Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 3 3 r r Guðmundur Oli Olafsson: Ordabelgur Hinum lítt viöræðuhæfu ritstjór- um Morgunblaösins er Ijúft aö veröa við ósk Guðmundar Óla Ólafssonar aö birta Orðabelg hans og fer hann hór á eftir: Nýr Guð? — Með hvaöa skipi? „Mér fannst ekki til að heyra til prestsins í dag,“ sagði kerl- ingin í Plóanum, þegar hún kom frá kirkju. „Hann var alltaf að tala um Allsherjar guð. Það er sjálfsagt einhver nýr guð þessi Allsherjar. ,,„Og karí hennar anzaði: „Hvurnig heldurðu það geti komið nýr guð?“ „Það er líkast til,“ sagði kerling þá, „að hann hafi komið á Bakkaskip- inu.“ Blöðin voru að segja frá manni nú nýverið, sem fundið hefði nýjan guð. Mér er spurn: Með hvaða skipi skyldi hann nú hafa komið? Annars eru Islendingar alltaf að gera sér nýja guði og finna nýja guði. Þetta virðist vera hrein og bein árátta. Þeir eru svo „dulrænir" og „frjálslyndir". Og lítið fer blöðunum fram. í Morgunblaðinu trónar enn sama „trúmálaafturhaldið" á fremstu síðum, þrátt fyrir góð orð um betrun. Þó er þetta líklega ekki svo mjög hættulegt, því að á baksíðu Bjarma mátti lesa stóra auglýsingu eitt sinn í sumar þess efnis, að fólk skyldi lesa Morgunblaðið daglega, — þá sum sé á sunnudögum einnig! Eg held þó, að Þjóðviljinn geri nú hinum dagblöðunum skömm til að því, er varðar skrif um kirkju og kristni. Annar ritstjóri Þjóð- viljans, Árni Bergmann, virðist um þessar mundir einna helzt sá íslenzkur blaðamaður, sem við- ræðuhæfur er um þau mál. Hinir fara a.m.k. mjög huldu höfði, ef einhverjir eru. Þó er grunur minn, að spor leynist í Svarthöfða Vísis, ef leyfist að beita á hann tungutaki hesta- manna. Morgunblaðsmenn mega og njóta sannmælis um það, að þeir hafa nú ráðið þrjá ágætlega hæfa menn til að fjalla um kristinn dóm á einni síðu um helgar. Engu að síður er stefnu- leysi blaðstjórnar samt við sig og kunna fáir að meta. Við síðustu kosningar til Al- þingis, urðu ekki smáar breyt- ingar á fylgi sumra flokkanna. Engum stjórnmálamanni, sem tjáð hefur sig opinberlega um þessar breytingar, virðist hafa komið til hugar, að nokkuð annað en kjaramál og efnahagur gæti skipt kjósendur minnsta máli. Það fer að líkum. Afstaða fréttamanna og blaðamanna, sem ráða almennri umræðu í fjölmiðlum, er nákvæmlega hin sama. En bæði stjórnálamenn og fréttamenn mega gjarna vita og íhuga, að til er á íslandi fólk, sem setur annað ofar stjórnmál- um og efnahag. Þeir mega gjarna vita og íhuga, að ófáir prestar og þó nokkrir aðrir kirkjumenn urðu að ráðgast all mjög við samvizku sína um, hvernig verja skyldi atkvæðinu við síðustu kosningar. Frjálslyndi — eða fávizkunnar ástand Þær fregnir bárust frá Kenn- araháskóla Islands í vor, sem leið, að rösklega fimmtíu nem- endur af liðlega sextíu, sem þar áttu að þreyta lokapróf í kristn- um fræðum, hefðu skilað auðu. Hinir skiluðu, en að vísu aðeins fjórir athugasemdalaust. Marg- ir munu hafa spurt, hvað þar væri á seyði. Aðrir þykjast ekki þurfa að spyrja, heldur yppta öxlum og segja: „Þess var mér þaðan von.“ En þá fyrst verður saga þessi skringileg og þó næsta óskemmtileg, er farið er að inna eftir skýring þessa tiltækis. Því er sem sé þannig háttað, að því, er sæmilega góðir heimildarmenn herma, að það var ekkert trúleysi, sem olli. Miklu fremur eru nemendur þeir, sem hluta eiga að máli, trúaðir á sína guði, svo trúaðir að þeir geta ekki fellt sig við það, sem talið hefur verið krist- inn dómur fram að þessu. Þeir vilja halda sínum trúarbrögðum og þá vísast einnig kenna þau. Línur þessar eru ekki ritaðar til þess að spotta það unga fólk í Kennaraháskólanum né géra það að skotspæni. Ekki er sökin öll þess, því að hvert ætti svo sem barninu að bregða? Það er vorkunnarmál, þótt unglingar ruglist í ríminu, þegar blaða- kóngar og fullharðnaðir pólitík- usar verða gersamlega ráðvilltir og gjaldþrota í myrkviði fjöl- hyggjunnar, fjöllyndisins og vinsældasnapanna. Úr þeim skógi eiga fáir afturkvæmt, en flestir koma í þann stað, þar sem allt veltur á að hafa góm- sætasta og helzt ódýrasta sæta- brauðið að bjóða og þá einnig kristindómsvínarbrauð, sem hver og einn geti kosið sér með sínum glasúr eða möndlusykri eftir vild. Og skyldu ekki ein- hverjir fleiri vera sekir en blaðamenn og stjórnmálamenn? Er ekki pískrað um það, jafnvel hlegið að því upphátt sums staðar, að prestar keppist um fermingarbörnin með undirboð- um, ekki í krónum, heldur í fræðslunni? Heyrist ekki, að börnin viti fullvel, hvert sé bezt að fara, hvar sé minnst að læra og auðveldast að vera? Á síðustu prestastefnu talaði biskup nokkur alvöruorð um kristna fræðslu í eyru presta. Þau voru án efa í tíma töluð. Það, sem til var sáð, verður upp skorið. Og vér prestar erum kallaðir sáðmenn. Ekki þarf blöðum um að fletta, að vér berum þyngsta ábyrgð, ef eitt- hvað hefur farið úrskeiðis í kristinni fræðslu. Hvað erum vér annars að skera upp? Það meðal annars, sem til var sáð í nafni „frjálslyndrar" guð- fræði um aldamót og fram eftir þessari öld, án efa oft í góðri trú og af einlægni, en stundum af fáfræði jafnframt og grunn- færni. Oftrúin á ný vísindi, sem síðar reyndust oft lítil vísindi, stundum meira að segja hrein óskhyggja, þegar dýpst var skoðað, hefur orðið sér til háð- ungar. Til lítils kemur, þótt einhverjir rembist við að vitna í „heimsfræga" kennara sína frá því fyrir fjörutíu eða fimmtíu árum. Þeir eru ekki frægir lengur, má gott heita, ef einhver kannast við þá sem bók í hillu og þá jafnframt e.t.v. sem heimild um það, sem mistókst og var rangt. Hinu verður aftur á móti ekki neitað, að „frjálslynda" guðfræðin og andatrúin og guð- spekin, sem fylgdu í kjölfar IÍIIUMI UITIII hennar, hafa haft áhrif á ís- landi, e.t.v. meiri áhrif en í flestum kristnum þjóðlöndum, öðrum. Og þar er m.a. orsök þess, að unnt er að boða Islend- ingum og bjóða þeim upp á næstum, hvað sem er, undir því yfirskini, að það sé kristinn dómur. Það var vísast þetta andlega „frelsi“, eða öllu heldur fávizkunnar ástand, sem kenn- aranemarnir vildu standa vörð um. Ríkiö — meiri háttar skurögoö? Afstaða kennaranemanna og viðbrögð þeirra vekja margar spurningar: Hver rök eru til þess, að kenna skuli kristin fræði í ríkisskólum? Og hvað er svo kristinn dómur? Hverjum ber úrskurðarvaldið? Stendur ekki einhverjum nær en kennur- um ríkisins að sjá fyrir öllu þessu? Og hver verða svo á hinn bóginn svör skólayfirvalda og kirkjustjórnar við framkomu kennaranemanna? Forsenda þess, að svör fáist við slíkum spurningum, er að sjálfsögðu sú, að ljóst sé, hvað ríkið er og hverju máli það skiptir. Er ekki mál til komið, að vér stöldrum við, íslendingar, og gerum oss ljóst, að ríkið er að verða meiri háttar goð hjá oss. Ofrausn væri að kalla það nýjan guð. Það er jafn gamalt þjóðinni og löggjafarsamkundu hennar. Það er sem sé mannlegt, mann- leg smíð, ekki fullkomið, heldur æði breyzkt og brestasamt, — já, gott, ef að er ekki farið að líkjast ófreskju, sem engum hömlum verður á komið. Af- kvæmin eru og eftir því, ekki öll sérlega geðsleg, þótt vöxtuleg séu, svo sem verðbólga, skóla- kerfi og ríkisútvarp. Hið bezta við ríkið er engu að síður þetta, að það er mannlegt og tilgangur þess sá einn að gera líf manna betra og þægilegra. Það er ekki og má aldrei verða manninum æðra. Það er einung- is samtök fólks, einstaklinga, sem allir skipta sama máli og óendanlega miklu. Af þessu leiðir, að ríkinu getur ekki verið neitt mannlegt óviðkomandi, þótt það á hinn bóginn megi fyrir engan mun öðlast íhlutun- arrétt um hvað eina, sem þegn- inn varðar. Það er til þess skapað að efla það, sem honum má verða til góðs, en ekki ills, vera vörður og gróðurreitur þroska hans, athafna og andlegs frelsis, svo lengi sem hann níðist ekki á öðrum þegnum. Meðal þess, sem hagkvæmt hefur þótt að láta ríkið annast í almanna þágu, er menntun þegnanna. Með því móti á að vera nokkurn veginn tryggt, að menntun verði ekki forréttindi hinna efnameiri. Hins vegar er löngu ljóst orðið, að ríkisskólum má herfilega misbeita gegn þegnunum með ýmsu móti. Þar er t.d. auðvelt að grafa undan ríkjandi siðferðismati, koll- varpa hugmyndum um rétt og rangt, gera það að ólögum, sem er lög, gera fordómalaust fólk að kynþáttahöturum, t.d. Gyðinga- höturum, breyta heilum þjóðum í nasista eða eitthvað viðlíka. Og þar er unnt að halda heilum þjóðum í þeirri trú, að hið eina, sem skipti máli að vita og kunna, varði allt stjórnmál, félagsmál eða efnahag. Þar er unnt að gera trúarbrögð og guðsdýrkun að feimnismáli, jafnvel sjúkdómi eða glæp. Skal slíta sundur lögin og friðinn? Átrúnaður er ekki minna verður þáttur í mannlegu lífi en efnahagur eða annað það, sem hér á landi er að jafnaði barizt um í pólitískum kosningum. Hins vegar hefur ríkisskólum hér á landi sem víðar verið misbeitt um langt skeið, til þess að gera kristin fræði tortryggi- leg, jafnvel brosleg, auðvirðleg og úrelt. Smáir, en mjög ein- beittir hópar pólitískra hug- sjónamanna og ofstækismanna, sem telja kristna trú einn helzta þröskuld í vegi sínum, hafa neytt færis og m.a. fylgt fast í spor aldamótaguðfræðinganna, þeirra nytsömu sakleysingja, og hert dyggilega á efagirninni og tortryggninni, sem þeir höfðu vakið. Engu að síður, er mestur hluti þeirrar þjóðar, sem stendur að hinu íslenzka ríki, enn talinn kristinn og hefur með sér trúfé- lag, er nefnist íslenzk þjóð- kirkja. Þar er engin nauðung að baki, né heldur neinir ytri hags- munir í húfi, heldur er hér um að ræða gamlan arf, sem fáir hafa viljað frá sér kasta fram að þessu. Það er sem sé sama fólkið, sama þjóð að mestu, sem stendur að þessum tveim félög- um, íslenzku ríki og íslenzkri þjóðkirkju. Er þá ekki ljóst, að þessi tvö félög eru hvort öðru býsna skyld. Að miklu leyti er saga þeirra hin sama, og þrennt er það, sem veldur því, að vér erum Islendingar: sagan, tungan «g trúin. Afneitum vér ein- hverju af þessu, brestur í megin- stoðum hvors tveggja, kirkju og ríkis. Kirkjan getur ekki afneit- að ríkinu, því að þá væri hún að afneita þegnum sínum. Og ríkið getur ekki afneitað kirkjunni af sömu ástæðu. Feður íslenzks ríkis, — og raunar einnig feður íslenzkrar kirkju, — komust forðum að þeirri niðurstöðu, að bezt væri, að þjóðin hefði einn átrúnað, þvi að ella yrðu lögin í sundur slitin og síðan friðurinn, — þjóðareiningin. Er ekki kom- ið að oss, sem nú erum á dögum, að gera upp hug vorn í sama efni? Er ekki komið að umboðs- mönnum íslenzka ríkisins, ís- lenzkra þjóðkirkjuþegna, í skól- um landsins að gera upp hug sinn til kristinna fræða, gera sér grein þess, hverjum þeir skuli þjóna og með hverjum hætti? Ella kynni sá dagur að koma fyrr en varir að slíta þyrfti sundur ríkið og kirkjuna, kirkj- una og skólann, síðan lögin og þar með friðinn? Hjátrúin og kristinn dómur íslendinga Einhver kynni nú að segja, að ekki væri allur kristinn dómur eins, né heldur allir kristnir menn einhuga. Satt er það um of. Hér var áður vikið að þvi, að flest þætti nú sæmandi að kalla kristinn dóm á íslandi. Ekki er það þó þess vegna, að kristinn dómur sé svo margræður. Hitt veldur fremur, að margur vill hafa sinn guð að sínu skapi. Stundum er meira að segja rætt um Islend- inga, eins og þeir eigi einhvern einka kristinn dóm og hafi alltaf átt, — einhvern sérstakan þjóð- arátrúnað. Barnaleg er sú hug- mynd og verður þó fyrst veru- lega skringileg og jafnvel skaðvænleg, þegar lærðir menn, sem betur mega vita, fara að gæla við hana. Hið sanna mun þó líklega vera, að íslendingar hafi verið og séu enn hneigðari til hjátrúar en flestar aðrar þjóðir. Má hver sem vill stæra sig af því, en sjaldan var hjátrú í miklum metum þar, sem þekk- ing og vitsmunir þóttu fara saman. Hitt er svo aftur á móti fleipur og fölsun, ef því er haldið fram, að Islendingar hafi aldrei verið kristnir af alvöru. Þá er staðreyndum neitað af ósk- hyggju og ráðnum hug, því m.a., að kristinna áhrifa gætti meðal þjóðarinnar frá upphafi, að íslenzka þjóðin varð kristin fyrst norrænna þjóða og, að því er virðist, með róttækari hætti en flestar þjóðir, nýkristnar. Horft er framhjá því, hver hugur fylgdi máli hjá frum- herjum í Skálholti. Hver ávöxt- ur varð af stríði þeirra. Einhver fékk þann þanka, að liklega hefði helzt orðið trúarvakning á íslandi, er Jón Ögmundsson^ settist á Hólastól. Síðan hefur margur haft þetta eftir. Ekki skal dregið úr því, sem gerðist til góðs í tíð Jóns biskups helga. En hvað virðist mönnum um^)á hógværu vitnisburði og þó ein- stæðu, er geymzt hafa i bókum um ísleif biskup, hvað um læri- sveina hans og sonu og áhrif þeirra manna á þjóðarsoguna og íslenzka menning fram á þenn- an dag? Hvað um þá kristnu hámenning, er hér reis hvað hæst á tólftu og þrettándu öld? Hvað um Lilju Eysteins, og hví vildu allir hana kveðið hafa? Hvað um herra Guðbrand og bækur hans? Hvað um síra Hallgrím og Passíusálma? Var það snilldin ein og tungutakið, sem íslendingar unnu? Hvað um meistara Jón, sem aldrei bauð neitt kristið blávatn né talaði nokkra tæpitungu? Hvað um vitnisburði innlendra manna og erlendra um óvenjulega einlæga og heita guðsdýrkun Islendinga hér og þar og fyrr og síðar? Og síðast, en ekki sízt: Hvað um hið sérstæða og einkennilega ís- lenzka fyrirbæri, alþýðusálm- ana og versin, þann ótölulega grúa ramíslenzkra og hrein- kristinna bæna, sem leikir og lærðir bundu í stuðla, svo að varðveittust kynslóð af kynslóð og fram á þennan dag? Hvaðan er allt þetta upp sprottið? Væri ekki verðugt verkefni einhverjum ungum guðfræðingi að taka slíkar spurningar til yfirvegunar? C.ÓI.Ól.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.