Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 19

Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 I ■! -.M. Skemmtun fyrir viðskiptavini — Benzínafgreiðslumaðurinn Mike Lausten í E1 Cajon, Kaliforníu, mætti til vinnu fyrr í vikunni klæddur eins og Arabi og með byssubelti til að hafa í stútinn á benzínslöngunni. Lausten sagðist hafa gert þetta af þvíhann hefði orðið reiður og viljað vekja athygli. „Er þetta Aröbum að kenna eða rfkisstjórninni?“ spruði hann. Sultarólin hert fyrir komu páfa til Varsjár Thatcher hækkar kaup hermanna - og þá snarlækkaði pundið London, 10. maí. Reuter. HIN NÝJA ríkisstjórn Margaret Thatcher í Bretlandi tilkynnti í dag að ákveðið hefði verið að hækka laun hermanna, en þetta var eitt af loforðum Thatchers í kosningabaráttunni, enda var talið að hið versta ástand kynni að skapast innan raða hersins vegna afleitra launa. Kauphækkun sú sem ákveðin hefur verið er um 32 prósent, en Verkamannaflokkurinn hafði lofað 24,2 prósenta hækkun. Þessi hækkun mun gilda frá 1. apríl og mun kosta Breta um 112 milljónir sterlingspunda á ári. Þá hefur Thatcher einnig tilkynnt launa- hækkun til lögregluliðs í því skyni að það sé færara um að sinna skyldum sínum og uppfylla auknar kröfur sem stjórn íhalds- flokksins mun gera til lögreglunn- ar, en Thatcher hét einnig að málum sem að lytu lögum og reglu yrði nánari gaumur gefinn. Sterlingspundið féll snögglega á ýmsum alþjóðagjaldeyrismörkuð- um í dag vegna óvissu um verð- bólgu og verðlagsþróun í Bretlandi undir nýrri forystu. Pundið hafði styrkzt verulega í fyrri viku en féll nú í 2.0529 dollara víða í Evrópu. í New York lækkaði það úr 2.0615 í 2.0525 dollara. Sú ákvörðun Thatchers í gær að stórhækka kaup lögreglunnar eða um 20 prósent og í dag hermanna á að sögn fjármálasérfræðinga drýgstan þátt í verðlækkun punds- VarHjá — 9. maí. AP. HAFIÐ er í Varsjá mikið matvælahamstur þar sem borgarbúar óttast að lang- þráð heimsókn páfans í Róm hafi í för með sér vöruþurrð í verzlunum. Ástæðan er þó ekki sú, að páfinn sé svo mikið átvagl, heldur er ljóst að kaþólikkar utan af lands- byggðinni muni flykkjast til Varsjár til að fagna trúarleiðtoga sínum. Ibú- ar Varsjár eru 1.3 milljón- ir. en fyrirsjáanlegt þykir að sá f jöldi muni meira en tvöfaldast við komu páf- ans eftir þrjár vikur. Það eru fleiri en húsmæður, sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Hið opinbera hamstrar af engu minni móði, og hefur kjötskammt- ur í mörgum verzlunum verið skorinn niður um helming, en kjötskortur er varanlegt ástand í höfuðborg Póllands. Öll hótel í borginni eru fullbókuð helgina, sem páfinn verður í borginni, en stjórnvöld eru sá aðili, sem hafa tekið herbergin á leigu, og munu þau siðan sjá um að útvega gist- ingu. Ekki mun þó nema smábrot komast fyrir í því gistirými, sem til er, og öngþveiti er fyrirsjáan- legt því að fæstar fjölskyldur búa svo vel að geta hýst aðkomufólk á einkaheimilum, en leiga á her- bergjum hefur margfaldazt að undanförnu. Járnbrautarstarfs- maður einn, sem fréttamaður AP ræddi við, bjóst helzt ið því að málið yrði leyst með því að reisa tjaldborg við Menningarhöllina í miðborginni. Jóhannes Páll páfi II var erki- biskup í Kraká þar til hann var kjörinn páfi í október s.l., og mun hann einnig heimsækja heima- borg sína. Að minnsta kosti 80 af hundraði pólsku þjóðarinnar að- hyllast kaþólska trú, og er talið að kaþólsku kirkjunni í Póllandi hafi vaxið mjög þróttur við það að Karol Wojtyla var kjörinn páfi. ERLENT Marks & Spencer att á „báknið” Deild í KGB ýtir undir hryðjuverk RómaborK, AP. VITO Miceli, fyrrver- andi yfirmaður ítölsku leyniþjónustunnar, sak- aði Sovétmenn nýlega um að ýta undir ólýðræðislega starfsemi kommúnista í Vest- ur-Evrópu. Hefði sérstök deild, „deild-A“, verið sett á laggirnar í því skyni innan sovézku leyniþjónustunnar (KGB). Væri deild þess- ari einkum ætlað það hlutverk að fjármagna og styrkja eftir öðrum leiðum starfsemi ítalskra hryðjuverka- hópa, sem aukið hafa aðgerðir sínar eftir að kosningabaráttan hófst fyrir alvöru á Ítalíu. Miceli sagði við sama tækifæri, að hann hefði árið 1972, er hann var yfirmaður leyniþjónust- unnar, lagt til við stjórn- völd að 22 sovézkum njósnurum, er störfuðu á Ítalíu í skjóli sendiráðs- tignar, yrði vísað úr landi. Aldo Moro hefði samþykkt það en lagt til að fjórum og fjórum njósnaranna yrði vísað úr landi í einu svo málið vekti síður alþjóða- hneykslun. Þáverandi forsætisráðherra, Giulio Andreotti, sem einnig er forsætisráðherra Ítalíu í dag, hefði hins vegar hafnað þessum tillögum alfarið „sakir ríkishags- muna“. Andreotti vildi ekkert um þetta mál segja í dag. 99 Lundúnum — 10. maí — AP. MARGARET Thatcher, hinn nýi forsætisráðherra Bretlands, hefur ráðið í sína þjónustu forstjóra stórfyrirtækisins Marks and Spencer til að gera úttekt á skriffinnskubákn- inu i þeim tilgangi að uppræta sóun og óvirkni í opinberri stjórnsýslu. Sir Derek Rayner fær ekki í hendur vald til að framkvæma niðurskurð af neinu tagi, heldur verður hann Thatcher og mönnum hennar til ráðuneytis. Sparnaður í opinberum rekstri var eitt helzta Þetta gerdist 1978 — Kínverjar saka Rússa um árásir yfir Ussuri-fljót. 1976 — Sendiherra Bólivíu í París ráðinn af dögum. 1975 — Souvanna Phouma við- urkennir sigur kommúnista í Laos. 1972 — írar samþykkja aðild að EBE í þjóðaratkvæði. 1971 — Musterin í Angor Wat laskast í stórskotahríð í Kam- bódíu. 1949 — ísrael fær upptöku í SÞ. 1943 — Bandaríkjamenn ganga á land á Aleutian-eyjum og ná aftur fyrsta bandaríska landsvæðinu í stríðinu við Japani. 1878 — Tilraun gerð til að ráða Vilhjálm I Þýzkalandskeisara af dögum. 1867 — Sjálfstæði Luxemborgar viðurkennt samkvæmt París- ar-sáttmálanum og Prússum gert kosningaloforð Thatchers, og er búizt við því að hann beinist í fyrstunni aðallega að skatta- og almannatryggingakerfinu. Nýr frkv.stjóri Evrópuráðsins StraBborg. Frakklandi, AP. Austurríkismaðurinn Franz Karasek var nýlega kjörinn fram- kvæmdastjóri Evrópuráðsins. í kosningum um starfið hlaut Karasek 78 atkvæði, en fulltrúi Svía í stjórnarnefnd ráðsins, Olof Rydbeck, hlaut 74 atkvæði. Kosið er til fimm ára í senn. að flytja her sinn þaðan. 1860 — Landganga Garibaldis og Rauðstakka hans í Genúa. 1824 — Bretar taka Rangoon í Burma. 1812 — Spencer Perceval forsæt- isráðherra ráðinn af dögum í Neðri málstofunni. 1745 — Orrustan um Fontenoy: Saxe marskálkur sigrar Englend- inga. 1709 — Umsátur Karls XII um Poltava hefst. 1507 — Frakkar innlima Genúa. Afmæli. Irving Berlin, banda- rískur sönglagahöfundur (1888---) — Salvador Dali, spænskur listmálari (1904--). Andlát. William Pitt, stjórnmála- leiðtogi, 1778 — Sir John Herschel, stjörnufræðingur, 1871 — Max Reger, tónskáld, 1916. Innlent. Kötlugos hefst 1721 — Veður víða um heim Akureyri hiti v. trostm. skýjað Amsterdam 14 skýjaó Apena 28 bjart Barcelona 19 skýjaó Berlín 15 skýjaó Brussel 17 bjart Chicago 29 bjart Frankfurt 22 sól Genf 19 mistur Helsingi 10 bjart Hong Kong 31 bjart Jerúsalem 30 bjart Jóhannesarb. 14 sól Las Palmas 23 léttskýjaó Lissabon 23 sól London 16 sól Los Angeles 21 bjart Madrid 21 sól Majorka 21 téttskýjaó Malaga 20 léttskýjaó Miami 27 bjart Montreal 31 sól Moskva 15 skýjaó Nýja Delhi 41 skýjaó New York 35 bjart Ósló 10 sól Parfs 19 sól Rio de Jan. 34 skýjaó Reykjavík 4 léttskýjaó Rómaborg 21 bjart San Francisco 18 bjart Stokkhólmur 12 skýjaó Sydney 20 bjart Teheran 27 bjart Tel Aviv 22 skýjaó Tókíó 22 skýjaó Toronto 29 sól * Vancouver 15 sól Vínarborg 18 bjart 11. maí Ragnheiður Brynjólfsdóttir vinn- ur eið að sakleysi sínu 1661 — „La Réchenche" kemur til Reykjavíkur að kanna afdrif eftirlitsskipsins „La Lilloise" 1835 — Ákveðið að flytja prentsmiðjuna í Viðey til Reykjavíkur 1844 — Jóni Sigurðs- syni boðin yfirstjórn kláðamálsins 1859 — Hásetaverkfallinu lýkur 1916 — Þjóðernissinnar hefja blaðaútgáfu 1932 — íslands- sýningin í New York opnuð 1939 — íslendingar sigra Norðmenn í sundkeppni 1949 — Landsmet „Sæbjargar" í vertíðarafla 1969 — Kurt Waldheim í heimsókn 1973 — f. Einar Jónsson 1874 — Jóhannes Nordal 1924. Orð dagsins: Enginn hefur eins mikla þörf fyrir frí og sá sem er nýkominn úr fríi — Elbert Hubbard, bandarískur rit- höfundur (1856-1915).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.