Morgunblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979 31 Minning: Margrét Jóhanna Magnús- dóttir frá. ísafirði Nú er amma dáin og það snertir viðkvæman streng hjá mér að hugsa út í það, að hún er ekki lengur meðal vor. Svo fer óefað um marga, amman skipar alltaf sérstakan sess í fjölskyldunni. Það er eins og við börn allsnægtanna verðum skyndilega gripin eins konar heimþrá til hins fábreytta lífs genginna kynslóða sem við kynntumst aldrei í raun, en höfð- um þó leyndan grun um að hafi búið yfir dýrum verðmætum. Það hefur áreiðanlega verið góð og ráðholl amma í mörgu brekkukot- inu. Eg man fyrst eftir ömmu fyrir tæplega 20 árum, þegar ég fékk að fara í heimsókn lítill polli með Catalina-flugbátnum sem lenti á Pollinum á Isafirði og skekta kom siglandi til að sækja okkur farþeg- ana. Eg minnist hússins hennar og afa að Sólgötu 7 og bakhússins, þar sem ég fékk að hjálpa henni að rúlla þvottinn. Eg minnist líka afa og harðfiskhjallsins hans sem stóð í flæðarmálinu rétt austan við húsið. Þau standa mér bæði fyrir hugskotssjónum vinnulúin og margreynd þegar þau tóku svo elskulega á móti mér og leystu mig síðan úr vistinni með fangið fullt af besta harðfiski. Það voru ekki mikil lífsþægindi sem amma bjó við á Sólgötu 7, og hún hefur þurft að leysa hin + Móöursystir mín ELÍSABET ERLENDSDÓTTIR, andaðist á Elliheimili Siglufjaröar 6. maí. Anna Ingadóttir. Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu JÓNÍNU HERMANNSDÓTTUR Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund er andaöist þann 2. maí fer fram frá Fossvogsklrkju fimmtudaginn 10. maí kl. 3 e.h. — Blóm afbeöin. Hjalti S. Sigurösson, Daníel Sigurðsson Elínborg H. Eggertsdóttir, Erlan Sigfridsdóttir barna- og barnabarnabörn Faöir okkar + FRIDÞJÓFUR ÁRNASON frá Hrjóti, HjaltastaöaÞinghó veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. mai kl. 3 síödegis. ívar H. FriöDjófsson Jón FriðÞjófsson + Hjartkær faðir okkar HJALTI EINARSSON, mólarameístari, Skólavöröustig 27, verður jarösunginn fimmtudaginn 10. maí kl. 10:30 frá Fossvogs- kirkju. F.h. barna, tengdabarna og barnabarna, Aslaug Hjaltadóttir. + Þökkum innilega vináttu og hlýhug við fráfall og útför, ELÍNAR MARTEINSDÓTTUR, Hringbraut 34, Hafnarfirói. Anna Lísa Siguröardóttir, Marteinn Rafn Sigurðsson, og systkini hinnar látnu. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát, HJÖRLEIFS HJÖRLEIFSSONAR, f. fjármálastjóra, Guölaugur Hjörleifsson Halla Gunnlaugsdóttir, Soffía Bryndís Guölaugsdóttir Haukur M. Stefánsson Hildur Guölaugsdóttir Eyjólfur K. Kolbeins. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö vegna fráfalls og jaröarfarar móöur okkar, tengdamóöur og ömmu' MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR frá Kálfatiörn. Arni Egilsson Örnólfur Árnason Margrát Árnadóttir Valur Egilsson Guörún Margrát Egilsson Dagmar Erna Egilsson Finnborg Örnólfsdóttir, Helga Jónsdóttir Olga Guörún Árnadóttir Ólöf Jónsdóttir Egíll Jón Egilsson Inga LíaaYgiÍMon. margvíslegustu vandamál sem húsmóðir. Áreiðanlega hefur kost- ur oft verið þröngur þegar afi var á vertíðum fjarri heimilinu lang- tímum saman. Er ég heimsótti hana nýlega sagði hún mér hlæjandi frá því, að eitt sinn hafi pabbi hennar frétt af því hve þröngt var í búi, og komið róandi á árabát einn síns liðs, með vistir alla leið frá Kleifum í Skötufirði. Hvers vegna skyldi hún hafa sagt þetta hlæjandi? Jú, amma var einstaklega nægjusöm og ánægð með sinn hlut. Það hlýjaði manni um hjartaræturnar að koma til hennar hin síðari ár, vitandi að enn væri til fólk sem hefði aldrei tekið þátt í lífsgæða- kapphlaupinu mikla, en virtist samt ánægt. Við barnabörnin erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast ömmu og getum svo sannarlega lært mikið af henni. Hún skilur eftir sig skarð sem við gætum leitast við að fylla. Ég minnist þakklátur hinna elskulegu stunda sem ég átti með ömmu og mun geyma minningu hennar um ókomin ár. Magnús Pálsson. Minning: Sigríður Ragna Sesselíusdóttir Fædd 28. júní 1922 Dáin 30. aprfl 1979 „Hún fer aö cnsu óð. er óllum mönnum kóA ok vinnur verk sín hljóð." Þessar látlausu ljóðlínur Davíðs Stefánssonar koma mér í hug, þegar ég sendi Sigríði Sesselíus- dóttur hinztu kveðju. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Fórnfýsi og kærleikslund átti hún ekki langt að sækja, dóttir hjón- anna Guðlaugar Gísladóttur og Sesselíusar Sæmundssonar, sem landsfræg voru fyrir hjálpsemi sína og góðvild, enda hlaut þar margur huggun og líkn í neyð fyrir mátt bænar og trúar. I æsku minni var Sesselíus þjóðsagna- persóna, enda gæddur fjágætum dulrænum hæfileikum, sem hann beitti öðrum til hjálpar og líknar en sjálfum sér aldrei til frama eða fjár. Af því fórfúsa líknarstarfi fer mörgum sögum, sem ekki verða raktar hér. I þessu andrúmslofti trúar og náungakærleika á heimili foreldra sinna á Óðinsgötunni ólst Sigríður Ragna upp í hópi 6 systkina, þrjú þeirra hefur hinn slyngi sláttu- maður nú lagt að velli langt fyrir aldur fram. Sigríður átti við skæðan sjúk- dóm að stríða framan af ævi en var við góða heilsu og naut fulls starfsþreks síðasta áratuginn, þar til hún kenndi sér annars meins fyrir hálfu öðru ári síðan. Bata- horfurnar voru góðar, hún hóf störf sín að nýju og við væntum enn langra samvista við hana. En skjótt skipast veður í lofti, og nú hefur dauðinn burgðið brandi sínum fyrirvaralaust að kalla. Öldruðum föður sínum var Sigríður einstök stoð og stytta unz yfir lauk. Þótt hún giftist ekki né eignaðist börn, var líf hennar þjónusta og fórn fyrir aðra. Síðasta áratuginn vann hún marg- I vísleg störf fyrir heimili mitt og Ferðaskrifstofuna Útsýn, og var það að því leyti ævistarf hennar, að hún gegndi ekki öðru föstu starfi utan heimilis á æviferli sínum. Fyrir tryggð hennar, trú- mennsku, alúð og vináttu eru henni nú færðar einlægar þakkir að leiðarlokum. .Guól HÓrtu falln. uk Guó launi bezt þór fyrlr mÍK ment." Ingólfur Guðbrandsson Sveinbjörn Jónsson kjör- inn heiðursfélagi Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Skógræktaríé- lags Reykjavíkur var haldinn miðvikudaginn 2. maf sl. Þetta var 33. aðalfundur fé- lagsins. Þau tíðindi gerðust á þessum fundi að Guðmundur Marteinsson formaður og Sveinbjörn Jónsson meðstjórn- andi gengu úr stjórn félagsins. Ifafði Guðmundur Marteinsson verið formaður félagsins allt frá stofnun þess árið 1946, og Sveinbjörn Jónsson f stjórn félagsins frá sama tfma. Guð- mundur hcfur stjórnað félaginu með miklum skörungsskap bll þessi ár og undir hans stjórn má segja að það hafi vaxið og eflst með ári hverju. Hann var hylltur ákaft og þökkuð störfin. Að tillögu stjórnar var samþykkt að gera Sveinbjörn Jónsson að heiðurs- félaga Skógræktarfélags Reykjavíkur. I stjórn félagsins voru kosnir að þessu sinni Jón Birgir Jóns- son verkfræðingur sem verður formaður og Ragnar Jónsson afgreiðslumaður ritari og Bjarni K. Bjarnason borgardómari sem er nýr í stjórninni, og verður meðstjórnandi. Sitkagreni frá Alaska, gróður- sett í Ileiðmörk 1953. Ljósm. Vilhjálmur Sigtryggsson. í varastjórn var kosinn Þor- valdur S. Þorvaldsson arkitekt. Aðrir í stjórninni eru Lárus Blöndal Guðmundsson, varafor- maður, Björn Ófeigsson gjald- keri, í aðalstjórn og í varastjórn eru Kjartan Thors og Kjartan Sveinsson. Framkvæmdastjóri félagsins er Vilhjálmur Sigtryggsson. Á s.l. ári var á vegum félags- ins plantað í Heiðmörk, Öskju- hlíð, Rauðavatnsstöð og Breið- holt um 130 þúsund plöntur. Plöntuframleiðsla félagsins var á sl. ári 230 þús. plöntur bæði til skógræktar og garð- ræktar. Margt hefur verið gert til úrbóta í stöðinni á sl. ári og hefur hagur félagsins sjaldan verið betri. Samþykkt var að hækka ár- gjöld félagsmanna í kr. 3.000.- en innifalið í gjaldinu er ársrit Skógræktarfélags íslands og þau eintök af Skóginum (félagsbréfi) sem koma út á árinu með marg- víslegum leiðbeiningum. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt: Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur, haldinn í Reykja- vík miðvikudaginn 2. maí, 1979, lýsir stuðningi sínum við hug- myndir Þórarins Þórarinssonar, skólastjóra frá Eiðum, um skóg- rækt sem búgrein, sem settar eru fram í blaðagreinum í dag- blöðunum Morgunblaðinu og Tímanum í s.l. marzmánuði. Teldi fundurinn mikils um vert, að stjórn Skógræktarfélags íslands beitti sér fyrir skipu- lagningu á framkvæmdum í anda umræddra hugmynda. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.