Morgunblaðið - 01.05.1979, Page 46

Morgunblaðið - 01.05.1979, Page 46
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 25 Fram bikarmeistarar i kvennaflokki FRAMSTÚLKURNAR urðu bik- armeistarar kvenna í handknatt- leik með 11 — 89 sigri sínum yfir KR á sunnudagskvöldið í Laug- ardalshöllinni. Var sigur Fram sanngjarn því að þrátt fyrir að liðinu yrðu á óvenju mörs mistök í' leik sínum. voru þær ávallt betri aðilinn. Með þessum bikarsigri sinum hafa Framstúlkurnar unnið alls 8 mót í röð. sem er einstakur árangur. Fram sigraði ekki átakalaust í leiknum, KR-stúlkurnar börðust vel og áttu góða spretti. Fyrri halfleikur liðanna var nokkuð jafn þar til í lok hans að Fram náði 2 marka forystu með fallegum og vel útfærðum hraðupphlaupum sem gáfu mörk. Sérstaklega var síðasta markið laglegt en það skoraði Jenný Grétudóttir. Staðan í hálf- leik var 7—5. Mikið var um mistök hjá báðum liðum í síðari hálfleiknum en eftir um 10 mínútna leik hafði KR jafnað leikinn 7—7. Karolína skor- aði bæði mörkin með þrumuskot- um. Á þessum kafla gekk hvorki né rak hjá Fram, ein fimm upp- hlaup fóru forgörðum eftir rangar sendingar, eða að boltanum var gloprað niður. En KR-stúlkunum tókst ekki að notfæra sér þessi mistök og á lokakaflanum skoruðu Framstúlkurnar 4 mörk á móti einu hjá KR. Best í liði Fram var Kolbrún í markinu og þær Jóhanna og Guð- ríður. Hjá KR átti Karolína lang- bestan leik og var sú eina sem eitthvað ógnaði af ráði. Mörk Fram: Guðríður 5 (3v), Oddný 3, Sigrún, Jenný og Jó- hanna 1 hver. Mörk KR: Karolína 5 (2v), Olga, Elly, Hansína 1 mark hver. — þr. • Stúlkurnar í meistaraflokki Fram hafa unnið það einstaka afrek að sigra í átta mótum í röð. Nú í síðast urðu þær bikarmeistarar HSÍ. Mark en ekki mark FRAM hefði átt að fá aukastigið sem þeim bar er liðið lagði Þrótt að velli á Melavellinum. Staðan var 2—0 fyrir Fram og skammt til leiksloka þegar Guðmundur Steinsson Frammari skaut á mark í dauðafæri. Boltinn fór af Úlfari Hróarssyni og upp í þak- netið og þaðan samstundis út á völlinn aftur. Þeir sem vel voru staðsettir áttu ekki í nokkrum vandræðum með að sjá þetta atvik greinilega. Valur Ben. dæmdi ekki mark og voru það hans einu mistök í leiknum, að öðru leyti stóð hann sig óaðfinn- anlega. 2—0 urðu því lokatölur leiksins. Þróttarar voru miklu slakari en nokkru sinni fyrr í Reykjavík- urmótinu til þessa, einkum í síðari hálfleik þegar þeir þurftu að sækja gegn golunni. Höfðu Frammarar þá algera yfirburði og hefðu átt að skora fleiri mörk. Olafur mark- vörður Þróttar bjargaði t.d. á snilldarlegan hátt aukaspyrnu sem sveif áleiðis í vinkilinn. Og fleiri færi fóru forgörðum. Þeir Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson skoruðu mörk Fram, Pétur með góðu skoti á 35. mínútu fyrri hálfleiks og Guðmundur með poti eftir darrað- ardans í vítateig Þróttar um miðj- an síðari hálfleik. Þeir félagarnir ásamt Marteini Geirssyni voru bestu leikmenn Fram. Marteinn er orðinn geysilega sterkur. Færra var um fína drætti hjá Þrótti og ólíklegt er að liðið geti leikið verr en á laugardaginn. — gg. Lyftingasett íslenzk smíði Helmingi ódýrara en erlent Lyftingabekkur, verö kr. 60.000- Tækjahaldarar, verð kr. 50.000- Lyftingastöng + lóö 65 kg kr. 125.000- Handlyftaraöxlar kr. 12.500 - stk. án lóða. Einingaverð kr. 260.000- Sé heilt sett keypt kr. 240.000- Hverja einingu er hægt að fá keypta sér. Pantanir og nánari upplýsingar sendist í pósthólf 4231,104 Reykjavík H 888. ■ Það er svo annarlega bikar- stemning í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið er Víkingar og ÍR-ingar leiddu saman hesta sfna í úrslitaleik bikarkeppninnar. Og ekki vantaði spennuna í leikinn. Það var ekki fyrr en að 10 minútur voru til leiksloka að Víkingum tókst að hrista af sér hina baráttuglöðu ÍR-inga sem ætluðu sér þá um of og leikur þeirra hrundi eins og spilaborg. Þessar síðustu 10 mínútur skor- uðu Víkingar 8 mörk á móti 3 og sigruðu þeir í leiknum með 20 mörkum gegn 13, eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 7—7. Það var fyrst og fremst stórgóður leikur Eggerts í marki Víkings sem lagði grunninn að sigrinum en Eggert varði 12 skot í síðari hálfleiknum og gerði sér lítið fyrir og skoraði hjá kollcga sín- um, Jens, í marki ÍR með því að kasta yfir allan vöklinn. Jens var víðsfjarri og átti ekki möguleika á að ná til boltans. Misjafn leikur Leikur liðanna var allan tímann mjög sveiflukenndur. í byrjun leiks komust ÍR-ingar í 4—0, og það var ekki fyrr en á 14. mínútu leiksins að Sigurði Gunnarssyni tókst að finna leiðina í netið framhjá sterkari vörn ÍR og góðum markverði. Mikil barátta var í varnarleik ÍR-liðsins og virtist það koma Víkingi nokkuð úr jafnvægi í byrjun. Þegar 20 mínútur voru liðnar af fyrri hálf- leiknum var staðan 5—3 fyrir ÍR og hefur Víkingum ekki gengið jafn illa í allan vetur að skora mörk og á þessum tíma. En smátt og smátt komst jafnvægi á í leik þeirra og staðan í hálfleik var jöfn 7-7. Það var mesti fítonsandi í IR-ingum í byrjun síðari hálfleiks- ins og skoruðu þeir þrjú fyrstu mrökin og breyttu stöðunni í 10—7 var auðsýnilega farið að fara um Víkingsaðdáendurnar í höllinni. En þegar mest á reyndi kom í ljós hvort liðið var sterkara. í stað þess að spila af fullri gát og halda kenttinum, hafa langar sóknir, reyndu IR-ingar ótímabær skot og gerðu enga tilraun til þess að halda hraðanum niðri. Þess í stað var leikið á fullri ferð og það hentaði Víkingum vel, enda vel þjálfaðir í hraðupphlaupum og með nægilegt líkamlegt úthald. Blaðran sprakk gjörsamlega hjá IR þegar 10 mínútur voru til leiksloka, og þessar síðustu mínútur voru þeir eins og börn í höndum Víkinga. Víkingar breyttu stöðunni úr 7—10 i 15—10 sér í hag skoruðu átta mörk án þess á ÍR tækist að svara. Mikill hraði var svo alveg í lokin og mörkin hlóðust upp og eins og fyrr segir varð lokastaða 20—13, stórsigur Víkings. Liðin: Lið Víkings var óvenju seint í gang í leiknum og óvanalegt var að sjá þá misnota mörg ágæt tæki- færi. Það hefur sjálfsagt haft sitt að segja að Viggó var ekki með. Þá voru Víkingar nokkurn tíma að átta sig á góðum varnarleik ÍR og hversu hraustlega var tekið á móti þeim í leiknum. En reynsla liðsins var þung á metaskálunum og í lokin sýndi liðið hvað í því bjó og hreinlega hafsigldi ÍR. Bestu menn Víkings í þessum leik voru Eggert markvörður, gömlu jaxlarnir Páll og Árni svo og Steinar Birgisson. Eitt er það sem háir liðinu nokkuð og það er hversu það vantar skiptimenn, það er með ólíkindum að leika heilan úrslita- leik og skipta ekkert inná. En það sýnir í hversu góðri líkamlegri æfingu þeir leikmenn eru sem leika. Lið ÍR á hrós skilið fyrir hversu vel það barðist í leiknum og lengi vel framanaf var það betra. En með þeirri miklu baráttu sem þeir sýndu í varnarleiknum þá hlaut að koma að því að úthaldið gæfi sig. Þegar leikþreytan fer að segja til sín þá koma mistökin. Ótímabær skot eru reynd og boltanum er glatað eftir slæmar sendingar. Þeir Jens Einarsson og Brynjólf- ur Markússon voru bestir ÍR-inga, en einnig átti Guðjón Markússon góða spretti inn á milli. Sigurður Svavarsson var traustur í vörn- inni. Ungu mennirnir í liðinu voru fullbráðir í leiknum og léku oft meira af kappi en forsjá. í stuttu máli: Úrslitaleikur í bikarkeppni HSÍ, 29 apríl, í Laugardalshöllinni. Víkingur — ÍR: 20-13 (7-7). Mörk Víkings: Steinar 5, Páll 4, Ólafur 3, Sigurður 3, Árni 2v, Skarphéðinn 1, Erlendur 1, Eggert 1. Mörk ÍR: Brynjólfur 5, Guðjón 3, Guðmundur 3, Sigurður 2v. Borttvísun af leikvelli: Sigurður Svavarsson og Sigurður Gíslason, 'ÍR, báðir í 2 mín. Steinar Birgisson, Skarphéðinn Óskarsson, Páll Björgvinsson, og Erlendur Hermannsson, Víkingi, allir í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Jens Einars- son varði hjá Árna Indriðasyni á 48. mínútu. Dómarar voru þeir Karl Jóhannsson og Jón Hermannsson og dæmdu þeir leikinn nokkuð vel. -Þr. Sagt eftir leikinn INGÓLFUR ÓSKARSSON, þjálfari ÍR: — Þegar staðan var 10—7 okkur í hag, hættum við að spila. Of mikið var um ótímabær skot, jafnvel eftir 10—15 sekúndna leik. Þá voru dómararnir ákaf- lega hlutdrægir í leiknum, og bitnaði það svo mjög á okkur. BODAN, þjálfari Víkinga: — Við vanmátum ekki ÍR-Iið- ið. Þessi slæma byrjun okkar stafaði fyrst og fremst af tauga- spennu. En við erum í góðri þjálfun og okkur tókst að ná okkur á strik og sigra. ÍR er með gott lið, og það er eriftt að sigra þá þegar þeim tekst að einbeita sér. PÁLL BJÖRGVINSSON, fyrirliði Víkings: — Mér fannst þetta ekki erfið- ur leikur, og ég er ekkert þreytt- ur. Þegar við höfðum náð að jafna 10 — 10, var ég alveg viss um að okkur tækist að sigra í leiknum. Þá vil ég nota tækifærið og þakka stuðningsmönnum okk- ar sem voru á leiknum, hróp þeirra færðu okkur að minnsta kosti fjögur mörk þegar mest á reið. BRYNJÓLFUR MARKÚSSON, fyrirliði ÍR: — Við héldum ekki höfði þeg- ar mest á reið. Þegar staðan var 10—7 okkur í hag og síðari hálfleikur allt að því hálfnaður áttum við að hanga á boltanum, í stað þess keyrðum við upp hrað- ann og réðum ekki við hann, það voru okkar stóru mistök. EYSTEINN HELGASON, formaður handknattleiksdeildar Víkings: — Þetta var sanngjarn sigur, betra liðið vann. Það háir liðinu að vísu hversu fáa skiptimenn við höfum. — Ég vil sérstaklega þakka hinum dyggu stuðnings- mönnum okkar fyrir alla þá hjálp sem þeir veittu okkur í leiknum með áköfum hrópum og köllum. Það hefur ótrúlega mikið að segja. ÞÓRIR JÓNSSON, formaður ÍR: — Þetta var góður leikur af hálfu ÍR, og þctta á allt eftir að koma. Við skulum bíða og sjá eftir svo sem þrjú ár. — þr. inni, var glímd í íþróttahúsi Kennaraháskólans s.l. sunnudag. Til leiks mættu 13 glímumenn og urðu úrslit þau að Ingi Þ. Yngva- son HSÞ bar sigur úr býtum. lagði alla andstæðinga sína. Fór ekki milli mála að Ingi var sterkastur glímumanna í mótinu og mjög vel að sigrinum kominn og sæmdarheitinu „Glímukóngur ísland.“ j Íslandsglíman var nú í fyrsta skipti glímd með nýju fyrirkomu- lagi, þ.e. úrsláttarfyrirkomulagi. Var glímumönnunum raðað eftir styrkleika, líkt og gert er í bad- minton, borðtennis og fleiri ein- staklingsíþróttum og er markmið- ið það að þeir sem fyrirfram eru taldir sigurstranglegastir mætist ekki fyrr en í síðustu glímunum. Þeir glímumenn sem áttust við glímdu jafnaðarglímu, þ.e. glímdu tvær glímur en ef þeir voru þá jafnir glímdu þeir þriðju glímuna til úrslita og var þá glímt til þrauta. Sá sem tapaði var úr leik en sigurvegarinn hélt áfram í næstu umferð. Þetta fyrirkomulag hefur tvímælalaust ýmsa kosti en einnig ókosti, t.d. þá, að glímumað- ur kann að falla úr eftir aðeins tvær glímur og er það heldur snubbótt keppni fyrir mann, sem t.d. er kominn alla leið úr Þingeyjarsýslu til keppninnar, eins og reyndin varð með þann ágæta glímumann Kristján Yngvason í þessu móti. Úrslit einstakra viðureigna urðu sem hér segir: 1. UMFERÐ: Halldór Konráðsson, Víkverja, vann Ásgeir Víglundsson, KR, 2:0. Guðmundur Ólafsson, Ármanni, vann Helga Bjarnason, KR, 2.1. Rögnvaldur Ólafsson, KR, vann Ólaf Pálsson, HSK, 2:0. Ólafur H. Ólafsson, KR, vann Árna Bjarna- son, KR, 2:0. Guðmundur Freyr Halldórsson, Ármanni, vann Sig- urjón Leifsson, Ármanni, 2.0. 2. UMFERÐ: Pétur Yngvason, HSÞ, vann Halldór Konráðsson, Víkverja, 2:0. Guðmundur Ólafsson, Ármanni, vann Rögnvald Ólafsson, KR, 2:0. Ólafur H. ÓLafsson, KR, vann Guðmund Frey Halldórsson, Ár- manni, 2.0. Ingi Þ. Yngvason, HSÞ, vann Kristján Yngvason, HSÞ, 2:0. 3. UMFERÐ: Pétur Yngvason, HSÞ, vann Guðmund Ólafsson, Ármanni, 2:0. Ingi Þ. Yngvason, HSÞ, vann Ólaf H. Ólafsson, KR, 2:0. GLÍMA UM 3. SÆTI: Guðmundur Ólafsson, Ármanni, vann Ólaf H. Ólafsson, KR, 2:0. GLÍMA UM 4. SÆTI: Ingi Þ. Yngvason, HSÞ, vann Pétur Yngvason, HSÞ, 2:0. Sem fyrr segir var Ingi Þ. Yngvason ótvíræður sigurvegari. Hann glímdi 6 glímur og vann þær allar. Úrslitaglímurnar við Pétur tvíburabróður sinn vann Ingi sannfærandi og með góðum brögð- um. Það var helst að hann ætti í brösum með hinn kappsfulla glímumann Ólaf H. Ólafsson úr KR. Ólafur er aðeins 16 ára gamall en geysilega mikið glímumanns- efni. Hann kom mest á óvart í glimum sínum við hinn gamal- kunna kappa Guðmund Frey, sem Ólafur lagði tvívegis á hælkrók. Þá var hann alls ófeiminn við þá reyndu glímumenn Inga og Guð- mund Ólafsson þótt hann tapaði fyrir þeim báðum. Pétur Yng\-ason glímdi vel að vanda en mætti ofjarli sínum í Inga. Guðmundur Ólafsson hreppti bronzverðlaunin að þessu sinni, en stóð greinilega nokkuð að baki þeim bræðrum. I mótslok ávarpaði Ingimundur Guðmundsson glímukappi Islands 1939 og ’40 áhorfendur og kepp- endur og afhenti Inga Grettisbelt- ið, hinn fagra grip sem um er keppt. Glímustjóri þessa vel heppnaða móts var Gunnlaugur Briem, Sigurður Jónsson var yfir- dómari en meðdómendur Arn- grímur Geirsson og Garðar Er- lendsson. — SS. Ingi Þ. Yngvason „Glímukóngur íslands“ ÍSLANDSGLÍMAN. hin 69. í röð- Þrír efstu menn í Íslandsglímunni frá vinstri: Ingi Þ. Yngvason glímukóngur íslands. Pétur Yngvason. o Guðmundur Olafsson Ármanni. „Sviplaus Islandsglíma vegna nýja fyrirkomulagsins“ — segir nýi glímukóngurinn MÝVETNINGURINN Ingi Þ. Yngvason endurheimti að þessu sinni Grettisbeltið og sæmdarheit- ið „Glímukóngur Islands". Það sæmdarheiti ber Ingi með sóma, því hann er án nokkurs vafa bezti glímumaður okkar um þessar mundir. Að lokinni glímunni ræddi blm. Mbl. stuttlega við Inga. „Ég neita því ekki að mér fannst þetta heldur sviplaus íslands- glíma,“ sagði Ingi aðspurður. „Ég hef alla tíð verið á móti þessu fyrirkomulagi, sem nú var haft á glímunni, tel að gamla fyrirkomu- lagið þar sem allir glímdu við alla hafi verið búið að vinna sér ára- langa hefð og annað fyrirkomulag hæfi ekki þessu helsta glímumóti okkar." — Hvaða ókosti sérðu við nýja fyrirkomulagið? „Ég sé marga ókosti við það en engan kost. Mesti ókosturinn er sá að sterkur glímumaður getur lent í vandræðum í einni glímu og lent í því að falla fyrir mun lakari manni. Þannig getur hann fyrir óheppni dottið út úr glímunni snemma í keppninni og því tel ég að þetta nýja fyrirkomulag geti haft það í för með sér að sterkasti maðurinn vinni ekki. Annar mikill ókostur við glímuna er sá, að sumir fá ákaflega lítið út úr mótinu. Ég get nefnt sem dæmi Kristján bróður minn. Hann kem- ur hingað til Reykjavíkur til þess að taka þátt í þessu móti. Hann dregst gegn mér fyrst og tapar báðum glímunum og er þar með úr leik. Hann fær því ekkert út úr ferðinni nema tvær glímur við mig, sem glími við hann oft í viku heima í Mývatnssveit." — Hvað er þá til bragðs að taka ef þátttaka er mjög mikil. Þá er erfitt að láta alla glíma við alla? „Þátttökuna má takmarka við J ákveðinn fjölda með því að láta í menn vinna sér keppnisrétt." ^ — Ungur glímumáður kom ^ mjög á óvart, Ólafur Ólafsson. fe Hvernig fannst þér að glíma við I hann? „ „Ólafur kom mér talsvert á • óvart. Hann er öflugur og kapps- . fullur glímumaöur en á margt j ólært, t.d. stígandann, sem hann ' sleppti nú alveg í glímunni gegn í mér. Ég reikna með því að Ólafur G verði mikill glímumaður eftir 2—3 k ár ef hann fær góða kennslu.“ h — Nú hefur þú verið með í i öllum helstu mótunum í vetur. • Hvernig finnst þér glímumótin . hafa verið? „Mótin hafa yfirleitt verið nokk- ' uð góð. Bikarglímán var nú samt skemmtilegust enda glímdu þá t§ allir við alla.“ _ sg_ |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.