Morgunblaðið - 11.05.1979, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979
31
vörð um minningu hennar með
varðveizlu hússins í föstu formi.
Guðjón var svo lánsamur að fá
að eyða æfikvöldunum við sólar-
lagið heima á Búðum, meðan stætt
var.
Þrjú yngstu börnin, öll búsett á
staðnum, gerðu honum það kleift.
Baldvin var hans stoð og stytta öll
elliárin og vakti við hvert hans
fótmál. Arnfríður, Reynir, makar
þeirra og börn voru öll reiðubúin
að veita honum alla þá aðstoð og
þjónustu er hann þarfnaðist. Öll
búa þau á myndarheimilum í
grennd við Geststaði svo gamli
maðurinn sat jafnan daglega til
borðs hjá þeim þegar ekki hamlaði
veður, því fótavist hafði hann
oftast fram undir andlátið.
Guðjón dvaldist síðasta missér-
ið á sjúkrahúsinu í Neskaupstað,
þar sem hann þurfti að vera undir
læknishendi og fylgdist þá Bald-
vin jafnan náið með líðan hans.
Á sumardaginn fyrsta fór hann
ásamt Arnfríði í hinstu heimsókn-
ina og var þá sýnt að hverju
stefndi. Ráð og rænu hafði hann
að vísu og gladdist við komu
þeirra. En svo kom sumarið einnig
til hans, þaö breiddi út sinn
líknandi faðm. Gott fyrir þreyttan
mann að fá hægan blund og sofna
inn í dýrð vorsins, þannig endaði
líf þessa gamla manns.
„Þar bíða vinir í varpa, sem von
er á gesti.“
Við samgleðjumst Guðjóni með
endurfundi við látna ástvini og
sendum þakkir að leiðarlokum.
Guð blessi minningu þessara
mætu hjóna, sem lokið hafa lífs-
göngu sinni á vorri jörð.
Útför Guðjóns varð gerð frá
Búðarkirkju hinn 3. maí s.l.
Að lokinni jarðarför komu sam-
an á heimili Arnfríðar börn hins
látna og aðrir vandamenn til
sameiginlegrar kaffidrykkju.
Voru mörg þeirra komin um
langan veg til að fylgja gamla
manninum síðasta spölinn og líta
aftur æskustöðvarnar þennan
kalda vordag.
Þeim hjónum Guðjóni og Ófafíu
varð 12 barna auðið, en tvö börn
átti Ólafía fyrir með Stefáni
unnusta sínum áður en leiðir
þeirra skildu. Kristín er elst barna
Ólafíu, hún er gift Tómasi Ein-
arssyni kennara í Reykjavík.
Kristín á eina dóttur barna.
Sigurður, albróðir Kristínar.
hans kona, Ragna Vilhjálmsdóttir
og áttu þau eina dóttur barna.
Sigurður lést á ferðalagi erlendis
1967. Hann var þekktur sem
verkalýðsleiðtogi í Vestmannaeyj-
um á sínum tíma og átti sitt
heimili þar.
Sem fyrr segir voru börn þeirra
Guðjóns og Ólafíu tólf. Átta synir
og fjórar dætur. Tveir sonanna
eru látnir. Baldur Marinó, sem dó
6 ára 1932, og elsti sonurinn
Sigbjörn, sem lést af slysförum
1947. Hann var bóndi að Vattar-
5VAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Þegar eg varð kristinn, hætti eg að reykja. Samt þekki eg
fólk, sem segist vera kristið, en reykir þó. Eg fæ ekki botn í
þetta.
Biblían svarar spurningu yðar með þessum orðum:
„Sá, sem neytir kjöts, fyrirlíti ekki hinn, sem lætur
þess óneytt, og sá, sem lætur þess óneytt, dæmi ekki
þann, sem neytir þess; því að Guð hefur tekið hann að
sér. Hver ert þú, sem dæmir annarlegan þjón? Hann
stendur og fellur herra sínum; og hann mun standa;
því að megnugur er Drottinn þess að láta hann
standa“ (Róm. 14,3—4).
Þegar þér tókuð sinnaskiptum, fannst yður, að þér
ættuð að hætta að reykja. Sumum öðrum, sem trúa á
Krist af eins mikilli einlægni og þér, hefur ef til vill
ekki fundizt þeir leiddir til að taka sams konar
ákvörðun. Ef þér teljið yður betri lærisvein en þá, eruð
þér komnir út á hálan ís.
Kristindómur er ekki aðeins það að leggja eitt og
annað niður: Gerðu ekki þetta, gerðu ekki hitt. Miklu
fremur er kristindómurinn reynsla af hinum lifandi
Kristi, trú á hann og undirgefni hjartans og alls
lífsins við hann. Þá komumst við að raun um, að
kristilegt líf er jákvæð reynsla og ekki neikvæð.
Þar sem þessu er svo farið, berum við, kristnir
menn, ábyrgð hver um sig, að breytni okkar og orð
verði ekki öðrum til ásteytingar.
Fyrir því segir Páll postuli: „Þess vegna mun eg, ef
matur hneykslar bróður minn, um aldur og ævi ekki
kjöts neyta, til þess að eg hneyksli ekki bróður minn“.
(1. Kor. 8,13).
nesi við Reyðarfjörð. Hann var
giftur Kristínu Jónsdóttur ættaðri
úr Berufjarðarhreppi, nú búsett á
Seltjarnarnesi, og eignuðust þau
þrjár dætur og einn son. Jón
Ársæll, fyrrum útgerðarmaður,
giftur Jónínu Guðbjörgu Brunnan.
Þau búa á Höfn í Hornafirði og
eiga fjóra syni.
Lilja, húsmóðir, gift Sigurði
Þórðarsyni útgerðarmanni og at-
vinnurekanda í Vestmannaeyjum
og eiga þau fjórar dætur og einn
son.
Þorleifur Bragi, teppalagninga-
maður, Reykjavík. Hann er giftur
Ursulu von Balszun frá Lubeck í
Þýskalandi. Þorleifur á einn upp-
kominn son frá fyrra hjónabandi.
Heiðveig, húsmóðir í Hafnarfirði.
Hún er gift Brynjólfi Þórðarsyni
bifreiðastjóra, þekktum dugnað-
armanni þar um slóðir, og eiga
þau sex dætur og einn son. Unnur,
húsmóðir einnig búsett í Hafnar-
firði, hún er gift Steini Tryggva-
syni bílamálara og eiga þau þrjá
syni og þrjár dætur.
Friðfinnur, verkstjóri hjá Haf-
skip h/f. Hans kona er Lára
Hannesdóttir, ættuð úr Keflavík,
og er þeirra heimili i Breiðholtinu.
Friðfinnur á áttá börn frá fyrra
hjónabandi, tvær dætur og sex
syni.
Axel, er giftur Jóhönnu Dav-
íðsdóttur og eiga þau þrjá syni.
Þau eru búsett á Hellisandi.
Arnfríður yngsta systirin er bú-
sett á Fáskrúðsfirði. Hún er þekkt
fyrir félagsmálastörf þar á staðn-
um,. Hennar maður er Geir
Helgason sem einnig er Fá-
skrúðsfirðingur. Börn Arnfríðar
eru fimm dætur og einn sonur.
Reynir, bifreiðastjóri, einnig
búsettur á Fáskrúðsfirði, giftur
Láru Hjartardóttur frá Árnagerði
og eiga þau fimm syni og eina
dóttur. Siðast en ekki síst verður
nafn Baldvins, næst yngsta sonar-
ins, samofið lífi gamla mannsins
allt fram í andlátið.
Þetta er engan veginn tæmandi
skrá yfir afkomendur Guðjóns
Bjarnasonar og Olafíu konu hans.
Barnabörnunum fjölgar ár frá ári.
Það er lögmál lífsins að ein
kynslóð taki við af annarri, því
þótt ein kveðji í dag, heilsar önnur
á morgun.
Reykjavík, 6. maí. 1979.
Tengdadóttir.
Krukkuborg
í síðasta sinn
BARNALEIKRIT Þjóðleikhússins
á stóra sviðinu í vetur,
Krukkuborg, eftir Odd Björnsson
verður sýnt í síðasta sinn á
sunnudag, og er það 32. sýning
leiksins.
Aðsókn hefur verið mjög góð,
enda vakti sýningin athygli fyrir
nýstárleika sakir og þykir mjög
falleg.
Þarna leika saman fullorðnir
leikarar og börn og brúður, og
gerist hluti leiksins á hafsbotni,
en þar synda um ýmis sjávardýr
með sérstakri tækni, sem kölluð
hefur verið „svarta leikhúsaðferð-
in“.
Þórhallur Sigurðsson er leik-
stjóri Krukkuborgar, leikmynd og
búningar eru eftir Unu Collins, og
Hilmar Oddsson og Hróðmar
Sigurbjörnsson sömdu tónlistina.
Leikarar eru níu, en félagar úr
Leikbrúðulandi, þær Erna
Guðmarsdóttir, Hallveig
Thorlacius og Helga Steffensen
taka einnig þátt í sýningunni og
eiga þar stóran hlut. Er þetta í
annað sinn, sem Þjóðleikhúsið og
Leikbrúðuland vinna saman að
sýningu. (Fréttatilkynning)
Meinleg villa
MEINLEG villa læddist inn í
blaðið í gær. Þar var sagt,
„borgarráðsmenn hefðu ávallt
getað útskýrt úthlutanir á
hlutdrægan hátt“. Þetta er rangt.
Þarna átti að standa hlutlægan
hátt.
Byggingavörudeild
Sambandsins
auglýsir byggingaref ni
SMIÐAVIÐUR
50x125 Kr. 661.- pr. m.
25x150 Kr. 522 - pr. m.
25x100 Kr. 348.- pr. m.
UNNIÐ TIMBUR
Vatnsklæðning 22x110 Kr. 3.916.- pr. m2
Panill 20x108 Kr. 6.080,- pr. m2
“ 20x136 Kr. 5.592,- pr. m2
Gólfborð 29x90 Kr. 5.867.- pr. m2
Gluggaefni Kr. 1.260,- pr. m
Glerlistar 22 m/m Kr. 121,- pr. m
Grindarefni og listar 45x115 Kr. 997.- pr. m
“ 45x90 Kr. 718.-pr. m
“ 35x80 Kr. 492,- pr. m
«< 30x70 Kr. 438,- pr. m
t< 30x50 Kr. 378,- pr. m
“ 27x40 Kr. 300,- pr. m
«« 27x57 Kr. 324,- pr. m
u 25x60 Kr. 228,- pr. m
“ 25x25 Kr. 106.- pr. m
(t 22x145 Kr. 516.- pr. m
u 21x80 Kr. 398.- pr. m
«« 20x45 Kr. 192.- pr. m
“ 15x22 Kr. 121,- pr. m
Múrréttskeiðar 10x86 Kr. 168.- pr. m
Þakbrúnarlistar 15x45 Kr. 156.- pr. m
Bílskúrshurðakarmar Kr. 1.210,-pr.m
SPÓNAPLÖTUR
9 m/m 120x260 Kr. 3.047,-
12 m/m 120x260 Kr. 3.305,-
15 m/m 120x260 Kr. 3.664,-
18 m/m 120x260 Kr. 4.178,-
25 m/m 120x260 Kr. 6.416,-
LIONSPAN SPÓNAPLÖTUR
3,2 m/m 120x255 Kr. 1.176,-
LIONSPAN SPÓNAPLÖTUR,
VATNSLÍMDAR HVÍTAR
3,2 m/m 120x255 Kr. 2.098,-
6 m/m 120x255 Kr. 3.193,-
8 m/m 120x255 Kr. 3.973.-
9 m/m 120x255 Kr. 4.363.-
AMERÍSKUR KROSSVIÐUR,
DOUGLASFURA STRIKAÐUR
11 m/m 122x244 Kr. 8.395.-
4 m/m STRIKAÐUR KROSSV. M/VIÐARLÍKI
Ulive Ash 122x244 Kr. 3.566.-
Early birch 122x244 Kr. 3.566,-
Key West Sand 122x244 Kr. 3.566.-
SPÓNLAGÐAR VIÐARÞILJUR
Coto 10 m/m Kr. 4.760.- pr. m2
Antik eik finline 12 m/m Kr. 5.456.- pr. m2
Hnota finline 12 m/m Kr. 5.456.- pr. m2
Rósaviður 12 m/m Kr. 5.456.- pr. m2
Fjaðrir Kr. 139.- pr. stk
GLERULL
5x57x1056 Kr. 688.- pr. m2
STEINULL
5x57x120 Kr. 1.082,- pr. m2
7,5x57x120 Kr. 1.608.- pr. m2
10x57x120 Kr. 2.134,- pr. m2
ÞAKJÁRN BG 24
6 fet Kr. 1.962,-
7 fet Kr. 2.290,-
2,4 m Kr. 3.593,-
2,7 m Kr. 4.042.-
3,0 m Kr. 4.491,-
3,3 m Kr. 4.940.-
3,6 m Kr. 5.389,-
4,0 m Kr. 5.988,-
4,5 m Kr. 6.737,-
5,0 m Kr. 7.485.-
Getum útvegað aðrar lengdir af Þakjárni, allt að 10,0
m með fárra daga fyrirvara. Verð pr. Im., kr. 1.664.-
BÁRUPLAST
6 fet Kr. 7.603.-
8 fet Kr. 10.138.-
10 fet Kr. 12.672.-
BÁRUPLAST LITAÐ
6 fet Kr. 8.035,-
SÖLUSKATTUR ER INNIFALINN Í VERÐINU.
Byggingavörur
Sambandsins
Ármúla 20. Sími 82242