Morgunblaðið - 26.05.1979, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.05.1979, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1979 Snillingar í Laugardalnum NAFN íslands í knatt- spyrnuheiminum hefur sífellt stækkað á undanförnum árum ok það þykir ekki leniíur tiltökumál að snillinKar eins ok leikmenn v-þýzka jandsliðsins heimsæki okkur. Á síðustu árum hafa leikið á LauKardalsvellinum lið eins ok það a-þýzka, Ólympíumcistarar á sínum tíma. lið Hollands, silfurþeKar frá tveimur síðustu Heimsmeistara- mótum. Svíar, BelKar ok Pólverj- ar. Ekki áhuKamannalið þessara þjóða, heldur harðsnúnustu atvinnumenn þeirra. Við höfum auKum litið oftar en einu sinni knattspyrnumenn Evrópu. menn eins ok Simonsen, Cryuff ok Blokhin. í dag leika síðan á Laugardals- veilinum leikmenn Vestur-þýzka landsliðsins, leikmenn þeirrar þjóðar, sem mest úrval á af snillingum þessarar íþróttar. Island hefur ekki leikið við V-Þýzkaland síðan í júlí 1968 er við töpuðum 1:3 fyrir áhugamönnum Þjóðverja. 3. ágúst 1960 var einnig leikið við V-Þjóðverja og sú viðureign tapaðist 0:5. íslenzka landsliðið ríður tæpast feitum hestu frá viðureigninni í dag, leikurinn er nú einu sinni gegn heimsmeistur- unum f^á 1974 og þó svo að nokkrir beztu menn þess liðs séu ekki lengur í þýzka landsliðinu, þá eru þar þó enn menn eins og Sepp Maier og fleiri, sem voru í lands- liðshópnum það herrans ár. Maier markvörður hefur oft verið kailaður trúðurinn i þýzku knattspyrnunni. Þessi 35 ára gamli leikmaður er sífellt með bros á vör og gamanyrði eru sjaldan fjarri þegar Maier er annars vegar. En han er ekki aðeins eitthvert leikfífl, hann er maður, sem tekur atvinnu sína alverlegar en nokkur annar, æfir manna mest og þegar alvaran er annarsvegar bregst Maier ekki. . Undirritaður fylgdist með æfingu v-þýzka landsliðsins á Laugardalsvellinum á fimmtudagsmorgun og það fór ekki á milli mála að þar voru atvinnumenn á ferð. Gengið var til æfingarinnar af ákveðni og hlutirnir framkvæmdir um leið og af því er virtist af brennandi áhuga þó svo að keppnistímabili þessara manna sé að ljúka. Ekkert hangs var yfir mönnum og engar óþarfa málalengingar, sem því miður setja oft leiðinlegan svip á æfingar okkar manna og eru til þess fallnar að drepa niður áhuga. Æft var á aðalleikvanginum í Laugardal, þar sem leikurinn hefst klukkan 14 í dag. Mesta furða er hvað völlurinn er orðinn góður og þó hann sé ekki iðjagrænn er hann þó betri en oft áður. Hann vantar vætu eins og alla aðra grasvelli hér á Suðvesturhorninu, en hefur verið vökvaður linnulaust síðustu daga. Mörkin voru ekki komin á sinn stað, heldur lágu þau í gryfjunni undir stúkunni og Þjóðverjunum var bannað hreyfa þau þaðan. Þeir létu slík fyrirmæli þó ekki aftra sér og náðu einfandlega í þau, ákveðni og oft frekja þýzku þjóðarinnar kom vel í ljós með þessu litla atviki. MARKVERÐIR TVEGGJA KYNSLÓÐA Sjepp Maier er 35 ára gamall og er því kominn á síðasta snúning sem markvörður í „heimsklassa". Hann þarf að æfa meira en aðrir til að halda sér á toppnum og kappinn veit greinilega af því. Meðan aðrir leikmenn liðsins hit- uðu upp og tóku síðan lengri leikfimiæfingar en maður er vanur að sjá hjá íslenzkum liðum hitaði Maier sig sjálfur úti í horni vallarins. Hann dró þó hvergi af sér. Síðan tók Jupp Derwall einvaldur þýzka landsliðsins markverðina tvo, Maier og Schumacher markvörð Kölnar- liðsins, sem lék hér síðastliðið haust gegn Skagamönnum. Derwall skaut á markverðina frá ýmsum hornum og með ýmsum aðferðum og var sérstaklega skemmtilegt að sjá hversu mjög markverðirnir fórnuðu sér. Maier var greinilega orðinn útkeyrður þegar þessu var lokið, en þá var leikmönnum skipt í tvö lið og leikið á öðrum helmingi vallarins. Aðeins mátti snerta knöttinn einu sinni og átti að leika knettinum yfir hliðarlínu til að HELGI Dani'elsson, núverandi formaður landsliðsnefndar, dvaldi á sínum tíma í Þýzkalandi og æfði þar knattspyrnu sem ungur maður. Fritz Buchloh var Helga mjög innan handar og var þá þessi heldur snjáða mynd tekin af þeim. Buchloh er staddur hér á landi þessa dagana í boði v-þýzka knattspyrnusambandsins. skora mark. Maier er greinilega algjör klaufi úti á vellinum, en eigi að síður hljóp hann völlinn þveran og endilangan eins og byssubrenndur. Kom sjaldan við boltann, en oftar við and- stæðingana, sem hann hljóp gjarnan niður. Maier tók á eins og framast var hægt og eftir mestu sprettina lafði tungan út úr munnvikinu og að æfingunni lok- inni bogaði svitinn af honum. Mörgum þykir Maier ekki lengur bezti markvörður V-Þýzkalands og að íhaldssemi ráði vali hans í liðið. Hann er sér meðvitandi um þetta og tekur því meira á en nokkru sinni. Sepp Maier hefur varið mark Bayern Múnchen af stakri prýði í meira en áratug og unnið til æðstu metorða í knattspyrnunni. Hvað eftir annað hafa varamarkverðirnir verið keyptir til félagsins, en ævinlega hafa þeir gefist upp á dvölinni hjá félaginu, þeir hafa ekki enzt til að verma varamannabekkinn og vera í skugga Maiers. Þeir hafa verið seldir til annarra félaga og gjarn- an gert góða hluti þar. Látum þetta nægja um Sepp Maier og félaga hans í landsliðinu, en sjón er sögu ríkari og þessir kallar verða vonandi í essinu sínu í Laugardalnum í dag. í för með v-þýzka landsliðinu hér er íslandsvinurinn Buchloch, sem í sinni tíð var landsliðsmark- vörður Þýzkalands. Hann stóð að vísu um tíma í skugga Maiers þess tíma, markvarðarins Hans Jakobs, en stóð sig mjög vel þegar hann lék með þýzka landsliðinu. Buchloch gerðist þjálfari að leikmannsferli sínum loknum og þótti snjall, bæði með félagslið og úrvalslið. Hann þjálfaði Víking 1939 og 10 árum síðar þjálfaði hann lands- liðið, Víking og Val um tíma. Þá lék hann með íslenzku liði gegn sænska liðinu Djurgaarden og hefur alla tíð verið mikili íslands- vinur. Hann á fjölmarga vini hér á landi, menn eins og Hauk Óskars- son, Þorstein Olafsson, Karl Guðmundsson, Helga Daníelsson og fleiri. Hermann heitinn Hermannsson markvörður Vals og íslenzka landsliðsins átti náin samskipti við Buchloch og Herberger á sínum tíma og fleiri menn mætti nefna. Buchloch er hér í boði v-þýzka knattspyrnusambandsins. BYRJA TVEIR NÝLIÐAR LEIKINN í DAG? Að bera saman íslenzka lands- liðið og það v-þýzka er í rauninni ógerningur, annars vegar er um lið frá knattspyrnuveldinu þýzka og hins vegar lið áhugamanna að mestu, sem eru að byrja sitt keppnistímabil. Hluti íslenzka liðsins stundar að vísu atvinnumennsku erlendis og því eru leikmenn íslenzka liðsins mjög misjafnlega á vegi staddir sumir að þyrja tímabilið, aðrir að ljúka vertíðinni. Þeir sem sáu íslenzka liðið leika í Sviss á þriðjudag eru þó sam- mála um að einn íslenzku lands- liðsmannanna sé í sama gæða- flokki pg þeir v-þýzku, að sjálf- sögðu Ásgeir Sigurvinsson. Hann hefur að sögn aldrei verið betri og er þá mikið sagt. Þá hefur Arnór Guðjohnsen sýnt mjög miklar framfarir í vetur og segja fróðir menn að eftir tvö ár muni hann ekkert gefa Ásgeiri eftir. Hins vegar sáu menn minni framfarir til Péturs, enda er hann mjög ólíkur leikmaður í alla staði, en SEPP Maier undi sér hið bezta í góða veðrinu í Laugardalnum á fimmtudagsmorgun og gerði ýmsar hundakúnstir, stóð á höndum og fór heljarstökk eins og ekkert væri. í dag verður hans hlutverk að koma í veg fyrir að nýliðarnir Jón Oddsson og Pétur Ormslev, framlína íslenzka liðsins, skori ekki mark. (Ljósm.RAX.) frammistaða hans hjá Feyenoord í vetur segir e.t.v. meira þeldur en einn erfiður leikur þar sem tveir menn áttu að sækja gegn svissnesku vörninni. Þessir þrír snjöllu leikmenn verða því miður ekki með í dag. Þess vegna er allt útlit fyrir að tveir nýir leikmenn byrji leikinn í dag, þeir Jón Oddsson KR-ingur frá ísafirði og Framarinn snjalli, Pétur Ormslev. Vera kann að Ingi Björn byrji leikinn, en undirrit- aður er þó á því að það verði nýliðarnir, sem verði með frá upphafi. Ekki amalegt að fá sitt fyrsta tækifæri í leik gegn V-Þjóðverjum. Landsliðsnefnd valdi Viðar Halldórsson sem 16. mann í landsliðshópinn og kom það val nokkuð á óvart, þegar vantaði miðvallarspilara í liðið hefði maður haldið að maður eins og Ásgeir Elíasson kæmi fyrst upp í hugann. KR-ingur lék sinn fyrsta leik gegn Sviss á þriðjudag, Ottó Guðmundsson, sem kom inn fyrir Jóhannes Eðvaldsson. Ár og dagur er síðan KR-ingur hefur leikið í landsliði, en Stefán Örn Sigurðs- son var genginn til liðs við Holbæk þegar hann lék með landsliðinu gegn A-Þjóðverjum í fyrra. Það er tímanna tákn í íslenzkri knattspyrnu og stöðu KR þar, að liðið á nú á ný orðið 2 menn í landsliðshópnum. Á sínum tíma átti KR meira en helmingi leikmanna í íslenzka landsliðinu. -áij. AGUST . INGI JONSSON: A EFTIR BOLTANUM Jafntefli í norðanbáli Reynir og ÍBÍ áttust við í 2. deild íslandsmótsins á miðvikudags- kvöldið suður í Sandgerði. Heldur viðraði illa til knattspyrnuleiks, hávaða rok og norðanbál. Leikurinn var tilþrifalftill, enda engin furða með hliðsjón af atferli verðurguðanna. Hvort lið skoraði eitt mark, jafntefli. ÍBÍ lék undan bálinu f fyrri hálfleik og skoraði þá mark sitt. Það var á 25. mfnútu, en þá skoraði Kristinn Kristjánsson, en bæði hann og annar ísfirðingur þóttu vera grunsamlega rangstæðir. Að öðru leyti ógnuðu ísfirðingarnir ekki marki heimamanna, nema með langskotum sem markvörðurinn Jón Örvar glfmdi við af festu. Reynismenn nutu aðstoðar roksins f sfðari hálfleik og jafnaði þá Ari Arason með laglegri kollspyrnu. Reynir hafði næstum sigrað, þegar markvörður liðsins spyrnti yfir allan völlinn, yfir markvörð ÍBÍ, en rétt fram hjá stönginni. j^n Viðar í hópinn Þegar ljóst varð, að Karl Þórðarson fengi ekki leyfi hjá félagi sínu, La Louviere, til þess að leika með íslandi gegn Vestur-Þjóðverjum í dag, varð að velja leikmann f landsliðshópinn f stað Karls. Fyrir valinu varð FH-ingurinn Viðar Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.