Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1979 Marteinn M. Skaftfells: Á refilstigum lyfjavalds Hinn 15. febrúar s.l. birti Magnús Jóhannsson dósent grein í Mbl. undir fyrirsögninni „Vítamin og náttúrulyf", í tilefni af spurn- ingum, sem Elsa Vilmundardóttir beindi, í ágætri grein, til Mann- eldisráðs. Því miður hafa annir tafið henni svar. En hún hefur ekki gleymt dósentinum. Þar sem ég undirritaður flutti inn „hættuvörur" Elmaro, áður en ég afhenti firmað öðrum til umsjár, ber ég ábyrgð á þeim. Ég hefði strax átt að svara dósent- inum. En bæði anna vegna og hins, að ég vildi sjá, hvort lyfja- valdið reyndi, eins og áður, að hunsa ráðherra og stjórnarskrá, hef ég dregið það. Skv. bannlista gefnum út 21. febr., ætlar lyfjavaldið að setja innflutningsbann á meginhluta af innflutningsvörum Elmaro. Það er því ljóst, að hverju stefnt er. En þeir sem sömdu stjórnar- skrána, voru svo „ótugtarlegir" að setja inn í hana svofellda grein: „Engin bönd má leggja á atvinnu- frelsi manna, nema almennings- heill krefji, enda þarf lagaboð til." Ljóst er, að lyfjavaldið hefur þegar brotið af sér, því að áður en það gaf út bann á vörur, bar að færa sönnur á, að það varðaði almenningsheill að banna þær. Það hefur engin rök fært fyrir því. Það hefur ekki einu sinni sýnt þá kurteisi að senda Elmaro skýrslu um þær vörur, sem það hefur sett á bannlistann. Listinn sjálfur er engin skýrsla. Aðeins upptalning á þeim teg., sem það óskar að banna. Og hefur raunar ákveðið að banna. En svo auðvelt getur það nú ekki verið í réttarríki að banna innflutning fjölda vörutegunda, og kippa fótum undan rekstri fyrir- tækis. Jafnvel lyfjavaldið er skyldugt að hlíta lögum. Og stjórnarskráin er almennum lög- um æðri. Hér er því um mjög alvarlegar aðgerðir að ræða. Það mætti næstum halda, að lyfjavaldið hafi tekið sér rúsneskt réttarfar til fyrirmyndar — þar mun valdið ekki þurfa að færa nein rök fyrir gerðum sínum. Hér gegnir öðru máli. Þetta hefði dósentinn átt að muna, er hann setti upp bann- listann, furðulega mótsagnakend- an, sem sennilega á sér enga hliðstæðu, hvar sem leitað væri. Bæði grein dósentsins og bannlist- inn eru nýr kapituli í baráttu lyfjavaldsins gegn vitaminum og öðrum fæðubótaefnum, seldum utan apóteka. En banntilraun- irnar eru orðnar margar. Aldarfjórðungur er síðan apótekarar gerðu fyrstu til- raunina til að banna frjálsa sölu vitamina. Síðan lágu allar til- raunir niðri, meðan Vilmundur Jónsson sat landlæknisembættið. En 1967 er gefin út reglugerð sem bannaði öll vitamin utan apóteka. En hún braut í bága við lyfjalög Vilmundar, sem skilgreindi lyfja- hugtakið svo skýrt, að hver meðal- greindur maður gat skilið. Ég mót- mæli því reglugerðinni sem broti á lögum. En vafalaust hafa höf- undar hennar ekki búist við, að leikmaður leyfði sér slíkt. En það skal sagt þeim og þáverandi land- lækni, Sigurði Sigurðssyni, til lofs, að þeir gerðu enga tilraun til að beita reglugerðinni gegn innflutn- ingi mínum á vitaminum, eða sölu þeirra utan apóteka. Að vísu voru kærur sendar Sakadómi til meðferðar, sem auðvelt var að hrekja. Þá var við Sérlyfj aeftirlitið Vilhjálmur G. Skúlason. Frá hon- um fékk ég kurteislegt við- vörunarbréf, fengi hann kvartanir um einhverjar teg. vitamina, sem ég flutti inn. Hann hringdi og ræddi málið og skýrði. Það hefur enginn annar gert en hann. Hann kom ávallt framan að, aldrei aftan að. Og í hvívetna var framkoma hans þannig, að maður hlaut að meta hann og virða. Og fullyrða þori ég, að hefðu menn sömu gerðar og hann, farið með þessi mál undanfarin ár, stæðu þessi mál annan veg, og lyfjavaldinu til meiri sóma. 1975 gaf ráðuneytið út bann- bréf, bak við ráðherra, á 35 teg. Bannið braut í bága við lögin, og var mótmælt. Fjöldi smærri banntilrauna, fyrir og eftir, hafa verið gerðar. Og 1977 er gefin út önnur lög- brotareglugerð, sem dósentinn vitnar til, og er sýnilega hrifinn af „nýrri skilgreiningu á lyfjahug- takinu“. „Hæfilegu dagskammt- arnir falla honum vel í geð. Og dagskammtamir geta verið fólki leiðbeining. En að skoða þá sem fyrirmæli, sem ekki megi fara yfir, myndi verða mörgum til heilsutjóns, því að fjöldi fólks þarf miklu stærri skammta til viðhalds sinni heilsu, og gegn ýmsum kvill- um, sem stafa af skorti þeirra í daglegri fæðu. Ný lyfjagjöí Lyfjalagafrumvarpið, sem lagt var fyrir Alþingi 1978, hlaut flausturslegri afgreiðslu en ætla mætti um frumvarp sem snertir hvert mannsbarn í landinu. Og nú þegar er mörgum ljóst, hve mis- ráðið það var að setja ekki skorður við misnotkun þess geðþóttavalds, sem felst í 4ðu og 5tu grein laganna. Enda er óhætt að full- yrða, að geðþóttavald á ekki heima í lögum. Lögin tóku gildi 1. jan. 1979. Og lyfjavaldið reiddi strax til höggs gegn sölu vitamina, utan apóteka. 3ja. jan. sendi heilbrigðisráðu- neytið frá sér þrjá vörulista, — hinn fyrsta yfir vörur, sem frjálsar áttu að vera utan apóteka. Listi tvö, var yfir vörutegundir, sem apótek ein máttu selja, skv. brotareglugerðinni 1977. Vitamin yfir dagskammt voru hér á íslandi bönnuð utan apóteka, þótt fæða okkar sé vitaminsnauðari en þjóða bæði vestan hafs og austan, þar sem þau eru frjáls. Og hvers vegna eru þau frjáls? Þarna kom strax í ljós tilgangur lyfjavaldsins, bæði með brota- reglugerðinni 77, og dagskömmt- um lyfjafrumvarpsins. Á hinni skýru skilgreiningu Vilmundar á lyfjahugtakinu, höfðu banntilraunir lyfjavaldsins brotnað. Svo var því um hnútana búið í þessu frumvarpi, að lyfja- hugtakið yrði bannhugsjóninni ekki fjötur um fót. Með geðþóttaákvæði laganna í höndum taldi lyfjavaldið sér óhætt að fagna sigri, og bauð þjóðinni gleðilegt ár með 3ja vörulistanum, sem var miklu mestur, — yfir vörur, sem það vill banna innflutning á. Skv. 6. gr. lyfjalaganna er Island aðili að evrópsku lyfja- skránni. Og tekið er fram, að enska útgáfan gildi hér, Það sem lyfjavaldið vill banna hér, er í Bretlandi frjálst. Það brýtur því ekki í bága við evrópsku lyfjaskránna. — Hvernig getur það þá gert það hér, þar sem hún er einnig gildandi hér? Slíkur er skollaleikur lyfja- valdsins í þjónustu við bannstefnu sína, gegn hagsmunum almenn- ings. Blekkingar Vissulega er um blekkingar að ræða, og þær svo grófar að furðu gegnir. Lyfjavaldið gerir blátt áfram gys að dómgreind almenn- ings. Það leyfir sé r að segja og staðhæfa, að svokallaður hálfur annar dagskammtur vitamina sé á hættumörkum. Og við hann skal frjáls sala vitamina miðuð. — En við búðarborð apótekarans meg- um við kaupa margfallt sterkari skammta. Keypt við búðarborð apótekarans, eru þau ekki hættu- leg. Getur blekkingin verið öllu augljósari og meira storkandi? Hver er svo sannleikurinn um bannvörur lyfjavaldsins? Væru staðhæfingar dósentsins, kennara verðandi lækna, — réttar, ættu neytendur þessara „hættulegu" efna, árum saman, að vera orðnir alvarlegir sjúklingar. En ég veit ekki um einn einasta, sem ekki hefur hlotið betri heilsu við lang- varandi neyslu þeirra. Og lyfjavaldið, margspurt, hef- ur ekki getað bent á að nokkur hafi nokkru sinni hlotið heilsutjón að neyslu þeirra. En það vill banna innflutning þeirra eigi að síður. Og hvers vegna? Vegna eiturs og ofgnægðar vitamina segir dósentinn, kennari læknanema. Eitur! Ofgnægð vitamina! Síst skal ég afsaka að skordýra- eitur skuli finnast í einhverjum tegundum náttúrulegra vitamina. En það sannar aðeins, að notaðar hafa verið, að einhverju leyti, Marteinn M. Skaftfells ræktaðar jurtir. Og því miður lifum við á öld eiturúðunar á flest, sem ræktað er. Og því þarf að breyta. Og það eitt af markmiðum Heilsuhringsins að stuðla að líf- rænni ræktun til að bæta heilsu- far þjóðarinnar. Og vel mætti dósentinn hreyfa penna því til stuðnngs. — En það er nú þegar að komast af stað í framkvæmd. Daglegt matborð Hvað veldur því, að hinn eitur- áhugasami dósent skuli gleyma matborði okkar. Þar eru kartöflur, kál, grænmeti o.fl. ræktað við tilbúinn áburð, og úðað eiturefn- um. Og fleiri menguð matföng eru á borði okkar dag hvern. Öllum mun Ijóst, að í daglegu fæði, fáum við margfalt stærri mengunar- skammt en í nokkrum vitamin- töflum. Vinnubrögð dósentsins Lítum aðeins á þau. Hann telur upp nokkur „eitruð", hættu- leg efni, sem geta valdið þessu eða hinu. Geta valdið! En valda þau því, í því magni, sem þau eru, og með þeim efnum öðrum, sem þau eru þáttur í? Dósentinn slítur þessi efni úr samhengi, getur ekki magns þeirra eða meðefna, og gefur sér svo útkomuna. Eru þessi vinnubrögð ekki neðan virðingar dósents í læknisfræði? Sömu forkastanlegu aðferðinni beitir dósentinn í „óhófskafla" sínum um vitaminin og steinefnin. Lyf — ekki lyf Dósentinn bendir á, að á markaðnum séu vörur, „sem margar hverjar eigi að lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma". Og þeim sé óspart haldið að fólki með heillandi áletrunum og bækling- um“. Rétt er að á þýskum vörum eru oft gildisupplýsingar. Það er leyfi- legt í Þýskalandi. Og þær geta verið gagnleg leiðbeining. En með öllu óafsakanlegt, sé um rangar upplýsingar að ræða. En jafnforkastanlegt er, að dósentinn, sem sett hefur fjölda vörutegunda í innflutningsbann — skuli ekki senda innflytjendum rökstudda greinargerð fyrir banni hverrar tegundar, og nöfn hinna “fordæmdu" framleiðenda. — Það er vítavert tillitsleysi, svo alvarleg ráðstöfun sem innflutningsbann er. En hvorki dósent né lyfjavald er neinn „hæstiréttur" í þessum mál- um. Og vegna fjandskapar síns, óhæfir til þess. Og bannlisti dósentsins, sem heilbrigðisráðuneytið — sannan- lega miður vinsamlegur aðili — hefur leyft sér að gefa út, sem gildan lista, sem fara beri eftir, er ekki hægt að skoða, nema sem tillögur. En þeim ber að fylgja, eins að ofan er bent á, rökstudd greinargerð. Og hún er að sjálf- sögðu heldur ekki neinn „hæstiréttardómur". Innflytjend- ur hafa fullan rétt til ftthuga- semda. Svo og framleiðendur. Og þar sem um jafnviðamiklar bannaðgerðir er að ræða, sem hér, og bannlistinn vitnar gleggst um, hlýtur málið einnig að heyra undir Alþingi, því að bannaðgerðirnar brjóta alvarlega gegn skýlausum ákvæðum stjórnarskráinnar, — til verndar gegn valdníðslu. Ummæli dósentsins um vörur með upplýsingum um jákvæði þeirra gegn sjúkdómum munu umdeilanleg. Séu þær ætlaðar til læknihga, er um lyf að ræða. En ekki þótt getið sé um jákvæði gegn þessu eða hinu. Öll nauðsynleg næringarefni eru jákvæð — og læknandi, vanti líkamann þau. Á mjólkur- umbúðum er getið vitamina og þess, að mjólk sé holl. Og væri nokkuð á móti því að geta þess, að hvaða leyti hún er holl? „Heillandi áletranij; En þar sem dósentinn talar um heillandi áletranir, undrar mig, að hann, og „viðkvæmt" lyfjavald, Dalvíkurhöfn: Breytingar fyrirhugaðar GERT hefur verið líkan, á vegum Hafnamálaskrifstof- unnar, af höfninni á Dalvík enn fremur hafa verið gerðar tillögur um breytingar á höfninni, með tilliti til öryggis skipa og báta sem þar liggja. Valdimar Bragason bæjarstjóri lýsir Ifkani af höfninni á Dalvík. LjÓNm. Rax. Undirbúningur tilraunanna hófst árið 1977, með niðursetningu öldumæla í höfninni, utan hennar og í mynni Eyjafjarðar. í ljós kom að tvenns konar öldulag er ríkj- andi í firðinum, annars vegar myndast öldur í firðinum sjálfum sem skella á höfninni en hins vegar koma úthafsöldur inn fjörð- inn og leita inn í höfnina. Galli hafnarinnar er sá að lítið viðlegu- rými er í henni og einnig eru vandkvæði varðandi kyrrð í henni, þar skortir öruggt skipalægi, svo og þarf að dýpka höfnina sums staðar. Tillögur til úrbóta eru þær helstar að byggja þarf öflugan varnargarð utan hafnarinnar, sem hefur það hlutverk að verja höfn- ina fyrir hinni sterku undiröldu sem aðallega orsakar þá ókyrrð sem í henni myndast í slæmum veðrum, en innan hans mun í framtíðinni verða hafskipa- bryggja. Einnig er ætlunin að byggja smábátahöfn þar sem að- staða verður fyrir hinar mörgu trillur Dalvíkinga. Reiknað er með að hafist verði handa við það verk í sumar. í ráði er að skapa viðunandi aðstöðu fyrir togarana, með dýpkun hafnarinnar og bygg- ingu stálþils við eina bryggjuna og mun ætlunin sú að skapa þar heppilega löndunaraðstöðu. Vonir standa til með að það verk geti hafist næsta sumar. Kostnaður við byggingu smábátahafnar er lauslega áætlaður á bilinu þrjátíu tii fimmtíu milljónir en við bygg- ingu stálþils, til hagsbóta fyrir togara um 180 milljónir. Ráðamenn Dalvíkur eru ánægð- ir með þá samvinnu sem verið hefur milli aðstandenda tilraun- anna annars vegar og heima- manna hins vegar og telja að heimamenn hafi gefið mjög gagn- legar upplýsingar varðandi aðstæður í höfninni og telja þá leið sem valin hefur verið þá farsælustu fyrir alla sem hlut eiga að máli. Við tilraunirnar hefur verið leitast við að skapa aðstæður líkastar þeim sem í náttúrunni verða og reynt að nýta þær upplýsingar sem þannig hafa fengist, á sem bestan hátt. Kostnaður við tilraunirnar nam um síðustu áramót um 11 miiljón- um en heildarkostnaður er talinn nema um 20 miiljónum, þegar öll kurl eru komin til grafar, en þess ber að geta að snar þáttur í þeim kostnaði eru ýmsar mælingar sem nýtast einnig á öðrum sviðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.