Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ1979 verk banka. Nú höfum við íslend- ingar stigið stórt skref fram á við og á ég þá við kaflann um verðtryggingu sparifjár í lögum forsætisráðherra um stjórn efna- hagsmála. Komist þessi kafli í framkvæmd, er ekki að efa, að nægilegt sparifé myndist hjá bönkunum, þar sem yerðtrygging ein sér mun tryggja hagsmuni sparifjáreigenda og örva þá til sparnaðar. Mætti hugsa sér inn- lánsvexti 0,5% eða 1% og verð- tryggingu miðaða við byggingar- vísitölu. Bankarnir gætu með þessu fjármagni sinnt þörfum húsbyggjenda fyrir lán til langs tíma með 2—3% útlánsvöxtum og sömu verðtryggingu. Ef Seðla- bankinn auk þess nýtir sér heimild í ofangreindum lögum og leyfir verðtryggingu lána milli einstak- linga, mundi það auðvelda mjög sölu á eldra húsnæði bæði seljanda og kaupanda í hag. Mikið veltur þess vegna á því, hvernig til tekst við framkvæmd þessara laga og er ég spenntur að sjá, hvaða stefnu málin taka, því vissulega eru þung öfl andvíg þessari lausn. Magnús L. Sveinsson, varaform. V.R.: Flestir íslendingar eru þann veg hugsandi að þeir vilja búa að sínu, einkum og sér í lagi varðandi húsnæði. Þess vegna varðar það miklu, að hver íjölskyida, sem vill eignast þak yfir höfuðið, eigi aðgang að viðráðanlegri lánafyrirgreiðslu. Þeir, sem kjósa að verja atorku sinni og fjármunum íannan farveg en húsnæði, þurfa og að eiga þann valkost, sem felst í aðgangi að leiguíbúð. Hver og einn á að ráða sinni lífsgöngu innan ramma laga samfélagsins. Mbl. bar fram þá spurningu við nokkra aðila, sem kunnugleika og sérþekkingu hafa á þessu sviði, hver væru farsælust stefnumið í húsnæðismálum lauþega, m.a. með hliðsjón af lánafyrirkomulagi til íbúðabygginga. Svör þeirra birtast íþessari opnu 1. maíblaðs Mbl. Það er mín skoðun, að mjög brýnt sé að tryggja öllum sem eru að byggja í fyrsta sinn íbúð yfir fjölskyldu sína, lán sem svarar 80% af byggingarkostnaði íbúðar- innar. Til þess þarf mikla peninga, sem byggingarsjóði rxkisins einum er um megn, jafnvel þó tekjustofnar hans yrðu verulega auknir frá því sem nú er. Með tilkomu hinna almennu lífeyrissjóða, sem laun- þegar eiga og flestir launþegar eiga aðild að, tel ég að hægt eigi að vera að tryggja slíkt. Það tel ég að sé eitt verðugasta verkefni lífeyrissjóðanna. I samræmi við fyrirheit, sem fyrrverandi ríkisstjórn gaf við gerð kjarasamninganna 22. júní 1977, vann nefnd að breytingum á lögum um verkamannabústaði og skilaði hún tillögum til félags- málaráðherra sl. haust. I tillögum nefndarinnar er m.a. gert ráð fyrir að ‘A íbúðarþarfarinnar sé byggður á félagslegum grundvelli og íbúðarkaupandi eigi rétt á láni, sem svarar 90% af kostnaðarverði íbúðarinnar. Slíkar íbúðir verða ekki seldar á almennum markaði. Ekkert hefur enn heyrst um afdrif þessara tillagna, en .vonandi verður þess ekki langt að bíða, að ráðherra flytji tillögu á Alþingi í samræmi við tillögur nefndarinn- ar, sem miðuðu að því, að staðið yrði við fyrirheitin í húsnæðis- málum. Eins og hér kemur fram, er gert ráð fyrir, að um !4 hluti íbúðar- þarfarinnar sé leystur með slíkri lánafyrirgreiðslu. Augljóst er, að ef lánafyrirgreiðsla til annarra sem byggja þurfa, verður ekki stórhækkuð frá því sem nú er, en húsnæðismálastjórnarlán munu svara til 25—30% af byggingar- kostnaði, þá mun sá hópur fara sífellt stækkandi, sem krefst þess að fá íbúðir keyptar, sem byggðar eru á félagslegum grundvelli. Slík þróun er ekki æskileg. Það er því mjög brýnt, að sam- hliða breytingu á lögum um bygg- ingar félagslegra íbúða, verði tryggt að lán til annarra verði sem svarar 80% af byggingarkostnaði. Húsnæóismál launþega 80 % lán til fyrstuíbúðar fiölskyldu Pétur Blöndal, framkv.stj. Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Fjármögnun íbúðarhúsnæðis Úrbætur í húsnæðismálum geta verið ýmiskonar. Rannsóknir og kynnig á nýjum byggingarefnum og byggingaraðferðum má nefna í því sambandi. En það er fjármögn- un íbúðarhúsnæðis, sem reynst hefur islenskum húsbyggjendum erfiðust. Mun ég eingöngu ræða um þann þátt húsnæðismála hér og þá með sérstöku tilliti til launþega. Lánamál húsbyggjenda eru í miklum ólestri. Kemur þar tvennt til. Þegar Seðlabankinn hóf að reyna að rétta við hag sparifjár- eigenda á miðju ári 1974 (sem alls ekki hefur tekist) ákvað hann að hækka vexti í sífellu í stað þess að verðtryggja fjármagnið og halda lágum vöxtum. Þessi hávaxta- stefna þýðir gífurlega greiðslu- byrði fyrir lántakanda fyrstu árin, þó að hann á endanum græði á lántökunni á kostnað sparifjáreig- enda. Til þess að ráða við þessa greiðslubyrði (en hún nemur 4—5 millj. á ári af 15 millj. láni, sem nægir til að kaupa 4 herb. íbúð í blokk) verður lántakandinn að hafa aldeilis tekjur eða eiga ríka að. Launþegar, sem yfirleitt njóta hvorugs, kljúfa þessa greiðslu- byrði illa eða alls ekki og geta því aldrei eignast neitt. Mér óar við afleiðingunum, ef þessari hávaxta- stefnu verður haldið áfram. Annað, sem nefna má í þessu sambandi, eru lánskjör Húsnæð- ismálastjórnar. Fyrir nokkru voru lánskjör Húsnæðismálastjórnar- lána þyngd verulega og er nú svo komið að þessi lán eru hin mestu okurlán. Bera þau í reynd vexti, sem ekki eru undir 4,5%, auk fullrar vísitölutryggingar miðað við byggingarvísitölu. Eru nú liðn- ir 5 mánuðir, síðan ég benti opinberlega á þessi orkukjör, en ekkert hefur gerst í málinu. Þegar hugað er að markmiðum til úrbóta á húsnæðismálum ber að gera skarpan mun á húsbygging- um á félagslegum grundvelli fyrir þá, sem ekki eru þess megnugir að koma sér sjálfir upp þaki, og á húsbyggingum hins almenna laun- þega, sem ætti að vera fær um að koma sér upp þaki, ef lánskjör eru skapleg og greiðslubyrðinni er dreift nægjanlega. Húsnæðismála- stjórn ætti að sjá um lánveitingar til fyrri hópsins og mættu þau lán gjarnan vera að hluta verðtryggð með lágum vöxtum og að hluta óverðtryggð eða jafnvel óaftur- kræfur styrkur. Vandamál hins almenna húsbyggjanda eða hús- kaupanda ættu bankarnir að leysa. Það virðist hafa gleymst hér á landi, hvert er raunverulegt hlut-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.