Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 31 Þeir báðu um mynd af Fiskivaktinni strákarnir á siglingunni heim til Eyja. Siðasta halið búið og túrinn á enda. Það liggur vel á strákunum, fullt skip og sigling framundan. með’ann. Ódráttur. Ýmislegt fleira miður fallegt. Enn var trollið látið fara og gekk svo nóttina og næsta dag. Yfirleitt var togað í 3—4 tíma á nokkuð miklu dýpi. Aflinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Karfarjátl — kropp, 2—3 tonn í hali. I síðasta halinu áður en haldið var í land voru þó á að gizka 4—5 tonn, en þá meira blandað blálöngu. Skipið er svo til orðið fullt, svo ekki var um annað að ræða en halda í land. Á þessum stutta tíma hafði ég reynt að kynnast atarfi og lífi sjómann- anna á skuttogurunum. Eg sá þó aðeins til þessara veiða þegar veðrið var blíðast og bezt, kynntist ekki stórsjó, hríð, grimmdarfrosti eða ísingu. Þetta starf eins og flest önnur til sjós er ekki hægt að miða við störf í landi. Vinnuaðstaða öll þrengri, erfiðari, auk kulda og vosbúðar. Þó togarasjómennska og skipin hafi mikið breytzt frá fyrri tíð eru þreytandi stöður, vökur, vosbúð og kuldi enn fyrir hendi. Sem fyrr finnast miklir jaxlar meðal togarasjómanna — togara- jaxlar. Góðgæti úr _______pússi skipverja______ Við sigldum í átt til Eyja á 11% mílu ferð. Á miðnætti átti að Sigurvin kokkur að vestan að ljúka við uppvaskið. halda til Þýzkalands. Þeir, sem ætluðu í siglingafrí, voru ekki síður glaðir með að fá þráða hvíld, en hinir, sem ólu með sér tilhlökk- un vegna Þýzkalandsferðarinnar. Strákarnir, sem voru að fara í siglinguna, ræddu bæði hátt og í hljóði hvað ætti að gera, sjá eða kaupa þegar út yrði komið. Einn var að fara í sínu fyrstu siglingu og ekki stóð á heilræðunum, hjálp- seminni og glósunum frá þeim hinum sem þóttust lífsreyndari og heimsvanari. Ekki er að efa að þessi ágæti skipverji hafi fengið góða lóðsa í land og sé nú reynsl- unni ríkari. Á heimleiðinni skenkti Guð- mundur meistari mér einn öl, sem hann hafði lúrt á síðan í síðustu siglingu, Stjáni stýrimaður læddi að mér sama góðgæti og þegar við komum inn á Víkina kom Björn aldursforseti með plastpoka til mín, honum fannst ekki ástæða til að fara með ölið með sér út. Það var huggulegt að dvelja með þeim á Vestmannaey þennan tíma, bezta dæmið um gestrisnina var þegar Sverrir skipstjóri lánaði mér klefann sinn í ferðinni, en hann hefur þó örugglega verið fremur hvíldar þurfi en ég. Landfestar bundnar, smá stopp. Ég drattaðist í land mörgum góðum minningum ríkari. Ég veif- aði, þakkaði fyrir mig og óskaði góðrar sölu og vaxandi afla. ' --x I Guðmundur meistari að störfum í vélasalnum. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER ' Malningar- > ^ markaður J Veitum rýmilegan magnafslátt Afsláttur sem um munar. Lítiö við í Litaveri, Því Þaö hefur ávallt borgaö sig. Grensásvegi, Hreyfilshúsinu. Sími 82444. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.