Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 14

Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 Skipta má þeim tækjum sem beitt er til þess að hafa áhrif á framboð peninKa, í þrjá meKÍnflokka. I fyrsta flokknum eru þau tæki, sem hafa bein áhrif á peninf?amyndun Seðlabankans og þar af leiðandi á lausafjárstöðu og útlánagetu innlánsstofnana. I öðrum flokknum eru aðgerðir til þess að hafa áhrif á vexti og önnur ávöxtunarkjör fjármagns og þar með á peningalegan sparnað og eftirspurn eftir lánsfé. I þriðja flokknum eru svo aðgerðir til beinnar ákvörðunar á peningalegum stærðum með samningum eða valdboði. Mun ég nú ræða hvern þessara flokka aðgerða fyrir sig, og snúa mér fyrst að FYRRI hluti ræðu dr. Jóhannesar Nordals, seðlabankastjóra og formanns bankastjórn- ar Seðlabanka íslands birtist í Morgunblaðinu í gær. Hér birtist síðari hluti ræðunnar. Millifyr- irsagnir eru Morgun- blaðsins. Endurkaup vaxa hrað- ar en f járhæð bundinna innstæðna Á árinu 1977 var svo komið, að endur- kaupin voru orðin 4 milljörðum hærri en bundið fé í Seðlabankanum. Til þess að stemma stigu við áframhaldi þeirrar þróunar var í upphafi síðasta árs gripið til þess ráðs að lækka endurkaupahlut- föll um 2 prósentustig en um leið voru lánveitingar viðskiptabankanna til Framkvæmdasjóðs lækkaðar, svo að þeir gætu aukið rekstrarlán sín til atvinnuveganna að sama skapi: Þessar alltaf við því, að endurkaup framleiðslu fyrir innlendan markað geti orðið verðbólguaukandi, þegar Seðlabankinn fjármagnar innlendar birgðir, sem hækka í verði vegna heimatilbúinnar verðbólgu. Á þetta sérstaklega við um lán út á landbúnaðarafurðir, sem eru verndaðar fyrir allri samkeppni og verðlagðar alveg án tillits til verðlags- þróunar erlendis. Verst er þó, þegar verið er að fjármagna verulega um- framframleiðslu, eins og undanfarin tvö ár, sem kemur fram í söfnun vöru- birgða, sem ekki eru verðlagðar í neinu samræmi við það, sem búast má við að fáist fyrir þær á erlendum markaði. Markviss og samræmd efnahagsstefna erfið í framkvæmd, en framkvæmanleg því, hvernig áhrif megi hafa á peninga- myndun Seðlabankans. Seðlabankinn frumuppspretta peninga Seðlabankinn er frumuppspretta pen- inga í þjóðfélaginu. Grundvallaratriðið í stjórn peningamála hlýtur því ætíð að vera hæfilegt taumhald á peninga- myndun hans, þar sem hún ræður úrslitum um útlánagetu bankakerfisins. Peningamyndun Seðlabankans ræðst einkanlega af þremur þáttum, í fyrsta lagi inn- og útstreymi gjaldeyris, í öðru lagi útlánastarfsemi Seðlabankans, svo sem endurkaupum afurðavíxla og lán- um til ríkissjóðs og peningastofnana, og í þriðja lagi af fjárhæð bundins fjár innlansstofnana hjá Seðlabankanum. í reynd hefur Seðlabankinn mjög mismunandi áhrif á þróun þessara meginþátta í starfsemi sinni. Sérstak- lega eru bein áhrif hans lítil á þróun gjaldeyrisviðskipta, sem fyrst og fremst ráðast af gangi utanríkisverzlunar og framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri. Miklar sveiflur í gjaldeyrisviðskiptum eru einmitt eitt af megineinkennum íslenzks þjóðarbúskapar, og hefur ör bati í gjaldeyrisstöðu á tímum hag- stæðra viðskiptakjara og mikils sjávar- afla hvað eftir annað reynzt uppspretta peningaþenslu, sem síðan hefur sett af stað nýja verðbólguskriðu. Eigi að koma í veg fyrir þetta, er mikilvægt, að gripið sé til tímanlegra ráðstafana, þ.á.m. með notkun Verðjöfnunarsjóðs, en auk þess þarf Seðlabankinn að hafa yfir að ráða tækjum til þess að draga inn fé frá bankakerfinu til þess að jafna metin og koma í veg fyrir óeðlileg þensluáhrif af batnandi stöðu út á við. Annar þáttur í viðskiptum Seðla- bankans, sem hann hefur takmarkað vald á, «r staða ríkissjóðs, en skuldir hans við bankann hafa farið jafnt og þétt vaxandi undanfarin 6 ár. Á síðast- liðnu ári jukust skuldir ríkissjóðs enn um 4 milljarða króna, en að meðtalinni gengisuppfærslu þess hluta skuldarinn- ar, sem er endurlán á lánsfé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, voru heild- arskuldir ríkissjóðs við Seðlabankann í árslok komnar upp í rúmlega 26 millj- arða króna. Af hallanum á síðastliðnu ári stöfuðu um 3 milljarðar króna af ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar síðast- liðinn september til þess að lækka vísitölu framfærslukostnaðar með auknum niðurgreiðslum og lækkun neyzluskatta. Bæta þarf stöðu ríkis- sjóðs við Seðlabankann Af hálfu Seðlabankans hefur það ver- ið margítrekað á undanförnum árum, að bætt staða ríkissjóðs og endur- greiðsla hinna miklu skulda hans við Seðlabankann sé ein meginforsenda þess, að unnt sé að ná traustum tökum á stjórn peningalegrar eftirspurnar í landinu. í fjárlögum og lánsfjáráætlun fyrir 1979 er vissulega að þessu stefnt, þar sem gert er ráð fyrir greiðsluaf- gangi hjá ríkissjóði, auk þess sem 5 Jóhannes Nordal milljörðum króna verði varið til þess að endurgreiða samningsbundin lán hans við Seðlabankann. Er hér um eitt grundvallaratriði lánsfjáráætlunar árs- ins í ár að ræða, sem leggja verður allt kapp á að standist. Kem ég þá að þeim tveimur þáttum í viðskiptum Seðlabankans, sem hann getur haft beinust áhrif á, en það eru annars vegar útlán bankans til annarra en ríkissjóðs, en þar skipta endurkaup afurðavíxla langmestu máli, og hins vegar bundnar innstæður innlánsstofn- ana í bankanum. í reynd hafa mál þó þróazt þannig, að svigrúm Seðlabank- ans til þess að nota þau tæki, sem ég hef nú nefnt, til beinnar og sveigjanlegrar stjórnar á framboði peninga hefur þrengzt mjög á undanförnum árum. Orsakir þeirrar þróunar liggja annars vegar í því, að fjárhæð endurkeyptra afurðalána, sem veitt eru sjálfkrafa í samræmi við fastar útlánareglur, hefur hækkað mjög ört, þar sem hún hefur fylgt verðmætisaukningu þjóðarfram- leiðslunnar og reyndar ríflega það, en hins vegar hefur aukning bundinna innstæðna takmarkazt af því, að ráð- stöfunarfé bankakerfisins hefur rýrnað hlutfallslega við þjóðarframleiðslu allt frá árinu 1970, eins og oft hefur áður verið á bent og ég mun koma nánar að síðar. Til dæmis um þá breytingu, sem hér hefur á orðið, má nefna, að í árslok 1973 námu bundnar innstæður í Seðla- bankanum rúmlega 70% hærri fjárhæð en endurkeypt afurðalán. Bindiskyldu- hlutfallið var það 22% af heildarinn- stæðum hjá hverri innlánsstofnun, eða 3% fyrir neðan það 25%. hámark, sem þá var í lögum. Svigrúm var því enn verulegt til aukinnar bindingar, ef á þurfti að halda, auk þess sem verulegur hluti bundins fjár vrr til ráðstöfunar sem mótvægi við gjaldeyriseign bank- ans. Síðan hafa þessi hlutföll breytzt jafnt og þétt þar sem endurkaup hafa aukizt mun hraðar en fjárhæð bundinna innstæðna, jafnvel þótt bindiskyldan hafi verið hækkuð í áföngum í 25%. ráðstafanir reyndust þó hvergi nærri fullnægjandi, og árið 1978 héldu endur- kaupin enn áfram að vaxa hraðar en fjárhæð bundinna innstæðna, og voru þau orðin 6,9 milljörðum króna hærri um síðustu áramót. í viðræðum sínum við ríkisstjórnina hefur bankastjórn Seðlabankans bent á, að þetta vandamál yrði að leysa annað hvort með frekari lækkun endurkaupa- hlutfalla, sem þá þyrftu að vera mjög veruleg, eða mikilli hækkun bindi- skyldu, sem væntanlega þyrfti að fara upp undir 35%. af heildarinnstæðum. Endanleg niðurstaða um stefnumörkun í þessum efnum hefur enn ekki náðst, en sem áfanga í lausn þess ákvað banka- stjórn Seðlabankans að lækka endur- kaupahlutföll um 3 prósentustig til viðbótar frá upphafi þessa árs, en sú aðgerð mun lækka endurkaup um rúm 5% miðað við það, sem ella hefði orðið. Þrátt fyrir þetta er þörf enn frekari ráðstafana þegar á þessu ári, ef koma á í veg fyrir áframhaldandi útstreymi fjár vegna aukningar endurkaupa um- fram bindiskyldu. I nýsettum lögum um stjórn efna- hafsmála er heimild Seðlabankans til innlánsbindingar hækkuð úr 25 í 28%. Jafnframt er breytt því orðalagi Seðla- bankalaganna, að það sé fyrst og fremst tilgangur innlánsbindingarinnar að fjármagna endurkaup Seðlabankans. Verður að telja, að í þessu felist sú viljayfirlýsing löggjafans, að innláns- bindingu skuli í framtíðinni fyrst og fremst nota sem stjórntæki í peninga- málum, en ekki til þess að standa undir útlánastarfsemi Seðlabankans í formi endurkaupa. Er sú stefna fyllilega í samræmi við skoðanir bankastjórnar Seðlabankans en hún telur fulla þörf á því að búa svo um hnútana, að innláns- bindingin geti að nýju gegnt almennu hlutverki í stjórnun á framboði peninga í landinu. Hún telur því að æskilegt sé að halda áfram að lækka endurkaupa- hlutföll í áföngum og færa þennan þátt í fjármögnun rekstrarlána þannig smám saman yfir á hendur viðskipta- bankanna. Heppilegasta leiðin í því efni er tvímælalaust sú, að að því verði stefnt í framtíðinni, að Seðlabankinn fjármagni með endurkaupum aðeins afurða- og birgðalán vegna útflutnings- atvinnuveganna. Hins vegar verði fjár- mögnun allrar framleiðslustarfsemi fyrir innlendan markað, bæði á sviði landbúnaðar og iðnaðar, eingöngu verk- efni viðskiptabanka og sparisjóða. Auð- veldara á að vera að framkvæma þessa tilfærslu nú, eftir að tekin hefur verið upp sú breyting á lánskjörum endur- keyptra lána til útflutningsatvinnuveg- anna, að þau séu í erlendum gjaldeyri og með sambærilegum vöxtum og keppinautar íslenzkra útflytjenda eiga við að búa. Það mælir og með þessari breytingu, að beint samband hlýtur ætíð að vera á milli birgðabreytinga í útflutningsatvinnuvegunum og sveifl- um í gjaldeyrisstöðu. Þannig er ekki óeðlilegt, að Seðlabankinn fjármagni birgðasöfnun, sem skila mun sér til bankakerfisins nokkru síðar í formi gjaldeyrissölu. Hætt er hins vegar V axtaaukareikningar draga úr spákaupmennsku Ég kem þá að öðrum flokki peninga- legra aðgerða, en það eru breytingar á vöxtum, verðtryggingu eða öðrum ávöxtunar- og lánsskilmálum. Umræður um ávöxtun sparifjár og lánskjör hafa verið mjög ofarlega á baugi nú um skeið, og virðist ljóst, að vaxandi skilningur sé á hinum alvarlegu efna- hagslegu og þjóðfélagslegu vandamál- um, sem fylgja þeim neikvæðu raun- vöxtum, sem hafa verið einn af helztu fylgifiskum hinnar miklu verðbólgu síðustu ára. Hafa áhrif þessa ástands komið fram í þverrandi peningalegum sparnaði miðað við heildartekjur þjóð- arbúsins og óeðlilegri eftirspurn eftir lánsfé til fjárfestingar með verðbólgu- hagnaði að meginmarkmiði, skömmtun og misrétti á lánamarkaðinum og síðast en ekki sizt í stórfelldum flutningi raunverulegra verðmæta af sparifjár- eigendum í hendur þeirra, sem skulda. Hefur formaður bankaráðs þegar fjall- að um þessa hlið lánskjaramálanna hér á undan. Mun ég því einskorða mig við að ræða aðgerðir á þessu sviði að undanförnu og verkefnin, sem nú er við að fást í þessum efnum. Á árunum 1976 og 1977 voru gerðar veigamiklar breytingar á vaxtakerfinu með upptöku vaxtaaukareikninga ann- ars vegar og verðbótaþætti vaxta hins vegar, en þá var að því stefnt, að verðbótaþátturinn yrði endurskoðaður reglulega með hliðsjón af verðlagsþró- uninni. I samræmi við þetta var verð- bótaþáttur vaxta hækkaður um 3% í nóvember 1977 og aftur um 3% í febrúar á síðastliðnu ári. Með tilliti til vaxandi verðbólgu hefði verið full ástæða til þess að hækka verðbótaþátt- inn enn frekar á árinu, sérstaklega í ágúst, þegar verðbólgan komst hæst, en úr frekari vaxtabreytingum varð ekki á árinu, fyrst vegna stjórnmálaóvissu og síðan vegna þess, að ekki varð lokið viðræðum við hina nýju ríkisstjórn um endurskoðaða lánskjarastefnu. Þó voru tvær veigamikla breytinga gerðar á vaxtakerfinu fljótlega eftir síðastliðin áramót, annars vegar sú breyting á lánskjörum endurkaupanlegra út- flutningslána, sem ég hef áður getið, en hins vegar stofnun þriggja mánaða vaxtaaukareikninga með 25% vöxtum. Þótt fari hafi verið skemmra í endur- skoðun vaxta á árinu en æskilegt hefði verið með tilliti til hinnar miklu verð- bólgu, er enginn vafi á mikilvægi þess, að sparifjáreigendum skuli þó hafa boðizt þau vaxtakjör, sem voru á vaxtaaukareikningum á árinu. Reyndist innstæðuaukning á þessum reikningum yfir 84% á árinu, sem var helmingi meiri aukning hlutfallslega en á öðru sparifé, og í lok ársins var 31% af öllu sparifé á vaxtaaukareikningum. Er lítill vafi á því, að það dró verulega úr spákaupmennsku, á meðan óvissan í efnahagsmálum var mest síðastliðið sumar, hve mikill hluti sparifjár var kominn á vaxtaaukareikninga og eigendur sparifjár áttu kost á 32% vöxtum af innstæðum sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.