Morgunblaðið - 09.05.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
17
Nokkur
megrunar-
ráð
Ef þið eruð í megrun,
eru hér nokkur ráð sem
geta hjálpað til við að
halda ykkur á mottunni.
1 Ef þið eruð heima og langar
í eitthvað, þá er ráð að
bursta tennurnar.
2 Kaupið sleikibrjóstsykur og
þegar löngunin í eitthvað er
orðin óbærileg, þá grípið til
sleikibrjóstsykursins. En...
ekki borða hann allan heldur
sjúgið hann smástund. Síðan
er hann geymdur í plasti eða
sellófani þangað til seinna.
Hann á að geta enzt mjög
lengi.
3 Ef Þið aftur á móti eruð
mjög hungruð, þá er ráð að
borða 1—2 harðsoðin egg
eða þurrsteikt nautabuff.
Erfiðið við að melta þetta er
svo mikið, að það er næstum
hægt að tala um mínus-hita-
einingar.
4 Ef ykkur tekst ómögulega að
vera í megrun, en eruð það
þolinmóð, að '/2 kg niður á
við nægir yfir mánuðinn, þá
þarf ekki meira til að borða
150 hitaeiningum minna á
dag en þið borðið venjulega.
Þannig næst 1 kg af á mán-
uði með því að spara 300
hitaeiningar á dag.
5 Ekki kaupa inn þegar þið
eruð svöng. Ekki borða
hratt. Setjið gaffalinn frá
ykkur milli bita. Ekki borða
þegar þið eruð að gera eitt-
hvað annað, s.s. horfa á
sjónvarp, lesa o.s.frv.
6 Og fyrir þá sem finnast
æfingar leiðinlegar: Gangið
alltaf upp stiga í stað þess
að fara í lyftu.
7 Ef tími er til, gangið í stað
þess að taka strætis-
vagn.Góð venja er að fara úr
strætisvagni einni eða
tveimur stoppistöðum áður
en komið er á áfangastað.
8 Ef þið eruð útivinnandi
venjið ykkur á að fara í
gönguferð í hverju hádegi.
9 Fáið ykkur aldrei oftar en
einu sinni af sama rétti.
Þetia á einnig við þegar þið
eruð ekki í megrun.
10 Sleppið aldrei úr máltíð í
þeirri von að grennast. Þá
missið þið bara tökin á
matarlystinni og byrjið að
borða meira.
11 Reynið að nota sem minnst
af salti og sterku kryddi í
matinn.
12 Ein stór máltíð fitar meira
en margar litlar. Borðið
maður allan dagskammtinn
í einu, gefur það sömu vikt
og ef maður skipti skammt-
inum í margar máltíðir, en
aftur á móti 30% meiri fitu í
líkamann.
Attuíerfið-
leikum með hárið?
Feitt hár. Bezta meðalið við feitu hári mun vera
háfjallasól. Látið einnig sólina skína eins mikið á hárið
og mögulegt er. Borðið mikið af ávöxtum og nýju
grænmeti.
Þurrt, glanslaust hár. E.t.v. er hægt að rekja orsökina
til of mikillar sólar eða vinds, eða rangs mataræðis.
Notið hárnæringu eftir hvern þvott. Takið lýsi og
borðið kalk- og járnríkan mat.
Dautt hár. Nuddið hársvörðinn vel 2—3svar sinnum í
viku. Borðið fæðu, sm inniheldur mikið B-vítamín. —
Sagt er að B-vítamín sé áhrifaríkt gegn gráu hárunum!
Gott er að vita...
.. .að auðveldasta aö-
ferðin til að ná hýði af
tómötum er aö stinga
Þeim ofan í sjóöandi vatn
í 30 sek. og síðan beint í
kalt vatn.
— O —
.. .að góð hugmynd er aö
skera sítrónu í sneiðar og
setja þær beint inn í
frysti (án umbúða) þar til
Þær eru orðnar stífar. Þá
eru sneiðarnar settar í
frystiumbúðir eða
plastpoka og geymdar í
frystinum. Sítrónusneið-
arnar er hægt að nota út í
drykki; Þær kæla og gefa
gott bragð.
— O —
.. .að ef gólfteppi rúllast
upp á hornunum má
hreinlega pressa Þau
slétt aftur.
.. .að veggi sem klæddir
eru tré má hreinsa meö
fljótandi bóni.
— O —
.. .aö til
tilbreytingar við hinn
venjulega eplagraut má
setja appelsínumarmel-
aði út í.
— O —
.. .að pegar egg ern
notuð í hrærð satöt er
auðveldast aö sneiöa þau
í eggjaskeraranum; fyrst í
sneiöar langsum og síöan
skera yfir Þversum.
— O —
.. .aö til aö forðast að
eggjarauður Þorni upp
við geymslu, á að aöskilja
eggjahvítu og rauðu, en
gætiö Þess að rauðan sé
heil. Síðan er köldu vatni
bætt varlega í glasið,
Þannig aö fljóti yfir rauð-
una.
— O —
.. .að við sólbruna er
ágætt að setja talkúm á
húðina í staöinn fyrir
krem.
— O —
...að púlsinn hjá
karlmönnum er u.p.b.
60—70 slög á mínútu, hjá
kvenmönnum u.p.b.
70—80 slög á mínútu og
hjá börnum u.p.b. 80—90
slög á mínútu.
— O —
.. .að oft er erfitt að
purrka af mikið útskorn-
um húsgögnum. Reynið
aö nota ónotaðan máln-
ingarpensil.
— O —
.. .að Þegar vatn er sett í
ísmolaform, er bráðgóð
hugmynd að setja eitt
kirsuber, vínber o.Þ.h. í
hvert hólf og frysta. Þaö
puntar verulega Þegar
ísmolinn er settur út í
drykk.
Góð
bfíakaup
á notuðum
Viö tökum notaöa bíla upp í nýja og margir hafa
þann hátt á, aö skipta árlega og eru því ævinlega á
nýjum bílum.
Þarna verða því oft mjög góö bílakaup á nýlegum
bílum, sem viö seljum með vildarkjörum.
Komið, skoöíð
°g sannreyniö Þá. // DA víd SIGURÐSSON hf.
SlÐUMÚLA 35. SÍMI 85855