonir við núverandi stjórnarsamstarf. Verkalýðshreyf- ingin er og hefur verið reiðubúin til fullrar samvinnu við ríkis- stjórnina, í sókn hennar til betra og réttlátara þjóðfélags. íslensk alþýða minnir á, að orsök verðbólgunnar er ekki laun verkafólks, heldur stórfelld sóun fjármuna, skipulagslaus fjárfest- ing og verðbólgubrask undangeng- inna ára. Hnekkja þarf þeim sterka áróðri atvinnurekenda og kauplækkunarmanna, hvar í flokki sem þeir standa, að nauðsynlegt sé að rýra lífskjör íslenskrar alþýðu, til þess að ná tökum á efnahags- stjórn í landinu. í landi, þar sem ber á landflótta, er slíkur áróður beinlínis þjóðhættulegur. Á sama hátt og launafólk er reiðubúið til þess að styðja ríkis- stjórnina á braut til bættra lífs- kjara, mun alþýða manna berjast með fullum þunga gegn áformum, er ganga í gangstæða átt. íslensk alþýða krefst þess að þannig verði staðið að stjórn landsins, að verkalýðshreyfing- Kastið af ykkur vetrar- hamnum Léttir sumarfrakka og sportfatnaður á herra á öllum ald ; . - suni: 27211 usturstn mmli M ; m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.