Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979 Börn og foreld léku sér aí hiartans lyst Skólastjórinn Ingi Kristinsson horfir á lok naglaboAhlaupsins. Á bak við er hópur í hrinKleik. NaKlaboðhlaup vakti mikla keppnisKÍeði. í fótkrók. scm er Kamall leikur, þar sem tveir ligKja andsælis og krækja saman fótum ok leitast við að velta andstaeðinKnum yfir. Nær má þckkja Iljálmar Vilhjálmsson. fiskifræðinK- Krakkarnir hafa Kaman af þessari foreldraKlfmu. Ein mamma kcppir f pokahlaupi á móti skólakrökkum. konar morgunleikfimi í portinu og síðan skokkaði hópurinn Ægisíðu- rúntinn. Hljóp undir lögreglu- vernd. Börn og fullorðnir saman, við mikinn fögnuð. Við höfum alltaf látið synga í lokin á sal, og prentað söngtexta. Feður úr hverfinu, Jón Asgeirsson og Magnús Pétursson, hafa komið og leikið undir. Enda trúi ég því að ef fólk getur sungið saman af hjart- ans lyst þá þurfi engu að kvíða. — Þriðja laugardaginn var ver- ið með bingó, en alltaf hefur áherslan verið lögð á leiki og útiveru, enda þykir það sýnilega skemmtilegast. Foreldrar rifja upp leiki sem þeir kunnu og eru fljótir að læra söngva og leiki barnanna. — Þriðja laugardaginn var ver- ið með bingó, en alltaf hefur áherslan verið lögð á leiki og útiveru, enda þykir það sýnilega skemmtilegast. Foreldrar rifja upp leiki sem þeir kunnu og eru Foreldrar og börn í fjörugum leik. L.jósmyndir Emilfa. Guðjón Ólafsson yfirkennari var mættur með 9 mánaða son sinn. sem leið svo vcl í snertingu við pabba sinn að ekki heyrðist svo mikið sem kjökur í honum alia ferðina. Komdu bara og sjáðu sjálf hvað allir skemmta sér vel, sagði Ingi Kristinsson, skólastjóri í Melaskóla, við undirritaða. Við ætlum út í bláinn á laugardag, skólabörnin og foreldrarnir, og leika okkur! Með þessu var skólastjórinn að vísa til samverustunda barna og foreldra í Melaskóla, sem verið hafa fjóra laugardaga eftir páskana, og ganga undir nafninu Hörpugleði. Þrjá laugardaga í og við skólann sjálfan, og síðast á grasi á Kolviðarhóli, þar sem 540 börn, foreldrar og kennarar, léku sér af hjartans lyst. — Eftir að Karl talaði við mig, segir Ingi, boðaði ég aðstandendur barnanna, sem áhuga hefðu, á fund. Sagði þar að í ráði væri að gefa nemndum Melaskóla og for- eldrum þeirra kost á aðstöðu í skólanum til félags- og tóm- stundaiðju. Um 50 áhugasamir foreldrar komu strax á þennan undirbúningsfund, þar sem Karl var mættur. Reifuðum við málið og báðum um að foreldrar kysu úr sínum hópi 5 manna fram- kvæmdanefnd, sem tæki að sér að koma þessu í gang með tilstyrk skólans. Nefndin var kosin og strax haldinn fundur. Varð að ráði að snúa sér fyrst og fremst að félagslega þættinum. — Var síðan boðað til samveru foreldra og barna í skólanum fjóra laugardaga eftir páska, kl. 2—4 Kveikjan að þessu, og ástæða þess að skólastjóri taldi að þetta vel heppnaða átak gleddi undirrit- aða, var sú að ólæti og skrif um unglinga á Hallærisplani urðu til þess að upp var sett nefnd fræðsluráðsfólks og æskulýðsfólks til að kanna hvað skólarnir gætu gert vegna tómstunda skólabarna, í samvinnu við skólastjórana. Hafa tillögur okkar nefndarfólks síðan verið að komast í rólegheit- um í framkvæmd, með auknu tómstundastarfi yngri barnanna, könnun á því hvað krakkarnir gera í tómstundum o.s.frv. Ein tillagan hófst á þessum orðum: „Mikill áhugi virðist vera á því að koma á meira samstarfi milli nemenda, skóla og foreldra um tómstundaiðju. Nefndin leggur því til, að reynt verði að koma á einhvers konar frjálsu starfi í skólunum sjálfum, t.d. á laugar- dögum, síðdegis eða að kvöldi, sem foreldrar og e.t.v. fleiri íbúar hverfanna geta tekið þátt í ..." Hefur þetta verið reynt í ýmsum myndum í nokkrum skólum, en í haust var Karli Rafnssyni, um- sjónarmanni þessa starfs falið af samstarfsnefndinni að reyna að fá áhugasama skólastjóra til að reyna „opið hús“ í einhverri mynd með foreldrum og börnum á laug- ardögum. Tveir skólar riðu á vaði, Ölduselsskóli og Melaskóli. Og virðast hafa fundið rétta tóninn. síðdegis. Lögð er rík áhersla á að foreldrar eða forráðamenn barn- anna séu með. En leikurinn er einmitt til þess gerður, segir Ingi, að gefa foreldrum tækifæri til að koma og leika sér með börnum sínum. Enda svo margir sem ekki átta sig á því fyrr en of seint, að þeir hafa misst af slíku vegna anna. Og marga foreldra hefi ég heyrt segja á þessum samveru- stundum okkar: Ég hefi ekki skemmt mér svona vel lengi! — Strax fyrsta laugardaginn komu 250 foreldrar og börn þeirra. Veður var gott. Það ríður kannski baggamuninn, enda hafa veður- guðirnir leikið við okkur öll skipt- in segir Ingi. Boðið var upp á ýmislegt og íþróttahúsið var opið. Reyndin varð sú að flestir léku sér úti, í boltaleik, snú, snú og marg- víslegum leikjum. Enginn grund- völlur reyndist fyrir félagsvist. Gunnar Gunnarsson skákmaður, sem er héðan úr hverfinu, því allir eru úr skólahverfinu, kom til leiðbeiningar, en kvaðst ekki hafa getað keppt við sólina. íþróttahús- ið var líka mjög vinsælt. — Þetta var svo endurtekið í svipuðum dúr næstu laugardaga. í annað skiptið var m.a. nokkurs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.