Morgunblaðið - 11.05.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 11.05.1979, Síða 21
Ég vil taka það skýrt fram, að allt tal um það, að fækkun á hásetum á kaupskipum leysi ein- hvern vanda er gjörsamlega út í hött. Mönnunarákvæði háseta byggjast á brúttóstærð skipanna og hafa þau ákvæði kjarasamn- ings verið í gildi frá ómunatíð, en mælingareglum skipanna stórlega breytt á sama tíma til hagræðis fyrir útgerðina, þannig að þar sem áður voru 6 fullgildir hásetar hefur útgerðin núna rétt til að hafa tvo fullgilda háseta og tvo viðvaninga. Ég get bent á í þessu sambandi, að á þeim kaupförum, sem sigla með ströndum fram, hefur vinnuálag háseta verið slíkt, að með eindæmum er, enda gegna þeir bæði störfum sjómanns og hafnarverkamanns. Varðandi 1. liðinn í kröfum vinnuveitenda vil ég minna á, að Sjómannafélag Reykjavíkur lýsti því yfir í sambandi við samning- ana 1974, að það væri reiðubúið að ganga til samninga um leyfi til fækkunar á fjölda háseta og/eða viðvaninga á verzlunarskipum, ef þau féllu undir neðangreind tilvik: 1. Þegar skip eru sett í ákveðin verkefni, innan afmarkaðs svæðis. 2. Ef mönnun skips ræðst af annarri verkaskiptingu á skipsfjöl en áður hefur tíðkazt og samning- ar hafa tekizt þar um. 3. Ef tæknibúnaður skips, þar á meðal við losun, lestun og búnað farms um borð, ásamt vinnuspar- andi aðgerðum réttlætir fækkun í áhöfn. í sambandi við þessa yfirlýsingu hefur einu sinni komið til tals fækkun í áhöfn, þegar eitt af skipum Eimskipafélagsins var sett í ákveðna flutninga, en skip- inu var ekki breytt í þá veru að það gæti fallið undir fyrrnefnda yfirlýsingu. — Ég vil að síðustu aðeins segja það, að ekki stendur á okkur hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur að gera ákvæði samninga einfald- ari og skýrari, enda höfum við farið fram á skýrara orðalag á þeim greinum samninganna, sem ágreiningur hefur orðið út af. Annars er kjarninn í okkar kröfu- gerð sá, að við viljum fá sama fyrir 40 stunda vinnuviku og hafnarverkamaðurinn við Reykja- víkurhöfn hefur, en það jafngildir 35% hækkun á fastakaupi. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 21 Formannskjör í Heimdalli Aðalfundur Heimdallar, samtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram á sunnudaginn. Fundurinn verður haldinn í Valhöll, og hefst hann klukkan 14. Kjartan Gunnarsson, sem verið hefur formaður Heimdallar undanfarin tvö ár, hefur lýst yfir, að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs; Tveir menn hafa þegar tilkynnt framboð sín, þeir Hreinn Loftsson og Pétur Rafnsson. Hreinn er tuttugu og þriggja ára gamall, nemi í Háskóla íslands. Pétur er þrítugur, forstjóri Hjólbarðasólunarinnar Bandag h.f. Morgunblaðið leitaði til þeirra Péturs og Hreins, og spurði þá nokkurra spurninga um framboð þeirra, stefnumál og félagsstarf Heimdallar almennt. Fara svör þeirra hér á eftir: HREINN LOFTSSON: Ekki má gleyma því að starfið í Heimdalli er fyrst og fremst stiórnmálastarf — Hvað varð þess valdandi að þú ákvaðst að bjóða þig (ram til formennsku í Ileimdalli? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á starfinu í Heimdalli, ekki síst eftir þá reynslu sem ég fékk sem starfsmaður félagsins. Þegar nú- verandi formaður, Kjartan Gunn- arsson, ákvað að gefa ekki kost á sér áfram sá ég tækifæri til þess að hafa meiri áhrif á starfsemi Heim- dallar og ákvað því að láta slag standa og gefa kost á mér í for- mennskuna. Þá finnst mér kominn tími til að yngri menn veljist til forystu held- ur en tíðkast hefur". — Hyggst þú gcra einhverjar breytingar á stafsemi félagsins ef þú verður kjiirinn? „Það er nauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti starfi Heim- dallar meðal framhaldsskólafólks, og það er ekki síður mikilvægt að efla starfið meðal hinna, sem ekki eru í skóla. Átak þarf að gera í útgáfu- og fræðslustarfi félagsins og stuðla þannig að aukinni kynn- ingu á sjálfstæðisstefnunni, Þá er mikilvægt að efla hið almenna félagsstarf og búa Heimdalli gott félagsheimili í Valhöll". — Hver eru að þínum dómi mikilvægustu verkefnin sem bfða ungra sjálfsta-ðismanna f náinni framtíð? „Ég tel að ungir sjálfstæðismenn verði að brýna vopn sín og búa sig undir harðnandi átök í pólitískum efnum. Við þurfum að berjast hver á sínum stað og gera sem flesta sem best í stakk búna til að auka frjálshyggjunni fylgi. Það þýðir ekki að sitja með hendur í skauti, það eina sem gildir er öflugt starf. Þar vegur þyngst hið pólitíska starf. Menn mega aldrei gleyma því, að starfið í Heimdalli og öðrum félögum ungra sjálfstæðismanna er f.vrst og fremst stjórnmálastarf. Það þarf mikið átak til að gera þau félög, og þá ekki síst Heimdall, eins öflug og frekast er unnt. Við verðum að virkja þann kraft sem í samtökum okkar býr til framgangs sameiginlegum hugsjónum okkar". — Eru þau framboð sem nú eru fram komin til formanns Heim- dallar f einhverju framhaldi af þeim átökum sem urðu við for- mannskjör á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins um síðustu helgi? „Alls ekki. A landsfundi var gert út um skipan forystumála í Sjálf- stæðisflokknum, og flokksmenn allir eru vafalaust þeirrar skoðunar að friður eigi að ríkja um þær ákvarðanir sem þar voru teknar, en reyna ekki að hefna þess í héraði sem tapaðist á þingi. Undir það tek ég, og fæ ekki séð að nein tengsl séu á milli atburða á landsfundi og formannskosninga í Heimdalli". — Eru það einhverjar sérstakir aöilar eða hópar í Heimdalli sem styðja þig eða þú hyggir stuðning þinn á? „Ég hef ekki orðið þess var, að neinn einn ákveðinn hópur innan Heimdallar standi að baki mínu framboði, heldur tel stuðninginn koma alls staðar að, úr öllum aldurshópum félagsins“. — Ilver hafa þín störf vcrið innan raða ungra sjálfsta'ðis- manna. áður en þú ákvaðst að gefa kost á þér sem formaður Ileimdallar? „Ég gekk í Heimdall árið 1974, og var kosinn í stjórn árin 1975 og 1976. Þá var ég framkvæmdastjóri félagsins frá áramótum 1975 til ’76, þar til loka starfsársins 1976 til ’77. Þá hef ég setið í stjórn og fram- kvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna undanfarin tvö ár, og á sama tíma verið formaður Útgáfunefndar S.U.S. Þá er ég í Útbreiðslunefnd Sjálfstæðisflokks- ins sem miðstjórn flokksins skipaði síðastliðið haust.“ PÉTUR RAFNSSON: Ungir sjálfetæðismeim þurfa að leggja meiri áherslu á kynningu stefnumála sinna — Ilvað varð þess valdandi að þú ákvaðst að gefa kost á þér til formennsku í Ileimdalli? „Ég tók.þá ákvörðun alveg upp á eigin spýtur, og það var ekki vegna neins ákveðins þrýstings að ég tók ákvörðun- ina. Ég hafði áhuga á að starfa fyrir félagið með þessum hætti, og fór og ræddi við mína kunningja um framboð mitt, og þegar þeir ákváðu að styðja mig var framboðið ákveðið". — Ilyggst þú gera ein- hverjar breytingar á starf- semi félagsins ef þú nærð kjöri? „Ég ætla að gera ákyeðnar breytingar á starfsemi þess, en þó ekki neinar grundvallar- breytingar. En það er ýmislegt í starfsemi Heimdallar sem að mínum dómi mætti færa í fastara fórm, og að því mun ég vinna. Einnig vil ég að félagið taki í ríkari mæli en gert hefur verið afstöðu til pólitískra mála er upp koma, jafnskjótt og þau koma fyrir.“ — Hver eru að þinum dómi mikilvægustu vcrkefnin sem ungir sjálfsta'ðismenn þurfa að vinna að í nánustu fram- tíð? „Ungir sjálfstæðismenn þurfa að stefna að því að ná til ungs fólks í ríkari mæli en verið hefur hingað til, og þeir þurfa að vinna aukið starf í þeim tilgangi að koma stefnu- málum sínum og hugmyndum á framfæri. Fá þarf fleira fólk til starfa, og gefa þarf fleiri félögum tækifæri til að hafa áhrif á það sem gert er“. — Eru þau framboð sem nú eru komin fram til for- manns Ileimdallar í einhverju framhaldi af kosningu til formanns Sjáifstæðisflokks- ins á landsfundi eins og eitt daghlaðanna hcfur gefið í skyn? „Það tel ég alls ekki. Þessi frétt sem birtist í Vísi á miðvikudaginn er skrifuð út frá röngum forsendum að mín- um dómi. Slík fréttaskrif eru ekki til neins annars fallin en að spilla þeim sameiningar- anda sem ríkir meðal allra sjálfstæðismanna". — Eru það einhverjir sér- stakir aðilar eða hópar innan Ileimdallar sem standa að þínu kjöri. eða þú hyggir stuðning þinn á? „Ef hægt er að tala um einhverja ákveðna hópa innan Heimdallar, þá byggi ég minn stuðning á þeim öllum". — Ilver hafa þín störf inn- an raða ungra sjálfstæðis- manna verið áður en þú ákvaðst að gefa kost á þér sem formaður Ileimdallar? „Ég átti heima á Vestfjörð- um, þar til árið 1967, og þar starfaði ég með ungum sjálf- stæðismönnum, og einnig á Akureyri þegar ég var þar í Menntaskólanum. Nú eftir að ég fluttist suður þá starfaði ég með ungum sjálfstæðismönn- um í Reykjaneskjördæmi, og var einn stofnenda Félags ungra sjálfstæðismanna í Njarðvíkum. Þá var ég í stjórn Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Reykjanes- kjördæmi, og vann meðal ann- ars að útgáfu blaðsins Reykja- ness fyrir kosningar. Þá hef ég einnig starfað í Hevmdalli í Reykjavík, nú síðustu tvö ár sem gjaldkeri félagsins”. l BÖRN í DILKA hún stefnuna síðustu árin hafa verið þá að láta blind og sjónskert börn sækja skóla með öðrum börn- um. Fyrirkomulag þetta hefði bæði kosti og galla. Til þess að árangur náist á þennan hátt þurfi bæði foreldrar og kennarar mikinn stuðning og ráðgjöf. Nauðsynlegt sé að sérskólar fyrir blind börn séu fyrir hendi svo að foreldrar geti valið, því í mörgum tilvikum er sú sérþjálfun sem þar fæst barninu meira virði en þátttaka í félags- skap heilbrigðra barna. Inga-Lill Bohman flutti erindi, er hún nefndi „Reynsla að starfi með geðveik börn“. Sagði hún markmið að reynt væri að hafa geðveik börn sem mest á heimilum sínum, því þar hafi þau mesta þroskamöguleika. Nefndi hún sex atriði, sem hún taldi, að yrðu að vera í lagi til að hægt væri að ná árangri í meðhöndlun geðveikra barna: 1. Aukin fræðsla. 2. Gripið sé nógu snemma á erfiðleikum barnsins. 3. Sérstakur umsjónar- maður fyrir hvert barn, líka þegar það er á stofnun. 4. Sálfræðingar sem vinna með fjölskyldum barn- anna og sjá um handleiðslu umsjónarmanns. 5. Fjölskyldum barnanna gefist kostur á hvíld, t.d. með því að taka barnið í skamm- tímavistum. 6. Stuðningur við for- Frá ráðstefnunni „BARNIÐ 1979“ í fyrradag. eldrafélög geðveikra barna. Forsvarsmenn ráðstefnunnar sögðu, að megininntak ráðstefnu- haldsins í gær hefði verið umræð- urnar um, hvort blanda ætti í bekk börnum með sérþarfir og „venju- legum börnum". Var samdótna niðurstaða að ekki ætti að draga börn í dilka, hvert svo sem vanda- mál þeirra væri. Þeir sögðu, að hérlendis hefði verið of mikið gert af því að byggja alls kyns dvalar- stofnanir, en til að hægt væri að framkvæma slíka blöndun yrði fyrst að fækka í bekkjardeildum og sérmennta almenna kennara til að takast á við kennslu blandaðra bekkja af þessu tagi. Ráðstefnunni var fram haldið í gær og var fjallað um efnið „Barnið í skólum og stofnunum samfélags- ins“. í dag er síðasti dagur ráðstefn- unnar og verður þá tekið fyrir efnið „Ungbarnið".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.