Morgunblaðið - 09.05.1979, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ1979
íslandsmótið í knattspyrnu
Verður veldi
Valshnikað?
ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefst alfarið á föstudagskvöldið, en
þá leika á grasvellinum í Kópavogi lið Breiðabliks og Selfoss. Síðan
rekur hver leikurinn annan, en fyrst um sinn verða það einungis
Kópavogsmenn sem fá að spreyta sig á grasi, því að grasvellir
Reykjavíkur, hvað þá Akureyrar, eru fjarri því að vera komnir í
þolanlegt horf. Er norðanvindum og frosti að sjálfsögðu um kennt.
Nýlega sagði Baldur Jónsson vallarvörður í Laugardal í viðtaii við
Mbl. að við mættum vera lánsamir ef Iandsleikurinn við Vestur-Þjóð-
verja geti farið fram á Laugardalsvellinum 25. maí, því að eins og
sakir stæðu væri ljóst að ekkert yrði leikið á vellinum fyrr en í fyrsta
lagi einhvern tíma í júní. Síðan hefur veðrið lítið breyst og þegar þetta
er ritað, er enn úti norðan gola og frost um nætur. Það eru ávallt
miklar vangaveltur manna á m<
hinni hörðu keppni. Skai nú
persónulegt mat undirritaðs.
Það væri ekki úr vegi að hefja
spjallið á Islandsmeisturunum,
Val. Varla er vafi á því að liðið
verður í hópi efstu liðanna og
reyndar mjög líklegur sigurvegari.
Liðið tapaði aðeins einu stigi í
deildarkeppninni í fyrra, sem er
frábær árangur. Sennilega er liðið
nú enn sterkara, því að í hópinn
hafa bæst menn eins og Ólafur
Danivalsson. Liðið hefur haldið
sigurgöngu sinni áfram í innan-
húsmótum, meistarakeppninni og
nú síðast í Reykjavíkurmótinu.
Liðið sýndi í síðastnefnda mótinu
misjafna leiki, en þá komu berlega
í ljós aðrir eiginleikar en geta
leikmanna, þ.e.a.s. seigla og
heppni sem ávallt fylgir meistara-
liðum.
Fram
Fram er það lið sem undirritað-
ur telur að veiti Val hörðustu
keppnina. Þó að erfitt hafi verið
að meta getu liðanna sem þátt
tóku í Reykjavíkurmótinu vegna
samvinnu hæðar yfir Grænlandi
og lægðar vestur af Noregi, virtist
lið Fram mjög sterkt og grínlaust
var liðið óheppið að vinna ekki
Reykjavíkurmótið. Vörn Framara
er mjög sterk, með þá Martein
Geirsson og Kristin Atlason á
miðjunni. Gunnar Bjarnason, nýi
maðurinn frá FH, á síðan væntan-
lega eftir að keppa við þá félaga
um sæti í liðinu. Á miðjunni er
Ásgeir geysilega leikinn og útsjón-
arsamur leikmaður og hann hefur
duglega vinnuforka í kring um sig.
Það er helst spurningamerki yfir
framlínu liðsins. Hana hafa skip-
að að undanförnu þeir Pétur
Ormslev og Guðmundur Steins-
son. Þeir eru báðir fremur smá-
vaxnir, en leikni þeirra er á hinn
bóginn framúrskarandi, svo og
ðal hvernig liðunum muni vegna í
rennt yfir liðalistann og fylgir
markheppni, þannig að vel kann
úr að rætast þrátt fyrir allt.
ÍA
Það lið er ekki til, sem ekki
myndi líða fyrir að missa í sömu
andránni leikmenn eins og Pétur
Pétursson og Karl Þórðarson, sem
fóru í atvinnumennsku til Niður-
landa í lok síðasta keppnistíma-
bils. Það má segja sem svo, að
Skagamenn hafi fengið nýja
menn, svo sem Kristján Olgeirs-
son, Sigurð Lárusson, Sigurjón
Kristjánsson, Sigþór Ómarsson og
fleiri. Þeir standa vafalaust fyrir
sínu, en að þeim ólöstuðum, þá er
skarð þeirra Karl og Péturs vand-
fyllt, en þeir ásamt bakverðinum,
Árna Sveinssyni, voru meginstoð-
ir ÍA-liðsins sem varð í öðru sæti
íslandsmótsins í fyrra og vann
síðan bikarkeppnina. í A verður að
öllum líkindum meðal efstu liða,
en varla meistari.
KR
KR-ingar unnu 2. deildina af
miklu öryggi síðastliðið keppnis-
tímabil og unnu sig þannig upp í
fyrstu deild á ný eftir aðeins eins
árs fjarveru í 2. deild. í Reykjavík-
urmótinu hefur liðið átt afar
misjafna leiki, en þeir betri hafa
bent til þess að liðið verði ofarlega
í deildinni. Það er fyrst og fremst
samheldni og barátta sem er
styrkur KR, enginn virðist skera
sig úr, en margir leikmenn liðsins
eru mjög leiknir að auki og Sverr-
ir Herbertsson og Jón Oddsson,
nýi leikmaðurinn frá ÍBÍ, gætu
orðið meðal markhæstu leik-
manna mótsins.
ÍBK
ÍBK tryggði sér nokkuð óvænt
UEFA-sæti á síðasta keppnis-
• íslandsmótiö í knattspyrnu hefst alfariö um helgina, en þessi mynd er af glæsimarki Steinars
Jóhannssonar Keflvíkings í deildarleik gegn Fram. Væri ekki úr vegi aö óska þess aö mikið yröi gert af
slíku í sumar, en fyrst um sinn yröi það aö fara fram á malarvöllum því að vorið hefur sofiö yfir sig aö
þessu sinni. Ljósm: Kristján
tímabili með mjög ungu og lítt
reyndu liði. Ástæðulaust er að
ætla að liðið verði ekki enn betra á
þessu sumri, einkum þar sem
Þorsteinn Ólafsson markvörður er
farinn að leika með á ný eftir
nokkuð langa Svíþjóðardvöl. Þor-
steinn hefur varið af miklu öryggi
í vorleikjunum, sýnt landsliðs-
takta. Sem fyrr segir, skortir
leikmenn ÍBK tilfinnanlega
reynslu, hún kemur auðvitað
smám saman, en á meðan verður
liðið aðeins í efri hluta deildarinn-
ar án þess að vega alvarlega að
bestu liðunum.
ÍBV
Þeir verða í miklum erfiðleikum
í sumar. Liðið hefur misst ýmsa
lykilmenn, einkum þó og sér í lagi
markakónginn, Sigurlás Þorleifs-
son, yfir í Víking. Útherjinn Karl
Sveinsson er farinn til Svíþjóðar
og Einar Friðþjófsson til Völs-
unga á Húsavík. Litlu mátti muna
að Tómas Pálsson færi til Vopna-
fjarðar, en ekkert varð úr og
skemmst er að minnast að hann
skoraði þrjú mörk gegn UBK um
síðustu helgi. Eigi að síður verður
basl á Eyjamönnum, því að byggð-
arlagið er lítið og engir knatt-
spyrnumenn hafa flutt sig til Eyja
af fastalandinu. Eyjamenn segja
sjálfir að þeir eigi efnilega stráka
til að fylla skörðin. Satt best að
segja verða strákarnir að vera
meira en efnilegir, því að þeir hafa
ekki þá leikreynslu sem fyrirrenn-
arar þeirra höfðu.
Víkingur
Víkingar verða um miðja deild
og annað slagið sígandi niður á
hættusvæðið. Það er lítið að
marka Reykjavíkurmótið sem fyrr
segir, en sum úrslitin þaðan stinga
þó í augun, t.d. 1—0 sigur gegn Val
og síðan 1—2 tap í næsta leik gegn
3. deildar liði Ármanns. Varnar-
leikur liðsins er þokkalegur og
miðjumennirnir kröftugir. Þá
virðist þó skorta nokkuð útsjónar-
semi og spila oft af meira kappi en
forsjá. Sovézki þjálfarinn Youry
Ilichew þjálfaði liðið síðustu vikur
síðasta keppnistímabils og virtist
vera að koma liðinu á rétta braut,
en í vorleikjunum hefur hins
vegar ekkert komið út úr liðinu og
verði ekki breyting á, er liðið ekki
liklegt til afreka. Liðinu hefur
borist mikill liðsstyrkur, sem er
Sigurlás Þorleifsson. Hann hefur
ekki sýnt sitt besta í vor, en
komist hann á skrið, getur það
skipt öllu máli fyrir Víking.
Þróttur
Af því sem best verður séð, bæði
í Reykjavíkurmótinu í vor og í
íslandsmótinu í fyrra, leika Þrótt-
arar af meira kappi en forsjá. Það
er gífurlegur hraði á öllu sem þeir
gera á vellinum, en oft vantar
allan brodd. Piltarnir eru kannski
'leiknir hver fyrir sig, en lítið sem
ekkert kemur út úr hlaupum
þeirra. Þess vegna var liðið í
fallhættu í fyrra og neðarlega í
Reykjavíkurmótinu. Hætt er við
að fallbaráttan sé framundan hjá
hinu unga Reykjavíkurliði.
KA
KA slapp við fa.ll í fyrra og er
ekki ólíklegt að liðið verði í
baráttunni á sama enda deildar-
innar. Liðið fékk mikinn liðsstyrk
í Einari Þórhallssyni, miðverðin-
um sterka hjá Breiðablik, og ætti
hann að geta lagfært mikið vörn
KA, sem var oft eins og gatasía í
fyrra. Liðið náði oft í fyrra ágæt-
um leikjum inn á milli og komist
eitthvað jafnvægi á vörnina með
tilkomu Einars, gæti KA orðið um
miðbik deildarinnar.
Haukar
Haukarnir komu upp úr 2. deild
í fyrra og var það nokkuð óvænt,
því að fyrir síðustu umferðina
voru bæði Þór frá Akureyri og ÍBÍ
mun líklegri til stórræðanna. En
taugarnar brustu hjá þeim á
lokasprettinum og Haukar fóru
upp. Haukarnir sýndu í mörgum
leikja sinna ágætan sóknarleik og
skoraði liðið mikið af mörkum.
Vörnin var hins vegar fjarri því að
vera sannfærandi og ef marka má
leiki liðsins í vormótunum, er
vörnin enn höfuðverkur. Haúk-
arnir þurfa að kippa því í Iag ef
ekki á illa að fara, en hópurinn er
mjög samhentur og baráttan gæti
hugsanlega fleytt liðinu. Barátta
við fall verður þó líklegast hlut-
skipti liðsins.
— gg-
• KR-ingurinn Sverrir Herbertsson var markhæsti leikmaöurinn í 2.
deild síöastliöiö sumar. Hann þykir ekki ólíklegur til að vera í hópi
markhæstu leikmanna í 1. deild í sumar.
Liverpool meistari
LIVERPOOL sigraði Aston Villa 3:0 I
1. deild í Englandi í gssrkvöldi og
tryggdi sér Þar meö Englands-
meistaratitilinn í 11. skipti og hefur
ekkert enskt lið unnið hann oftar.
Liverpool hefur fengið 64 stig og é
eftir tvo leiki. Ef félagið sigrar f
peim béðum setur pað nýtt stiga-
met í deildinni, núverandi met er 67
Enska
knatt-
spyrnan
stig, sett af Leeds árið 1969. 3. DEILD:
Brentford — Swlndon 1:2
1 % Peterb. — Chesterf. 0K)
w \ jf' 4. DEILD:
Barsley — Grimsby 2:1
Úrslit leikja f Englandi f Seunthorpe — Wlmbledon 2K)
gærkvöldi:
1. DEILD: 'A %
Bolton — Tottenham 1:3 • T
West Bromwlch — Southampton 1:0 VJ£
Llverpool — Aston Vllla 3:0
2. DEILD:
Burnley — Mlllwall
Neweaxtle — Wrexham
Sheffleld Utd. — Lelcexter
0:1
2d)
2:2
50 þúsund manns voru á Anfield
Road í Liverpool í gærkvöldi og
fögnuöu sigrinum innilega. Alan
Kennedy, Kenny Dalglish og Terry
McDermott skoruðu mörk Liverpool.
Mark Ally Brown nægói WBA til
sigurs, en félagiö keppir nú um 2.
sætiö viö Nottingham Forest.
Ólæti uröu í Sheffield, þar sem
Sheffield Utd. féll í 3. deild í fyrsta
skipti í 90 ára sögu félagsins. Liöið
þurfti aö vinna Leicester 9:0 til þess
aö halda sæti sínu.
Árangur Liverpool síöustu árin
hefur verið hreint ótrúlegur. 1973:
Enskur meistari, sigur í UEFA-bikar,
1974: Enskur bikarmeistari, í 2. sæti í
1. deild, 1975: í 2. sæti í 1. deild,
1976: Enskur meistari, Sigur í
UEFA-bikar, 1977: Evrópumeistari,
enskur meistari, í 2. sæti í bikar-
keppninni, 1978: Evrópumeistari, í 2.
sæti í 1. deild, 1979: Enskur meistari.
J