Morgunblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.05.1979, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 Launþegar vantreysta stjórn heildarsamtaka sinna í tilefni af 1. maí átti Morgunblaðið viðtal það, sem hér fer á eftir, við Pétur Sigurðsson, sem sæti á í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. Ilvernig líst þér á ástandið á vinnuntarkaðinum? Það er mjög aivarlegt. Núver- andi ríkisstjórn taldi sér meðal annars það til gildis að hafa ráð og tök allrar launþegahreyfingarinn- ar í hendi sér af því A-A flokkun- um tókst að misnota hana gegn síðustu ríkisstjórn. Með hækjum sínum í stjórn þessara samtaka taldi stjórnin sig geta haldið þróun mála á launamarkaðnum innan marka sem þeim hentaði. Það er eins og allir vita löngu liðin saga en nú eru það pólitískir stuðningsmenn ríkisstjórnarinn- ar sem velgja ríkisstjórninni undir uggum. Vilja að sjálfsögðu herma upp á höfðingjana himnaríkis loforð komma og krata er þeir unnu skemmdarverkin í fyrri stjórnartíð. Erfið verkföll standa yfir, fleiri deilur munu fylgja í kjölfarið. Á almenningi brennur verðbólga sem að öllum líkindum fer fram úr íslandsmeti fyrri vinstri stjórnar, það er hart að þurfa að segja að 35—40% verð- bólga fái „því miður" ekki staðist, því hún stefnir óðfluga í miklu meira. Það eru ekki allir sem veita því athygli að það eru nokkuð mörg verðbólgustigin sem falin eru og ríkisstjórnin liggur á. Að ekki sé talað um niðurgreiðslufárið og vísitölusvindlið, en allt þetta kem- ur fyrr eða síðar upp á borðið hjá viðsemjendum á launamark- aðnum. Þetta er seyðið af súpu núverandi stjórnflokka. Ekki að undra þótt þeir skammist sín fyrir matseðilinn. Hvað áttu við þegar þú segir, að hún hafi efnt til þessa? Ég á við það, að ef verkalýðs- hreyfingin hefði ekki í stjórnartíð Geirs verið misnotuð pólitískt og ýmsir vinstri djáknar þar, talið sig hafa páfavald, hefði verið hægt að fá fram breytingar á febrúarlög- unum sem allir hefðu getað axlað möglunarlítið. En málin fóru á annan veg. Ráðleggjendur og ráð- herrar vildu ekki fara að ráðum okkar sjálfstæðismanna í röðum launþega, þeir virtust ekki vera í rauntengslum við verðbólguna og vildu alls ekki hlusta á ábendingar um að tekjumark lágtekjufólks var ætlað svo lágt samkvæmt febrúar- lögunum að ekki varð lifað af því. Ég tel enn að ef ráðandi forystu- menn verkalýðssamtaka hefðu viljað hugsa um hag sinna félags- manna, hefðu þeir náð viðunandi breytingum fram í stað þess að skella hurðum, setjast í páfastól og setja fram kröfuna sem þeir sjálfir vissu þá og allur landslýður veit nú að fékk ekki staðist. Á ég að sjálfsögðu við einstæð- ustu kosningalygi allra tíma hér á Islandi „Samningana í gildi“. Ég er feginn því í dag að hafa átt aðild að því að Sjálfstæðis- flokkurinn sagði þjóðinni satt um ástand efnahagsmála fyrir síðustu kosningar. Einnig um þær óhjákvæmilegu afleiðingar sem sólstöðusamning- arnir hefðu í för með sér, en við afleiðingum öfgasamninganna þá, varaði þáv. ríkisstjórn margoft. Hvað viltu að segja um myndun þessarar ríkisst jórnar og það sem síðan hefur gerst? Myndun þessarar ríkisstjórnar var eðlilegt framhald af nánu samstarfi Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks innan verkalýðshreyf- ingarinnar um nokkurt árabil og enn meiri samstöðu um misnotkun hennar í pólitískum tilgangi. Beint framhald var krafa komma og meirihluta krata um samstjórn við framsókn. Hennar líf er ríkis- stjórnaraðstaðan, sama með hverjum það er. Nú, ferill stjórnarinnar er eins og til var stofnað. Þeir byggðu kosningasigur sinn á lygum og hafa lafað við stjórn síðan á svikunum. Hvað viltu segja um félags- málapakkann? „Félagsmálapinklarnir" eru leiktjöld, hluti leiksviðsbúnaðarins í þessum skollaleik. Það er einsdæmi í stjórnmála- sögu okkar að öll framfaramál, breytingar á eldri lögum í sam- ræmi við þjóðfélagsbreytingar eða þróun á félagsmálasviðum, að ekki sé talað um regin hneykslið örygg- ismálin til sjós og lands, sé metið í krónum launalega. Að í stað þess sem áður var, að stjórnmálamenn báru saman ráð sín um hvað þjóðarbúið þyldi í nýjum álögum vegna slíkra aðgerða er nú höndl- að. Nú verða launþegar að borga slíkt af launum sínum af samn- ingsbundnu grunnkaupi eða verð- Rætt við bótum. Um þetta er verslað yfir búðarborðið, annars vegar standa faktorarnir, pólitísku húsbænd- urnir, hinum megin eru auðmúkir húskarlar þeirra, ráðamenn verka- lýðshreyfingarinnar sem auðtrúa félagsmenn hennar hafa lagt traust sitt á. Fiskverðshækkunin sem for- ystumenn sjómanna gáfu eftir á s.l. hausti nam milljörðum króna. Nú er sagt að á móti fái Sjó- mannasambandið þriggja milljón króna dúsu til „útbreiðslustarf- semi“ sinnar. Öðru vísi mér áður brá. Sömu leiðtogar stóðu áður fyrir landsigl- ingum flotans, að gefnum tilefnum var sagt, en í samanburði við það sem nú er gert, væri um stöðugt landstím að ræða ef sömu forskrift væri fylgt. Það er ekki sama hver húsbóndinn er. Svo er skollið á farmannaverk- fall? Já því miður. Fátt sýnir betur hve óraunhæft er að telja það frambúðarlausn að setjast með öllu á launahækkanir þeirra sem hærri laun hafa en sá ófaglærði, laun sem þeir fá vegna þess að langt nám er að baki og mikil ábyrgð bæði mannslífa og verð- mæta fylgir starfinu og stöðugt álag í starfi vegna þess. Allir sjómenn búa svo við fjarveruna, farmenn þó mesta. Stéttir í landi fara ekki út fyrir bæjarmörkin án sérgreiðslna. Én það, sem hjá þeim mun höfuðatriði og verður einnig hjá undirmönnum sem eru að ljúka við að móta sínar kröfur, er viðmiðunin við vaktavinnufólk í landi. Höfuðgallinn við þetta mál nú, er sambandsleysi yfir- og undir- mannasamtakanna, að enn sé sú hætta fyrir dyrum að sama at- vinnugreinin verði tvisvar eða oftar fyrir stöðvun vegna launa- deilna við starfsmenn sína sem koma til þessa leiks sitt í hvoru lagi. Þetta er mál sem launþegasam- tökin eiga að leysa sín á milli, svo löggjafinn þurfi ekki að grípa í taumana vegna þessa. „Hvernig finnst þér staða verkalýðshreyfingarinnar vera í dag?“ Hún er því miður mjög slæm. Meginþunga þeirrar slæmu stöðu verður meirihlutinn í stjórn ASÍ (og stjórn BSRB) að axla. En sérstaklega þó stjórn Verka- mannasambands íslands, sem hef- ur tekið sér það vald að stjórna landinu þótt þeir hafi ekki verið til þes kjörnir. Þessir aðilar eru uppvísir að því að hafa misnotað samtök þessi pólitískt svo gróflega að annað eins þekkist ekki í okkar sögu síðan 1940. Almenningur á íslandi er löngu orðinn þ'reyttur á þessu og mun ekki þola þetta lengur. Og þá á ég við að sjálfsögðu hinn almenna félagsmann í þessum félögum. Það hlýtur að vera krafa þeirra, að þessir menn verði látnir víkja. Það ættu allir að taka höndum saman um að koma þessum mönnum frá stjórnum þessara þýðingarmikla samtaka. Þau miklu vandamál sem þjóðin á við að glíma leysast ekki með þeim vinnubrögðum sem þeir hafa mótað. Afsökur. peir þó eins og öll launþegasamtökin eiga, en það er stefnuleysi stjórnvalda í verð- bólgumálunum. En áður en við ásökum aðra þurfum við að taka til höndum innan eigin raða. Það er t.d. óviðunandi lengur að takmarkaður meiri hluti í slíkum samtökum taki pólitískr ákvarð- anir í nafni allra félagsmanna án þess að minnihluti fái nokkuð um málið að segja. Sama gildir að sjálfsögðu um meðferð og ráðstöf- un eigna og fjármuna samtak- anna. Gráthlægilegt er þegar Verkamannasambandið er með eigin stjórnarmenn í stjórn annars landssambands innan ASI og lík- lega í meirihluta þar, en hér á ég við Sjómannasambandið. Eitt hið hættulegasta og erfiðasta sem við eigum við að stríða, en sá þáttur er mjög verðbólguhvetjandi, eru samanburðarkröfurnar. Eru mörg dæmi til um þetta, öll nýleg. Árið 1963,1. maí, lagði ég fram tillögur um Hagstofnun vinnumarkaðar- ins, sem m.a. safnaði, héldi saman og ynni úr staðreyndum launa, heildartekna, vinnuaðstöðu, fríð- inda, vinnutíma og hættu í starfi, svo eitthvað sé nefnt, og léti sínar niðurstöður liggja fyrir hjá aðil- um. Með slíkri þjónustu t.d. mikilli útvíkkun starfssviðs Kjararann- sóknanefndar yrði margt vanda- málið á þessu sviði leyst. Kristján Thorlacius formaður BSRB tók upp þetta mál síðar, en hefur ekki hreyft því lengi. Og nú mun liggja fyrir Alþingi þál. tillaga um að slíkt starf verði unnið á næstunni. Það er að sjálfsögðu ekki nóg. Slík rannsóknarstarfsemi þarf að vera í stöðugum gangi. Ég tel t.d. að núverandi ráðherrum kæmi mjög vel að geta leitað til slíkts aðila um staðreyndir launamála áður en þeir gefa yfirlýsingar um mál á sviði sem þeir hafa ekki þekkingu á. - H.Bl. Pétur Sigurðsson stjórnarmann í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur Þetta gerdist 1975 — Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna stjórn Khmerana í Kambódíu. 1970 — Bandarískt herlið sækir iangt inn í Kambódíu. 1%3 — Indónesar fá yfirráð yfir Hollenzku Nýju Guineu. 1%0 — Rússar skjóta niður U-2 njósnaflugvél Francis Gary Powers. 1945 — Rússar taka Berlín. 1942 — Japanir taka Mandalay, Burma, og Bretar hörfa til Indlands. 1937 — Roosevelt forseti undir- ritar bandarísku hlutleysislðgin. 1918 — Þjóðverjar taka Sevastopol, Krím. 1898 — Orrustan á Manila-flóa: Dewey aðmíráll eyðir flota Spánverja. 18% — Nasir-Ud-Din Persa- keisari veginn. 1865 — Argentína, Brazilia og Uruguay mynda bandalag gegn Paraguay. 1819 — Blaðafrelsi innleitt í Frakklandi. 1757 — Annár Versala-sáttmáli Frakklands og keisararíkisins um skiptingu Prússlands, sem missir Slésíu. 1707 — England og Skotland sameinast undir nafninu Stóra Bretland. 1703 — Karl XII Svíakonungur sigrar Pétur mikla við Rultusk. 1700 — Saxar gera innrás í Lífland og Norðurlandastríðið mikla hefst. 1648 — Annað borgarastríð hefst í Skotlandi. 1544 — Tyrkir gera innrás í Ungverjaland, taka Wischegrad og stela ungversku krýningar- gimsteinunum. 1522 — Englendingar segja Frökkum og Skotum stríð á hendur. Afmæli. Joseph Addison, enskt skáld (1672-1719) - Arthur Wellesley, hertogi af Welling- ton, berzkur hermaður (1769-1852. Andlát. John Dryden, skáld, 1700 — David Livingstone, land- könnuður, 1873 — Antonin Dvorak, tónskáld, 1904. Innlent. Alþingi samþykkir aðflutningsbann á áfengi 1909 — Fyrsta kröfugangan 1923 — Fyrsti fundir hinnar dansk-íslenzku ráðgjafanefndár 1919 — Barnavinafélagið Sumargjöf stofnað 1925 — Flug- félag Islands (eldra) stofnað 1928 — Þjóðernissinnar hefja blaðaútgáfu 1934 — Háttsettir varnarliðsmenn farast í þyrlu- slysi 1965 — f. Jónas frá Hriflu 1885 - Jón Leifs 1899 - d. Páll Stígsson hirðstjóri 1566 — Enskt skip ræðst á Hansafar í Hafnarfirði 1486. — Tryggvi Gunnarsson skipaður banka- stjóri 1893. Orð dagsins. Það tekur mig venjulega rúmlegá þrjár vikur að undurbúa góða óundurbúna ræðu — Mark Twain, banda- riskur rithöfundur (1835—1910). Dómar í Soweto Kempton Pnrk, Suöur-Afríku. 30. apríl. ELLEFU leiðtogar stúdenta í blökkumannabænum Soweto í Suður-Afríku voru á mánudag dæmdir sekir um uppþot og eru þetta fyrstu meiriháttar póli- tísku ákærurnar, sem fram koma eftir allsherjar uppreisn blökkumanna f landinu árið 1976. I úrskurði sínum skilgreindi dómarinn, Hendrik van Dyk, uppþot í víðri merkingu sem tilraun til að ögra, ráðast að eða vera með undirróður gegn valds- umboði ríkisins eða einhverra stofnana þess. Á þessum for- sendum vísaði dómarinn á bug andmælum í þá átt að mótmæla- göngur Soweto-stúdenta hefðu verið friðsamleg aðferð til að auðsýna andúð á raunverulegu misrétti allt þar til lögregla skarst í leikinn. Margir líta svo á að úrskurður þessi kunni að verða hvíta minnihlutanum nýtt vopn til að hamla gegn blökkumönnum í Suður-Afríku. I andófslögum landsins er ekki kveðið á um lágmarks- eða hámarksdóma. ERLENT ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.