Morgunblaðið - 11.05.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 11.05.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979 15 Ávöxtunarkjör í sam- ræmi við verðlagsþróun Með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengin er í þessum efnum, hefur banka- stjórn Seðlabankans talið nauðsynlegt, að ávöxtunarkjör á fjármagni væru í sem beztu samræmi við verðlagsþróun á hverjum tíma. Hún telur því mikilvægt, að í hinum núju lögum um stjórn efnahagsmála o.fl., skuli sú stefna hafa verið ótvírætt mörkuð, að komið skuli á í áföngum á þessu og næsta ári raun- hæfri verðtryggingu á sparifé og lánsfé. í lögunum felst einnig veruleg rýmkun á þeim reglum, sem gilt hafa um verð- tryggingu í lánssamningum, sem greiða mun fyrir því, að þessum markmiðum verði náð. Af hálfu Seðlabankans er nú unnið að því að undirbúa tillögur um framkvæmd lánskjarastefnunnar í samræmi við meginstefnu þessarar lagasetningar og verða ákvarðanir væntanlega teknar síðar í þessum mánuði. Þegar hafður er í huga sá mikli ágreiningur, sem oft hefur orðið um vaxta- og verðtryggingarmál hér á landi, er það að dómi Seðlabankans mjög mikils virði, að nú liggur fyrir skýr afstaða löggjafans til stefnumörk- unar á þessu sviði. Sannleikurinn er sá, að deilur hafa um of snúizt um forms- atriði málsins, svo sem hvort fara skyldi raunvaxtaleið, verðtryggingar- leið eða frjálsvaxtaleið. Sannleikurinn er sá, að við núverandi aðstæður hér á landi mundu allar þessar leiðir stefna til sömu áttar, þ.e.a.s. að bæta ávöxtunarkjör sparifjár, færa lánskjör til samræmis við verðbólguþróun og jafna lánskjör milli atvinnuvega. Er ég þá kominn að þriðja og síðasta flokki aðgerða í peningamálum, sem ég mun gera hér að umræðuefni, en það er setning sérstakra og fast bundinna markmiða um breytingu á tilteknum peningalegum stærðum, svo sem pen- ingamagni, heildarútlánum bankakerf- isins eða lántökum opinberra aðila. Með samningum Seðlabankans og viðskipta- bankanna um útlánamarkmið og síðar með þeim markmiðum, sem sett hafa veriið í lánsfjáráætlun um útlán inn- lendra peningastofnana og erlendar lántökur, hefur að nokkru leyti verið farið inn á þessa braut, en þó án þess, að markmiðin hafi verið bundin með laga- boði eða sett með beinu samþykki löggjafans. Nú hefur verið stigið enn eitt spor í þessa átt með ákvæðum hinna nýju laga um stjórn efnahags- mála o.fl., þar sem tiltekið, er að stefnt skuli að 25% aukningu peningamagns á þessu ári, en þá tölu má endurskoða í samræmi við þjóðhagsspá. Þótt hér sé því ekki um valdboð að ræða, felst í þessu ákvæði skýrari stefnumörkun en áður hefur verið fyrir hendi hér á landi varðandi þróun peningamagns og þar af leiðandi hlutverk stefnunnar í peninga- málunm á sviði almennrar hagstjórnar. Frá sjónarmiði Seðlabankans tel ég stefnumörkun af þessu tagi tvímæla- laust spor í rétta átt, en ég tel þó ástæðu til að benda á nokkur atriði, er varða framkvæmd slíkrar stefnu og þær takmarkanir, sem henni eru settar. Lánsfjáráætlanir byggðar á of bjart- sýnum verðlagsspám I fyrsta lagi er mikilvægt, að menn geri sér grein fyrir því, að slík markmið gera miklar kröfur til virkrar og sveigj- anlegrar stefnu í peningamálum. Eigi Seðlabankinn að halda aukningu pen- ingamagns innan tiltekinna marka verða menn að vera við því búnir, að hann beiti í því skyni þeim tækjum til stjórnunar á peningaframboði, sem hann hefur yfir að ráða, svo sem innlánsbindingu, breytingum á reglum um endurkaup og hreyfanlegum vöxt- um. Vegna þeirra takmarkana, sem t.d. eru settar um innlánsbindingu, er ekki með öllu gefið, að hann hafi alltaf yfir að ráða tækjum, er nægi til þess að halda breytingum peningamagns innan settra marka. Sérstaklega er það þó mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði, að skuldasöfnun ríkissjóðs verði ekki til þess að skapa óviðráðanlega peningaþenslu. I öðru lagi er rétt að benda á það, hversu afskaplega erfitt það hefur reynzt til þessa að setja raunhæf markmið um þróun peningastærða eitt ár eða svo fram í tímann vegna þeirrar miklu óvissu sem ríkt hefur um verðlagsþróun. Öll þau ár, sem lánsfjáráætlanir hafa verið gerðar, hefur verið byggt á verðlagsspám, sem re.vnzt hafa allt of bjartsýnar, einkum vegna mun meiri launabreytinga en ráð hafði verið fyrir gert. Að sjálfsögðu getur það verið gagnlegt og haft áhrif til aukins aðhalds, að útlánamarkmið sé sett lágt miðað við verðbólgu, svo að hamlað sé gegn verðlagsbreytingum með eftirspurnaraðhaldi úr þeirri átt. Frávikin mega hins vegar ekki vera svo mikil, að markmiðin reynist gersamlega óraunhæf og menn gefist hreinlega upp við að ná þeim. Sú reynsla, sem þegar er fyrir hendi hér á landi í þessu efni, bendir því ekki til þess, að reysta megi um of á peningaleg markmið af þessu tagi, nema það takist að samræma þau betur öðrum þáttum hagstjórn- ar en unnt hefur verið hingað til, en það sem þar skiptir mestu máli er tvímælalaust, að hliðstæð markmið eða áætlanir séu fyrir hendi um launaþróun og framleiðslu- kostnað. Að því er að vísu stefnt með hinum nýju efnahagsstjórnarlögum, en mikil óvissa er þar þó enn fyrir hendi. Setja þarf markmið í kaupgjaldsþróun Þrátt fyrir þau vandamál, sem bundin eru notkun peningalegra markmiða og ég hef nú stuttlega lýst, tel ég engan vafa á því, að slík markmið geti átt miklu hlutverki að gegna, en þó því aðeins að þau séu hluti af samræmdri efnahagsstefnu, sem fylgt er fram af einurð og festu. Eins og kunnugt er, hafa þær hagfræði- kenningar, sem leggja áherzlu á samhengi pen- ingamagnsbreytinga og verðlagsþróunar, vakið vaxandi athygli síðustu árin. Hefur þetta m.a. haft þau áhrif, að það verður sífellt algengara, að stjórnvöld setji fram ákveðin markmið um árlega aukningu peningamagns, en það er síðan notað sem meginviðmiðun í daglegri stjórn peninga- og fjármála. Á verðbólgutímum getur verið sérstaklega mikilvægt að geta með þessum hætti gefið skýrt og skorinort til kynna, hvaða svigrúm til verðbreytinga og þar af leiðandi launahækkana sé fyrir hendi að dómi stjórnvalda. Sé farið fram yfir þessi mörk eigi aðilar vinnumarkaðsins það á hættu, að gripið verði til peningalegra samdráttarráðstafana í einu eða öðru formi. Segja má með öðrum orðum, að með því að setja fastákveðið hámark varðandi aukningu peningamagns séu stjórnvöld að reyna að skapa verðþróuninni fasta viðmiðun, kasta út nokkurs konar akkeri, sem ætlað sé að koma í veg fyrir, að hagkerfið reki stjórnlaust út í brimgarð verðbólgunnar. Vissulega væri slík festa mikils virði fyrir íslenzkan þjóðarbúskap, sem velkzt hefur í ólgu 30—50% verðbólgu í meira en hálfan áratug. En þegar svona mikill skriður er kominn á verðlagsþróunina verður sífelld aðlögun einstakra þátta verðlags, kaupgjalds, gengis og lánskjara nauðsynleg, ef koma á í veg fyrir röskun á rekstrarskilyrðum atvinnuveganna og misrétti í tekjum og afkomu milli þjóðfélagshópa. En þótt aðlögunarhæfni af þessu tagi hafi vafalaust forðað Islendingum frá enn meira efnahagslegu tjóni alf völdum verðbólgunnar en raun ber vitni, felur hún þó í sér sínar eigin hættur. Því að verði aðlögun að verðbólgunni aðalatriði hagstjórnar og viðleitnin til að halda til jafns við aðra í verðbólguflaumnum gerð að meginmarkmiði einstaklinga, fyrirtækja og hagsmuna- hópa, er hætt við því, að engin orka verði aflögu til þess að reyna að andæfa og draga úr verðbólguhraðanum. Markviss efnahagsstefna erfið í framkvæmd en framkvæmanleg Þegar íhuguð er reynsla íslendinga í þessum efnum undanfarin ár, er vandséð önnuð leið, sem vænlegri sé til árangurs en að setja með sem ákveðnustum hætti árleg markmið fyrir hreyfingu helztu stærða, sem ákvarðandi eru fyrir þróun verðlags og peningalegrar eftirspurnar, og miða síðan allar ákvarðanir í stjórn efnahagsmála við þau. En það nægir ekki að setjaz slík markmið aðeins fyrir aukningu peningamagns og útlána lánastofnana, heldur þurfa þau einnig að ná til launabreytinga og útgjalda opinberra aðila. Síðan þyrfti að þrengja svigrúmið til breytingar ár frá ári, unz verðbólgan er komin niður á viðunandi stig. Það er sjálfsögðu ljóst, að markviss og samræmd efnahagsstefna af þessu tagi er allt annað en auðveld í framkvæmd, en dæmi annarra þjóða, sem komizt hafa í svipaðan vanda, sýna að hún er þó framkvæmanleg. Fyrir henni ætti líka að geta fengizt almennari skilningur en þegar er fyrir hendi, ef menn gera sér grein fyrir því, að hún er líklega eina færa millileiðin á milli þess að sitja fastir í vítahring verðbólgunnar eða neyðast til þess að brjótast út úr honum með harðvítugum samdráttarráðstöfunum. Eitt fislétt handtak Lyng blöndunartæki — Nýjasta tízka — Nýjasta tækni. Þaö tilheyrir fortíöinni aö skrúfa og skrúfa til aö fá vatn. Meö Lyng blöndunartækjunum þarf aðeins fislétt handtak annarrar handar til aö blanda vatniö og stjórna magni. Tryggva Hannessonar Síðumúla 37. Lotus. Frábært matar- og kaffistell hannað af Björn Wiinblad. Glasasett og hnífapör i sama stil Lítið á gjafavöruúrvalið í Rosenthal verzluninni, — skoðið jólaplatta, mánaðardiska og postulín. Rosenthal vörur Gullfallegar — gulltryggðar. 1 ■íftfii

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.