Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.05.1979, Blaðsíða 38
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 Framkvæmdir hafnar við kirkju- smíði í Þorlákshöfn Ungir félagar í Gerplu við undirhúning útimarkaðarins. Gerplufólk með úti- markað í Kópavogi ÞAÐ stendur til að lífga svolítið upp á bæjarbraginn í Kópavogi þann 1. maí. Félagar í íþróttafé- laginu Gerplu gangast þann dag fyrir útimarkaði á litla torginu fyrir framan verzlanir í Hamra- borg 1. Útimarkaðurinn býður upp á allskyns muni, sem seldir verða við hagstæðu verði. Þarna verð- ur að finna allskonar kökur og meðlæti, blóm, bækur og sitt- hvað, sem til gagns og gamans má verða. Trúlega verður hægt að prútta eitthvað við sölufólkið úr Gerplu, rétt eins og á mörkuðum sunnar í álfunni, en Gerplurnar spá suðurlandaveðri þennan dag og búast við miklum og fjörug- um viðskiptum. Undanfarna mánuði hefur Gerpla lagt í hvert stórvirkið af öðru. Reist íþróttasal að Skemmuvegi 6, ráðið til sovézkan fimleikasérfræðing, og margfaldað alla starfsemi sína. Árangurinn hefur líka ekki látið á sér standa, því Gerplustúlk- urnar unnu megnið af verðlaun- unum á síðasta íslandsmóti í fimleikum. Útimarkaðurinn hefst kl. 2, en kl. 5 verður kvikmyndasýning fyrir börn í Hamraborg 1. Umferðarmerkjum fjölg að úr 42 í 126 1. maí Ný reglugerð um umferðar- merki og notkun þeirra gengur í gildi hinn 1. maí n.k. og verða með henni tekin upp ýmis ný merki. Fjölgar umferðarmerkj- um úr 42 í 126 og eru nýju merkið í samræmi við alþjóðareglur um umferðarmerki. Umferðarráð annast kynningu á nýju merkjunum og hefur verið gert veggspjald í lit svo og bæklingur með hinum nýju merkj- um. Verður veggspjaldinu dreift í skóla, lögreglustöðvar, bensín- stöðvar og víðar, en bæklingnum munu m.a. tryggingarfélögin dreifa til viðskiptavina sinna í samvinnu við Úmferðarráð. Þá verður hægt að fá reglugerðina sjálfa, sem er 30 síðna rit, keypta hjá Bókaverzlunum Lárusar Blöndal í Reykjavík. Sem fyrr segir fjöldar umferðar- merkjum úr 42 í 126 og verða hér á eftir tekin nokkur dæmi um ný merki. Dæmi um breytt bann- merki er t.d. stöðvunarskylda við vegamót. Gamla merkið hverfur en nýtt merki er, rautt með hvítri áletrun, STOP, og er sexkanntað. Þá verður lagt niður merkið er hingað til hefur gilt um bann við að leggja ökutæki og notað þess í stað blátt merki með rauðri rönd og rauðu skástriki, sem áður tákn- aði bannað að leggja eða stöðva ökutæki, en þýðir frá 1. maí bannað að leggja ökutæki. Þá er tekið upp nýtt bannmerki sem táknar að skylt sé að víkja fyrir umferð á móti. Er merkið gult með rauðri rönd, eins og flest önnur bannmerki, rauð ör sem snýr upp og svört ör sem snýr niður. Þá eru tekin upp þrjú ný aðvörunarmerki sem gefa til kynna að umferð af hliðavegi víkur og verða þau því einkum sett upp rétt við gatnamót. 3 1® Þessí merki má nota áður en komi er að vegamótum og sýna þau að þeim ber að víkja sem kemur frá hliðarvegi. 2. Nýja stöðvunarskyldumerkið. 3. skylt að víkja fyrir umferð sem kemur á móti. 4. ósléttur vegur. Merki þetta má nota áður en komið er að vegarkafla eða stað á vegi með bundnu slitlagi þar sem miklar ójöfnur eru á yfirborði akbrautar. 5. Akstur vélknúinna ökutækja bannaður. 6. U-beygja bönnuð. UorláLshöfn 30.4. FYRSTA skófiustunga að kirkju- byggingu í Þorlákshöfn var tekin laugardaginn 28. þ.m. kl. 10 árdegis við virðulega athöfn. At- höfnin hófst er Þorlákshafnar- búar ásamt mörgum góðum gest- um söfnuðust saman við Barna- skólann. Þaðan var gengið á byggingarstaðinn. Fyrir göng- unni fóru tvö ungmenni sem báru ljósker ásamt skólastjóra sínum, sem bar kross. Sóknarpresturinn, sr. Tómas Guðmundsson, flutti ávarp og ritningarlestur, þá flutti vígslu- biskup Skálholtsbiskupsdæmis, sr. Sigurður Pálsson, bænar- og bless- unarorð. Hann reisti upp kross sem tákn þess að þarna skyldi kirkjan standa og byggingar- framkvæmdir væru hafnar. Söng- félag Þorlákshafnar söng við at- höfnina undir stjórn Ingimundar Guðjónssonar, sem auk þess að vera söngstjóri er formaður sókn- arnefndar. Þá tók vélskófla til starfa við að grafa fyrir kirkjunni. Fyrirhugað er að ljúka steypu- vinnu kirkjunnar nú á sumrinu. Byggingarmeistari er Sverrir Sigurjónsson, Þorlákshöfn, en Hannes Gunnarsson trésmíða- meistari í Þorlákshöfn hefur tekið að sér framkvæmdir við smíði kirkjunnar. Kirkjuna teiknar Jör- undur Pálsson arkitekt í Reykja- vík, verkfræðistörf annaðist Ólaf- ur Ingimundarson tæknifræðing- ur, Þorlákshöfn. Hér á staðnum er nýlegur kirkjugarður með klukknaporti og var klukkunum hraustlega hringt á þessari hátíð- arstund sl. laugardag. Kirkjugarð- urinn var byggður 1974, veggir hans eru þjóðlegir, listilega hlaðn- ir úr grjóti á gamla vísu. Það verk vann Sigurþór Skæringsson, Þorl- ákshöfn. Reynir Vilhjalmsson skrúðgarðaarkitekt hannaði garð- inn. Nú vaknaði von manna um að sjá kirkju sem félli vel að garðin- um og umhverfi hans rísa þarna á hólnum. Árnessýsla gaf land undir kirkjuna úr landi því sem sýslan á hér í Þorlákshöfn. Litlu síðar eða 4.9.1975 var svo ákveðið á safnaðarfundi að byggja kirkju í Þorlákshöfn og hefja þá þegar undirbúning undir það og allar götur síðan hafa borist höfð- inglegar gjafir og áheit til hinnar væntanlegu kirkju, og margt ágætt fólk hefur unnið markvisst að framgangi þessa máls. Fjáröfl- un hefur gengið með ágætum vel. Við trúum því hér að með Guðs hjálp og með samstilltu átaki vina og velunnara þessa málefnis muni kirkjan fljótlega rísa af grunni. Ragnheiður. Sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup og sr. Tómas Guðmundsson við athöfn er tekin var fyrsta skóflustunga kirkjubyggingar í Þorláks- höfn. Mynd. Guðm. Áskelsson. Ríkisstjórnin ætlaði sér alltaf að taka 3% l.apríl Rætt við Agnar Amason varafor- mann Starfismannafélags Akureyrar MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Agnar Árnason, vara- formann Starfsmannafélags Akureyrarbæjar, og spurði hann um stöðuna 1 kjaramálunum. — Ég tel, að ríkisstjórnin hafi alltaf ætlað sér að taka 3% grunnkaupshækkunina af okkur launþegum 1. apríl. Spurningin var bara, hvernig hún átti að fara að því. Samkomulagið við BSRB var ein af leiðunum til þess að ríkisstjórnin þyrfti ekki að af- nema grunnkaupshækkunina með lögum einhliða eins og hjá bankamönnum og fleiri. Ég velti því fyrir mér síðustu dagana sem málið var til um- ræðu á Alþingi, hvort við mynd- um fá 3%, ef við felldum sam- komulagið. Ég er ekki alveg viss um það, þrátt fyrir yfirlýsingar forsætisráðherra. Ég sé ekki hvernig hægt er að láta hækk- unina ná til okkar, eftir að búið er að taka hana frá öðrum. Ég lít á málið sem feluleik og það fælir fólk frá að taka þátt í kosningunum. Mér finnst nauð- synlegt, að það komi fram, að þetta er í fyrsta skipti sem umsamin grunnkaupshækkun er tekin af með lögum. Þetta skap- ar mjög vont fordæmi og við getum spurt: Hvað gera næstu ríkisstjórnir? í rauninni finnst mér að fólkið í landinu ætti að rísa upp, þegar gengið er á rétt þess með þessum hætti. Því hefur verið haldið stíft fram af sumum, að við höfum fórnað einhverju, til þess að fá verkfallsréttinn 1976. Ég er ekki sammála því. Ég veit ekki til þess, að við létum neitt af hendi í skiptum fyrir verkfallsréttinn þá. I sambandi við samkomulagið við ríkisstjórnina er mest áherzla lögð á, að við getum samið um lengd aðalkjarasamn- ings og þetta er gjarnan kallað hrókurinn í þessu samkomulagi. Ég tel hins vegar að miklar líkur séu til þess, að það náist fram, hvort sem samkomulagið verður fellt eða ekki. En ég vil segja, að það sé líka drottning í samkomulaginu, þar sem er ákvæðið um þá, sem unnið hafa hjá hálfopinberum stofnunum. Þeir hafa staðið mjög illa að vígi og oft talað við mig um sín mál, svo að ég er kunnugur því. Það er mikill ókostur, að sérkjarasamningarnir skuli vera til þriggja ára. Reynslan frá 1977 sýnir, að eftir að frá slíkum samningi er gengið koma ýmsir hópar og knýja fram hækkun, m.a. með því að hóta fjöldauppsögnum, og má vel vera að sumt eigi rétt á sér. Þetta skapar misræmi, sem eftir samkomulaginu leiðréttist ekki fyrr en eftir þrjú ár, þegar þvert á móti er nauðsynlegt að röðun í launaflokka endurskoðist á hverju ári. Mín stefna er sú, að lægstu laun skuli a.m.k. vera helmingur af hæstu launum, en til þess þarf að breyta ýmsum öðrum þáttum um leið, eins og t.d. vaktaálögum. Þá tel ég æskileg- ast, að sömu launastigar séu hjá öllum stéttarfélögum, þannig að aðeins þyrfti að raða mönnum í þá eftir störfum, en núna eru launastigarnir ekki einu sinni eins hjá BHM og BSRB og er ég mjög ósáttur við það. Ég vil svo bæta því við, að við þyrftum að ná sömu kjörum og við söndum um 1977. Er það ekki lágmarkið? Að síðustu vil ég lýsa óánægju minni með það, að það skuli alltaf þurfa fleiri vinnustundir fyrir þá lægst launuðu að vinna fyrir heimilinu. Ég er með þá hugmynd, að það þyrfti að stytta vinnutímann þannig, að 10 stundir nægðu til að vinna fyrir heimilinu og gætu hjónin þá skipt þessu með sér. Ég held að þetta sé framkvæmanlegt, ef við fækkum þeim, sem vinna óarðbær störf. Og þá er ég kominn inn á ríkisbáknið og skattamálin. Ég vel halda því fram, að það þurfi að draga úr ríkisbákninu eins og hægt er, enda á hið opinbera ekki að leggja í óarðbærar framkvæmd- ir á verðbólgutímum. Og það á ekki að þurfa að vera hætta á atvinnuleysi, ef við beinum vinnuaflinu fyrst og fremst að arðbærum störfum. í þessu sambandi vel ég nota tækifærið til þess að lýsa andstöðu minni við það, að fasteignaskattar og tekjuskattur skuli lagðir á eigið húsnæði, en eigin húsaleiga var hækkuð verulega nú fyrir ára- mótin. Það gefur ekki tilefni til skattlagningar, þótt menn eigi venjulega íbúð fyrir sig, enda eru þeir búnir að borga marg- sinnis skatt af peningunum, sem fóru í húsið, bæði með beinum sköttum og óbeinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.