Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 Þingfararkaup: Fjárhagsnefnd neðri Viðreisnarþankar? — Þungur skriður er á þingmálum þessa dagana, enda skammt til þinglausna og hali óafgreiddra mála langur og strangur. Það er því að vonum að þingmenn séu hugsandi á svipinn, hvað svo sem að baki býr heilabrotanna. Ekki er víst að yfirskrift þessa texta hitti í mark, þó í takt kunni að vera við vorið, sem er að brjóta af sér vetrarböndin. Myndin sýnir Vilmund Gylfason (A), Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins og Ellert B. Schram (S). deildar klofin þ.e. hefðu tekjur, sem ekki væru tíundaðar til skatts. Það misrétti, sem af slíku leiddi, væri höfuðorsök óánægju með íslenzka skattheimtu. Leið- rétting á því misræmi væri brýn. Frv. þetta væri af þeim toga, að rétt væri að skoða það af gaumgæfni. EÁ sagði rétt, að skattstjór- inn í Reykjavík væri ungur maður, en hann hefði sama rétt og aðrir menn — ungir og gamlir — til að hafa skoðanir á málum og láta þær í ljós. Fleiri ungir menn láta í ser heyra, og það óspart, virðist mér, og er ekki talið til tíð- inda. • Árni Gunnarsson (A) þakkaði dágóðar undirtektir. Hvatti hann þingmenn til að gaumgæfa frumvarpið og finna því farveg á þeim tíma, sem eftir lifði þinghaldsins. Frumvarp umi hátekjuskatt: I Launaþróun á ábyrgð ríkisstjómar Árni Gunnarsson (A) mælti í gær fyrir frv. til laga, sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum Alþýðuflokksins, um há- tekjuskatt. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fari launatekjur einstaklings yfir 12 m.kr. á ársgrund- velli skuli heimta sérstak- an hátekjuskatt, sem nemi 85 af hundraði af þeim tekjum, sem umfram eru 1 milljón króna á mánuði. Þennan sérstaka tekju- skatt skal innheimta mán- aðarlega og skal vinnuveit- anda skylt að halda eftir 85 af hundraði af því sem umframtekjumarkið er. • Árni Gunnarsson (A)sagði m.a. að flugmannasamn- ingarnir hefðu komið sem högg í andlit láglaunafólks í landinu. Þeir o.fl., sem á döf- inni væru í launamálum, gætu hleypt af stað launaskriðu, sem ekki yrðið við ráðið, og gerði allt viðnám gegn verð- bólgu þróttlaust. Frv. miðaði að því að setja á nýtt launa- þak. Tæknileg vandkvæði væru á framkvæmd frum- varpsákvæða, sem embættis- menn yrðu að útfæra í viðráð- anlegt form. Eftir sem áður stefni Alþýðuflokkur að af- námi tekjuskatts á venjulegar launatekjur í landinu. • Friðrik Sophusson (S) sagðist hafa skilning á þeirri viðleitni, sem í frv. fælist. Vansmíð væri hins vegar á frumvarpinu varðandi fram- kvæmdaratriði, einkum og sér í lagi varðandi skattgreiðend- ur, sem tækju laun á fleirum en einum stað; eins þegar fyrirvinnur í fjölskyldu væru tvær, sem væri algengt. Frum- varpið bæri nokkrum kisu- þvotti vott, en ekki væri hægt að komast hjá því að ríkis- stjórnin og ríkisstjórnarflokk- sagöi Friðrik Sophusson arnir bæru höfuðábyrgð á þeirri launaþróun, sem nú hefði orðið síðustu vikur og mánuði og skæri í augu lág- launafólks. Minnti hann á orð Ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra, að launaþakið hefði fokið af í borgarstjórn Reykja- víkur, í höndum vinstri meiri- hlutans þar, sem síðan hefði verið forsenda kjaradóms um almenna hálaunaþaklyftingu. Miklu veldur sá sem upphaf- inu veldur. • Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra tók undir það, að tilgangur frumvarpsins vísaði í rétta átt, og sjálfsagt væri að skoða það af velvilja í nefnd, en hér væri um flókið mál að ræða, sem vel þyrfti að vanda til. Verulegir tæknigallar væru á frumvarpinu, eins og það væri unnið og framborið. • Vilmundur Gylfason (A) sagði gott og blessað að skoða mál og vandamál vel, erí svo langt mætti þó ekki ganga í vöndunarátt, að ekkeft raun- hæft yrði gert í máli af þessu tagi. Stutt væri eftir þingtíma og ekki mætti lengi slá úr og í, án ákvörðunar, eins og orð ráðherra hefðu staðið til. Framkvæmdaörðugleikar á einu tilteknu atriði frv. mætti leysa, ef vilji væri fyrir hendi. VG gagnrýndi Mbl. og skatt- stjórann í Reykjavík fyrir að gera lítið úr frumvarpinu. Sagði hann skattstjórann í Rvík, sem væri ungur maður, hafa gert sig sekan um að „láta flokksblaðið nota sig. Vont væri að láta plata sig en verst að láta Mbl. gera það.“ • Einar Ágústsson (F) ræddi skattamál almennt. Taldi höf- uðgalla skattheimtu okkar þann, hve margir slyppu gegnum möskva skattanetsins, Frumvarp Vilmundar Gylfasonar (A) og Eiðs Guðnasonar (A) þess efnis, að launakjör þingmanna skuli ákveðin af Kjaradómi, kom til 2. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Meiri hluti fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar (Einar Ágústsson (F), Gils Guðmundsson (Abl). Matthías Á. Mathiesen (S) og Svava Jakobsdóttir (Ábl) leggja til að frumvarpið verði fellt. Telja þau að ákvörðunarvald um launakjör þingmanna eigi áfram að vera í höndum Alþingis, enda séu „þingfararkaupsmál ekki betur komin hjá Kjaradómi heldur en hjá kjörnum fulltrúum þjóðarinn- ar“, sem í því efni sem öðrum gangi undir almannadóm. Minnihluti nefndarinnar (Vilmundur Gylfason (A), Árni Gunnarsson (A) og Friðrik Sophusson (S) ) leggja til að frumvarpið verði samþykkt, með tveimur breytingum. 1) að síðasta mgr. 1. gr. falli niður („Ráðherra, sem er ekki alþingismaður, á rétt á þingfararkaupi og nýtur að öllu leyti þeirra fríðinda“, sem alþingismönnum eru ákveðin í lögum þessum“). 2) tekur minnihlutinn upp breytingartil- lögur Eggerts Haukdal (S) þess efnis, að niður falli úr f jórum fyrstu tl. frv. orðin „að fengnum tillögum þingfarar- kaupsnefndar“, en í upphaflegri gerð átti þingfararkaups- nefnd að gera tillögur til Kjaradóms um launakjör þingmanna. • Einar Ágústsson (F) mælti fyrir áliti meirihlutans, sem er efnislega á þá leið, sem fyrr segir, að mál þessi séu ekki betur komið hjá Kjaradómi en í höndum þing- manna sjálfra, sem búi við aðhald almannadóms í kosningum. • Vilmundur Gylfason (A) mælti fyrir áliti minnihlutans. Gerði hann grein fyrir breytingartillög- um, sbr. framanritað, og taldi rangt, að þingmenn fjölluðu um eigin launamál; betur færi á því að kjaramál þeirra væru í höndum hlutlauss ákvörðunaraðila. • Jóhanna Sigurðardóttir (A) lýsti furðu á nefndaráliti meiri- hlutans. Þingmenn ættu ekki að sitja lengur úndir gagnrýni um meðferð eigin launamála, sem stundum hefði verið réttmæt en í annan tíma ekki. Þingmenn þyrftu að hefja sig yfir allar efasemdir í þessum efnum. Þess vegna ætti að flytja ákvörðunarvaldið til kjara- dóms. • Eggert Haukdal (S) sagði m.a. að frv. í upphaflegu mynd hefði verið hrein sýndarmennska. Þing- fararkaupsnefnd hafi átt að leggja Kjaradóm upp í hendur stefnu- markandi tillögur um launakjör þingmanna sem undanfara ákvörðunar hans. Því hafi hann flutt þær breytingartillögur, sem minnihl. hefði nú að hluta til tekið upp. Heimastjórn í Grænlandi: Fyrsta lands- þingið sett í dag Grænlenzkri þingmannanefnd boðið til íslands ÁBUR en gengið var til dag- skrár í Sameinuðu þingi í gær sagði Gils Guðmundsson, for- seti þingsins, eftirfarandi: „Um þessar mundir eru mikil- væg tímamót í sögu næstu ná- granna okkar í vestri, Græn- lendinga. Á morgun, 1. maí, hefst heimastjórn í Grænlandi, landstjórn Grænlendinga sjálfra tekur þá til starfa og landsþing þeirra verður sett í fyrsta sinn. í tilefni þessa merkisatburðar í sögu hinnar grænlenzku þjóð- ar, hafa forsetar Alþingis sam- þykkt að senda landsþingi Grænlendinga árnaðaróskir Al- þingis og boð um að hingað komi þingmannanefnd af Grænlend- inga hálfu, þegar vel hentar báðum aðilum. Eg tel óþarft að fjölyrða um þessa ákvörðun, en er þess fullviss, að ég mæli fyrir munn allra háttvirtra alþingis- manna þegar ég læt þá ósk og von í ljós, að heimastjórn og störf þjóðþingsins megi verða Grænlendingum til farsældar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.