Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 Verkfall F.F.S.Í.: Hvað segja farmenn? Farskipin hafa verið að tínast inn í Reykjavíkurhöfn eitt af öðru sí istu daga og ef ekki verða veittar undanþágur lokast þau væntanlega inni vegna verkfalls yfirmanna. F ,ernig horfir málið við farmönnunum sjálfum? Mbl. ræddi í gærdag við nokkra þeirra um borð í skipunuir >g spurði þá álits á verkfallinu. „Upplýs- ingar vantar” VIÐ hafnarbakkann, framan við Hafnarhúsið lá strandferða- skipið Esjan. Hún kom til hafn- ar í fyrrinótt og var verið að vinna við losun. Indriði Guð- jónsson 3. vélstjóri sagði, að undanþága hefði verið veitt til að ljúka túrnum og það þýddi að losa mætti skipið, en siðan yrði Esjan landföst. „Ég veit nú lítið um stöðu mála. Samkvæmt mínum upp- lýsingum hefur Ingólfur ekki staðið sig nógu vel. Brugðist hefur að kynna málefni okkar fyrir almenningi. Stefnan virð- ist vera sú að fækka mönnum, en auka yfirvinnu. Á Esjunni eru aðeins þrír vélstjórar í stað fjögurra, eins og vera ber. Við þurfum þar af leiðandi að vinna 10 stunda vinnudag úti á sjó, en 8 í Reykjavíkurhöfn. Við vissum jú að verkfall stóð fyrir dyrum en allar upplýsingar vantar." Indriði sagði, að launakjör vélstjóra væru ekkert til að hrópa húrra yfir. Hann t.d. sem 3. vélstjóri hefði fastatekjur upp Indriði Guðjónsson vélstjóri á Esjunni. á kr. 276.144 á mánuði á meðan dagmaður í vél, sem ætti að heita undirmaður hans, hefði kr. 281.228 á mánuði. „Það er eins og það sé eilíft kapphlaup milli stétta, ef við fáum í gegn hækk- un þá kemur Sjómannafélagið í kjölfarið og nær meiri hækkun- um og við krefjumst þá enn meiri hækkunar o.s.frv. Það ætti að vera einn og sami aðilinn sem gengur í þetta, þá væri kannski von til að eitthvað raunhæft næðist í gegn.“ Indriði sagði að lokum: „Ég vona að þetta endi allt friðsam- lega. Magnús H. Magnússon ráðherra lýsti því yfir, að Vest- mannaeyingar væru illa settir af völdum aðgerða okkar. Við fórum nú til þeirra í gær með fulla undirlest af dilkakjöti, svo að ekki ættu þeir að svelta. En það er nú alltaf þannig, að þegar einhverjir standa í kjarabaráttu þá er litið á þá af almenningi sem sökudólga." Gunnar Björnsson stýrimaður á Langá og Sigurður Björnsson stýrimaður á Selá. í baksýn má sjá vörurnar á dekki Selár, sem bíða losunar. „Sambandsleys- ið illþolandi” ÚTI VIÐ Grandagarð lágu þrjú skip Hafskips: Selá, Langá og Skaftá. Stýrimenn af tveimur þessara skipa voru staddir á bryggjunni við Selá, þeir Sig- urður Björnsson 2. stýrimaður á Selá og Gunnar Björnsson 2. stýrimaður á Langá. Sigurður sagði, að Seláin hefði komið til hafnar í fyrra- dag og væri á undanþágu til losunar vegna fóðurfarms. Gunnar hafði sömu sögu að segja af Langánni, undanþága var veitt til losunar. Sögðust þeir báðir mundu standa vaktir þar til losun væri lokið, en síðan tæki við verkfall hjá Gunnari, en Sigurður sagðist aðeins hafa skroppið þennan eina túr. „Ég fer í mitt fyrra starf um leið og ég er laus við sjóriðuna." „Við vitum í raun ekki mikið um hvað málið snýst. Það hefur enginn starfandi stýrimaður um borð í okkar skipum fengið upplýsingar um hvað í milli ber,“ sögðu þeir og Gunnar bætti við: „Við fengum telex frá Hafskip til Finnlands þar sem okkur var sagt hvenær verkfall- ið myndi skella á. Á heimleið- inni mættum við fjórum skipum á útleið og það var sama sagan hjá yfirmönnum þar. Þeir vissu af verkfallinu, en mjög lítið hvað deilt væri um. Það sem við vitum er aðeins það sem stendur í blöðunum, og er lítið mark takandi á því að okkar áliti. Þetta sambandsleysi við forystumennina er illþolandi." Þeir sögðu, að þeir vildu leiðrétta þann misskilning, sem þeim virtist vera á ferðinni um að stýrimenn hefðu fjögurra mánaða sumarfrí á ári. „Við höfum ekkert lengra sumarfrí en almenningur, en til viðbótar koma almennir frí- og helgidag- ar, sem við verðum að vinna á meðan aðrir hafa frí, því ekki er hægt að stöðva skipin og tæma þau af mannskap þó dagurinn heiti laugardagur eða páska- dagur. Okkur er sama þótt við fengjum greitt fyrir þessa vinnu í stað þess að taka okkur frí, en fólk verður að gera sér grein fyrir, hvers eðlis starf okkar er.“ Þeir sögðust ekki vera bjart- sýnir á að verkfallið leystist í bráð. „Menn tala um 4 til 6 vikur, hvort skipafélögin leigja skip á meðan er ekki vitað, en þetta verður allt að koma í ljós.“ „Vitum ekkert um stöðu mála” Inni við Sundahöfn var unnið við losun á m/s Brúarfossi. Þar stóðu vaktir Albert Gunnars- son 1. stýrimaður og Eggert Eggertsson bryti. Þeir höfðu eftirfarandi að segja um verk- fallið: „Við komum inn í gær úr Ameríkuferð. Við vitum ekkert um stöðu mála. Brúarfoss fékk undanþágu til losunar og verður henni mjög líklega lokið á mið- vikudag eða fimmtudag. Þetta er fyrsta verkfallið sem við erum aðilar að og þorum við engu að spá um, hversu lengi það stendur yfir. Menn segja, að búast megi við hverju sem er.“ Albert sagði, að það væri einkennandi fyrir þeirra kjara- baráttu, að þegar vitað væri að verkfall væri yfirvofandi þá væru öll skipin send út í skynd- ingu og síðan væri reynt að halda þeim sem lengst frá heimahöfn, svo þau festust ekki. Þetta hefði í för með sér, að í upphafi aðgerða væru fáir í landi til að heyja baráttuna. „Þess er ekki að vænta að meginhluti af mannskapnum verði kominn heim fyrr en eftir u.þ.b. 10 daga. Brúarfoss er eina Ekkert Eggertsson bryti og Albert Gunnarsson 1. stýrimað- ur í brúnni á Brúarfossi. skip Eimskipafélagsins sem er nú inni. Kannski er það þess vegna sem verkföll okkar hafa oft á tíðum reynst langvinn, því að þau gera lítið gagn fyrr en skipin eru komin inn.“ , Éggert sagði: „Almenningur virðist halda, að farmenn hafi mjög góð laun og líta á þá sem einhvers konar sportsiglinga- menn. Við höfum heyrt raddir um að við værum öfundsverðir fyrir að geta setið erlendar knæpur og finnst okkur slíkt hugarfar hálfbrogað. Það er ágætt að það komi fram, að við erum mjög einangraðir frá því að við leggjum af stað úr heima- höfn þangað til við komum aftur. Og ekki hefur Landsíminn bætt um betur, því að þeir kipptu af okkur nú nýverið eina fréttamiðlinum sem við höfðum, en það voru „morse-fréttir" frá Ríkisútvarpinu. Og talandi um knæpur þá mætti ríkisvaldið gjarnan standa við gefin fyrirheit um að íslenzk blöð séu send á sjó- mannaheimili erlendis. Það yrði kannski til þess að sjómönnum fyndist betra að sitja þar og eyða tímanum í lestur frétta að heiman heldur en sækja marg- umtalaðar knæpur. Aðrar þjóðir hafa staðið sig vel að þessu leyti og skilið þörf sjómanna til að halda tengslum við ættlandið." Þeir sögðu að lokum, að þeir vonuðu að útgerðarmenn hefðu skilning á kjaramálum þeirra og samningum yrði hraðað svo sem kostur væri. Einar I. Halldórsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar. Nýr bæjar- stjori í Hafnarfirði Á FUNDI bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar í gær var samþykkt að ráða Einar Inga Halldórsson bæj- arstjóra Hafnarfjarðar. Tekur hann við embættinu hinn 1. júlí n.k. af Kristni Ó. Guðmundssyni. Hlaut Einar 6 atkvæði og Bjarni Þór Jónsson sem eihnig sótti um embættið 5 atkvæði. Einar I. Halldórsson lauk lög- fræðiprófi 1974 og hefur hann síðan starfað hjá Tryggingu hf. Kona hans er Ásta Bára Jónsdótt- ir. Jón Þórariiis- son hættír hjá sjónvarpinu Jón Þðrarinsson dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar sjón- varpsins sagði í gær starfi sínu lausu frá 1. ágúst n.k. í samtali við Mbl. kvaðst Jón ætla að fara að sinna ýmsum hugðarefnum sem setið hefðu á hakanum í dagsins önn, en vildi að öðru leyti ekki fara nánar út í þá sálma. Sinfóníutón- leikar í Stapa Sinfóníuhljómsveit íslands heldUr n.k. miðvikudagskvöld 2. maí tónleika í félagsheimilinu Stapa í Ytri Njarðvík. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson og einsöng- vari Ingveldur Hjaltested. Á efnis- skrá tónleikanna verða eingöngu létt klassísk verk eftir ýmsa höf- unda. Jóhann G. sýnir á Akureyri SÝNINGU Jóhanns G. Jó- hannssonar, sem að undan- förnu hefur staðið yfir í Gallerí Háhól á Akureyri, verður framhaldið í dag, 1. maí, en ráðgert hafði verið að ljúka henni. Verður hún opin kl. 15—22, en Jóhann sýnir rúmlega 60 olíu- og vatnslitamyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.