Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 43 Halldór Blöndal: Ef maður spyr sjálfan sig... EF MAÐUR spyr sjálfan sig að því, hvort helztu leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar svari gagnrýni á störf sín, veit enginn til þess um flest^ þeirra. Þó hafa þeir gífurleg völd og bera þess vegna mikla ábyrgð. En að- finnslum er gjarna svarað með stéttarlegum vígorðum og kommúnískum skætingi. Geta menn haft Guðmund J. Guðmundsson í huga sér til þess að sjá fyrir sér þess háttar verkalýðsleiðtoga. Ég er viss um að þetta breytist ekki, nema stéttar- félögin verði opnuð fyrir mis- munandi skoðunum með því að taka upp hlutfalls- kosningar. Minni hiutinn hefur hvarvetna þann rétt í okkar þjóðfélagi, að tillit sé til hans tekið. Þeir menn, sem ekki treysta verkafólki og almennu launafólki til að hafa raunverulega eitthvað um það að segja, hverjir fari með stjórn stéttarmálefna sinna, eru þess vegna ekki verkalýðssinnar. í afstöðu þeirra er of mikill hroki til þess að þeir geti verið það. Við sjáum, hvernig verð- bólgan leikur lausum hala og brennir upp kaupmáttinn fyrir launafólki. Við vitum, hvernig ýmsir af forystu- mönnum verkalýðs- hreyfingarinnar hafa breyzt Ilalldór Blöndal úr hvítum lömbum í fyrra í mórauða sauði núna. Geld verkalýðshreyfing getur ekki haft þá forystu á hendi, sem ein dugir til þess að vinna á verðbólgunni án þess að það gangi fyrir launþega. Hef alltaf verið mjög andvígur hlutfallskosningum Björn Bjarnason, fyrrverandi formaður Landssambands iðnverkafólks svaraði þannig spurningunni um hlutfalls- kosningar í verkalýðsfélögum: — Ég hef ekki skipt um skoðun í því efni. Ég hef alla tíð frá því fyrst var farið að minnast á þetta fyrir 1930 eða um það leyti verið því mjög andvígur. Ég finn í raun og veru engin rök, sem mæla með því að taka upp þetta fyrirkomu- lag. Og ég held að með því værum við að löghelga pólitísku togstreit- una innan félaganna. Á árum áður höfðum við nú vissulega nóg af henni, þó að segja megi að hún hafi ekki verið með öllu ill vegna þess að þá jók hún að vissu leyti þátttöku á fundum hjá félögunum. Núna er kannski eitt mesta mein hreyfingarinnar þessi lognmolla sem ríkir í félögunum, yfirleitt með afbrigðum léleg fundarsókn, Björn Bjarnason en það mein held ég að verði ekki læknað með því að taka upp hlutfallskosningar í félögunum. Stjómunarfélag Islands: Parkinson heldur fyrirlestur hérlendis PRÓFESSOR C. Northcote Park- inson mun dvelja hérlendis í boði Stjórnunarfélags íslands dagana 8. —11. maí n.k. Prófessor Park- inson verður gestur á hádegis- verðarfundi Stjórnunarfélagsins sem haldinn verður í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 10. maí Pr. C. Northcote Parkinson kl. 12:00. Á fundinum mun próf- essor Parkinson flytja erindi sem hann nefnir „The Art of Comm- unication“. Prófessor Cyril Northcote Park- inson er fæddur árið 1909. Hann hlaut menntun sína í Jórvík, Cambridge og við Lundúnahá- skóla, en þaðan lauk hann doktors- gráðu í sagnfræði. Hann hefur kennt sagnfræði við ýmsa háskóla í Bretlandi, Bandaríkjunum og Malasíu og jafnframt ritað mikið um sagnfræðileg efni. Árið 1957 kom út eftir hann bókin „Lögmál Parkinsons" sem gerði hann heimsfrægan á skammri stundu. Bókin kom út hérlendis árið 1959 í íslenskri þýðingu Vilmundar ’ Jónssonar fyrrum landlæknis. Margir munu líka minnast útvarpsleikrits eftir norska höfunda sem hér var flutt fyrir nokkrum árum og byggt var á lögmálum Parkinsons. I kjölfar bókarinnar um lögmál Parkinsons hafa svo komið út eftir hann fleiri bækur um stjórnun- armál og nokkur skaldverk. Árið 1977 kom út bókin „Communicate" sem prófessor Parkinson og Nigel Rowe unnu saman að og hefur sú bók vakið mikla athygli víða um heim. Á þessu ári er væntanleg eftir hann ævisaga Jeevs, skald- sagnapersónu úr ritum P.G. Wode- house, og einnig mun „Lögmál Parkinsons" koma út í nýrri og endurbættri útgáfu, en höfundur telur að þróun síðustu ára hafi lítt haggað við algildi þeirra. Hin síðari ár hefur prófessor Parkinson farið víða um heim og haldið fyrirlestra um margvísleg efni. í fyrirlestri sínum hér mun hann ræða um „list tjáskipta" (The Art of Communication). Þetta er í fyrsta sinn sem prófessor Parkinson heimsækir Island- Auk þess að halda þennan fyrirlestur að Hótel Sögu mun hann ræða við starfsbræður sína í Háskóla íslands og kynnast mönn- um og málefnum hér á landi. Þeir sem hafa hug á að sækja hádegisverðarfyrirlestur prófess- ors Parkinsons eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Stjórnunarfélags íslands. U ngt tónlistar- f ólk á Húsavík Húsavík. 30.4. UNGT tónlistarfólk sem er við tónlistarnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lýkur sumt þaðan námi á þessu vori hélt tónleika á Húsavík og í Mývatnssveit nú um helgina. Flytjendur voru Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó, Ásgeir Hermann Steingrímsson trompet, Gunnar Gunnarsson þverflauta og Sigurður Marteinsson píanó. Efnisskráin var fjölbreytt og há- klassík og var vel tekið af áheyr- endunum, en auka lögin voru í léttari dúr og þeim var bezt tekið. Fréttaritari. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 URVALSVÖRUR PLANTERS .PEANUT \ BUTTER HNETUSMJÖR OG HNETUOLÍA. HNETUR — KRYDDAÐAR OG ÞURRSTEIKTAR ÁN OLÍU. mixednuts PLANTERS Pl&NIER5|P^NTERS|^ , , ( ||OLOFASmONEO I i^OCKLUU- “eanuts 1; PEANUT5 HNETUR — STEIKTAR A VENJULEGAN HATT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.