Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.05.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAI 1979 29 skuli steinþegja við heillandi-og talandi flúorauglýsingum í sjón- varpinu. Er þetta ekki síendur- tekin auglýsing um lyf? Og er það ekki bannað með lögum? En dósentinn þegir! Og hvað segir dósentinn um hinar heillandi auglýsingar um Coca Cola? Skv. þeim mætti ætla að um heilsudrykk væri að ræða. Og heilsusamlegast sé að drekka hann ískaldan. En dósentinn þegir! Sjoppur eru við dyr hvers skóla, að kalla, og í sumum þeirra þar er selt tóbak, sælgæti, gosdrykkir o.fl. í þeim dúr sem skaða heilsu barna og unglinga á þeim aldri, sem treysta þarf heilbrigði þeirra fyrir framtíð. Ekki minnist ég þess að hafa séð eldheitar vandlætingagreinar eða mótmæli eftir dósentinn um þessi mál. Hann þegir! Ósannað lækningagildi segir dósentinn, og á þar við náttúruleg efni. — Ég verð að hryggja dósentinn: þeim fer ört fjölgandi, sem treysta betur eigin reynslu af náttúrulegum vitaminum en „vís- indalegri" prófun lyfjaframleið- enda. Bannstefnan er brotastefna andstæð hhagsmunumalmennings og lýðræði. Það er ekki lýðræði að banna einum eða neinumm að velja sér náttúruleg fæðubótaefni og lyf. Það er brot á lýðræði og mannréttindum. En það er engu líkara en lyfja- valdið telji sig eiga heilsu okkar, þar sem það vill banna okkur að tryggja hana, þann veg sem við teljum vænlegast. Og ekki út í bláinn, heldur að fenginni reynslu bæði af lyfjum dósentsins og náttúrulegu vitaminunum sem hann vill banna innflutning á. Þrátt fyrir „vísindalegu" lyfin, sem ausið er út af óheftu örlæti, eiga miklu flestir árvissa þessa almennu kvilla, sem flestum vinnustundum stela, og geta jafn- framt verið hættulegir heilsutæpu fólki. En „eitruðu" og „ofgnóttar" vitaminin, sem dósentinn berst eins og ljón gegn, og vill banna innflutning á, eru meðal þess, sem eflt hefur svo heilsu og mótstöðu- afl margra, að þeir fá ekki umgangspestir, og þurfa ekki lengur hin „vísindalega" prófuðu lyf En banni dósentinn okkur frjálsan aðgang að þessum efnum, ber hann ábyrgð á heilsu okkar. Er hann reiðubúinn til þess? Oger hann þeirrar ábyrgðar hæfur? — Grein hans vitnar ekki um, að svo sé. Og vist er, að Elsa Vilmundar- dóttir, sem hann telur sig vera að svara, er vön vísindalegri vinnu- brögðum, ef draga skal ályktun af grein hans, sem er óvandaðri en skyldi, af manni í hans stétt og stöðu, svo ekki sé fastar að kveðið. Grein dósentsins hefur vakið athygli. Suma hefur hún blekkt, aðra hefur hún vakið til skilnings á, hve „óhreinum" vopnum lyfja- valdið beitir í sókn og vörn fyrir bannstefnu sinni, sem það hefur aldrei fengist til að færa rök fyrir. Er hún almenningi til heilsu- heilla eða apótekurum til hags- bóta? Aldrei svarað. En „ég einn veit“, segir hrokinn. Engum er meinað að velja sér „syntetisk" vitamin og lyf. En vill dósentinn skýra frá skv. hvaða lögum neytendur náttúrulegra efna eiga að njóta minni mann- réttinda? Þeir sem banna vilja þau efni, sem eflt hafa heilsu okkar og vinnuþrek, vinna gegn heilsu okkar og vinnuþreki. Er það hlutverk kennara lækna- nema? Er það hlutverk þeirra, sem fara með heilbrigðismál, á háum launum hjá almenningi? Ég mótmæli slíkri heilbrigðis- stefnu! Ég mótmæli mannréttinda- og lýðræðisbrotum lyfjavaldsins! Ég mótmæli stjórnarskrárbrot- um lyfjavaldsins! Og krefst að mannréttindi séu í heiðri höfð. Svo óska ég bæði fylgjendum og fjendum náttúrulegra fæðubóta- efna, gleðilegs sumars. „Vísindalegar prófanir“ En taka skal ég upp lýsingu dósentsins á hinu vísindalega öryggi: „Rannsóknir á raunveru- legu efnainnihaldi" — „Rann- sóknir á hugsanlegum eiturverk- unum“ — „Nákvæmar rannsóknir á öllum verkunum og aukaverkun- um“ — „Rannsóknir sem sanni lækningalegt gildi lyfsins". Og til viðbótar: „Það kostar lyfjafram- leiðandann margra ára vinnu, áður en viðkomandi lyf kemmst á markaðinn". Þá vitum við gegnum hvaða „vísindalegan hreinsunareld" „Thalidomid" hefur gefigið. En getur nokkur metið eða vegið alla þá tógæfu, sem af því stafaði? Gegnum sama öryggiskerfi hefur „Endoxan" lyf gegn krabbameini, gengið. En um það sagði próf. Olov Lindahl: „En av vanligste medi- siner mot kreft er livsfarligt. Avslörende dobbeltblindtest viste skremmende resultater, som er hemmiligholdt." — Lifshættulegt, en prófunum haldið leyndum. Ér ég hafði lesið greinina, spurði ég lyfjaeftirlitið, hvort Endoxan væri notað hér. Jú það er notað hér. Tvö dæmi af fjölda- mörgum. Og ef við gluggum í bækur, sem fjaila um lyf, verkanir þeirra og aukaverkanir, fræðumst við um margt, sem almenningur er leyndur, en margir mundu kjósa að vita. En hástemmt lyfjalof dósents- ins, er eins konar forspil, áður en hann, í beinu framhaldi, beinir sannleiksljósi sínu að framleiðslu „náttúrulyfj anna“. Þar er fram- leiðslan „óvönduð". „Kröfurnar yfirleitt litlar sem engar". Verk- smiðjurnar yfirleitt vanbúnar varnandi hreinlæti og eftirlit". „Kostnaður við gæðaeftirlit enginn". Ég vil biðja dósentinn að senda Elmaro nöfn þeirra verksmiðja, sem hann telur lýsingu sína eiga við. Lága einkunn gefur dósent- inn heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Þýskalandi og Austurríki. Frá þessum löndum flytur Elmaro þessi „óvönduðu" — „hættulegu" — „eitruðu" vitamin, sem verið hafa hér á markaðnum í mörg ár. en hættuverkana aldrei heyrst getið. — En röksemdaskýrslu dósentsins hlakka ég mikið til að sjá. Og efast ég ekki um, að hún muni vekja athygli framleiðenda, og heilbrigðisyfirvalda við- komandi landa. Og ég leyfi mér að vænta, að ekki þurfi lengi að bíða skýrslu dósentsins, því að varla hefur hann sett innflutningsbann á neina vöru, án þess að hafa gert sér rökstudda grein fyrir nauðsyn þess, fyrir „almenningsheill", eins og stjórnarskráin kveður svo skýrt á um, að gera beri, þegar um er að ræða skerðingu á atvinnufrelsi. En bannlistinn vitnar ljóslega um að svo sé. Reynsla — Er hún markleysa? Áðan hringdi til mín góðvinur austur í sveit. Hann sagði mér frá ungri stúlku, rúmlega tvítugri, sem alltaf hafði verið mjög kvillasöm og tekið allar umgangspestir, og auðvitað iyf dósentsins. En í vetur, eftir bendingu einhvers, hefur hún tekið góða skammta „hættulegra" vitamina, og enga umgangskvilla fengið, og engin lyf notað. Hvernig skyldi standa á þessu? Heilbrigð dómgreind almenn- ings, sem dosentinn er að reyna að rugla, er í engum vandræðum með svarið. Mótstöðuafl þessarar ungu stúlku hefur vaxið, en ekki veikl- ast, við neyslu vitaminanna. I bréfi frá þjóðkunnum klerki segir: „Ég byrjaði strax að nota það. Af því er skemmst að segja, að strax á fyrsta degi fann ég árangur. Þunginn yfir höfðinu, sem mér hefur verið erfiðastur, hvarf eftir fáar klukkustundir, og hefur ekki gert vart við sig síðan, þessa 7 daga. Síðan hefur líðan mín að öðru leyti verið léttari og betri. Ég er því ekki í neinum efa um, að ég hef fengið hið rétta." Mér er kunnugt, að hann hefur notað þessi efni áfram. Og nú það lengi, að hann ætti að vera farinn að kenna krankleika af „eitri“ og „ofgnægð" vitamina, skv. kenn- ingu dósentsins, — En reyndin hefur orðið önnur og betri. Og fjárans reynslan er vísindi, sann- leikur, sem virðir að vettugi kenn- ingar dósents og lyfjavalds. Og heldur áfram að vera sannleikur, þótt honum sé afneitað. Hér er ekki rúm fyrir þætti úr fleiri bréfum. En þau verða birt. Og þaubirta reynslu, sem vitnar gegn bannstefnu lyfjavaldins. Leiðrétting við grein Hannesar Hólmsteins Nokkrar setningar féllu niður úr grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í blaðinu í fyrra- dag, „Rödd skyldunnar kallar.. sem breyttu nokkuð merkingunni í einum kafla. Réttur er sá kafli svo: Ég bendi á það í eftirmála Sjálfstæðisstefnunnar, að frjáls- hyRgja Sjálfstæðismanna sé sátt íhaldssemi og frjálslyndis, þróuð úr konservatisma og líberalisma nítjándu aldarinnar. Og stundum hefur gætt „spennu" eða þver- FERMEVG Ferming í GRINDAVÍK, sunnu- daginn 27. maí, kl. 13.30. Stúlkur: Bjarnlaug Dagný Vilbergsdóttir, Heiðarhrauni 6. Dagný Másdóttir, Selsvöllum 18. Inga Björk Runólfsdóttir, Dalbraut 3. Kristjana Jóhannesdóttir, Hvassahrauni 7. Kristín Sigríður Kristinsdóttir, Mánagötu 7. Ragnhildur Gunnarsdóttir, Selsvöllum 17. Svanhvít Másdóttir, Selsvöllum 18. Valborg Anna Ólafsdóttir, Sunnubraut 4. Valgerður Jóhannesdóttir, Hvassahrauni 7. Drengir: Brynjólfur Valgarður Sigurðsson, Víkurbraut 50. Eggert Guðmundsson, Staðarvör 4. Heimir Bergmann Hauksson, Efstahrauni 16. Kristinn Ágúst Kristinsson, Staðarvör 6. Níels Adólf Guðmundsson, Mánasundi 6. sagna þessara skoðana, þótt þær þversagnir megi allar leysa. Sumir höfundar bókarinnar — Jóhann, Bjarni, Gunnar Gunnarsson, Birg- ir, Benjamín og Gunnar Thorodd- sen eru íhaldssamir. Þeir leggja áherzlu á vernd verðmæta, þjóð- rækni og virðingu fyrir lögum og siðum og miða við ríkið. Aðrir — Jón, Ólafur, Geir og Jónas — eru frjálslyndir. Þeir leggja áherzlu á einstaklingsfrelsið og miða við markaðinn. (Þessi notkun orðanna „íhaldssamur" og „frjálslyndur" er eðlileg í islenzku máli, en merking þeirra hefur snúizt við með sumum vegna óvandvirkni í orðavali.) Leiðrétting ÞAU mistök urðu hér í blaðinu síðastl. miðvikudag, að nafn Magnúsar Kristins Einars Sigurfinnssonar misritaðist í fyrirsögn minningargreinar um hann, Sigurfinnsson varð Sigfinnsson,— Eru aðstandendur og greinarhöf. beðnir afsökunar á þessari misritun. BLÓM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Dagstjarna Melandrium rubrum Að þessu sinni sting ég niður penna til þess að reyna að vekja athygli á einu af mínum uppáhalds garðblómum - DAGSTJÖRNUNNI — og þá aðallega fyrir þá sök að mér finnst mönnum liggja heldur kuldalega orð til hennar. Það er vissulega ómak- legt því hér er um að ræða prýðisjurt, sérlega litfagra og harðgerða, auk þess eru þeir heppi- legri til ræktunar að því leyti að ekki þarf að óttast að þeir sái sér út um allan garð eins og kvenplöntunum hættir til að gera sé þess ekki gætt að skera af þeim fræbaukana í tíma. Fyrir nokkrum árum var ég í hópferð í Borgarfirði eystra og inni í þorpinu sáum við hún er með allra með- færilegustu plöntum og stendur í blóma að heita má frá því snemma vors og fram undir haust. Oft er yfir því kvartað hve erfiðlega gangi að fá rauðblómstrandi plöntur í garðana — og þá er dagstjarnan, þessi önd- vegisjurt, jafnan snið- gengin og frekar sóst eftir einhverju öðru sem þykir fínna og tilkomu- meira. Sem kunnugt er þá er dagstjarnan tvíbýlisjurt og er ekki að sökum að spyrja að frá náttúrunn- ar hendi eru karlarnir vitanlega mun skraut- legri en kerlingarnar og þar í nokkrum görðum hávaxna, spengilega jurt alþakta fagurrauðum blómum. Þetta vakti for- vitni okkar en þegar að var gætt voru þetta okk- ur til mikillar undrunar „bara“ dagstjörnukarlar, að vísu óvenju litprúðir, stórir og þroskamiklir. Sams konar jurtir sáum við líka hjá Þórdísi í Höfn, en hún er mikil ræktunarkona. Dagstjarnan er að jafnaði 30—40 sm á hæð en varla tel ég ofmælt að Borgarfjarðarkarlarnir hafi a.m.k. verið 50—60 sm háir. Það getur svo sem verið að eitthvað hafi þeir stækkað í end- urminningunni, en áreiðanlega ekki að neinu marki. Það er enginn svikinn af því að eiga fallega dagstjörnu í garðinum sínum — en þá þarf hún líka að vera falleg bæði hvað lit og vaxtarlag snertir — en hvað því viðvíkur er ekki sama hver einstaklingurinn er. Ums.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.