Morgunblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
19
Atti að myrða
CARTER?
Lon An^eleH, 8. maí. Reuter-AP.
MAÐUR að nafni Reymond Lee Harvey hefur játað að hafa verið
þátttakandi í samsæri um að ráða Jimmy Carter Bandaríkjaforseta af
dögum er forsetinn héldi ávarp á útifundi í Los Angeles á laugardag.
Maður. sem Harvey hefur sagt vera aðila í samsærinu. hefur harðlega
neitað aðild sinni.
Harvey skýrði lögreglu frá því
að hlutverk hans í samsærinu
hefði verið að skjóta af byssu upp í
loftið við götuhorn til að dreifa
athygli mannfjöldans og þá hefði
átt að skjóta á forsetann úr
annarri átt. Hefðu þrír menn af
suður-amerískum ættum fengið
sig til að vera með í samsærinu.
Harvey var handtekinn 10 m,ín-
útum áður en Carter hóf ræðu
sína. Tveir starfsmenn leyniþjón-
ustunnar tóku eftir sérkennilegu
háttalagi Harveys sem virtist
taugaveiklaður og ráfaði til og frá
við götuhorn þar nærri sem Cart-
er skyldi koma fram. Viðurkenndi
hann hlutverk sitt í samsærinu
Nýtt
bóluefni
gegn
malaríu?
Filadelííu. 8. maí. AP.
VÍSINDAMENN við lækna-
háskóla í Ffladelfíu telja sig hafa
komist skreíi nær því að þróa
bóluefni gegn malaríu, en sá
sjúkdómur banar nú árlega
meira en milljón manna, aðallega
f hinum lítt þróaðri hlutum
heims.
Malaría breiðist út með
moskító-flugum og er iandlæg
víða í Afríku og Asíu. Varnir gegn
henni á þeim svæðum byggjast á
töku kíninlyfja, sem taka verður
daglega, en vísindamennirnir í
Fíladelfíu hafa nú þróað aðferð til
að aðskilja virkt mótefni frá
malaríubakteríunni. Hefur mót-
efni þetta verið reynt á músum og
þykir gefa góða raun. Gera menn
sér nú vonir um að unnt muni að
nota það sem bóluefni fyrir fólk að
loknum frekari tilraunum.
fyrir leyniþjónustumönnunum er
þeir fundu byssu og fjölda púður-
skota í fórum hans.
Við leit í hótelherbergi þar sem
Harvey dvaldist fundust persónu-
skilríki 21 árs gamals manns að
nafni Osualdo Ortiz Espinoza og
sagði Harvey Osualdo höfuðpaur-
inn í samsærinu. Var Osualdo
handtekinn og m.a. gefið að sök að
vera viðriðinn bílþjófnaðarmál.
Neitaði hann að eiga aðild að
samsærinu, en við yfirheyrslur í
dag kom í ljós, að Osualdo stóð í
aðeins þriggja metra fjarlægð er
Harvey var handtekinn.
Veður
víða um heim
Akurayri +1 léttskýjaft
Amsterdam 16 heiftskírt
Apena 26 heiftsklrt
Barcelona 16 alskýjaö
Berlín 17 lóttskýjaft
Bruasel 16 heiftskirt
Chicago 27 rigning
Frankturt 15 léttskýjað
Gent 16 léttskýjaft
Helsinki 9 heiftskirt
Jerúsalem 26 heiftskírt
Jóhannesarb. 16 léttskýjaft
Kaupmannah. 10 skýjað
Lissabon 19 léttskýjaft
London 14 skýjaö
Los Angeles 19 skýjaft
Madríd 18 skýjaft
Malaga 18 alskýjaft
Mallorca 19 léttskýjaft
Miami 26 rigning
Moskva 15 skýjaft
New York 24 heiðskirt
Ósló 10 skýjaft
Parls 17 heiftskfrt
Reykjavlk 3 léttskýjað
Rio De Janeiro 32 skýjaft
Rómaborg 17 heiftskirt
Stokkhólmur 7 skýjaft
Tel Aviv 24 heiftskirt
Tdkýó 20 rigning
Vancouver 15 skýjaft
Vínarborg 15 heiftakirt
Þetta gerdist 9. maí
1978 — Lík Aldo Moros finnst í
Róm. I
1975 — Þrjú skip koma til '
Guam með 8.000 flóttamenn frá :
Víetnam.
1973 — SÞ tilkynna að nægar
kornbirgðir séu ekki til í heimin-
um til að mæta meiriháttar
uppskerubresti.
1972 — ísraeismenn bjarga 100
gíslum úr belgískri farþegaflug-
vél, sem hryðjuverkamenn hót-
uðu að sprengja á Lod-flugvelli.
1955 — V-Þýzkaland fær aðild
að NATO.
1945 — Rússar taka Prag —
Siðari heimsstyrjöldinni lýkur
opinberlega.
1944 — Rússar taka Sevastopol
á Krím.
1936 — ítalir innlinja Abyssiníu
og Viktor Emmanúel III lýstur
keisari.
1933 — Nazistar brenna 25.000
bækur á báli í Berlín.
1926 - Richard E. Byrd flýgur
fyrstur yfir Norðurpólinn.
1788 — Brezka þingið samþykk-
ir lög um afnám þrælahalds.
1671 — Thomas Blood ofursti
reynir að stela brezku krýning-
argimsteinunum.
1502 — Kólumbus fer frá Cadiz í
fjórðu og síðustu ferðina til
Nýja-heimsins.
Afmæli: Giovanni Paisiello,
ítalskur tónlistarmaður
(1741-1816) - John Brown,
bandarískur baráttumaður af-
náms þrælahalds (1800—1859)
— Sir James Barrie, brezkur
rithöfundur (1860-1937).
Andlát: Friðrik Vilhjálmur,
hinn mikli kjörfursti 1688 —
Friedri/ch von Schiller, skáld
1805. ’
Innlent: Prentfrelsi lögleitt 1855
— Jón Hreggviðsson dæmdur í
Kjalardal 1684 — d. Magnús
konungur lagabætir 1280 —
Mannlaust skip kemur að landi á
Reykjaströnd (af því týndust
tveir synir Steins biskups og 83
aðrir) - 1723 - d. Páll Melsteð
amtmaður 1861 — Fyrsta barna-
stúkan stofnuð í Reykjavík 1886
— „Ingólfur" kemur til Reykja-
víkur 1908 — Afreksflug Björns
Pálssonar til Grænlands 1957 —
Frumvarp um kjördæmabreyt-
ingar afgreitt frá Alþingi 1959
— Morðið á Jóhanni Gíslasyni
1968 — Rithöfundar sameinast
1974.
Orð dagsins: Loftkastalar eru
dýrir í rekstri — Lytton barón,
enskur rithöfundur
(1803-1873).
Ali Fathi Amin, íyrrverandi hershöfðingi, yfirmaður þriðja herfylkisins og meðlimur í herlagastjórn
Irans, biðst vægðar fyrir byltingardómstóli í Teheran. Byltingardómstóllinn fann Fathi Amin sekan um að
hafa skipað hermönnum að skjóta andstæðinga keisarans og var hann tekinn af lífi í dögun f gær. Fathi
Amin er 30. hershöfðinginn sem fer fyrir aftökusveit byltingardómstólanna frá því að bylting var gerð í
íran í febrúar. Símamynd-AP.
Aldrei fleiri aftökur á
einum degi frá byltingu
Teheran, 8. maí. Reuter — AP.
Þrír fyrrverandi ráðamenn í valdatfð franskeisara voru leiddir fyrir
aftökusveitir byltingardómstóla í Teheran í dögun í gær, en þeir voru
(f.v.): Dr. Gholam-Reza Kianpur upplýsinga- og dómsmálaráðherra í
stjórn Amir Abbas Hoveida, Javad Sa'eed forseti neðri málstofu
þingsins og dr. Mohammad-Reza Ameli-Tehrani fyrrverandi upplýs-
inga- og menntamálaráðherra. Símamynd —AP.
AFTÖKUSVEITIR byltingar-
ráðsins í íran tóku í dag 21 mann
af lífi. og er það nýtt met í
aftökum á cinum degi frá því að
endi var bundinn á valdatíma
keisarans í febrúar. Mönnunum
var m.a. gefið að sök að hafa
stofnað til styrjaldar við Guð.
Alls hafa 192 fallið fyrir kúlna-
hríð aftökusveitanna frá því í
febrúar.
Meðal hinna föllnu voru forseti
neðri deildar íranska þingsins og
yfirmaður skriðdrekasveitar hers-
ins. Einnig tveir fyrrverandi upp-
lýsingaráðherrar, 15 starfsmenn
leyniþjónustunnar, ofursti í hern-
um og lögregluforingi. Voru þeir
sóttir til saka fyrir þremur bylt-
ingardómstólum.
Ayatollah Khomeini sagði að
loknum aftökunum í dag, að ef
honum sýndist svo væri hægt að
ráða af dögum á hálfum degi alla
þá sem andsnúnir væru hinni
islömsku byltingu.
Yfirlýsing Khomeinis kemur á
sama tíma og ósætti í röðum
stuðningsmanna byltingarinnar
kemur upp á yfirborðið. Kommún-
istaflokkurinn, sem er hliðhollur
Sovétríkjunum, réðst í dag harka-
lega á stjórn Bazargans og sakaði
hana m.a. um að taka upp hansk-
ann fyrir kapitalista og sveigja af
slóð byltingarinnar.
Bazargan réðst í gær að vinstri-
sinnum og sakaði þá m.a. um að
hafa myrt Ayatollah Morteza sem
barizt hefði af hörku gegn marx-
isma. Aðstoðarforsætisráðherra
írans, sem er helzti talsmaður
byltingarstjórnarinnar, aflýsti í
dag venjulegum fundum með
fréttamönnum þar sem kommún-
istar hafa hótað honum lífláti.
Rekstrarörðugleikar
hjá fískveiðiflotanum
Þórnhöfn, frá Jogvan Arge,
fréttaritara Mbl.
HLUTI færeyska fiskiveiðiflot-
ans á nú við alvarlega rekstrar-
örðugleika að stríða. Er málið nú
komið til kasta Lögþingsins, en
leitað hefur verið til þcss um
aðstoð svo að flotinn stöðvist
ekki.
Sá hluti flotans, sem veitt
hefur fisk til bræðslu í Norður-
sjó, hefur átt við ýmsa örðugleika
að etja f langan tfma og stafa
erfiðleikarnir bæði af lágu
hráefnisverði og hækkandi
reksturskostnaði.
Hefur þess verið farið á leit að
þessum hluta flotans verði veittur
olíustyrkur og styrkur vegna
vaxtakostnaðar, svo og að fiskverð
verði greitt miklu meira niður en
nú er gert. Einnig hefur þess verið
farið á leit, að rekstur togara, sem
stunda ísfiskveiðar við Færeyjar,
verði styrktur, m.a. með auknum
olíustyrk. Hver olíulítri kostar um
65 krónur íslenzkar og fá útvegs-
menn um sjö krónur í olíustyrk
frá hinu opinbera. Ósk útvegs-
manna er að styrkurinn verði allt
að 30 krónur. Segja talsmenn
flotans, að síðustu verðhækkanir á
olíu hafi gert reksturinn allan
örðugari.
Óf r j ósemisað-
gerðum f jölgar
Sooul. 8. maí. AP.
FJÖLDI hjóna í heiminum, sem
látið hafa gera á sér læknis-
aðgerð til að koma í veg fyrir
barneignir, hefur vaxið úr 65
milljónum árið 1975 í 90
milljónir í fyrra, að því er fram
kom á ráðstefnu um þessi mál í
Seoul í S-Kóreu í dag. í Kína
bjuggu á síðasta ári 36 milljónir
hjóna, sem látið höfðu vana sig
af fúsum og frjálsum vilja, og í
Indlandi 22 milljónir, en 10
milljónir í Evrópu, 12 milljónir í
Bandaríkjunum og 1 milljón í
Afríku.