Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 37

Morgunblaðið - 11.05.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1979 37 m VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ‘tt r\y ujjanrx'an'u if er staðið að málunum? Launþegar hafa aldrei látið sinn hlut eftir liggja ef um ráðstafanir gegn verðbólgu er að ræða, en að sjálfsögðu er engin von til þess að það sé hægt að þola hvað sem er til þess að hafa vinstri stjórn. • Dýrkeypt reynsla Sannleikurinn er sá að laun- þegar þurfa því aðeins að þola þennan órétt að þeir hafa kallað yfir sig vinstri stjórn og þurfa því að halda í henni lífinu. Nei, launþegar góðir, reynsla okkar af vinstri stjórn er okkur þegar orðin dýrkeypt. Takið nú höndum saman og fjarlægið þessa ríkisstjórn vinni hún gegn hags- munum launþega. Við eigum að hugsa og berjast af fullum krafti fyrir hagsmunum okkar í laun- þegafélögum okkar hvort sem við völdin er vinstri eða hægri stjórn því stjórnmál eiga ekki að ráða hagsmunabaráttu okkar. Við þá, sem trúa því að núverandi ríkis- stjórn sé stjórn okkar launþega, vil ég segja þetta: ímyndaðu þér að það hafi verið hægri stjórn nú en ekki vinstri. Hugsaðu rólega um það hvað hefur verið gert til hagsbóta fyrir launþegann og þú kemst að því að það er harla lítið og léttvægt. En hvað skal gera? Við þá sem ekki vita enn hvaða leið á að fara vil ég segja eitt: Hvað hefðir þú gert ef nú hefði setið að völdum hin svokallaða hægri stjórn? Ein- mitt. Gerum nú það sama og þú hefðir hiklaust gert ef hægri stjórn hefði setið að völdum. Fylktu liði, sæktu fram til mann- sæmandi launa og aðbúnaðar á vinnustað. Samtaka nú. Arthúr. • Þakkir 12. apríl skrifaði séra Árelíus Níelsson grein um Henri Dunant, stofnanda Rauða krossins. Einn af mestu velgjörðarmönnum mann- kyns, sem er til vill hefur haft meiri áhrif til mannúðar en nokk- ur maður annar, í heimi niður- SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Banja Luka í Júgóslavíu, sem nú stendur yfir, kom þessi staða í skák þeirra Kasparovs, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Brukié, Júgóslavíu. 33. Hxf7!— Kxf7, 34. Hfl+ - Bf6 (Eða 34. - Kg7, 35. De5+ - Kh6, 36. Bg5+ — Kh5, 37. g4+ — Kxg4, 38. Df4+ og mátar) 35. Bxf6 og svartur gafst upp. Þegar tvær umferðir voru eftir á mótinu hafði hinn 16 ára gamli Garry Kaspar- ov þegar tryggt sér sigur. Hann hafði þá hlotið 10V2 vinning af 15 mögulegum, sem er vægast sagt frábær árangur. Næstu menn, þeir Petrosjan, Andersson og Smejkal höfðu átta vinninga hver. lægjandi eigingirni, valdagræðgi og grimmdar. Ekki ætla ég að skrifa um hftnn, heldur vekja athygli á grein Árelí- usar, þótt seint sé. En hversu oft gleymum við ekki, eða vanrækjum það, sem við eigum að gera strax, er tilefnið gefst? Grein Árelíusar um Henri Dun- ant er snjöll hugvekja, tæpitungu- laus og sönn. Og sögð af þeim myndugleika, þeirri einlægni og þeim hita, sem er samkenni margra greina Árelíusar, en vant- ar tíðast í greinar og ræður, presta sem annarra. Og það er ofureðlilegt, því að í öllum stétt- um, er flest miðlungsmanna. Og þess geldur kirkjan um heim allan, hvaða trúarbrögðum, sem hún þjónar. I ræður presta yfirleitt vantar andann og eldinn. Þær gleymast því, en geymast ekki. Kirkjan hefur ekki risið og rís ekki undir hlutverki sínu. Risi hún undir því, lifðum við í friðsælli og betri og fegurri heimi. Kirkjan, víða um heim, myndi sópa með sér fólki, ef embætti hennar væru skipuð mönnum með einlægni og djörfung, hita og orðkynngi Árelíusar, beint gegn skinhelgi, hræsni, og Mammons- dýrkun okkar tíma. íslendingar og allar þjóðir þurfa á sem flestum slíkum mönnum að halda, í öllum stéttum þjóðfélags- ins, til að lyfta mannkyninu upp úr tossabekk tilverunnar. Báðir Langholtsprestar eru meðal tinda, sem upp úr rísa og hlustað er á. M.S. HÖGNI HREKKVÍSI s 4-/2 HONW WMbT ÓAWN AÐ MIVA SIG6A V/GGA í liLVzmi Skráð Okkar verð tilboð Nautahakk 2406 kr. 1980 kr. Kindahakk 1712 kr. 1210 kr. Kindahakk 10 kg 1500 kr. Kálfahakk 1840 kr. 1257 kr. Saltkjötshakk 1712 kr. 1210 kr. Folaldahakk 1350 kr. 900 kr. Ærhakk 1420 kr. 915 kr. Útb. hangilæri 2390 Utb. hangiframpartur 1890 Kálfalæri 972 kr. Kálfakótilettur 972 kr. Kálfahryggir V2 nautaskrokkar 650 kr. tilbúnir í kistuna 1415 kr. 1290 kr. 10 stk. kjúklingar 2230 kr. 1490 kr. Sértilboð helgarinnar Lambahamborgarahryggir aöeins kr. 1690 kg. Allt nautakjöt í sérflokki Nautagullach Nautasnitchel Nauta Roasbeef Nauta T-bone Nautafille Nautamörbrá Urvals Folaldabuff Folaldagullach Folaldasnitsel Folaldafille mörbrá Og ekki má gleyma „Míní“-svínasteik krydd- uö og tilbúin á pönnuna, útbeinaö kjöt kr. 3200 OPID TIL HÁDEGIS LAUGARDAG. Laugalæk 2, REYKJAVIK. simi 3 5o 2o EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU I Al'GLÝSINGA- ci\ir\iv pp. /srp 7 . 1# 22480 (P® S)4t^) Vsto// C\ /"1 g^lggh

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.