Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979 13 ólöf Harðardóttir og Arnar Jónsson M jög góð vertíð í Sandgerði Sandncrði. 8. mal. FYRSTU fjóra mánuði ársins barst á land í Sandjíerði 11.120 lestir af fiski, en það er 3.850 lestum meira en á sama tímabili í fyrra. Af þessum afla nú voru 9.886 lestir af bátafiski. sem fékkst í 2162 sjóferðum. en í fyrra var bátaaflinn 7.272 lestir í 1989 sjóferðum en einnig lönduðu to(?ararnir 10 sinnum hér í vetur í 1231 lestum. en þeir josuðu hér aidrei fyrstu 1 mánuðina í fyrra. Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON er fyrst og fremst gríðarmiklar .umbúðir um lítið hugnæmt ævin- týri. í staðinn fyrir einlægni ævintýraskáldsins er komin sölu- vara þar sem leitast er við að kitla hégómagirnd áhorfenda sem búið er að mata á því sérameríska fyrirbrigði sem slíkir söngleikir eru. Það sem á að vera ádeila breytist í skrípalæti, skopið gerir varla meira en laða fram stirðnað bros, textinn vekur vorkunnsemi eða gremju. Ég þekki ekki þennan söngleik á frummálinu. Lögin virðast léttvæg og eru ekki minnisstæð. Þýðingin er með fáeinum undantekningum slík flatneskja að undrun vekur að leikararnir skuli fást til að flytja hana. Sýningin er viðamikil og hefur greinilega verið kostað miklu til. Það hefur kannski réttlætingu í því að nauðsynlegt sé að setja á svið söngleik öðru hverju. Ekki sætir þo söngurinn neinum tíðind- um. Fáguð rödd ólafar Harðar- dóttur skar sig úr og auk þess kom hún vel fyrir á sviðinu. Líkiega hefur Dania Krupska lagt hart að sér við að kenna leikurunum að dansa og hreyfa sig. Árangur er góður, en nægir ekki verkinu til brautargengis. Sé þess getið sem vel er gert má minna á túlkun Sigríðar Þorvalds- dóttur á Vinfríði prinsessu. Róbert Arnfinnsson í hlutverki konungs brást ekki fremur en endranær. Sama má segja um Þórhall Sigurðsson í hlutverki flóns. Sigmundur örn Arngríms- son var lipur dansmeistari. Trúbadorarnir Flosi ólafsson og Egill Ólafsson voru ósköp vandræðalegir. Hvað þetta verk höfðaði lítið til undirritaðs skrifast þó ekki á reikning leikenda eða annarra aðstandenda sýningarinnar. Það á einfaldlega ekkert erindi til íslenskra áhorf- enda. Prinsessan á bauðinni eftir Jay Thompson, Marshall Baker og Dean Fuller er verk með tóma- hljóði. Nær hefði verið að leita fanga annars staðar. Aflahæstu bátarnir í apríllok voru Skagaröst með.605 lestir í 71 sjóferð, skipstjóri á henni er Örn Einarsson. Annar varð Bergþór með 541 lest í 80 sjóferðum og þriðji varð Arney með 540 lestir í 47 sjóferðum. Skagaröst og Berg- þór voru á línu í janúar og febrúar en síðan á netum, Arneyjan var aftur á móti á netum, nema í marz, þá stundaði hún loðnuveið- ar. 9.400 lestum af loðnu var landað hér í vetur og 200 lestum af loðnuhrognum en aðeins 1306 lestir af loðnu bárust hingað veturinn 1978. Segja má að bið- staða sé hér nú hjá verulegum hluta bátanna síðan netaveiði- bannið gekk í gildi og bíða þeir ýmist eftir því að geta hafið netaveiðar að nýju er banninu lýkur 20. maí eða að humarvertíð- in hefjist. Einnig standa vonir til að 6—8 bátar fái leyfi til rækju- veiða hér í sumar á Eldeyjar- svæðinu svokallaða, en þær veiðar hófust aftur í fyrrasumar, eftir nokkurra ára hlé. í fyrra voru aðeins þrír bátar á rækjuveiðum og gáfust þær allvel. Þá var starfrækt ein rækjuvinnslustöð hér í Sandgerði og nú er unnið að stækkun hennar og einnig er verið að koma upp aðstöðu til rækju- vinnslu í Garðinum. Þeir bátar, sem eru á veiðum hér nú hafa aflað allvel að undan- förnu. Sérstaklega hafa þó troJl- bátarnir fengið mjög góðan afla sunnan við landið í um þaö bil mánaðartíma. Til dæmis lönduðu tveir þeirra hér um helgina, Elliði á laugardaginn 44,7 lestum og Reynir á mánudaginn 44 lestum, báðir eftir 2—3 sólahringa veiðar. Nokkrir bátar eru á veiðum með línu, þar af tveir sem voru á netum fram að mánaðamótum og hafa þeir stærri verið með þetta 4—7 lestir í róðri. Sjö bátar eru byrjaðir á handfæraveiðum, en þær veiðar höfðu gengið mjög erfiðlega vegna hinnar sterku norðanáttar, sem hér hefur verið ríkjandi að undanförnu. Togararnir héðan hafa einnig aflað mjög vel í vetur og á föstu- daginn landaði Dagstjarnan 100 lestum eftir 5 daga veiðiferð. Mikil og góð vinna hefur verið hér í fiskvinnslustöðvunum að undan- förnu. 1 gær landaði svo skuttog- arinn Guðmundur í Tungu frá Patreksfirði hér í Sandgerði rúm- lega 100 lestum af fiski, eingöngu karfa og grálúðu, en slíkan fisk þykir ekki að sögn nógu hag- kvæmt að vinna á Vestfjörðum. — Jón. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Þessi sýning lætur ekki mikið yfir sér, en hún er nokkuð þung á metunum, er athuguð er. Má ég nefna vefnað Júlíönu okkar Sveinsdóttur, stólinn hans Arne Jacobsen, spilaborðið stórkostlega eftir Kaare Klint, Ole Schwalbe og Lise Warburg koma einnig við sögu, grænn messuhökull eftir Kirsten og John Becher er meistaraverk, skartgripir eftir Helgu og Bent Exner eru í sér- flokki, og það eru einnig altariska- leikur og oblátudiskur eftir Jören Dahlerup. Af keramik bendi ég aðeins á gólfvasa eftir Axel Salto og annan vasa eftir Christian Poulsen. Þannig mætti fylla margar síður í Morgunblaðinu með upptalningu eftir upptaln- ingu. En guði sé lof, þess er ekki þörf. Það einasta rétta í slíkum tilfellum er að ganga á vit þeirra hluta, er sýndir eru og kýnnast þeim persónulega. Ég er viss um að enginn, sem eyðir virði sígarettupakka í að skoða þessa einstæðu sýningu, eða réttara sagt þennan hluta Hins danska list- iðnaðarsafns, mun sjá eftir fé og tíma. Ef við kunnum ekki að meta sýningar sem þessar, ja, hvað þá? Það færi þó aldrei svo, að maður spyrði sjálfan sig; Er þá ástandið ekki betra í okkar ágæta landi en svo, að varla verður hugtakið menning bendlað við það fólk, er býr í návist fannhvítra jökla og hnarreistra eldfjalla, við úfið haf og harðar hríðar, frost og funa. Hver erum við? Því verður ekki svarað að sinni. Það eru margir snöggir blettir á nútíma menningu okkar hér á Fróni, en ég vona að það spyrjist ekki um okkur, að við höfum sniðgengið jafn glæsilega sýningu og nú er í kjallara Norræna hússins. Það yrði blátt áfram þjóðarskömm. Valtýr Pétursson. láiö fjórar flugur íeinu Flaggskipið sambyggða CROWN 1. Utvarp: FM-steiio7MW/3W44W^Eiiiiöfl vandað og næmt. 2. Magnari: 2><50 W músik - 100 Wðtt.^jjr— 3. Segulband: Vandað cassettutæki með Dolby NR kerfi. Tíðnisvörun CR0!/FeCr: 40-14000 rið. 4. Plötuspilari: Mjög vandaður plötuspilari með rafsegultónhaus, sem hefur að geyma demantsnál, sen endist lox lengur en safír. Vökvalyfta, /j mótskautun, hraðastillir með Ijós á disk, 33 og 45 snúningar. Verö kr. 408.320. Hagstæð innkaup gera yöur kleift aö eignast þetta tæki, sem á sér enga keppinauta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.