Morgunblaðið - 01.05.1979, Síða 31

Morgunblaðið - 01.05.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 1979 79 iðnaðar, svo framarlega sem „réttindi hans og hagsmunur hafa verið fótum troðnir í trássi við lög“. Sovézk stjórnvöld halda því fram, að þetta sé ekki eiginlegt verkalýðsfélag: í fyrsta lagi vegna þess að hags- muna sovézkra verkamanna sé þegar nógu vel gætt af þeim verkalýðsfélögum, sem til eru og í öðru lagi vegna þess að það sé ekki verkalýðsfélag verkamanna í ákveðinni iðngrein. En hvað er verkalýðsfélag? Ef það er sam- tök sem berjast fyrir réttindum verkamanna þá er Frjálsa verkalýðssambandið eina verka- lýðsfélagið í Sovétríkjunum. Fé- lagar í Frjálsa verkalýðssam- bandinu segja að „í landi okkar er engin stofnun, sem ver hags- muni verkamanna hlutdrægnis- laust. Sovézk verkalýðsfélög verja ekki réttindi okkar, þau hafa verið sameinuð í ein sam- tök sem eru undirgefin Flokkn- um og ríkisstjórninni". Yfir- maður sovézkra verkalýðsfélaga er skipaður af ríkisstjórninni. Sá síðasti, Alexander Shelepin, var áður yfirmaður KGB. Eftir- maður hans er Shibaev, áður fyrsti ritari Saratov-svæðis- flokksnefndarinnar. Meira að segja forstjórarnir eru í verka- lýðsfélögum. Forstjórarnir velja verksmiðjunefndirnar, ekki verkamenn. Samningar fyrir- tækjastjórna og verkalýðsfélaga gera aðeins ráð fyrir sameigin- legum aðgerðum til að aga vinnuaflið svo að tryggt verði að áætlunin standist á réttum tíma. Stjórnvöld létu þegar í stað til skarar skríða gegn Frjálsa verkalýðssambandinu. Klebanov var handtekinn fyrir að „sprengja upp neðanjarðarjárn- brautina í Moskvu" og færður í geðsjúkrahús. Þegar aðrir félag- ar í Frjálsa verkalýðssamband- inu fengu hann lausan reyndi KGB að handtaka hann og tvo aðra, en í átökunum, sem fylgdu í kjölfarið, tókst félögum hans með aðstoð vegfarenda að koma í veg fyrir handtöku. 7. febrúar 1978 var Klebanov loks handtek- inn. í maí var hann sendur aftur til Dnepropetrovsk eftir leynileg réttarhöld. Síðan hefur ekkert til hans spurzt. Klebanov hefur barizt við sovézk yfirvöld í 20 ár. Hann hefur ekki barizt gegn sovézka kerfinu heldur fyrir því að lögum þess sé framfylgt og að þeir embættismenn, sem koma í veg fyrir það, verði handteknir. Þeir hafa varpað honum í fang- elsi, fært hann í geðsjúkrahús, ofsótt fjölskyldu hans og neitað honum um vinnu — en samt vill hann ekki gefast upp. Hann er kannski barnalegur, en hug- rakkur, heiðarlegur og ótrúlega þrjózkur. Þess vegna er sovézka ríkisstjórnin hrædd við hann. Nú er Alþjóðavinnumálastofn- unin farin að knýja á um mál hans og Sovétstjórnin lætur rigna yfir hann öllum hugsan- legum fúkyrðum og kallar hann drykkjuhrút, Gyðing, kvenna- bósa, þjóf og sérstaklega brjál- æðing. Reynsla Klebanovs hefur auðvitað fengið á hann, hann er dálítið æstur og í tilfinninga- uppnámi. En Alexander Voloshanovich, opinberi sovézki geðlæknirinn, sem skoðaði hann í janúar 1978, komst að þessari niðurstöðu: „Bæði nú og á þeim tíma þegar hann var ákærður fyrir að brjóta lögin var hann sér með- vitandi um gerðir sínar og hafði fulla stjórn á þeim. Hann er ábyrgur gerða sinna." Klebanov er andlega heil- brigður. Hann er venjulegur sovézkur verkamaður, aðeins hugrakkari en flestir. ,Eins og hann segir sjálfur: „Ég vildi þetta ekki, en ég leiddist út í það. Ég vildi vinna og lifa eðlilegu lífi. Ég átti ekki ann- arra kosta völ.“ Listahátíð barnanna Dagskrá 1. og 2. maí Dagsirá þriðju- daginnl maí Kl. 16.00 Frá skóla ísaks Jónssonar. Gamli tíminn í tali og tónum. Sögu- stund í skólasafni: Ár- mann Kr. Einarsson seg- ir ævintýri. Kór Mýrar- húsaskóla syngur. Stjórnandi Hlín Torfadóttir. Kl. 17.00 Kvikmyndir gerðar af nemendum Álftamýrarskóla undir leiðsögn Marteins Sigur- geirssonar sýndar í fundarsal. Kl. 18.00 Skólahljóm- sveit Valhúsaskóla, „Gaulverjar", leika. Kl. 20.30 Frá ísaksskóla, Æfingaskóla K.H.Í. og Vesturbæjarskóla: Nem- endur úr ýmsum aldurs- flokkum flytja frum- samið efni. Miðviku- daginn 2. maí Kl. 17.30 Frá Laugar- nesskóla: „Heyrði ég í hamrinum“, 7 ára börn syngja, dansa og leika. Frá Æfingaskóla K.H.I.: Samleikur á flautu og klarinett. Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarn- arness leikur. Atli Guðlaugsson. Kl. 20.30 Frá Álftamýr- arskóla: Kynning á verk- um Guðrúnar Helga- dóttur. Frá Víghólaskóla: Víghólaflokkurinn flytur „Sálin hans Jóns míns“ í tali og tónum. Nemendur úr Dansskóla Sigvalda sýna nokkra dansa. Sýningin á Kjarvals- stöðum er opin kl. 14.00 til 22.00. Þar er fjölbreytt sýning á verkefnum barna á Stór-Reykja- víkursvæðinu og sýna þau ýmis viðfangsefni sín undir kjörorðunum Svona gerum við. i/ AUGLYStNGASTOFA SAMBANOSINS Á Bamaárl l.Mal 1979 Á þessu ári fer fram um alian heim voldugt söfn- unarstarf í þágu vanræktra og vanheilla barna. Fjölmargar mannúðarstofnanir og hugsjónasamtök leggjast á eitt til aö efla þetta starf og vekja menn tít umhugsunar. Sameinuðu þjóöirnar hafa leitað fulltingis og samstarfs alþjóðasamvinnusambandsins um alian heim. Söfnun samvinnufélaganna hér á landi sem ann- ars staðar starfar undir einkunnaroróunum „Kaupið fötu af vatni“. Gefið aö minnsta kosti eítt hundrað krónur, andvirði einnar fötu í vanþróuðu landi. Einhver geigvænlegasti bölvaldur víða um heim er skortur á hreinu vatni, eða algjört vatnsleysi, sem hefur í Kaupíð (ötu a£ vatní $ för með sér hvers konar hörmungar. Og börn eru viðkvæmari en aðrir fyrir sjúkdómum, sem þróast bein- línis í skjóli vatnsskorts eöa stafa frá menguðu vatni. Þaö er áætlaö, að 500 milljónir barna í heiminum líöi þjáningar af skorti á góðu vatni. Þessi einfalda og ægi- lega staðreynd mætti öðru fremur vekja samúð þeirra, sem búa við gnægtir vatns í óspilltu landi eins og við, fyr- ir svo frumstæðum þjáningum hinna smæstu bræðra. Um leið og samvinnufélögin árna hinu vinnandi fólki til lands og sjávar heilla á hinum löngu helgaða baráttu- og hátíðisdegi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar, eru allir íslendingar hvattir til að leggja sinn skerf af mörkum og „Kaupa fötu af vatni“ í kaupfélaginu og á öðrum söfnunarstöðum. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.